Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993 Fréttir Skoðanakönnun um skipulag vestast á Seltjamamesi veldur deilum: Bæjarstjóri á púðurtunnu sem gæti klofið f lokkinn - segir Magnús Erlendsson, sjálfstæðismaður og fyrrum forseti bæjarstjómar „Bæjarstjórinn situr á púöurtunnu í þessum skipulagsmálum. Ef hún springur mun verða alvarlegur klofningur í Sjálfstæðisflokknum á Seltjamamesi. Hörmungamar á Val- húsahæð eru víti til varnaðar í skipu- lagsmálum okkar,“ segir Magnús Erlendsson, fyrrverandi forseti bæj- arstjómar á Seltjarnarnesi. Miklar deilur hafa verið á Seltjarn- amesi undanfarin misseri um hvort skipuleggja eigi byggð vestast á Nes- imú Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri hefur barist fyrir aukinni land- nýtingu. Hann vill láta byggja allt að 95 íbúðir á svæðinu og leggja veg yfir túnið vestan Nesstofu. í bæjarstjóm hefur minnihlutinn lagst alfariö gegn þessum hugmynd- um og sömu sögu er að segja af ýms- um flokksfélögum Sigurgeirs í Sjálf- stæðisflokknum. í þeim hópi era meðal annars þeir Jón Hákon Magn- ússon og Guðmar Magnússon sem báðir hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Skoðanakönnun Eftir miklar deiiur í bæjarstjórn og innan Sjálfstæðisflokksins var ákveðið að leggja máhð undir bæj- arbúa á borgarafundi sem haidinn var í nóvember síðastliðnum. Þar var samþykkt að friðlýsa svæðið vestast á Nesinu en jafnframt ákveðið að gerð yrði skoðanakönnun meðal bæjarbúa um hvernig staðið skyldi að þróun byggðar á Seltjarnarnesi. Þrátt fyrir sámþykkt borgarafund- arins lét Sigurgeir bæjarstjóri útbúa kynningarbækhng fyrr í vetur sem senda átti bæjarbúum í tengslum við væntanlega skoðanakönnun. í upp- haflegum drögum aö bæklingnum var einungis að finna skipulagstihög- ur sem lúta að nýtingu svæðisins undir byggð. TUgreint var að það myndi kosta bæjarsjóð 94 mUljónir að kaupa upp landsvæði til friðunar og að nú þegar hafi verið varið 120 mpljónum í landakaup. í skipulagsnefnd mótmælti minni- hlutinn þessum vinnubrögðum og féUst bæjarstjóri þá á að setja í bækl- inginn tihögu sem lýtur að friðun svæðisins. Til dehna kom hins vegar innan nefndarinnar síðastliðinn mánudag þar sem fuhtrúar Félags- vísindastofnunar HÍ, sem sjá eiga um könnunina, mættu. Minnihlutinn sættir sig ekki við drög bæjarstjórans þar sem þau séu hlutdræg - til þess fallin að gera fólk fráhverft friðun vegna kostnaðar. Enginn friður „Eg vil ekki hafa neinn svona bækl- ing í tengslum við þessa skoðana- könnun. Máhð snýst ekki um Utlar 94 milljónir heldur hvaða þýöingu það hefur fyrir íbúa Seltjarnarness og höfuðborgarinnar að hafa þetta land ósphlt. Að óreyndu trúi ég því ekki upp á Félagsvísindastofnun að hún ástundi svona hlutdræg vinnu- brögð. En eins og máhð blasir við mér í dag verður enginn friður um þessa könnun," segir Guðrún Þor- bergsdóttir, fuUtrúi minnihlutans. Sigurgeir Sigurðsson vísar gagn- rýninni á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sé farið að þessu máli á eins lýð- ræðislegan hátt og hugsast getur. Ég er ekki í minnsta vafa um að innan bæjarstjórnar náist samstaða um th- högun könnunarinnar enda höfum við rætt þetta mál mikið og lengi. Hvort alhr rétti upp hendina veit ég hins vegarekki." -kaa Stuttarfréttir Um 60% landsmanna telja að efnahagsástandið eigi eftir að versna en um þriðjungur telur aö botninum sé þegar náö. 31,7% segja aðgerðir til bjargar Lands- banka gefa tilefni til aukinnar bjartsýní en 43,8% til svartsýni. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun ÍM-GaUups. Lækkandigengi Gengi hlutabréfa í Eimskip hef- ur lækkaö um 674 miUjónir frá 1991. Markaðsverömæti hluta- bréfa í Flugleiöum hefúr á sama tíma lækkað um 2 mUljarða. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Jámblendiáfullu Jámblendiverksmiöjan á Grundartanga er nú rekin á full- um afköstum. Framleiðslan hef- ur selst jafnóðura og hefur fyrir- tækið því ekki þurft að leita frek- ari aðstoðar ríkissjóðs. RÚV greindi frá þessu. Davíðstöðviátök Forseti Rauða kross íslands hefur afhent Davíð Oddssyni yíir- lýsingu þar sem hann er hvattur til að leggja sitt af mörkum tU aö stöðva átök í Júgóslavíu. Áskor- un sama efnis hefúr verið afhent öðrum rikisstjórnum í Evrópu. Eítt kíördæmi Á stofnfundi Verðanda, sam- taka ungs Alþýðubandaiagsfólks, er lagt tíl að á íslandi verði em- ungis eitt kjördæmi. Þannig veröi meðal annars hægt aðkomasthjá vafásömum fjárfestinga og spUl- ingu; stjómmálamanna. Krisfján í óperuhandbók Kristján Jóhannsson verður meðal óperasöngvara í uppslátt- arriti um óperur sem kemur út í Bandaríkjunum og á ítaliu í haust. í samtali við Morgunblaöið kveðst Kristján hreykinn af því aö koma Jslandi á óperakortið. Mnem Mutabrófaeign Um fjórðungur landsmanna á hlutabréf i fyrirtækjum sara- kvæmt nýrri könnun sem ÍM- GaUup hefur gert. Meirihluti að- spurðra er hlynntur einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja. Búnaðar- bankirm er þó undantekning. Stuttar fréttir Kafarar, sem vinna við framkvæmdir í Reykjavíkurhöfn, hafa'í tvigang verið kærðir til lögreglu þar sem áhöld eru um réttindi mannanna til atvinnuköfunar. DV-mynd Sveinn Liggur við stórslysum - þegar réttindalausir kafa, segja atvinnukafarar „Það eru réttindalausir kafarar aö vinna um allt land. Þetta atvik í Reykjavíkurhöfn er bara eitt af mörgum. Stundum hefur legið við stórslysum þegar réttindalausir kaf- arar hafa til dæmis kannað skemmd- ir skipsbotna en ekki fundið neitt að. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir þá sem era með réttindi og hafa eytt stórfé í nám erlendis en fá svo ekk- ert að gera,“ segir Auöunn Kristins- son atvinnukafari en tveir kafarar hafa í tvígang verið kærðir til lög- reglu þar sem þeir vinna við breyt- ingar á hafnargarðinum í Reykjavík. Að sögn Auðuns er annar þeirra atvinnukafari með útrunnið skír- teini en kafarar þurfa að endurnýja skírteinin sín árlega með því að ganga í gegnum stranga læknisskoð- un. Hinn hefur aldrei lært köfun og hefur þar af leiöandi ekki réttindi. Útgefin atvinnuskírteini til kafara á íslandi era um 120 en fullgild, end- urnýjuð skírteini era ekki nema um 20. Kafarar vinna aðallega við hafn- arframkvæmdir, skera úr skrúfum og kanna botnskemmdir skipa. Ólafur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá verktakafyrirtæk- inu Veli sem sér um framkvæmdir í Reykjavíkurhöfn, segist hafa ráðið kafarana til sín sem verktaka. „Þeir gáfu sig út til að kafa og eru eingöngu ráönir sem verktakar til að gera þennan ákveöna hlút. Ég tel það ekki okkar að athuga hvort þetta eru kafarar með fullgild skírteini þegar um er að ræða verktaka á eig- in ábyrgð. Mér fmnst þetta mál bera keim af samkeppni en ég hef heyrt að mjög hörðog illvíg samkeppni sé milli kafara," segir Ólafur. -ból Undirskriftunum í Dölum hent Áhugamenn um áframhaldandi starfsemi meðferðarheimilis SÁÁ að Staðarfelli í Dölum hafa aflýst undir- skriftasöfnun sem hófst í vikunni til stuðnings eftirmeðferöarheimilinu að Staðarfelli. Mennimir hentu und- irskriftum sem safnast höfðu vegna þess að þeir skildu útvarpsfrétt þannig að heilbrigðisráðherra heíði gripið til nýrra ráða til að tryggja starfsemina að Staðarfelli. Undirskriftasöfnunin hófst á þriðjudaginn var en ætlunin var að safna undirskriftum í Dalasýslu, Austur-Barðastrandarsýslu og í Stykkishólmi fram yfir helgi og af- henda þær ráðherra í næstu viku. Sendinefnd hreppsnefndar hittir þingmenn Vesturlandskjördæmis að máli á mánudag til að ræða lokun meðferðarheimilisins. -GHS Bílvelta varð á Álfhólsvegi í Kópavogi í nótt en ökumaður hafði litiö til hliðar og gleymt því aö hraðahindrun var á veginum. Vegagerðin hefur samið við Eystein Ingvason um ferjuflutn- ínga á Eyjafirði. Samkvæmt sam- komulaginu verðu ferjan Sæfari áfram notuð í siglingarnar. Meirihlutinn tannlaus Könnun á vegum Háskóla ís- lands hefur leitt í Ijós tannleysi hjá 71,6% þeirra sem era 65 ára eöa eldri. Um 2,1% hafa allar sín- ar tennur. í ljós kom að karlar eru betur tenntir en konur. Föst yfirvinna árram Uppsögn Stálsmiðjunnar á fastri yfirvinnu verkamanna sem þar vinna var ólögleg samkvæmt dómi Félagsdóms. Um sé að ræða sérkjarasamning sem Dagsbrún gerði í ársbyrjun 1989. Fiskiskipið Sjávarborg, 270 tonna botnfiskkóta, 112 tonna rækjukvóti og 17.000 tonna loðnukvóti er komiö í eigu Fisk- veiðasjóðs eftir nauðungarupp- boð. VinnaáSrsæfellsnesi Tæplega 100 útlendingar starfa nú við fiskvinnslu á Snæfells- nesi. Samkvæmt frétt Mbl. er skortur á fólki til vinnu í Grund- arflrði. Tekjurminitkuðu Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum lækkuöu um 7,6% mflli áranna 1991 og 1992. Starfsmönnum sagt upp Um 120 starfsmenn Hagvirkis- Kletts fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. Uppsagnirn- ar taka þó ekki gildi nema ljóst sé aö nauðarsamningar fyrirtæk- isins takist ekki. íslenskbðkáþýsku Þýska úgáfufyrirtækiö Foram Verlag í Leipág hefur gefið út bók Einars Heimissonar, Götuvísa gyðingsins. ■•A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.