Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
Fréttir
Skoðanakönnun DV:
Tveir þriðju fylgjandi
fjármagnstekjuskatti
- af þeim sem taka afstöðu
Yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna vill að skattur verði lagður á
tekjur affjármagni, oft nefndur „fjár-
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
urðu þessar:
Fylgjandi skatti 55,7%
á fjármagnstekjur
Andvígir 29,3%
Óákveðnir 13%
Viljaekkisvara 2%
Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu
taka verða niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi 65,5%
Andvígir 34,5%
magnstekjuskattur". Þetta kom í ljós
í skoðanakönnun DV sem var gerð á
mánudags- og þriðjudagskvöld.
Af öllu úrtakinu voru 55,7 prósent
fylgjandi skatti á fjármagnstekjur.
29,3 prósent voru andvíg, 13 prósent
óákveðin og 2 prósent svöruðu ekki
spumingunni.
Þetta þýðir, að 65,5 prósent þeirra
sem tóku afstöðu voru fylgjandi en
34,5 prósent andvíg þessum skatti.
Þessi hugsanlega skattlagning hef-
ur mikið verið rædd bæði á Alþingi
og í herbúðum stjórnarsinna. Al-
þýöuflokksmenn virðast hlynntir
þessum skatti en málið strandar á
andstöðu í þingflokki sjálfstæðis-
manna.
Með slíkum skatti er átt við skatt-
lagningu allra tekna af fjármagni,
svo sem vaxtatekjum, ef tekjurnar
eru meiri en nemur verðbólgu.
Úrtakiö í skoðanakönnuninni var
600 manns og var jafnt skipt mili
um skatt á fjármagnstekjur
□ Fylgjandi
n Andvígir
■ Óákveðnir
ekki
svara
56%
Mikið hefur veriö rætt á Alþingi um hugsanlegan skatt á fjármagnstekjur en ekki enn orðið af framkvæmdum.
DV-mynd GVA
kynja og jafnt milli höfuðborgar- karla og kvenna, íbúa höfuðborgar- eða minus.
svæðisins og landsbyggðarinnar. svæðisins og landsbygðarinnar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and-
Mikill meirihluti reyndist fylgjandi Skekkjumörk í slíkri skoðana- vígur því aö skattur verði lagður á
fjármagnstekjuskatti, bæði meðal könnun eru 3-4 prósentustig í plús fjármagnstekjur? -HH
„Það er ekkert ósanngjamt aö karl á landsbyggðinni. „Ég stól mestum skatti á fjármagstekjur,“
þeir sem eiga mikla peninga borgi ekki þessi hugtök,“ sagði kona á sagði karl á höfuðborgarsvæðinu.
meiri skatt," sagði kona á lands- landsbyggðinni. „Þennan skatt á „Það er sjálfsagt að láta þá ríku
byggðinni. „Það má skattleggja þá að taka upp af því aö vandinn er borga,“ sagði kona úti á landi. „Mér
sem eiga of mikla peninga, þótt ég svo mikill núna,“ sagði karl á höf- finnst mjög óréttlátt að fólk þurfi
þekki engan,“ sagði önnur kona á uðborgarsvæöinu. „Svona skattur að borga sérstaka skatta þótt það
landsbyggðinni. „Þeir þyrftu að mundi eyöileggja sparnaöinn,“ sé að leggja eitthvaö fyrir,“ sagði
finna breiöari bök til að bera byrð- sagði karl á höfuðborgarsvæðinu. kona á landsbyggðinni. „Ég er and-
amar heldur en þá sem þeir níðast „Þaö er búið að borga skatt af þess- vfg skatti á fjármagnstekjur því að
á núna,“ sagöi kona úti á landi. „Ég um eignum áður,“ sagði karl á höf- það er þegar búið að borga skatta
er fylgjandi fjármagnstekjuskatti uöborgarsvæðinu. af þessu fé,“ sagði kona á höfuð-
hafi raenn miklar tekjur,“ sagði „Ég er fylgjandi sem hæstum og borgarsvæðinu. -HH
í dag mælir Dagfari
Góður útvarpsstjóri
Eftir því sem Dagfari hugsar meir
um þá ákvörðun útvarpsstjóra að
reka Hrafn Gunnlaugsson, því
meir vex útvarpsstjóri í áhti hjá
Dagfara. Séra Heimir Steinsson er
greinilega réttur maöur á réttum
staö. Það er satt að segja ekki á
hverjum degi sem réttir menn velj-
ast til embættisstarfa og' þar era
vandfundnir þeir einstaklingar
sem uppfylla öll þau skilyrði og
kosti sem prýða þurfa menn í
ábyrgðarstörfum.
Þegar séra Heimir Steinsson var
valinn í stöðu útvarpsstjóra var
það umdeild ákvöröun hjá mennta-
málaráöherra. Menn rak í rogast-
ans og skildu ekki hvemig ráöher-
ann gat ímyndaö sér klerkinn og
þjóðgarðsvörðinn frá Þingvöllum
sem æðsta mann Ríkisútvarpsins.
Sagt er að forsætisráðherra hafi
varað menntamálaráðherra viö
ráðningu þjóðgarðsvaröar. Sagt er
að maður hafi gengiö undir manns
hönd í Sjálfstæðisflokknum til að
koma í veg fyrir að menntamála-
ráöherra sækti mann í stööu út-
varpsstjóra sem aldrei hefði nálægt
Útvarginu komið.
En Ólafur menntamálaráðherra
sat fast við sinn keip og þarf ekki
aö sjá eftir því. Útvarpsstjóri hefur
rekið Hrafn Gunnlaugsson og tókst
það raunar áður en Hrafn gerði
nokkuð af sér. Venjulega þurfa
menn aö brjóta af sér í starfi til að
fá reisupassann, en útvarpsstjóra
dugði það eitt að Hrafn Gunnlaugs-
son hafði einhver orð um að hann
mundi vilja breyta einhverju í
starfinu og þau ummæh vom
nægilegt tilefni fyrir útvarpsstjór-
ann til að reka Hrafn.
Það kemur sem sagt í ljós að
Hrafn Gunnlaugsson er hinn
hættulegasti maður. Fram að þessu
hefur hann verið eftirlæti og uppá-
hald kvikmyndagerðarmanna og
sjónvarpsmanna og borið svo höf-
úö og herðar yfir aðra kollega sína
að dyr Kvikmyndasjóðs hafa staðiö
honum opnar og sjóðir norrænna
sjónvarpsstöðva hafa reitt fram fé
í hvert skipti sem Hrafn hefur sýnt
þeim handrit. Sérstakt dálæti hafa
Svíamir haft á þessum snillingi og
það má segja með sanni að þessi
hvíti víkingur okkar íslendinga
hafi borið hróður lands og þjóöar
langt, langt út fyrir landsteinana.
Hrafn sagði sjálfur frá því í þætt-
inum um daginn aö hann væri
mikill vinur allra bestu kvik-
myndagerðarmanna þjóðarinnar
og þeir væm vinir sínir og öll þessi
vinátta mundi springa út í dagskrá
Sjónvarpsins. Hrafn hefúr með
öðmm orðum verið tahnn hvers
manns hugljúfí í bransanum og
slíkur yfirburðamaður að Sjón-
varpið gæti ekki veriö án hans
starfskrafta.
Og ekki nóg með þaö. Sjálfur for-
sætisráðherra hefur látið blekkjast
af vinfengi við þennan mann og
stutt hann og hvatt til ahskyns
dáða og má segja að hnífurinn hafi
varla gengiö á mihi þeirra Matt-
hildinganna.
Það var ekki fyrr en útvarpsstjór-
inn og þjóðgarösvörðurinn fyrr-
verandi sá hvers kyns maður
Hrafn Gunnlaugsson er, að upp
komst um strákinn Tuma. Mikið
hlýtur forsætisráðherra að vera
menntamálaráðherra þakklátur
fyrir að hafa ekki farið að ráðum
sínum með því aö velja séra Heimi
sem útvarpsstjóra. Annars hefði
Hrafni aldrei verið sagt upp. Og
mikið hlýtur menntamálaráðherra
að vera feginn að hafa ráðið út-
varpsstjóra og hundsað vilja for-
sætisráðherra til aö réttir menn
séu ráðnir og reknir. Og mikið hlýt-
ur forsætisráðherra aö vera glaður
yfirþví að hafa náð í Markús Öm
niður í Ríkisútvarp og gert hann
að borgarstjóra til aö séra Heimir
kæmist að sem útvarpsstjóri til að
séra Heimir gæti rekið Hrafn.
Ef þessi atburðarás, fyrir til-
verknað forsætisráöherra, hefði
ekki átt sér stað, hefði Hrafn aldrei
verið rekinn og Ríkisútvarpiö hefði
setið uppi með Hrafn í starfi dag-
skrárstjóra Sjónvarps án þess að
nokkur maður hefði tekið eftir þvi
að Hrafn var ahsendis ófær til
starfans!
í raun og vem getur Hrafn Gunn-
laugsson líka verið þakklátur út-
varpsstjóra fyrir að forða sér frá
því að taka að sér starf sem alls
ekki hentar honum. Þeir ættu eig-
inlega, Davíð, Ólafur og Hrafn, aö
senda útvarpsstjóra þakkarskeyti
fyrir að reka Hrafn í tæka tíö og
áður en hann gerði eitthvað af sér.
Dagfari