Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL1993
15
Viðhald húsa
Viðhald mannvirkja er stórt
verkefni, eitt af stærstu verkefnum
þjóðfélagsins, telja sumir. Við-
haldsmarkaðurinn verður stærri
en nýbbyggingamarkaðurinn í
framtíðinni en nú er mjög í tísku
að tala um stærð markaða.
Vandinn er að vísu sá að viðhald
draga menn lon og don en íslend-
ingar hafa fram á síðustu ár verið
þjóða ötulastir að ráðast í nýbygg-
ingar. Að byggja nýtt er að gera
eitthvað stó^, að halda við, dytta
að er smávægilegt, kyrrstaða. En
íslendingar eru óðum að vakna upp
við þá staðreynd að mannvirkin,
sem reist hafa verið á undanfóm-
um áratugum, þurfa viðhald, mikið
viðhald ef vel á að vera.
Hjá verkfræðistofum, iðnaðar-
mönnum, múruram trésmiðum og
hvers konar efnissölum er þessi
staðreynd að taka á sig skýrari
mynd. Og nú er líka að koma í ljós
að það að gera við, halda mann-
virkjum við, er fræðigrein sem er
afar áríðandi. Að gera skakkt við
er að sóa fjármunum.
Því hafa aðilar úr ýmsum geirum
þjóðfélagsins hist undanfarið til
þess að ræða stofnun „viðhaldsfé-
lags“ í svipuðum dúr og stein-
steypufélag og lagnafélag svo nokk-
uð sé nefnt.
Stórar fjárhæöir
Húseignir á íslandi gætu hæglega
verið 7-800 miiljarða virði. Reynd-
ar er markaðsverð breytilegt og
íslendingar hafa svipað og aðrar
þjóðir iðnríkjanna upplifað veru-
lega lækkun á fasteignamarkaði.
Árlegt viðhald húsa getur legið á
Kjallaiiim
Guðmundur G. Þórarinsson
formaður Verkfræðingafélags
íslands
bilinu 1-5% af nývirði ef vel á að
vera. Sjá menn þá að viðhald þarf
að nema milljörðum á ári ef varð-
veita á verðmæti og hindra
skemmdir.
í þessum tölum eru ekki meötalin
sérstök áfoll eins og alkalískemmd-
imar. Þær skemmdir hafa komið
fram á húsum sem steypt voru á
árunum 1961-1979.
Ef gert væri ráð fyrir að annað
hvert hús byggt á þessum árum
þyrfti viðgerðar við vegna alkah-
skemmda mætti giska á kostnaðar-
tölu. Ef giskað væri á meðalviðgerð
500-1000 þús. króna, gætu um 9000
íbúðir þurft viðgerða við vegna
þessa sem nemur 5-9 milljörðum
króna og mun sumum þykja það
ærin upphæð en aðrir telja mjög
vanmetna.
„Ef giskað væri á meðalviðgerð
500-1000 þús. króna, gætu um 9000
íbúðir þurft viðgerða við vegna þessa
sem nemur 5-9 milljörðum króna...“
„Húseignir á Islandi gætu hæglega verið 7-800 milljaðra virði,“ segir
m.a. í grein Guðmundar í dag.
Á undanfórnum misserum hefur
viðhald á byggingum ríkisins verið
mjög í sviðsljósinu og nægir að
nefna Þjóðleikhús og Þjóðminja-
safn en hstinn gæti orðið langur
ef upp væri tahð.
Mikilvægt verkefni
Afar mikilvægt er aö þær við-
gerðir og viðhald sem við stöndum
frammi fyrir verði faglega unnið.
Því ber að fagna frumkvæði þeirra
hjá Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins, með Bjöm Marteins-
son verkfræðing í fararbroddi, að
stofnun viðhaldsfélags. Shkt félag
væri vettvangur umræðna og
kynningar á viðhaldsverkefnum.
Þar mætti ræða verklýsingar,
ástand mannvirkja, fagleg vinnu-
brögð, efni til viðgerða o.s.frv. og
auka þannig almenna þekkingu í
landinu á viðgerðum og viðhaldi.
Slíkur vettvangur er nauðsynlegur
og gæti sparað þjóðfélaginu stórfé
meö öflugri kynningu og marg-
þættri fræðslustarfsemi.
Guðmundur G. Þórarinsson
Má stelpan ekki
heita Guðjón?
Lög um mannanöfn hafa verið til
umræðu. Mannanafnalögin eru af-
ar skemmtileg aflestrar og dæmi
um í hvaða ógöngum menn geta
lent þegar þeir semja lagabókstaf
um sjálfsagða hluti.
Um stráka og stelpur
Fyrsti kafli laganna er um eigin-
nöfn og þar segir í fyrstu grein:
Hverju bami skal gefa eiginnafn.
Ekki nema það þó. Þarf hið háa
Alþingi að segja þjóðinni að það
eigi að gefa börnum nafn? Ég veit
ekki betur en að þetta hafi tíðkast
um aldir án þess að nokkur þörf
hafi verið fyrir Alþingi að gefa um
það skipun. En svona fer fyrir
mönnum sem hafa ekkert þarfara
að gera en að segja fólki að gera
það sem það hefur alltaf gert.
í þessari grein er einnig sagt að
bami megi ekki gefa fleiri nöfn en
þrjú. Ég skil ekki af hveiju. Ein-
hver sagði mér að tölva Hagstof-
unnar réði ekki við fleiri nöfn en
það hlýtur að vera ósatt.
í 2. grein segir að eiginnafn skuh
vera íslenskt eða hafa áunnið sér
hefð í íslensku. Það er nefnilega
ekki víst hvað beri að telja íslenskt
KjaUarinn
Eiríkur Brynjóifsson
rithöfundur og þýðandi
nafn. Á að fara eftir því sem upp-
haflega tíðkaðist í máhnu eða bæta
við tökuorðum frá seinni tíma?
Þess vegna neyðast menn til að
bæta hefðinni við en slá samt þann
vamagla að sérstök nefnd skuli
hafa endanlegt úrskurðarvald um
hvort nafn er íslenskt eða ekki. (Ég
ætla ekki að fjalla um nefndina og
starf hennar. Reynslan hefur sagt
sína sögu um það og hún er ólygn-
ust).
Þá kemur þessi kostulega setn-
ing: Hvorki má gefa stúlku karl-
mannsnafn né dreng kvenmanns-
nafn. Ég bara spyr: Er mikið um
að strákar heiti Guðbjörg og Sigríð-
ur? Heita margar konur Jóhannes
eða Guðmimdur? Því setja menn
svona nokkuð í lög?
Einföld regla
Ég er á móti opinberum reglum
um mannanöfn. Ég vil setja fram
einfalda reglu. Hún er svona:
Þaö er hveijum og einum í sjálfs-
vald sett hvað hann heitir. Þar eð
böm hljóta nöfn ung ráða foreldrar
nafngifíinni en hvenær sem er eftir
12 ára aldur ræður hver maður
nafni sínu og getur breytt þvi ef
hann vih.
Ég tel að þessi afskipti yfirvalda
af nöfnum þegnanna byggist á mál-
hreinsunarstefnu eins og hún hef-
ur verið rekin undanfarna hálfa
aðra öld og hefur haft margt vont
í för með sér fyrir þróun íslenskrar
tungu.
Einu rök nafnalögreglunnar em
að með þessu sé verið að halda í
nafnahefðina. En einmitt það hefur
íslenska þjóðin gert undanfarin
þúsund ár án þess að þingmenn
hafi nokkuö komið nálægt því.
Þjóðin héfur getað metið þetta og í
hennar höndum hefur nafnahefðin
hvorki meira né minna en blómstr-
að.
Eiríkur Brynjólfsson
„Er mikið um að strákar heiti Guðbjörg
og Sigríður? Heita margar konur Jó-
hannes eða Guðmundur? Því setja
menn svona nokkuð í lög?“
sambandinu
an vafa íeika
á því að það
er nauösyn-
legt fyrir okk-
ur aö taka
þátt í starf-
semi Vestur-
Evrópusam-
bandsins. Það
er nú reyndar
eldra en Atl-
Kart Steinar Gudna-
son
Það er, eins
og menn eflaust vita, sérstakur
Evrópuþáttur vamarsamstarfs-
ins í álfunni. Ég fæ ekki séð
hvemig við eigum að standa utan
þessa enda hafa memi talið mjög
áríðandi að styrkja vamarþátt
Evrópu. Ég er einn af þeim sem
tel það nauðsynlegt. Innan V-
Evrópusambandsins ráöa Efna-
hagsbandalagsrikin sérstaklega
ráðum sínum. Ég á von á því, og
tel það raunar víst, að við Islend-
ingar verðum einangraðir frá
þeirri umræðu ef við stöndum
fyrir utan sambandið. Okkur
gefst þá enginn kostur á þvt að
fylgjast með því sem er að gerast
í vömum V-Evrópulandanna. Ég
tel einnig aö sem meðlimir aö
Atlantsliafsbandalaginu, og meö
sérstök samskipti við Banda-
ríkjamenn getum við komið því
til ieiöar innan Vestur-Evrópu-
bandalagsins að sambandið milli
þess og Bandaríkjanna verði
meira og nánara en ella yrði. Það
tel ég einnig afar áríöandi. Þá er
ekki síöur nauðsynlegt að rödd
islands heyrist innan Vestur-
Evrópubandalagsins. Ég tel því
öll rök hníga að þvf að við tökum
þátt í samstarfínu og raunar
nauösynlegt að við verðum þar
með aukaaðild. Menn hafa verið
að ræða um kostnaðinn sem af
vem okkar þar hlýst. Hann er
ekki meiri en það aö ég tel hann
veta hreint óverulegan."
Efla Samein-
uðu þjóðirnar
„Ég er and-
víg þátttöku
okkar í þessu
bandalagi.
Þaö hefur
verið að
draga úr öll-
um hernaöar-
umsvifum i
Evrópu í
kjölfar falls
Sovétríki-
anna. Þess vegna tel ég að menn
eigi að beina sjónum að því að
styrkja og efla Sameinuðu þjóð-
irnar. Það á að skapa þeim gmnd-
völl til aö taka á deilumálum milli
þjóða í staö þess aö vera að koma
upp enn einu hemaðarbanda-
lagsbatteríinu. Fyrir er Atlants-
hafsbandalagið sem mér skilst aö
menn ætli að halda áfram meö
þrátt fyrir allar breytingar í
heiminum. Mér þætti eölilegra
aö hafist væri handa viö að leggja
þaö niöur. Þá er enn eitt banda-
lagið, RÖSE, lika til. Þaö er ráð-
Stefhan um öryggi og samvinnu
í Evrópu. Innan RÖSE er líka
fæ því ekki séð hvaða nauðsyn
ber til að vera með öll þessi
bandalög. Svo kostar þetta auð-
vitað mikla penmga. Ég tel því
mun skynsamlegra að efla Sam-
einuöu þjóöimar á alheims-
grundvelli í stað þess að búa til
eitt batteríið enn, Aö auki fæ ég
ekkisí" "ÉMHMI
yggi okkar betur með öörum
liætti. -S.dór