Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Síða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 632700
Lélegur þorsk-
árgangur átt-
undaáriðíröð
Bráðabirgðaniöurstöður hins ár-
•lega þorskralls Hafró sýna að þorsk-
árgangurinn frá í fyrra er mjög léleg-
ur áttunda árið í röð. Leigðir voru 5
togarar til verkefnisins og togaö á
tæplega 600 stöðum allt umhverfis
landið.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra telur að niðurstööur bendi
til að minnka verði aflann enn á
næsta fiskveiðiári. -Ari
Árekstur í Haf n-
arfjarðarhöfn
Dýpkunarskipið Sandey bakkaði á
<bát í Hafnarfjarðarhöfn snemma í
morgun.
Sandeyin kom á síðu Apríl HF sem
er 60 tonna eikarbátur. Ekki varð
tjón á dýpkunarskipinu en Apríl
skemmdist mikið. Stórt gat kom á
síðu bátsins og um tíma var taliö að
hann sykki í höfninni. Dælur voru
fengnar til að dæla sjó upp úr bátnum
og hann þéttur svo hægt væri að
komahonumíslipp. -ból
>> Sandgerði:
Bát bjargað
til hafnar
Björgunarbáturinn Sæbjörg í
Sandgerði fór í gær tii aðstoðar við
5 tonna Sómabát um 30 mílur suð-
vestur af Grindavík. Báturinn hafði
fengið trollstykki í skrúfuna og hafði
skrúfan og drifið brotnað af. Hann
var dreginn til hafnar í Grindavík.
Björgunarbátur Sandgerðinga hef-
ur haft mikið að gera að undanfomu,
en nýr bátur, sem mun leysa Sæ-
björgina af hólmi, kemur til landsins
á laugardaginn. Nýi báturinn er yfir
' 100 tonn, keyptur frá Þýskalandi.
-ból
Sjálfstæðismenn:
Ráðherra dragi
frumvarptilbaka
Aðalfundur Kjördæmaráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Reykjanesi sam-
þykkti í gærkvöldi áskorun á fjár-
málaráðherra um að draga til baka
frumvarp um skráningu og mat fast-
eigna. Ennfremur beindi fundurinn
þeim tilmælum til ráðiierrans að
endurskoða lög um fasteignamat rík-
isins með það í huga að einungis
verði eitt mat á húseignum í landinu.
-kaa
-
—
LOKI
Verður Hrafn þá útvarps-
stjóri?
Skuldir sjávarútvegsins eru 105 milljarðar en tekjumar 70 milljarðar:
ÁUhiéaaI ^IE Mn
onumst ao 35-40
milljarðar tapist
„Ef ekkert verður að gert varð-
andi vanda sjávarútvegsins er al-
veg ljóst að ekki þarf um að binda.
Það er mat þeirra stofnana, sem
mest hafá skoðað rekstrarafkomu
sjávarútvegsins, aö hann fari í
gjaldþrot veröi ekki gripið í taum-
ana. Við óttumst aö þá tapist 35 til
40 milljarðar króna. Það er alveg
ljóst að efnahagslífþessa lands þol-
ir alls ekki það áfall, Ég vil taka
það skýrt fram að ég er hér ekki
með neina grýlu vegna kjarasamn-
inga og þetta er heldur ekki
aprílgabb. Þetta er einfaldlega stað-
reynd sem viö stöndum frammi
fyrir," sagði Einar Oddur Kristj-
ánsson, formaður Sarotaka at-
vinnurekenda í sjávarútvegi, í
samtali við DV.
Einar Oddur og nokkrir aðrir
frammámenn í sjávarútvegi gengu
á fund forsætis- og utanrikisráð-
herra í vikunni og gerðu þeim grein
fyrir þessu. Þeir gerðu engar kröf-
ur, lýstu aðeins staöreyndum, eins
og Einar Oddur orðaöi það.
Hann sagöi að það gætu allir séð
hvemig komið væri ef menn litu
til þeirrar staðreyndar að um miðj-
an síðasta áratug voru útflutnings-
tekjur sjávarútvegsins um 85 millj-
arðar króna og skuldir hans lika
85 milljarðar króna. Hlutfallið var
eixm á móti einum. Nú eru útflutn-
ingstekjurnar 70 miUjarðar en
skuldímar 105 milljarðar, eöa hlut-
fallið einn á móti einum og hálfum.
„Menn standa því einfaldlega
frammi fyrir þvi í dag að sjávarút-
vegurinn ræður alls ekki við að
greiða skuldir sinar. Þetta er stein-
barn i efnahagskerfinu, sem ég
giska á að sé ekki undir 40 milljörð-
um króna, sem hann ræður ekki
við að greiða. Þá kemur þessi ein-
falda spuming, hver ætlar að tapa?
Hverjir eru lánardrottnamir? Ég
fullyröi að 40 milljaröar tapaðra
skulda í sjávarútvegi muni riða ís-
lenska hagkerfinu að fullu á örfá-
um vikum. Hagkerfið íslenska er
einn vefur en ekki margir. Það er
alveg sama hvaö menn segja, þetta
sem ég hef verið að nefna hér er
staöreynd. Það þýöir ekki að stinga
hausnum i sandinn og þykjast ekki
sjá vandamálið. Það blasir við öll-
um sem vilja sjá það. Það hefur
orðið hrikalegt veröhrun á þeim
útflutningsafurðum sem þjóðin Iif-
ir á, svo einfalt er það,“ sagöiEinar
OddurKrisljánsson. -S.dór
t
í
í
f
f
f
f
f
f
f
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra:
f
Rætt um einkavæðingu og ■
úttekt á Ríkisútvarpinu
„Einkavæðing Ríkisútvarpsins er
ein af þeim spumingum sem út-
varpslaganefndin á að svara. Á að
vera hér áfram ríkisrekstur á svona
fjölmiðli og ef svo er á hann þá að
vera í óbreyttu formi? Starf nefndar-
innar er í góðum gangi þessa dagana
en væntanlega munu líða einhveijar
vikur eöa mánuðir áöur en hún lýk-
ur störfum," segir Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra.
Nefnd á vegum menntamálaráð-
herra hefur unnið að endurskoðun
útvarpslaga síðan i haust. Hún hefur
þegar skilað af sér áfangaskýrslu
varðandi nauðsynlegar lagabreyt-
ingar vegna gildistöku EES. Stíf
fundahöld hafa verið hjá nefndinni
að undaníomu og hefur hún meðal
annars aflað sér gagna um skipan
útvarps- og sjánvarpsmála í ná-
grannalöndunum.
Að sögn Ólafs hefur hann rætt
þann möguleika við Tómas Inga
Olrich, formann útvarpslaganefnd-
ar, að láta framkvæma sérstaka at-
hugun á skipulagi og starfsemi Ríkis-
útvarpsins. Aðspurður segir hann þá
umræðu ekki á neinn hátt tengjast
borttrekstri Hrafns Gunnlaugssonar
frá Sjónvarpinu.
„Á undanförnum vikum höfum við
rætt um úttekt á Ríkisútvarpinu en
því hefur ekki verið hrint í fram-
kvæmd. Þetta tengist á engan hátt
þessarinýjuuppákomu.“ -kaa
f
f
f
f
f
f
Þeir mega (ara að passa sig, mótorhjólaglannarnir, þvi meö tilkomu lög-
regluþyrlunnar hefur eftirlit með brotlegum mótorhjólaökumönnum batnað
að miklum mun. Áður gátu mótorhjólin stungið lögreglubilana af með því
að keyra þröng sund eða hverfa á milli husa. Nú fylgir þyrlan þeim hins
vegar grannt eftir og getur leiðbeint lögreglumönnum á jörðu niðri um
hvert ökuþórinn fer. í gær náði lögreglan einum brotlegum mótorhjóla-
manni heima í bakgarði eftir að hafa elt hann uppi með aðstoð þyrlunnar.
DV-mynd Sveinn
ASI-forseti ekki bjartsýnn A
„Ég get alveg játað það að ég er Samkvæmt heimildum DV er ekki I .
ekki bjartsýnn á niðurstöður úr þrí-
hliða viðræðunum. Ég hef óskað eftir
ákveðnum svörum frá ríkisstjóm-
inni og vil fá þau. Síðan kemur í ljós
hvert framhaldið verður," sagði
Benedikt Daviðsson, forseti ASÍ.
búist við að ríkisstjómin telji sig geta
orðið við kröfum aðila vinnumarkað-
arins. Þeirri skoðun vex fylgi innan
ríkisstjómarinnar aö láta ÁSI og VSÍ
um það að ná kjarasamningum sín í
milliáninngripsstjómarinnar. -S.dór
Veðriðámorgun:
Hiti 2-7 stig
A morgun verður austlæg átt,
stinningskaldi eða allhvasst og
jafnvel hvasst á stöku stað. Súld
eða rigning verður við suður- og
austurströndina en skýjað með
köflum annars staðar. Hiti verð-
ur á bilinu 2-7 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
ÖRYGGI - FAGMENNSKA
LANDSSAMBAND
ÍSL. RAFVERKTAKA