Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR14. APRÍL1993
Fréttir
Herra Ólafur Skúlason biskup um útvarpspredikun forstöðumanns Betels:
Mjög óhressir með nei-
kvætt mat á fermingum
- erumlönguhættiraðbannfæraverkeinstaklinga
„Ég held að við hljótum að óska
eftir að það verði rætt mjög vandlega
á þessum fundum hvemig þessu
verði háttað í framtíðinni. I þessari
predikun kom fram mjög neikvætt
mat á fermingum íslensku kirkjunn-
ar sem við myndum náttúrlega aldr-
ei skrifa undir. Eitt mesta verk sem
þjóðkirkjan vinnur er að búa börn
undir fermingu og framtíð. Við erum
auðvitað mjög óhressir með þessi
ummæli," sagði herra Ólafur Skúla-
son biskup aðspurður um útvarps-
predikun Snorra Óskarssonar, for-
stöðumanns Betel-safnaðarins í Vest-
mannaeyjum, á skírdag. Eins og
fram kom í DV í gær hefur Samútgáf-
an ákveðið að stefna Snorra fyrir
meiðyrði um útgáfuna og ritin Bleikt
og blátt og Hulinn heim.
Um ummæh Snorra um að bölvun
fylgdi Samútgáfunni sagði biskup:
„Mér finnst hann taka mjög djúpt
í árinni. Ég verð að viðurkenna að
þessi rit þekki ég ekki og get ekki
dæmt um. En við erum löngu hættir
að bannfæra verk einstaklinga og
myndum ekki taka þátt í neinu slíku.
Þetta verður örugglega rætt á
næsta fundi samstarfsnefndarinnar.
Það veröur örugglega lögð áhersla á
að við gætum hófs í boðun - þótt
hver og einn tali í nafni sinnar
kirkjudeildar þá gæti hann hófsemi
í umfjöllun um aðrar kirkjudeildir."
Biskup segir að þjóðkirkjan leiði
raunverulega samstarf sem komið
hefur verið á hjá kristnum trúfélög-
um hér á landi - framangreind út-
varpsmessa var einmitt haldin af öll-
um þeim söfnuðum. Formaður sam-
starfsnefndarinnar hefur ævinlega
verið frá þjóðkirkjunni.
„Það hefur verið aðalverkefni þess-
arar nefndar að gangast fyrir sér-
stakri bænaviku á hveiju ári. Þessar
messur, sem hafa verið fluttar á veg-
um nefndarinnar, eru algerlega á
ábyrgð þeirra sem þar koma fram.
Enginn vissi hvað ræðumaðurinn
myndi fjalla um í þessari útvarps-
messu. Ræöan kom því formanni
nefndarinnar, séra Hjalta Guð-
mundssyni í Dómkirkjunni, alveg
jafnmikiö á óvart eins og öllum öör-
um,“ sagði Ólafur.
„Ég vona að samstarfið haldi
áfram. Ég held aö það sé nauðsynlegt
að trúardeildir spjalli saman. Þaö
hefur verið of mikið um að „skeyti"
hafi verið send á milli sem ætti síður
að vera hætta á ef viö sitjum saman
við borð og ræðum um það sem sam-
einar okkur. Látum það liggja milli
hlutasemaðskilur." -ÓTT
Tvöfíkniefnamál:
Afsöguð
haglabyssa
og heimatil-
búin skot-
vopn fundust
í bílskúr
- níu manns handteknir
Stórt vopnabúr, meðal annars af-
söguð haglabyssa og heimatilbúin
byssa, fannst um páskana í tengslum
við rannsókn á fíkniefnamáli.
Upphaf málsins var að fíkniefna-
lögreglan og sérsveit lögreglunnar
réðust til inngöngu í hús í austur-
bænum á þriðjudaginn fyrir viku.
Lögreglan hafði fengið ábendingar
um að í húsinu byggi fertugur maður
sem hefði undir höndum bæði fíkni-
efni og skotvopn og vegna upplýsinga
um vopnin var óskaö eftir aðstoð
sérsveitarinnar.
Tvítugur karlmaður var handtek-
inn þegar hann fór frá húsinu og
þrír voru handteknir inni í því, sá
fertugi sem býr í húsinu, 32 ára kona
og 45 ára karlmaður. Öll eru vel
þekkt hjá fíkniefnalögreglunni.
Við húsleit í íbúðinni fundust tæp
2 grömm af hassi, tæp 28 af amfetam-
íni auk fjölda áhalda til neyslu fíkni-
efna. Einnig fannst um hálft gramm
af kókaíni við leit á þeim fertuga.
Engin vopn fundust í íbúðinni en
við frekari rannsókn málsins kom í
]jós að sá fertugi var með bílskúr í
Hafnarfirði á leigu. Þegar þar var
leitað fannst heilt vopnabúr, meðal
annars afsöguð tvíhleypa, loftbyssa,
startbyssa auk svokaúaðrar penna-
byssu sem er heimatilbúin byssa.
Hátt í fjögur hundruð riffilskot fund-
ust og tæplega 300 haglaskot, þar af
7 slöggskot sem eru lífshættuleg, stór
skot og telur lögregla stærstan hluta
þeirra vera heimatilbúinn. Auk
þessa fannst smáræði af amfetamíni,
hnífar og nokkur útvarpstæki úr bíl-
um og er talið að þau séu þýfi.
Við yfirheyrslur viðurkenndi mað-
urinn að hafa átt vopnin. Hann dvelst
nú á geðdeild að eigin ósk.
Fíkniefnalögreglan handtók einnig
fimm manns, 3 karlmenn og 2 konur
á aldrinum 21 til 33 ára, eftir húsleit
í miðbænum fyrir helgi. Þegar lög-
reglan réöst inn var fíkniefnaneysla
í fullum gangi og var lagt hald á um
28 grömm af hassi og 16 af amfetam-
íni.
33 ára karlmaður játaði við yfir-
heyrslur að eiga fikniefnin og viöur-
kenndi hann að hafa fyrir skömmu
keypt 50 grömm af hassi og 15 grömm
af amfetamíni sem hann sagðist hafa
ætlaötileiginnota. -ból
Seldar myndir Hrafns Gunnlaugssonar til grunnskólanna:
Hafa mjög takmarkað
sagnfræðilegt gildi
- segirGunnarKarlssonprófessor
„Eg get alveg sagt að þessar mynd-
ir hafa mjög takmarkað sagnfræði-
legt gildi. Mér finnst til dæmis að í
myndinni í skugga hrafnsins sé ekki
rétt túlkun, sem maður getur ráðið
af heimildum, um hugarheim ís-
lensks fólks að fomu. Það verður
auðvitað að giska á margt í kvik-
myndum um ytri umbúnað - það er
svo margt sem er ekki vitaö og það
er ekki tiltökumál þó menn séu um
margt ósammála þar. En mér finnst
ekki vera trúverðugur víkingaaldar-
hugarheimur 1 þessum víkinga-
myndum Hrafns Gunnlaugssonar.
Þess vegna finnst mér þetta hafa tak-
markað sagnfræðilegt gildi með hhð-
sjón af Islendingasögunum og því
sem við vitum um hugmyndaheim
miöaldamanna,“ sagði Gunnar
Karlsson, prófessor í sagnfræði við
Háskóla íslands.
Gunnar var spurður um álit sitt á
sagnfræöilegu gildi þeirra þriggja
kvikmynda sem menntamálaráðu-
neytið hefur keypt af Hrafni Gunn-
laugssyni til sýninga í grunnskólum
landsins - í skugga hrafnsins, Lilju
og Óðals feðranna. Myndimar voru
keyptar á samtals tæplega 8 milljónir
króna.
Gunnar sagði um kvikmyndina í
skugga hrafnsins að hún gæti hugs-
anlega kveikt áhuga hjá nemendum
- þannig gætu þeir notið góðs af
þeim:
„Sögulegar kvikmyndir eru mjög
góðar," sagði Gunnar. „Þær eru
fallnar til þess að kveikja áhuga og
segja mjög mikið. En ég vildi fá betri
sagnfræðilegri og trúverðugri mynd-
ir af þessum foma heimi.“
Gunnar sagðist ekki vilja tjá sig um
sagnfræðilegt gildi kvikmyndarinn-
ar Óðal feðranna að svo komnu máli.
Hann kvað ekki beinlínis hægt að
„ætlast til þess“ af kvikmyndinni
Lilju aö hún hefði sagnfræöilegt gildi
þar sem hún virtist beinlínis vera
bókmenntalegt verk.
-ÓTT
Visindasinnaðir nemar i Menntaskólanum i Reykjavík ætla að iáta áratuga gamlan draum rætast á morgun og
ganga yfir Tjörnina i allsérstæðri „framtiðarkúlu". Kúlan er hönnuð og byggð af félögum i kúludeild Visindafélags
Framtiðarinnar. Hún er 2,5 metrar í þvermál með uggum sem hindra stefnulaust flakk á yfirborði vatnsins. Inni i
kúlunni verður kúlufari sem knýr hana áfram með líkamsorku sinni og þyngd. Kúlan verður sett á flot klukkan 11
í fyrramáliö en óvíst er hvenær hún nær landi að nýju.
Stuttar fréttir
Fuglartrufiafiug
Flugfélag Norðurlands hefur
þrísvar á skömmum tíma orðið
fyrir miMu fjárhagslegu tjóni
vegna fugla við flugvöllinn á Ak-
ureyri. RÚV segir gæs nýverið
hafa valdið yfir 10 milljóna tjóni.
Hafsbotninn kannaður
Umfangsmikil alþjóðleg könn-
un er fyrirhuguö á hafsbotninum
við ísland i sumar og haust. Er-
lent borunarskip með 120 manna
áhöih verður fengið til að bora í
botninn. Samkværat Mbl. verða
faraír 8 leiðangrar á næstu árum.
ísienskri kvikmyndahátíð lauk
íyrir skömmu i New York en þar
voru sýndar sex nýlegar myndir.
Skv. Morgunblaðinu mættu um
900 manns á hátíöina. Að auki sáu
um 600 áhorfendur myndina
Inguló sem sýnd var á sama tíma.
Jafnréttí hjá Gæsiunni
Konur eru nú um borð i öilum
skipum Landhelgisgæslunnar.
Til þessa hefur ríkt tregða við að
ráða konur um borö í skipin.
VeðurgjaMáflug
Flugvélageigendum verður í ár
gert að greiða nýtt þjónustugjald
tfi Veðurstofunnar. Samkvæmt
íjárlögum á gjaldið aö skila 10
milljónum króna. Stöö tvö segir
mikla óánægju vera tneðal flug-
rekstraraöila vegna þessa.
Skorturávinnuafii
Skortur er á vinnuafii á Tálkna-
firði en vegna skorts á íbúðarhús-
næði gengur illa að bæta úr því.
Stöð tvö hefur eftir hreppstjóran-
um að hiö góöa atvinnuástand
skýrist meöal annars af því að
hreppurinn hafi ekki haft afskipti
af rekstri fýrirtækja á staðnum.
Skóli án nemenda
Nær öll starfsemi hefur legiö
niðri i Bankamannaskólanum að
undanfömu. Ósamkomulag um
kostnað veldur því að bankar
landsins senda ekki starfsfólk sitt
í skólann til þjálfunar.
Akraneskyrrsett
Flutningaskipiö Akranes hefur
veriö kyrrsett í Noregi uns gengið
hefur verið frá kjarabót rúss-
neskra og pólskra starfsmanna
um borö. Morgunblaðiö greinir
fráþessu. -kaa