Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Fréttir Fisksölufyrirtæki í Bretlandi lána íslenskum útgerðum til kvótakaupa: Tryggja sig með því að taka veð í kvótanum - hægt að hindra útflutning hja þeim sem skuldbinda sig með þessum hætti „Ég veit ekki hve víða þetta er en ég veit að þeir hjá ísberg í Hull eru að reyna að hjálpa mönnum á íslandi eins og við gerum. Ég veit að það er víða lánað en ég held að það hljóti helst aö vera til kvótakaupa enda er mest varið í það. Bæði gefur það eitt- hvaö af sér og það er þá hægt að tryggja sig með því að taka veð í kvóta viðkomandi," sagði Jón 01- geirsson hjá Fylki Ltd. í Grimsby í samtali við DV. Eins og fram hefur komið í DV er útht fyrir að til greiðslustöðvunar komi hjá Fylki vegna gjörbreyttra rekstraraðstæðna hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið á um 50 milljónir króna af útistandandi skuldum hjá íslensk- um útgerðum sem ekki hafa getað gert upp við Fylki. Fylkir hefur veitt útgerðunum lán sem að miklu leyti hafa farið í kvótakaup. Jón segir það tíðkast, a.m.k. í Hull og Grimsby, að umboðsfyrirtæki láni íslenskum út- gerðum íjármagn til kvótakaupa. Endurskoðendur hafa síðustu vik- una veriö að fara yfir stöðu fyrirtæk- isins, sem er orðið mjög skuldsett, og fékk Jón skýrslu frá þeim á skír- dag. Fundur verður með forsvars- mönnum viðskiptabanka Fylkis í vikunni. Fyrirtækið hefur farið tals- vert fram úr yfirdráttarheimildum sem rakið er til rekstrarerfiðleika. Ljóst verður í vikunni hvort greiðslustöðvun verður sett á Fylki. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir landssam- bandið telja að menn eigi ekki að skuldbinda sig erlendis með framan- greindum hætti og segir ljóst að kvóti sé ekki veðhæfur. „Þaö er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að hindra útflutning hjá þeim sem þannig binda sig,“ sagði Kristján. „Menn eiga yfir höfuö ekki að vera að fá lán erlendis með þess- um hætti - það á aö gerast í gegnum aðrar stofnanir. Við höfum heyrt að þetta sé til. Nú er þetta ekki spurning um að erlendir fiskkaupendur séu að lána íslenskum útgerðaraðilum peninga til kvótakaupa heldur eru þetta eingöngu umboðsmenn eins og Fylkir og ísberg. Þaö þarf leyfi til að flytja út ferskan fisk og það hefur verið stefna Aflamiðlunar að ef grun- ur er um að útgerðir séu háðar er- lendum umboðsmönnum hefur þeim verið neitað um útflutningsleyfi. Þetta er til aö menn fmni að þessi tengsl eigi ekki að vera til staðar og séu óeðlileg að okkar mati. Við vilj- um ekki að innlendur aðih verði háður erlendum. Ef menn verða var- ir við það eiga menn ekki aö fá að fiytja út,“ sagði Kristján. -ÓTT • Sveinn Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, meó minkinn nokkrum mínútum eftir aó hann náóist við fiskeldiskerið. DV-mynd G. Bender Mikill eltingarleikur við mink Hann gerði sig líklegan viö þús- undir seiða um helgina, minkurinn sem var drepinn við fiskeldisker fyr- ir neðan bæinn Galtalæk. En mink- urinn var á vappi við eitt kerið þegar hóp manna dreif að. Það var Sveinn Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem drap minkinn eftir mikinn eltingar- leik um svæðið. Seiðin fá því að vera í friði en eitthvað sést af minkum á þessum slóðum. Annar stór minkur sást fyrir neðan Fehsmúlastöðina, aðeins neðar í sveitinni. Hann náðist ekki. -G. Bender Byggðastofnun: Kaupin á Dags- húsinu komin álokastig Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kaup Byggðastofnunar á nýja Dagshúsinu á Akureyri eru svo gott sem frágengin og er reiknað með að stjóm Byggðastofnunar muni endan- lega ganga frá kaupunum á fundi sínum í lok mánaðarins. Að sögn Valtýs Sigurbjamarsonar, forstöðumanns útibús Byggðastofn- unar á Akureyri, er ekki farið að ræða dagsetningu flutnings stofnun- arinnar í nýja húsnæðið. Byggða- stoftnm er nú í leiguhúsnæði í eigu Búnaðarbankans og endurleigir þar Iðnþróunarfélagi Eyjafjaröar og at- vinnumálafuhtrúa Akureyrarbæjar. Reiknað er með að þessir aðilar flytji í Dagshúsið með Byggöastofnun og reyndar er atvinnumálafuhtrúinn þegar fluttur inn í Dagshúsið. Ritstjórn Dags, auglýsingar og skrifstofur, sem eru í húsinu, munu flytja í bakhúsiö sem áöur hýsti þessa starfsemi og að sögn Haröar Blöndal verður ágætlega rúmt um starfsem- ina þar. Bygging nýja hússins, sem þótti af mörgum glæfraleg fjárfesting á sínum tíma, hefur reynst Dagi mjög erfið en með sölunni á húsinu th Byggðastofnunar leysist verulega úr þeim vanda sem byggingin olh. í dag mælir Dagfari Eitt af því ahra snjahasta sem í ljós hefur komið í sambandi við aht veseniö í kringum Hrafn okkar Gunnlaugsson, eru kaup mennta- málaráðherra á bíómyndum eftir Hrafn. Núverandi ráðherra hefur keypt tvær myndir eftir kvik- myndaframleiðandann. Samtals fyrir átta mhljónir. Þetta hefur ekkert með það að gera að Hrafn er einkavinur Davíös, heldur er það eingöngu vegna þess að mynd- ir Hrafns eru heimsfrægar. Þær hafa verið sýndar í bíóhúsum í margar vikur og mánuði en þaö komu ekki nógu margir th að sjá þær og þess vegna þarf að fá fleiri th að sjá þær og kaupa þær fyrir skólana. Menntamálaráðherra kaupir bíó- myndir fyrir skólana. Að minnsta kosti stundum. Yfirleitt er það hlut- verk Námsgagnastofnunar að festa kaup á myndum th sýningar í skól- um en svo kemur það fyrir að ráð- herra fer í bíó og segir við sjálfan sig: þessa mynd verða nemendur að sjá. Ráðherrann fer síðan niður í ráöuneyti og kaupir myndimar án þess að spyrja Námsgagnastofnun vegna þess að ráðherra hefur meira vit á bíómyndum heldur en Náms- Bannaðar börnum gagnastofnun og sér bíómyndir sem Námsgagnastofnun sér ekki. Ráðherrann er póhtískur eins og hann hefur sjálfur sagt og tekur póhtískar ákvaröanir og ráðherr- ann hefur greinhega hrifist af póli- tíkinni og sagnfræðinni í víkinga- myndum Hrafns. Hann veit sem er aö sú saga, sem lýst er í myndun- um, er miklu trúverðugri og sann- sögulh heldur en sagan sem kennd er í skólunum. Þetta er kosturinn viö aö hafa póhtískan ráðherra sem velur bíó- myndir handa skólakrökkum. Þaö er gott aö ráðherra fer stundum í bíó og raunar ætti hann að vera sem oftast í bíó, því hann hefur miklu meira vit á bíómyndum heldur en fólkið sem er ráðið th að hafa vit á bíómyndum. Hrafn var ekkert sérstaklega að framleiða þessar bíómyndir sínar fyrir skól- ana og hann var ekkert sérstaklega aö halda þessum myndum að ráð- herranum, en hvað gerir maður ekki fyrir ríkisstjórnina og auðvit- að gat hann ekki neitað þeirri bón ráðherrans að fá að kaupa mynd- imar úr því hann endhega vhdi. Nú er sagt að ekki sé hægt að sýna þessar úrvalsmyndir í skól- unum af því að þær séu bannaðar bömum innan tólf ára. En í því er einmitt galdurinn fólginn. Ráð- herrann vissi þetta ofurvel. Krakk- ar era nefnhega þannig geröir að þeir vilja það sem er bannaö. Hið foröboðna freistar. Hvað er gaman að því að sjá myndir sem allir mega sjá? Spenningurinn er í því fólginn að sjá bíó sem er bannað innan tólf. Fyrir vikið má treysta því að þeir hafi gaman af myndunum og fylgist spenntir með sagnfræðinni og söguþræðinum og haldi sér vak- andi myndina á enda th að bíða eftir atriðunum sem valda því að myndin er bönnuð innan tólf. Og svo er annað. Hver segir aö krakkamir þurfi að horfa á mynd- imar? Fyrir það fyrsta er ekkert aðalatriði aö böm í gmnnskólum eða unglingar í framhaldsskólum þurfi að þekkja námsefnið. Ef myndir em bannaðar, þá em þær bannaðar og ekkert við því að gera. Það skiptir hinsvegar máh að myndirnar hafa verið keyptar og þannig hefur menntamálaráðherra styrkt gott málefni og sýnt hug sinn th bíómynda sem hafa sagnfræöi- legt ghdi án. þess að máh skipti hvort horft er á þessar myndir. Aðalatriðið er að mndimar séu til og þegar krakkamir eldast mega þeir horfa á myndirnar og nemend- ur í gmnnskólum geta alltaf komið aftur og fengið á horfa á myndir sem þeir fengu ekki að horfa á þeg- ar þeir vom í skólanum. Það er auövitaö engin sanngimi í þvi aö skólamir geti aöeins keypt myndir sem eru leyfðar bömum en ekki hinar sem em bannaðar bömum. Þá er verið að gera upp á mhh kvikmyndaframleiðenda og menntamálaráðherra sem er póht- ískur getur ekki gert upp á milli manna, hvort heldur myndir þeirra em bannaðar bömum eða ekki. Hér ræður úrshtum hvort ráð- herra þykir gaman aö myndunum. Og ef hann hefur gaman að mynd- unum þá hljóta krakkamir að hafa gaman aö þeim, hvort heldur þeir fá að sjá myndimar eða ekki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.