Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR14. APRIL1993 Utiönd skautviðhald kærustunnar Nítján ára gamall danskur friö- argæsluliði skaut elskhuga kær- ustu sinnar til bana þegar hann kom heim um páskana eftir störf i Króatíu. Fólkiö bjó allt á Hels- ingjaeyri. Gæsluliöinn vissi aö kærastan haíði verið honum ótrú. Hann fór á heimili hennar meö það í huga aö losna viö eljara sinn í eitt skipti fyrir öll. Lögreglan hand- tók morðingjann en hann hefur enn ekki verið yíirheyrður vegna truflunar á geði. þreytuogsvima Raisa Gorh- atsjova varö aö leggjast inn á sjúkrahús í Richmond í Virginíu nú í byijun vikunn- ar vegna þreytu og svima. Hún og Mikhaíl maður hennar eru á ferð um Bandaríkin og varð að breyta dagskránni vegna lasleíka frúarinnar. Raisa hefur veriö fremur heilsutæp allt frá því á tímum valdaránsins í Moskvu haustið 1991. Þá var hún undir rniklu álagi meðan framtíö marms hennar var í óvissu. Dauðasveitir berjahundainni á heimilunum Kínverskur dýravinur og fyrr- um hundeigandi hefúr kært yfir- völd í heimborg sinni, Shenyang, fyrir að drepa hundinn hans að tilefnislausu. Víða í Kína er mikU áhersla lögð á að fækka hundum og eru gerðar út dauöasveitir til aö berja þá til bana. Þannig fór fyrir hundi kærandans. Menn úr dauðasveit borgarinnar sóttu seppa inn á heimilið og drápu fyrir augum eigandans. Greiddi niður brauðogmjólk fyrir kjósendur „Ég er _ekki sósíalistí. Ég er ekki kommún- isti. Ég er eklci lýðræðissinni. Eg er kapítal- isti," sagði Kirsan Hyu- manhinov, fyrrum kommúnisti og sigurveg- ari í forsetakosningum í sjálf- stjómarhéi’aöinu Kalmykiu við Kaspíahaf. Ræðumennska tryggöi honum þó ekki 65% atkvæða heldur nið- urgreiddi hairn brauö og mjólk fyrir kjósendur úr eigin vasa. Kirsan er miUjaröamæringur í rúblum talið og lofar stuðnings- mönnum sinum „alræði seöl- anna“. Gamlafólkið Skoðanakönnun í Ástraliu sýn- ir aö gamla íólkiö er enn á bandi Elísabetar drottningar og vill ekki sambandsslit við Breta. Þeir sem enn eru innan viö ftmmtugt vflja fremur stofna lýð- veldi. Lýöveldissinnar eru fjórö- ungi fleiri en konungssinnar og fer flölgandi. Núverandi sfjómar- flokkur vill lýöveldi. Reuter Risaútgerðarfyrirtæki stofnað í Færeyjum gegn vilja heimamanna: Fara með Færeyínga eins og nýlenduþjóð - segir Óli Brekkmann, þingmaður Fólkaflokks, um aðgerðir Dana í eyjunum Jems Dalsgaard, DV, Færeyum; „Danir ætla sér greinilega að fara með Færeyinga eins og nýlenduþjóð. Þetta er ekkert annaö en nýlendu- stefna,“ sagði Óli Brekkmann, þing- maður færeyska Fólkaflokksins, í danska útvarpinu í gær eftir að frétt- ist að dönsk fj ármögnunarfyrirtæki og bankarnir í Færeyjum heföu kom- ið sér saman um stofnun fyrirtækis sem yrði einrátt í sjávarútvegi. Orð þingmannsins voru borin und- ir Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, en hann sagðist ekki taka þau alvarlega. Ráöherrann sagði að Óli væri vanur að taka Oli Brekkmann þingmaður ber ný- lendustefnu á Dani. stærra upp í sig en gerðist með þing- menn í Danmörku og því yrðu menn að skoða ummæli hans í því ljósi. Enn hefur ekki verið staðfest að nýja fyrirtækið sé tilbúið til að hefja rekstur. í gær voru fulltrúar stóru bankanna tveggja í Færeyjum á fundi í Danmörku og þá kvisaðist út að niðurstaða væri fengin eftir nokk- urra vikna þref. Bankarnir lúta báð- ir stjóm Dana. Nýja fyrirtækið verður hlutafélag og stefnan er að selja sem mest af eigum þess ef kaupendur finnast. Stjórnendur dönsku verslunarkeðj- unnar, sem áður lýstu áhuga á fjár- festingum, eru hættir við. Landstjórnarmenn hér í Færeyjum hafa ekki getað fylgst með framvindu málsins. Þeir ráöa og litlu um hvað gerist héðan af því skuldir bæði út- gerðar og fiskvinnslu í Færeyjum eru gífurlegar og framtíð allra fyrir- tækja í sjávarútvegi á valdi danskra fjárfesta. Fyrir páska leituðu landstjórnar- menn ásjár hjá dönsku stjóminni en höfðu ekki erindi sem erfiði. Fyrir Danmerkurfórina hafi John Peter- sen sjárvarútvegsráðherra uppi stór orð um ráðslag Dana. Nú heyrist ekkert til hans og leiða menn að því getum að danskir ráðherrar hafi sett honum afarkosti. Heimsmet í skeggvexti Elahi Bakhash Balasnch í Islamabad I Pakistan er sannkallaður heimsmeistari i skeggvexti. Hann vinnur nú við það eitt að sýna stolt sitt i sirkusum. Meðal sýningaratriða er að lyfta tveimur 40 kílóa þungum börnum upp á yfirvararskegginu. Klæðskeri var í gær fenginn til að úrskurða um skeggvöxtinn. Hann mældi 73 sentímetra end- anna á milli á mottunni. Símamynd Reuter Barnsmóðir mín er innblásin af djöflinum - segir Eamonn Casey, fyirum biskup af Galway, öskureiður í felum í Mexíkó Sjödauðirí fangauppreisn Sjö fangar hafa nú fallið í upp- reisninni í öryggisfangelsinu í Oliio sem braust út um páskana. Tugthúslimirnir börðu sex félaga sínatil dauöa en ekki er enn vitað um dánarorsök þess sjöunda en lík hans fannst í gær. Nokkrum fangavörðum er ennþá haldið i gíslingu en samningaviðræður standa yfir með hléum. Fangarnir krefjast betri aðbún- aöar í steininum og að fá að koma kvörtunum sinum á framfæri viö fjölmiöla. Þeir eru nú án vatns og rafmagns og hafa verið matar- lausir frá því á páskadag. Útiklósetti NewYork Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að setja upp útiklósett víös vegar um borgina. Mario Cuomo borgarstjóri skrifaði und- ir pappíra þar að lútandi i gær en 1 New York, ólíkt flestum öðr- um stórborgum, er afekaplega lít- iö ura almenningssalemi. Ákvörðunin nú kemur í kjölfar tilraunar sem gerð var á síðasta ári en þá voru þijár mismunandi gerðir salerna settar upp. Aö- sóknin var svo góð að ekki þóttí stætt á öðru en koma upp fleiri klósettum. Með þessu eru borgar- yfirvöld að slá tvær flugur í einu höggi, koma til móts viö borgar- ana og skapa sér auknar tekjur en það mun kosta nokkrar krón- ur að kasta af sér vatni í salern- um borgarinnar. Klósettunum, sem verða búin sjálfvirkum hreinsibúnaði, verður komið upp á næstu tólf mánuðum, Reut«r Annie Murphy og sonurinn Pétur. „Barnsmóðir mín er innblásin af djöflinum,“ segir Eamonn Casay, fyrrum biskup af Galway á írlandi, um bólfarasögumar sem Annie Murphy hefur sagt af honum. Cacey boðar nú trú á afskekktum stað í Mexíkó og lætur lítið fyrir sér fara. Hann hrökklaðist úr embætti eftir að Murphy kenndi honum son sem nú er 19 ára gamall. Áður var hann í röð virtustu klerka á írlandi. Murp- hy segir að biskup hafi bamað sig í aftursæti á sportbifreið sinni og síð- an neitað að viðurkenna faðemi bamsins. Hún segir aö biskup hafi áður eignast bam í lausaleik. Murphy segist hafa ákveðið að bíða öll þessi ár með að segja söguna opin- berlega vegna þess að það hafi verið undir syninum Pétri komið hvort opinbera ætti faðemi hans. Bók um ástarlíf biskups hefur vak- ið mikla athygli á Bretlandseyjum. Lengi vel var ekkert vitað um dvalar- stað hans. Nú um páskana fannst hann þó í Mexíkó og var ómyrkur í máli þegar írskur blaöamaður ræddi við hann. Biskup sagði að efni bókar- innar væri uppspuni en hann hefur þó ekki neitað að vera faðir Péturs. Casey sagði augljóst að Murphy vildi hefna sín á honum. Henni væri ekki sjálfrátt lengur enda greinilegt að djöfullinn væri kominn í spilið. Illskan réði peima konunnar. Biskupinn í skrúða sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.