Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 13 Neytendur Stórverslanimar eru með úrval matvara á tilboðsverði og má þar nefna grænmeti, dósamat, kerti og kjöt. Sértilboð og afsláttur: Ýmsar matvörur á tilboöi Að þessu sinni eru ýmsar vörur á tilboðsverði hjá stórverslununum. Kjöt, ávextir, kattasandur og kerti eru t.d. á meðal þess sem í boði er. Kjöt og fiskur Kjöt og fiskur hefur tekið við af Kaupstað í Mjódd eins og fyrr hefur verið greint frá. Tilboðin hjá Kjöti og fiski gilda frá fimmtudegi til mánudags. Þar má nefna súpukjöt á 395 krónur kílóið og nautagúllas á 890 krónur kílóið. Halco aspas, 450 g, á 94 krónur, Coop tekex á 34 krón- ur pakkinn, eitt kíló af Jónagold epl- um á 69 krónur hvert kíló og appels- ínur á 79 krónur kílóið. Bónus Sértilboðin í Bónusi gilda frá fimmtudegi til laugardags. Á tilboðs- verði er nautahakk á 575 krónur kíló- ið, maltasúkkulaðibitar á 133 krónur, appelsínusafi frá Sól á 79 krónur, einn lítri, og 11 kíló af kattasandi á 225 krónur. Þá eru 4 stk. af eldhús- rúllum á 123 krónur, matarolía, l lítri, á 85 krónur og 15 frosin rún- stykki á 199 krónur. Fjarðarkaup Tilboðin í Fjarðarkaupum gilda á morgun, fimmtudag. Þar má nefna banana á 99 krónur hvert kíló og tómata og agúrkur á 149 krónur kíló- ið. Þá verður paprika og græn og blá vínber einnig á 149 krónur kílóið. í Fjarðarkaupum verða einnig tilboð sem gilda í þrjár vikur. Á þeim til- boðum má finna Dole ananas, þrjár dósir í pakka, á 98 krónur, hrísgijón, flóra pakka, á 79 krónur og fín og gróf formbrauð á 96 krónur. Kerti verða seld með 25% afslætti á meðan birgðir endast. Mikligarður Ekkert sérstakt tilboðsverð er í gangi í Miklagarði sem stendur. Minna má á að þar er hins vegar veittur 3% staðgreiðsluafsláttur. AF HVERJU AÐ BORGA MEIRA? Þú sparar um 600 kr. að framkalla hjá okkur miðað við næstu framköllun. * p: Filma fvlair |rj;l ; [yu C I i □u BB nu □□ hverri framköllun mm \/ ■ FRAMKÖLLUN - LITLJÓSRITUN 'fl ^Viim m ■ ■ > mlilllt P MIÐBÆJARMYNDIR Lækjargötu 2 - s. 611530 * Sparnaður miðað við framköllun og kaup á 36 mynda filmu. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Höfn skorar hér með á gjaldendur í Austur-Skaftafellssýslu, sem ekki hafa staðið skil á opinberum gjöldum sem gjaldfallin voru 1. apríl 1993 tii Gjaldheimtu Austurlands og ríkissjóðs og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Gjöld þessi eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjöld, sérstakur eigna- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, vinnueftirlitsgjald, slysatryggingagjald atvinnurek- enda skv. 36. gr. I. 67/1971, kirkjugarðsgjald, líf- eyristryggingagjald skv. 20. gr. I. nr. 67/1971, at- vinnuleysistryggingagjald sérstakur skattur á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði, iðnlánasjóðs- og iðnað- armálagjald, aðflutningsgjöld, útflutningsgjöld, skráningargjöld skipshafna, tryggingagjald af skips- höfnum, skipaskoðunargjald, lestargjald, vitagjald, bifreiðaskattur, þungaskattur eftir ökumælum og föstu gjaldi, slysatryggingagjald ökumanna, skipu- lagsgjald af nýbyggingum, virðisaukaskattur fyrir 8. tímabil 1993 með eindaga 5. apríl 1993 og stað- greiðslu með eindaga 15. apríl 1993 ásamt gjaldfölln- um virðisaukaskatti og staðgreiðslu vegna fyrri tíma- bila. Greiðsluáskorun þessi tekur einnig til viðbótar- og aukaálagninga framangreindra gjalda. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög- um frá birtingu áskorunar þessarar. Höfn, 13. apríl 1993 Sýslumaðurinn á Höfn Neyslustaðall fyrir íslensk heimili í bígerð er að koma upp svokölluð- um neyslustaðli hér á landi en það eru Neytendasamtökin og Sam- keppnisráö sem hafa kynnt sér þau mál erlendis frá. NeyslustaðaU segir til um hvað það kostar fyrir fólk að lifa. Hann sýnir kostnað neyslu fyrir heimili af ólíkri stærð og með mismunandi aldurs- og kynsamsetningu. „Það er mikil þörf á þessu hér á landi,“ sagði Krist- ín Færseth hjá Samkeppnisráði. Kristín sagði að notkunarmöguleik- ar neyslustaðalsins væru miklir en þeir eru m.a. við fjárhagsráðgjöf fyr- ir einstaklinga og heimili, við opin- bera ákvörðunartöku og sem viðmið- un viö ákvörðun opinberra styrkja og félagslegrar aðstoðár. Með þeim má reikna út á auðveldan hátt hvaða- áhrif breytingar á vöxtum, sköttum og gengi, svo eitthvað sé nefht, hafi á heimilin. Neyslustaðlar hafa verið teknir upp í Svíþjóð og Noregi og þar hafa þeir auðveldað fjárhagsráðgjöf fyrir einstaklinga og heimili til muna. Við ákvörðun neysluflokkanna geta íslendingar stuðst að miklu leyti við neysluflokka frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku en þó er ljóst að þeir verði að einhveiju leyti frábrugðnir. Kristín sagði að mjög kostnaðarsamt yrði að koma upp þessu kerfi hér á landi og allar áætlanir væru enn á frumstigi. Svokallaður neyslustaðall gefur til kynna hvað það kostar að lifa miðað viö ólfkar fjölskyldugerðir og -stærðir. KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virkadaga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-16.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugið: Auglýsing í helgarblaó DV þarf aö berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. SMÁAUGLÝSINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.