Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVHINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SÍMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Styrkir til kvikmynda
Eftir alla þá umræðu, sem sprottið hefur út af styrkjum
til einstakra manna vegna kvikmyndagerðar, vaknar
óneitanlega sú spuming hvaða forsendur séu til þess að
almenningur leggi fram stórfé til kvikmyndagerðar yfir-
leitt. Ber skattborgurunum einhver skylda til að taka
þátt í kostnaði af þessari atvinnustarfsemi? Hefur þessi
listgrein eitthvað það fram yfir aðrar listgreinar að hún
verðskuldi margfalt íjármagn af almannafé?
Samkvæmt fjárlögum fær Kvikmyndasjóður eitt
hundrað og ellefu milljónir í beinu framlagi úr ríkis-
sjóði. Það er nokkum veginn helmingur á móti öllum
þeim ijárveitingum á fárlögum sem renna til annarrar
hststarfsemi.
Þar til viðbótar virðist menntamálaráðuneytið hafa
peninga til umráða sem ráðstafað er til kaupa á kvik-
myndum. Þar að auki ráðstafar Námsgagnastofnun fé til
kaupa á kvikmyndum. Þar að auki hefur Ríkissjónvarp-
ið fé aflögu til að festa kaup á innlendum kvikmyndum.
Og það jafnvel kvikmyndum sem eru ófrágengnar! Hér
er ekki um að ræða neina smápeninga. Hér er verið að
úthluta milljónum á milljónir ofan og þess má geta að
sá umsvifamesti í bransanum, Hrafn Gunnlaugsson, hef-
ur einn og sér fengið yfir hundrað milljónir króna frá
opinberum stofnunum á undanfömum árum.
íslensk kvikmyndagerð á allt gott skihð. íslendingar
em áhugasamir um kvikmyndir og hafa framleitt marg-
ar góðar myndir. Sumar em sóttar, aðrar ekki. Kvik-
myndagerðarmenn hafa löngum kvartað undan því að
þeir geti ekki haslað sér völl vegna þess að kvikmynda-
framleiðsla er dýr og myndir em misjafnlega sóttar.
Sannleikurinn er samt sá að styrkir til kvikmyndafram-
leiðslu, jafnvel þótt í milljónum króna sé tahð, standa
engan veginn undir framleiðslunni. í mörgum tilvikum
hafa þeir aðeins orðið til að hrinda framleiðendunum
fram af brúninni og stuðlað að kvikmyndagerð sem hef-
ur hvorki hstrænt gildi né aðdráttarafl.
Á síðasthðnum vetri vom að minnsta kosti tvær ís-
lenskar kvikmyndir frumsýndar hér á landi sem báðar
hlutu góðar viðtökur og stóðu undir sér. Hvomg þeirra
fékk styrk ffá ríkinu.
Hvaða sögu segir þetta okkur? Jú, það segir okkur þá
sögu og færir okkur þá reynslu að kvikmyndir em í eðh
sínu söluvara, atvinnustarfsemi, áhætta, sem framleið-
endur eiga sjálfir að bera ábyrgð á. Ríkisskipaðar stjóm-
ir eða stofnanir em þar í engu dómarasæti. Góð hst er
líka söluvara. Fólk vih sjá og heyra það sem fram úr
skarar, það sem vel er gert, hvort heldur það telst til hst-
ar eða afþreyingar. Afþreyingarhugverk og tjáning hafa
hstrænt gildi sem markaðurinn, almenningur, áhuga-
menn um kvikmyndir eða önnur hstform eiga að dæma
um. Úthlutun á styrkjum af almannafé eða ákvarðanir
ráðherra um kaup á einstökum kvikmyndum verður
ávaht háð geðþótta, klíku eða í besta falh einstaklings-
bundnu mati sem ahtaf mun orka tvímæhs.
Þegar kvikmyndaframleiðandinn fær hugdettu að gerð
myndar er það hans mál. Það er hans að ákveða hvort
hann hafi efni á gerð myndarinnar en ekki hitt hvort
hann hafi aðgang að ráðherrum, sjóðum eða stofnunum
á vegum ríkisins til að láta almenning borga.
Það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkið og skattborgaram-
ir láti fé af hendi rakna til menningar og hstastarfsemi.
En þær fjárveitingar þurfa að fá skynsamlegan og réttlát-
an farveg í stað þess að þær ráðist af vinfengi eða valda-
stöðum. ,
Ehert B. Schram
VtRDBRÉ(/VvV\KKAÐUR
RIKISVfRflBRFFA
L e III l! II Sjjg i
11
jj SOSU
H » { ff||f|||j 1 i
„... liftryggingafélög, viðskiptabankar og verðbréfasjóðir og verðbréfafyrirtæki geta tekið að sér starfrækslu
slíkra sjóða.“
Eigin eftirlauna-
sjóðir launaf ólks
Tilgangur þess frumvarps, sem
þingmenn Framsóknarflokksins
hafa lagt fram á Alþingi um eftir-
launaréttindi launafólks, er sá að
breyta því fyrirkomulagi sem nú
ríkir í skipan lífeyristrygginga
landsmanna, með því að færa það
í nútímalegra horf með lagasetn-
ingu um starfrækslu eftirlauna-
sjóöa, þar sem lífeyrissjóðir, líf-
tryggingafélög, viðskiptabankar,
veröbréfasjóðir og verðbréfafyrir-
tæki geta tekið að sér starfrækslu
slíkra sjóða. Með frumvarpinu er
launamanni gert skylt að greiða í
eftirlaunasjóði eins og verið hefur
en afnumin er sú kvöð að launa-
maður sé þvingaður til að greiða í
lífeyrissjóð sem jafnvel er vitað að
ekki muni geta staðið við skuld-
bindingar sínar. Þvi er launamanni
heimilt að velja sér sjóðinn sjálfur
og jafnframt þarf vátrygginga-
vemd sem honum hentar að til-
teknu lágmarki slepptu.
Grundvallarbreyting
í þessu felst grundvallarbreyting
þar sem launamaður ræður engu í
núgildandi lífeyrissjóðakerfi um
það hvar eftirlaun hans era ávöxt-
uð og hvernig. Með þessum hætti
myndast samkeppni um eí drlauna-
framlög launamanna. Með vali
launamanns á eftirlaunasjóði fara
saman hagsmunir um bestu ávöxt-
un eftirlaunaframlagsins og heim-
ild til ráðstöfunar þess. Ekki er
gert ráð fyrir breytingu á starfsemi
núverandi lífeyrissjóöa.
Vilji sljóm lífeyrissjóðs hins vegar
breyta starfsemi sjóðsins er ekkert
því til fyrirstöðu að því tilskildu að
þeir uppfylh skilyrði laganna um að
þeir reki starfsemi sína sem eftirla-
unasjóð. Einnig getur lífeyrissjóður
stofnað eftirlaunasjóð sem rekstra-
raðili og rekið starfsemi lífeyrissjóðs-
ins áfram. Eins getiu* eftirlaunasjóð-
ur yfirtekið rekstur lífeyrissjóðsins.
Þátttaka í atvinnulífinu
Eförlaunasjóðum er ætlað mikil-
KjaUarinn
Finnur Ingólfsson
alþingismaður Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
frítíma, og lífeyristryggingu sem
greiðir launamanni eftirlaun frá 67
ára aldri eöa síðar svo lengi sem
hann lifir en fellur niður að honum
látnum.
Tvísköttunin afnumin
Eftirlaunaframlagið samkvæmt
frumvarpinu er hækkað úr 10% í
13%. Þaö er hins vegar gert ráö
fyrir aö skipting þess verði háð
kjarasamningum. í dag er þetta
hlutfall þannig að launamaður
greiðir 4% en atvinnurekandi 6%.
Tvísköttun eftirlaunanna er af-
numin. Eftirlaunaframlagið við
inngreiðslu er undanþegiö tekju-
skatti allt að 7% af launum.
Við þessa breytingu munu ráð-
stöfunartekjur launamanns aukast
um 3% en verði um það samið að
launamaðurinn greiði alla hækk-
„Með vali launamanns á eftirlauna-
sjóði fara saman hagsmunir um bestu
ávöxtun eftirlaunaframlagsins og
heimild til ráðstöfunar þess.“
vægara hlutverk í uppbyggingu
atvinnulífsins en lifeyrissjóöunum
hefur verið ætlaö hingað til. Eftir-
launasjóðum er gert það skylt að
fjárfesta að lágmarki 5% af eigum
sínum í hlutafélögum eða sam-
bærilegu félagsformi, enda séu
engar hömlur á viöskiptum með
eignarhlut í félaginu. Eftirlauna-
sjóðirnir geta hins vegar ekki eign-
ast meira en 10% eignarhlut í ein-
stöku félagi með eða án atkvæðis-
réttar.
Tryggingavernd
Eftirlaunasjóðunum er skylt aö
hafa lágmarkstryggingavernd fyrir
félaga sína, örorkutryggingu sem
tryggir viðkomandi gegn slysum
eða sjúkdómum, bæði í vinnu og
unina, þ.e. úr 10% í 13%, þá stend-
ur launamaðurinn eftir með
óbreyttar ráðstöfunartekjur. Staða
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
batnar verulega þegar til lengri
tíma er litið þar sem eftirlauna-
framlagið er hækkað.
Aukinn styrkur lífeyrissjóðanna
og eftirlaunasjóðanna til að standa
viö skuldbindingar sínar mun leiða
til þess að framfærslubyröi ríkisins
mun minnka þar sem útgjöld al-
mannatrygginga munu dragast
saman. Þar að auki mun aukinn
langtímasparnaður, sem af þessu
hlýst, leiða til minni neyslu og
draga úr viðskiptahalla.
Finnur Ingólfsson
Skodanir annarra
Háskólinn
sýnir virðingarleysi
„Háskóli íslands gerir kröfur til annarra stiga
menntakerfisins á forsendum eigin hagsmuna og
þröngrar skilgreiningar á þekkingu, án tillits til
þeirra hlutverka sem þessum skólastigum hafa verið
falin og án tillits til mjög margvíslegra þarfa samfé-
lagsins fyrir menntun og kunnáttu. Hann sýnir
þannig fuilkomiö virðingarleysi viö ijölmargar þekk-
ingargreinar og er því ekki frjór vettvangur til
stefnumótunar í íslenskum menntamálum."
Bjami Danielsson, skólastj. Myndlista-
og handíðaskólans í Mbl. 8. apríl
Vilja þingmenn ritskoðun?
„Ekkert er eðlilegra en einhverjum standi ógn
af því að fleiri málefni komist í opinbera umræðu
en áður og að um þau mál sé fjallað á ítarlegri
hátt... En ef þingmenn óttast afleiðingar slíkrar
umræðu ættu þeir að koma þeim sjónarmiðum sín-
um á framfæri með því að taka þátt í henni í stað
þess að gæla við þá hugmynd að geta bannað hana
með lögum eða reglugerðum."
Úr forystugrein Pressunnar 7. apríl.
Skattleysi umfram hagnað?
„Ég tel aö svarið geti verið tengt mótþróa íslend-
inga gegn því að greiöa skatta og sá mótþrói leiði
þá út á þá braut að reyna ávallt að reka fyrirtæki
sín með sem minnstum hagnaði. Þjóðin flutti frá
Noregi upphaflega til að flýja skattheimtu Noregs-
konungs og ef til vill er sú tilhneiging að forðast
skattgreiðslu enn svona sterk meðal þjóðarinnar að
skattleysiö verður markmið, en ekki hagnaður."
Ásgeir Valdimarsson hjá
Hagfræðistofnun Hóskólans i 13. tbl. Vísbendingar