Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR16. APRÍL1993 Fréttir Stuttarfréttir Pétur Gíslason, eigandi sölutumsins Stjömunnar í Grindavik: Mér er kennt um að hafa kveikt í húsinu - og dóttir mín er ofsótt í skóla vegna þessarar kjaftasögu Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; „Dóttir mín hefur komið grátandi úr skólanum þar sem krakkarnir hafa verið að segja að pabbi hennar hafi kveikt í húsinu. Þau hafa þetta eftir foreldrum sínum og segja að ég hafi gert þetta til þess að fá trygging- arféð. Einn þeirra ætti að vita betur því skipið hans brann. Ef foreldrar þurfa að tala um þetta þá eiga þeir að svæfa börnin fyrst og kynna sér málið. Ég er ekkert að græða. Ég er að tapa peningum ef eitthvað er,“ sagði Pétur Gíslason, eigandi sölu- tumsins Stjömunnar í Grindavík, sem brann aðfaranótt mánudagsins. Talið er að kveikt hafi verið í og brot- ist inn í húsið. Pétur hefur búið í Grindavík í rúm 10 ár. Hann hafði keypt húsnæðið fyrir 4 árum og rekið þar sjoppu, knattborðsstofu og um tíma mynd- bandaleigu. Hann er og eigandi að söluturni við Hringbraut í Reykja- vík. „Reksturinn er farinn, fiölskyldan hefur tapað vinnu sinni og ég sit uppi með illseljanlegt hús. Maöur borgar ekki af skuldum og öðru með- an húsið er brunarúst. Ef ég endur- byggi það gefur það ekkert af sér meðan það er í byggingu. Ég er orð- inn langþreyttur á skemmdarverk- unum hér. Það var búiö aö eyðileggja fyrir mér billjardborðin, kjuðana og annað. Ég hef borgað mörg hundruð þúsund krónur í viðgerðir. Það var einnig búið að eyðileggja fyrir mér 80 borð og stóla, skera þau í tættlur. Reynt hefur verið að kveikja í kló- settunum og þau hafa verið stífluð. Krakkamir hafa stolið öllu sem hægt er að stela og ég hef rekið þetta eins og ég væri að því fyrir bæjarfélagið. Þarna hafa krakkarnir fengið að vera. Loksins fékk fólkið svefnfrið á Víkurbrautinni þegar Stjaman var opnuð en svo afgreiða þeir staðinn svona. Þeir eyðilögðu allt sem þeir gátu eyðilagt hér inni, hrækjandi og skyrpandi. Ég hef aldrei kynnst öðm eins. Ég myndi aldrei opna svona stað héma aftur. Maður hrökk kannski ekkert við þótt þeir rústuðu þessu húsnæði alveg. Þarna sátu krakkarnir alla daga og keyptu stundum ekkert, fara síðan svona að og hafa núna engan stað til þess að vera á. Ég veit ekki hvort ég byggi húsiö aftur, er alla vega ekki í skapi til þess í dag. Það sem. myndi bera sig hér væri bónusbúð og jafnvel fer ég út í það á ódýrasta mátann. Ég var ekki með rekstrarstöðvun- artryggingu. Eftir fyrri brunann var mér bent á trygginguna en fór ekki eftir því. Ég sé eftir að hafa ekki tryggt innbúið miklu meira því tæki og lager vbru ekki tryggð nema upp á rúma milljón króna. Innbúið allt á rúmar 4 milljónir sem er undir lág- marki. Húsið er tryggt fyrir 22 millj- ónir og það er 320 m2 aö stærð. Það er í athugun hjá tryggingarfélaginu hve mikill hluti af húsinu er ónýtur og það borga þeir. Húsið er ekki al- veg ónýtt þegar einn veggur stendur eftir og grunnurinn er á sínum stað,“ sagði Pétur í samtali við DV. Hart deilt um grunnskóla 1 Mývatnssveit: „Krakkarnir f ara ekki í skólann í Reykjahlíð" Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Um þessa flutninga á bömunum í skólann í Reykjahlíðarhverfi verður ekki samið,- það er alveg á hreinu. Það er búið að valta yfir okkur í öllum málum hér í sveit- inni og nú er nóg komið,“ segir Eyþór Pétursson, bóndi í Baldurs- heimi í Mývatnssveit, én þar í sveitinni em nú uppi harðar deilur vegna áforma um að sameina alla grunnskólakennslu á einum stað, í nýrri byggingu í Reykjahlíðar- hverfi. Það þýðir að leggja eigi af skóla- starfið á Skútustöðum og flytja böm sem búa utan þéttbýlisins í Reykjahlíð með bíl í skólann. Safn- að hefur veriö um 100 undirskrift- um óánægðra foreldra vegna þeirra áforma og er hiti mikill í fólkinu. „Við viljum og teljum eölilegast að skólastarf verði á báðum stöð- unum, á Skútustöðum og í Reykja- hlíðarhverfmu. Annað eru hrein svik við þá skólastefnu sem mörk- uð var og er í gildi og uppbygging skólans í Reykjahlíð byggðist á. Svo tala menn um þróun, en þetta er engin þróun heldur hrein og bein valdníðsla. Við ætlum okkur ekki að taka henni og krakkamir fara ekki í skólann í Reykjahlíð. Nú er það bara harkan sex sem gildir. Eigi að níðast með þetta í gegn er ekki um annað að ræða fyrir okkur en að stofna einkaskóla að Skútustöð- um þótt það sé hrein og bein neyð- arlending," segir Eyþór Pétursson. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, vildi lítið láta hafa eftir sér um málið á þessu stigi. „Þetta er mjög erfitt leiðindamál og skólamál í dreifbýli eru ávallt viðkvæm og ósætti í slíkum málum mjög slæmt," var það eina sem sveitar- stjórinn hafði um málið að segja. Pétur Gíslason við hús sitt. DV-mynd Ægir Sýslirniannsbústaðurinn á Akranesi: Seldur á innan við hálfvirði - slæmtásigkomulager „Húsið var mjög illa farið og í nán- ast óviðunandi ásigkomulagi. Þakið míglak og innanhúss var til dæms parketið ónýtt. Ég skoðaði húsið sjálfur og held að ríkissjóður hafi fengið sannvirði fyrir eignina," segir Björn Hafsteinsson, umsjónarmaður fasteigna í fiármálaráðuneytinu. Sýslumannsbústaðurinn á Akra- nesi var nýverið seldur á 7,5 milljón- ir. Samkvæmt vátryggingamati er húseignin talin 17 milljóna króna virði. Ekki er nema rúmur mánuður síðan Sigurður Gizurarson sýslu- maður flutti úr húsinu að Bjarkar- grund 30 en það er á þriðja hundrað fermetra einbýlishús. Af fiölskylduá- stæðum sagði Siguröur upp leigu á húsnæðinu í sama mund og tilkynna átti honum uppsögn vegna fyrirhug- aðrar sölu. Að sögn Siguröar sáu dómsmála- ráðuneytið og fiármálaráðuneytið alfarið um söluna á húsinu - emb- ætti hans kom þar hvergi nærri. skýring ráðuneytisins Hann segir húsið þarfnast umfangs- mikila viðgerða, einkum á þaki. Áætla megi kostnaðinn um 3 milljón- ir. Að teknu tilliti til þessa sé sölu- verðið ekki óeðlilega lágt miðað við það sem gengur og gerist á Akra- nesi. Þar sé verð á íbúðarhúsnæði hins vegar að öllu jöfnu mjög lágt. Hjá Innkaupastofnun ríkisins var mönnum ókunnugt um söluna þegar DV grennslaðist fyrir um hana í gær. Að sögn Ásgeirs Jóhannesson- ar, forstjóra stofnunarinnar, kemur fyrir að einstök embætti á vegum ríkisins ásamt viðkomandi ráðu- neytum sjái sjálf um sölu eigna sinna. í fiármálaráðuneytinu fengust hins vegar þau svör að þótt það væri meginreglan að láta Innkaupastofn- un ríkisins sjá um kaup og sölu eigna þá komi fyrir að fasteignasölur taki slíkt að sér. Sú leið hafi verið valin við sölu sýslumannshússins á Akra- nesi. -kaa Framkvæmdastjóra Félags- stofnunar stúdenta var sagt upp störfum á sfiórnarfundi í gær. Þrír fulltrúar Röskvu, félags fé- lagshyggjufólks, samþykktu upp- sögnina gegn tveimur atkvseðum. Þorskkvótiminnkar Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir aUt stefna í að Hafrannsóknastofnun haldi í tUlögu sína frá í fyrra um aö veidd veröi 175 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Nýjaröryggisreglur ÚtUt er f>Tir að innan fárra ára gangi í gUdi nýr alþjóðasamning- ur urn öryggi um borð í fiskiskip- um sem er taUnn bæta stöðu ís- lenskra útgerða i samkeppni við útlendinga. Magnús atvinnumaður? Magnúsi Scheving, sem varð þriðji á heimsmeistaramótinu í þolfimi í Japan íyrir skemmstu, hefur verið boðið að gerast at- vinnumaður í íþróttinni. Norræna flutningasambandiö aflétti farbanm af ms. Akranesi í Noregi í fyrradag með því skil- yrði að áður en skipið kæmi næst til hafnar þar í landi hefðu verið gerðir samningar við áhöfnina um fullnægjandi kjör. Davíð Oddsson forsætisráö- herra sagði á Alþingi í gær að staðiö yrði við yfirlýsingar um að skerðing á þorskveiði á þessu fiskveiðiári yrði jöfnuð. 200 mðljóniriegg Gera má ráð fyrir að lands- menn hafi neytt páskaeggja fyrir hátt í 200 miUjónir króna í ár og tefia fraraleiðendur söluna jafn- vel meiri en i fyrra. Hagræða konum Á síðustu fimm árum hefur stöðugUdum í bönkum fækkað um vel á þriðja hundrað. Endur- skipulagning og hagræðing virð- ist bitna mest á konum. Sjávarútvegsskóli? Davíð Oddson og Össur Skarp- héðinsson ræddu um að nauðsyn- legt væri að kanna möguleika á stofnun alþjóðfegs sjávarútvegs- skóla á Islandi á Alþingi í gær. Halli á Sorpu Skuldir Sorpu nema rúmum milljarði króna. 100 milljóna halU varð á rekstri síðasta árs, aðal- lega vegna hás fiármagnskostn- aðar. Dagsbrúnvann Félagsdómur varð i gær við kröfu Ðagsbrúnar um að vísa frá máli Stálsmiöjunnar gegn félag- inu. Farið var fram á að vinnu- stöðvun í slippnum yrði dæmd ólögmæt og Dagsbrún gert að greiða skaðabætur og sektir. Enn frestast EES EES saraningurinn tekur i fyrsta lagi gUdi um áramótin samkvæmt frétt Stöðyar tvö í gærkvöldi. Þingkosningar á Spáni koma í veg fyrir aö samn- ingurinn geti tekið gildi um mitt Bílakostnaður heimilanna hef- ur hækkað um rúm 9% á ári ef skoðuð er ltækkun framfærslu- vísitölunnar, 200störftapa$t Bæjarsfiórinn í Bolungarvík segir að 200 störf tapist verði tog- arar EG seldír frá staðnum. Þetta er rúmlega þriðjungur starfa á staðnum. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.