Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Side 4
4
FÖSTUDAGUR16. APRÍL1993
Fréttir
Ekki viss um að Heimir
sé sá sami og ég réð
- segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráöherra
Ég lit á það sem mistök útvarpsstjóra að víkja Hrafni úr starfi. DV-mynd ÞÖK
- Þú segist ekki hafa fengið beiðni
frá Hrafni Gunnlaugssyni um að-
stoð við að fá styrk frá Norræna
kvikmyndasjóðnum. Engu að síður
stílaði Hrafn bréf til þín, „háttvirts
menntamálaráðherra“ þann 16.
september þar sem hann óskaði
„eftir því við þig“ að fulltrúi íslands
í sjóðnum gerði þá kröfu innan
stjórnar hans að veita sér 2,1 millj-
ón sænskra króna í styrk. Getur
þú heimfært þetta persónulega bréf
eingöngu upp á þáverandi ráðu-
neytisstjóra?
„Ég stend viö að ég þekkti ekki
bréfið. Ég á erfitt með að sanna
það. En ég hef þó eitt til sönnunar,
ef menn vilja trúa mér. Sú vinnu-
regla er í ráðuneytinu að ég fæ öll
bréf sem til þess koma og ég árita
og dreifi þeim sjálfur til afgreiðslu.
Að ég þekkti ekki tréfið er í þessu
tilfelli til sönnunar áritun á það frá
ráðuneytisstjóra til starfsmanns.
Framhaldið var svo aö ráðuneytis-
stjórinn sendir margnefnt bréf til
sjóðsins. Það gerir hann líka án
vitundar minnar. Hvort þetta er
einsdæmi þori ég ekki að segja
um.“
Hefði ekki gert þetta
- IDV í gær segir þú bréf ráðuneyt-
isins til kvikmyndasjóðsins ekki
hafa verið borið undir þig en kveðst
ekki víkja þér undan ábyrgð.
Hyggst þú aðhafast í ljósi þess að
ráðuneytið sendi sjóðnum bréf -
sjóðnum sem þú segist sjálfur telja
að eigi að vera óháður afskiptum
ráðherra og þá væntanlega ráðu-
neytis þíns?
„Ég aðhefst ekki neitt. Ráðuneyt-
isstjórinn þáverandi er hættur
störfum. Ég skýt mér ekki undan
ábyrgð en get aðeins sagt að ef þetta
hefði verið borið undir mig hefði
ég ekki gert þetta. Ábyrgðin.er hjá
mér en ráöuneytisstjórinn fyrrver-
andi skrifaði undir bréfið fyrir
hönd ráðherra. Þetta tíðkast ekki í
stærri eða viðkvæmum málum en
hann afgreiddi málið einfaldlega
sjálfur."
- Þú baðst útvarpsstjóra að flýta
sér hægt í að reka Hrafn Gunn-
laugsson. Heimir Steinsson virðist
hins vegar ekki hafa hlustað á þig
og sagði Hrafni að taka pokann
sinn. Síðan setur þú Hrafn í enn
æðri stöðu innan Sjónvarpsins sem
rökrétt er í andstöðu við vilja út-
varpsstjóra. Voru ekki mistök hjá
þér að ráða Heimi Steinsson sem
útvarpsstjóra i ljósi þess að hann
fer ekki að óskum þínum og síðan
„rúllar“ þú yfir hann með því að
gera Hrafn enn æðri í stofnuninni?
Mistök útvarpsstjóra
„Ég er ekkert viss um að sá Heim-
ir sem starfar í dag sé sá sami og
ég réð sem útvarpsstjóra. En nú
fylgdu ráðningunni engin skilyrði
og ég lít ekki á þetta sem mín mis-
tök. Ég lít á það sem mistök út-
varpsstjóra að víkja Hrafni úr
starfi - sérstaklega vegna vitneskju
minnar um að Hrafni var fagnað á
útvarpsráðsfundi 19. mars, rúmri
viku eftir að hann kom til starfa
að nýju. Ég skil ekki hvemig hann
er svo oröinn óhæfur vegna þessa
sjónvarpsþáttar. Þó Hrafn meiði
kannski einhveija af sínum sam-
starfsmönnum hjá Sjónvarpinu
með almennum orðum finnst mér
það ekki tilefni til brottvísunar úr
opinberu starfi. Mér finnst alvar-
legur hlutur og langt gengið að
víkja manni úr opinberri starfi fyr-
ir það að láta nokkur gagnrýnisorð
faÚa um stofnunina sem hann
vinnur hjá. En Heimir fór að lögum
og því var ekki ástæða fyrir mig til
að áminna hann. Ég setti Hrafn síð-
an í starf sem útvarpsstjóri getur
ekki vikið honum úr.“
- Vegna ráðningar Hrafns í stöðu
framkvæmdastjóra fullyrtir þú að
um pólitíska ráðningu hefði verið
að ræða - þína ákvörðun. En varla
verður fram hjá því horft að forsæt-
isráðherra og flokksbróðir þinn er
góður vinur Hrafns og kom að
málinu þegar Heimir sagði Hrafni
upp. í ljósi þessa og þess að ráðu-
neytisstjóri þinn skrifar að þér for-
spurðum pólitiskt bréf til Norræna
kvikmyndasjóðsins virkar þú þá
ekki eins og strengjabrúða í ráðu-
neyti þínu?
Davíö bað mig einskis
„Það er rangt að ég hafi tekið
þessa ákvörðun að beiðni forsætis-
ráöherra. Þetta var mín ákvörðun
Yfirheyrsla
Óttar Sveinsson
og ég var ekki 1 vafa um að ég skip-
aði hæfan mann til starfans. Mér
mislíkaði mjög að Heimir skyldi
ekki verða við beiðni minni um
frestun. Ég gerði mér grein fyrir
að þessi ráðning mín myndi valda
ólgu og af þeirri ástæðu að honum
hafði verið vikið úr starfi taldi ég
rétt að ræða málið sérstaklega við
forsætisráðherra. Þegar það var
hafði ég í raun tekið ákvörðunina.
Þegar ég ræddi síðar við Þorstein
Pálsson var ég hins vegar búinn
að ákveða mig.“
- Heimir Steinsson hefur nú sagt
sig úr Sjálfstæðisflokknum. Sérðu
eftir honum úr flokknum?
„Ég sé eftir öllum sem fara úr
Sjálfstæðisflokknum. Heimir hafði
þama frekar stuttan stans því hann
gekk í flokkinn nokkru eftir að
hann var skipaður útvarpsstjóri.
Ég sé sérstaklega eftir mönnum
sem hætta að kjósa flokkinn en ég
veit ekki hvort um slíkt var að
ræða í þessu tilfelli.“
- Kaup ráðuneytisins á þremur
kvikmynda Hrafns Gunnlaugsson-
ar voru að sögn Knúts Hallssonar
þín ákvörðun. Það hefur verið sagt
að a.m.k. ein kvikmyndanna sé
ýmist bönnuð börnum eða hafi tak-
markað sagnfræðigildi. Myndimar
vom allar keyptar án samráðs við
Námsgagnastofnun og ekki í
tengslum við kennslubækureins og
tíðkast. Vom kaupin ekki vinar-
greiði?
Ekki alvarlegt að myndirnar
erubannaðar
„Þau voru eins og kaup á mörg-
um öðrum kvikmyndum. Ég lit
ekki síður á þau sem styrk við ís-
lenska kvikmyndagerð. Ég held að
ráðherrar síðustu ára hafi gert
þetta til að styrkja og auðvitað til
að koma þessum kvikmyndum í
skólana. Ég lít ekki á það sem al-
varlegt mál að sumar þessara kvik-
mynda séu bannaðar yngri en 12
ára. Þetta var ekki gert í samráði
við Námsgagnastofnun og mér er
alveg ókunnugt um hvort aðrar
myndir hafa verið keyptar í sam-
ráði við stofnunina. En ég tek fram
að ráðuneytið hefur til ráðstöfunar
fiármuni til að styrkja ýmsa menn-
ingarstarfsemi. Af þeim liðum er
þetta fé tekið en ekki af öðnun
framlögum."
- Fólk í kvikmyndalieiminum hef-
ur fullyrt að ekki sé hægt að snúa
sér við án þess að hitta Hrafn Gunn-
laugsson i nefnd eða sjóði. Hann er
líka framkvæmdastjóri Sjónvarps.
Skarast ekki hagsmunir þarna?
„Mér skilst að Hrafn hafi þegar
sagt af sér í einni stjóm og það ligg-
ur fyrir að hann víkur úr Menning-
arsjóði útvarpsstöðva. Ég á bara
eftir að velja mann í hans stað. Um
þetta er samkomulag á milli mín
og Hrafns. Varðandi Kvikmynda-
sjóð íslands var Hrafn tilnefndur
af Sambandi íslenskra kvikmynda-
framleiðenda. Mér finnst það vera
mál milli hans og þeirra sem til-
nefna hann.“
- Ýmsar embættisveitingar þinar
hafa verið ákaflega umdeildar -
setning Guðmundar Magnússonar
í starf þjóðminjavarðar, skipun
Heimis í stöðu útvarpsstjóra og
ráðning Gísla Alfreðssonar sem
skólastjóra Leiklistarskóla íslands.
Var fyllsta hlutleysis gætt við þess-
ar ráðningar?
Utanhússmaður æskilegur
„Gísli hafði langvíðtækustu
reynsluna sem leikari, leikstjóri,
kennari við Leiklistarskólann og
þjóðleikhússtjóri. Þetta var reynsla
sem enginn annar umsækjandi
hafði. Varðandi Heimi vom nokkr-
ir ágætir vinir mínir sem mæltu
með Ingu Jónu Þórðardóttur og
aðrir vinir minir mæltu með öðr-
um umsækjendum. En ég taldi
heppilegt fyrir útvarpið að fá mann
sem kæmi alveg utan stofnunar-
innar. Ég tel að það eigi að gera
meira af því. Ég taldi æskilegt fyrir
Þjóðminjasafnið að þar kæmi utan-
aðkomandi maður, ekki innan-
hússmaður. Það var líka mín
ákvörðun sem ég er sannfærður
um að var rétt.“
- Nú var Hrafn Gunnlaugsson ekki
beinlínis utanaðkomandi í Sjón-
varpinu?
„Nei, en hann átti starf þar sem
honum var vikið úr með ósann-
gjömum hætti.“
- Framlag menntamálaráðuneyt-
isins til kvikmynda er 111 milljónir
króna í ár - mun hærra en til ann-
arra menningargreina. Er kvik-
myndagerðarmönnum gert hærra
undir höfði en öðrum listamönn-
um?
„Við afgreiðslu fiárlaga í ár var
framlag Kvikmyndasjóös ekki
skert í fyrsta skipti. Með því vorum
við náttúrlega að sýna hug okkar
til íslenskrar kvikmyndagerðar.
En við fólum sjóðnum viðfangsefni
eins og Norræna verkefnið þannig
að hluti framlaganna er bundinn.
En nei, þetta er viðurkenning til
kvikmyndagerðarmanna. Þeir hafa
sýnt að þeir em hæfir til að takast
á við nfiögmetnaðarfiúl verkefni."