Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993
Fréttir
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra:
Framfylgja verður
uppbyggingarstefnu
- pólitískmálamiðlunaðhunsatillögurfiskifræðingaífyrra
„Það verður að fylgja fram mark-
vissri uppbyggingarstefhu á þorsk-
stofninum. I því sambandi tel ég ráð-
legast að fara eftir niðurstöð.u Haf-
rannsóknastofnunar. Allt tal um að
veiða meira en vísindamenn stofn-
unarinnar telja ráðlegt er óskyn-
samlegt miðað við framtíðarhags-
muni okkar,“ segir Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra.
Þorsteinn segir tillögu Einars Júl-
íussonar eðlisfræðings um algjöra
friöun þorskstofnsins til aldamóta
ganga mun lengra en þær tiUögur
sem fiskifræðingar hafi mælt með.
Tillagan sé hins vegar ábending um
að fara verði varlega í veiðamar.
Að sögn Þorsteins benda fyrirliggj-
andi upplýsingar um ástand þorsk-
stofnsins tíl að litlar breytingar verði
á tíllögum Hafrannsóknastofnunar
frá því í fyrra. Þá mælti stofnunin
með að einungis yrðu veidd inn 175
þúsund tonn næstu árin. Nýlegar
seiðamælingar og togararall gefa
ekki tilefni til bjartsýni. Það verða
menn að vera tilbúnir að sætta sig
við.
„Innan sjávarútvegsins ríkir nú
meiri skilningur en áður fyrir nauð-
syn uppbyggingar. Áður sættu tillög-
ur fiskifræðinga gagnrýni innan
greinarinnar en núna er stuðningur-
inn almennari. Erfiðleikamir við
ákvörðun á veiðiheimildum em
fremur á hinum póhtíska vettvangi
en innan greinarinnar."
Aðspm'ður treystir Þorsteinn sér
ekki tíl að útiloka að hann auki við
þær þorskveiðiheimildir sem Haf-
rannsóknastofnun muni gera tillögu
um í lok maí. Það hefur hins vegar
orðið raunin í sjávarútvegsráðuneyt-
inu undanfarin ár. Síðastliðið sumar
jók Þorsteinn til dæmis kvótann um
15 þúsund tonn. Að teknu tilliti til
afla smábáta og tilfærslu veiöiheim-
ilda milli ára stefnir þorskaflinn í að
verða ríflega 50 þúsund tonnum
meiri en fiskifræðingar lögðu til eða
allt aö 230 þúsund lestir.
„Það er ekkert launungarmál að
ákvörðunin í fyrra var pólitísk mála-
miðlun innan ríkisstjómar eftir að
þingflokkur sjálfstæðismanna komst
að þeirri niðurstöðu að það ættí að
leyfa allt að 230 þúsund lestir. Ég
taldi að við værum að ganga út á
ystu nöf með þessari niðurstöðu en
taldi hana þó veijanlega." -kaa
Seðlaveski
ráðherrans
fundið
Seðlaveski og skilríki Halldórs
Blöndal samgöngu- og landbúnaðar-
ráðherra fundust í heldur óhijálegri
íbúð í Suðurhólum í Breiðholtí í
fyrrinótt. Örbylgjuofh, sem einnig
var stolið úr íbúð ráðherrans nóttina
áður, kom hins vegar í leitimar í
bifreið sem hafði verið velt.
Menn frá Rannsóknarlögreglu rík-
isins og lögreglunni í Breiðholti réð-
ust til inngöngu í framangreinda
íbúö undir morgun í gær. Kom þá í
ljós að innandyra vom unglingar á
aldrinum 13-17 ára. Tugir áfengis-
flaskna lágu á víð og dreif um íbúð-
ina. -ÓTT
AIK fauk frá
forsetavéiinni
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Farangurskerrur Fugleiða.sem em
níðþungar, fuku um koll og fór ein
þeirra yfir þriggja metra giröingu
þegar flugvél með forseta Slóvakíu
millilenti hér á landi í gær.
Flugvél forsetans fór of nálægt
flugstöðvarbyggingunni með þeim
afleiðingum að flugmaðurinn þurftí
að taka of krappa beygju. Varð það
til þess að hann þurfti meira afl en
ella með þessum afleiðingum. Mesta
mildi að ekki urðu slys á fólki.
Eldur kom upp I ibúðarhúsinu við Bergstaðastræti 46 um klukkan 6 í gær og er talið að kveikt hafi verið i húsinu
þar sem húsið stóð í Ijósum logum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Eldurinn virðist hafa komið upp í sam-
byggðri skúrbyggingu og eldurinn læst sig í húsiö. Tveir ibúar eru í húsinu, sem er tvílyft timburhús, en hvorugur
var heima þegar eldsins varð vart. Hér sjást slökkviliðsmenn aö störfum á efri hæð hússins. -pp/DV-mynd ÞÖK
Dráttur á gerð nýrra kjarasamninga:
Kostar láglaunafólk
minnst 25 milljónir
Líkur eru á að hátt í þrettán þús-
und launþegar innan raða ASÍ
verði af samtals 25 milljón króna
láglaunabótum í vor takist ekki aö
ljúka gerð kjarasamninga innan
skamms tíma. Dragist samningar
fram á haust fellur orlofsuppbótin
einnig niður hjá um 55 þúsundum
landverkafólks en hún var 8 þús-
und krónur síðastliðið sumar.
Samsvarandi eingreiðslur hafa
verið greiddar ASÍ-félögum síðastl-
iðin fiögur ár.
Forystumenn láglaunahópa inn-
an Alþýðusambandsins óttast að
láglaunabætur 1. maí falli niður
náist ekki að ljúka gerð nýrra kja-
rasamninga fýrir þann tíma. Sam-
kvæmt heimildum DV er nú auk-
inn þrýstingur af þeirra hálfu á að
samningaviðræðum við VSÍ verði
hraðaö.
Láglaunabætur voru tryggðar
láglaunafólki með miölunartillögu
ríkissáttasemjara síðastliðið vor en
eru ekki hluti af kjarasamxúngum.
Á grundvelli miðlunartillögunnar
voru láglaunabætumar greiddar í
júní og desember í fyrra. Sama gild-
ir um 8 þúsund króna orlofsupp-
bótina og 12 þúsund króna desemb-
eruppbótina sem öllum launþegum
innan ASÍ voru tryggðar á síöasta
ári.
Miðað við miðlunartillögu ríkis-
sáttasemjara ættu rétt á láglauna-
bótum þeir launþegar sem eru að
meðaltali með minna en 80 þúsund
krónur i laun á undanfarandi
þremur mánuöum. Bætumar em
helmingur af mismuninum á heild-
arlaunum og 80 þúsunda markinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kjararannsóknamefnd fengu um
18 þúsund launþegar greiddar lág-
launabætur í desember, þar á með-
al hátt í 5 þúsund atvinnuleysingj-
ar. Miðað við sömu forsendur og á
öðrum ársfiórðungi í fyrra myndi
á þrettánda þúsund launþega eiga
rétt á bótunum í vor.
-kaa
Stuttar fréttir dv
Stjómarsinnar á Alþingi vís-
uöu í gær frá tillögu sfiórnarand-
stöðunnar um skipan rannsókn-
amefndar til að kanna fiárhags-
tengsl og hagsmunatengsl við
ráðningu Hrafns Gunnlaugsson-
ar, Kratar styðja hins vegar að
fiárlaganefiid taki á máiinu.
Skagstrendingur tapar
Skagstrendingur hf. tapaði alls
um 75 milljónum i fyrra. Heildar-
eignir félagsins í árslok vom tald-
ar rúmir 2 milijarðar.
Enn meira tap
Vinnslustöðin og ísfélagiö í
Vestmannaeyjiun töpuðu samtals
yfir 400 milljónum á síðasta ári.
Mbl. hefur eftir forsvarsmönnum
fyrirtækjanna aö ástæðan sé
gengisfeUingin og misgengi
gjaldmiðla síðastliðið haust.
Talið er að sjávarútvegurinn
skuldi samtals 105 milljarða á
sama tíma og ársveltan er áætluð
65-70 milfiaröar. Halli í útgerð er
um 12% og í vinnslu um 7%. Þetta
kemur fram í viötali Tímans við
Amar Sigurmundsson.
Atvinnulausirinám
Reykjavíkurborg og Iðnskólinn
í Reykjavík kanna nú möguleika
á að skóhnn bjóði um 200 at-
vinnulausum ungmennum að
setjast á skólabekk í sumar og fá
námið metíð sem hluta af starfs-
réttindanámi. RÚV greindi frá
þessu.
Ríkisútvarpið hf.
Ólafúr G. Einarsson mennta-
málaráðherra telur koma til álita
að gera Ríkisútvarpið að hiutafé-
lagi. Þetta kom fram í umræðu-
þættí í Sjónvarpinu í gær.
Óbreyttlánskjör
Bankar breyta ekki vöxtum um
mánaðamótin. Lánskjaravisital-
an fyrir maí tekur ekki breytingu
samkvæmt útreikningum Seöla-
bankans. Vísitalan hefur hækkað
um 2,3% á undanfómu ári.
Símtöí Sækka
Símtöl til útlanda lækka um 5
tíl 9% um næstu mánaðamót.
Skuldamet hjá
þjóðinni
Hlutfail erlendra lána af lands-
framleiðslu nam í árslok 54,7%
og hefur ekki orðið hærra áður. 1
A ársfundi Seðlabankans i gær
sagði Jóhannes Nordal að veik
staöa þjóðarbúsins væri verulegt
áhyggjuefni.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær ríkissjóð til að greiða
einstökum flugumferðarstjóra
280 þúsund króna Iaunakröfu.
Ríkissjóði var óheimilt aö láta
bráöabirgöalögin ffá 1990 ná til
launahækkanna hjá flugumferð-
arsfiórum vegna starfsaldurs-
lækkunar.
Samráð tyá ráðhemim
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra ætlar að hafa
samráð við fiármálaráðherra um
hve mikið sjúklingar eigi að
greiða fyrir sérfr æðiþjónustu eft-
ir að tilvísanákerfi verður komíð
á í sumar. RÚV greindi frá þessu.
Óvissa í samningunum
Óvissa ríkir nú um framhald
samningaviðræðna. Samninga-
nefiid ASÍ fundaöi um málið i gær
en engar ákvaröanir voru þó
teknar þar. Formannafúndur
hefur verið boðaður hjá BSRB á
föstudag til að ræða stöðuna.
-kaa