Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993
13
Fréttir
Nemendur hættir að taka mark á nýju eldvamarkerfi í Fjölbrautaskóla Suðumesja:
Fer í gang í tíma og ótíma
„Þetta kerfi var tekiö í notkun síð-
astliðið haust og þá komu í ljós ein-
hveijar bilanir þannig að það fór 1
gang nokkrum sinnrnn. Síðan þá
hefur það verið til friðs þangað til
það fór í gang nú fyrir skömmu.
Ástæðan var sú að verið var að keyra
vél í vélasal hjá okkur. Það var ný-
búið að mála útblástursrörið á vél-
inni og hún brenndi af sér málning-
una. Við það fór kerfið í gang,“ segir
Ægir Sigurðsson, aðstoðarskóla-
meistari Fjölbrautaskóla Suður-
nesja.
Svo virðist vera að eldvamarkerfið
í skólanum hafi virkað betur en
skyldi og farið í gang í tima og ótíma.
Kerfið er beintengt við slökkvistöð-
ina í Keflavík og því kemiu- slökkvi-
lið á staðinn ef kerfið fer í gang.
Securitas sá um uppsetningu kerf-
isins og úttekt á því að lokinni upp-
setningu. Aö henni lokinni var bent
á að betra væri að hafa hitaskynjara
en reykskyiyara í vélasalnum en eft-
ir þeim ábendingum virðist ekki hafa
Hraf n greiddi
120 þúsund
Á útvarpsráðsfundi á fostudag
upplýsti Hrafn Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Sjónvarpsins,
að hann hefði greitt Jónasi
Knútssyni, syni Knúts Hallsson-
ar, fyrrum ráðuneytisstjóra í
menntamálaráðuneytinu, 120
þúsund krónur til að undirbúa
verkefni við gerð heimildamynd-
ar.
Eins og fram hefur komið í DV
skrifaði Knútur margumrætt
bréf til Norræna kvikmynda-
sjóðsins þar sem farið var fram á
að sjóðurinn úthlutaði Hrafni
styrk. -hlh
Sölutum:
Þriðja inn-
brotið
í fyrrinótt var brotist inn í sö-
luturn við Vallarstræti. Þetta er
í þriðja skiptið á skömmmn tíma
sem brotist er iim þama og stohð
skiptimynt og vörum.
Þá var einnig brotist inn í versl-
un við Baldursgötu í nótt. Inn-
brotsþjófurinn, sem er einn af
fastakúnnum lögreglunnar, náð-
ist á vettvangi og er í haldi þeirra.
-pp
Banaslys:
l Lögreglan
óskareftir
vitnum
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn-
um að banaslysi sem varð á
Hverfisgötu á móts við húsin
númer 65-67 aðfaranótt sunnu-
dagsins 11. október síðastliðinn.
Slysið varð skömmu eftir mið-
nætti.
Nánari tildrög slyssins voru
þau að fólksbíl var ekið austur
Hverfisgötu á gangandi vegfar-
anda, karlmann um fertugt.
Hann er tahnn hafa látist sam-
stundis. Lögreglan óskar eftir
upplýsingum vitna í tengslum við
dómsrannsókn sem er framund-
an í málinu.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um máhð eru beðnir um að hafa
samband viö slysarannsókna-
dehd í síma 699128 eða 699130.
rÓTT
verið farið.
Ægir segir að auðvitað sé slæmt
að svona lagað eigi sér stað, sérstak-
lega með tilliti til þess að nemendur
hætti að taka mark á eldvamarbjöh-
unni. Sú varð raunin seinast þegar
aðeins örfáir nemendur tóku mark á
kerfinu.
Hann segir ennfremur að verið sé
að vinna að endurbótum á kerfinu
og ætlunin sé að fara að ábendingum
Securitas um að setja upp hitaskyivj-
ara í vélasalnum í stað reykskynjar-
ans. Þá sé einnig nauðsynlegt að
halda brunaæfingu th að kom örygg-
ismálunumígotthorf. -pp
Bækur til sölu
Skáldskapur og fagurfræði
Hvað nú - ungi maður? e. Hans Fallada, þýð. Magnús
Ásg., Land blindingjanna e. H.G. Welles, Jóhann Jónsson
skáld ísl., Elskhugi Lady Chatterleys, gamla útg., þýðing
Kristmanns (blái ,,ástarpappírinn“), Vísur Bergþóru e.
Þorgeir Sveinbjamarson, tölus. eint., María Magdaiena
e. Jón Thoroddsen yngri, Höit flyver Ravnen e. Snorra
Hjartarson, Kvæði, frumútg. e. sama, Víg Snorra Sturlu-
sonar e. Matth. Jochumsson, Tíminn og vatnið, fmmútg.
tölus. e. Stein Steinarr, Bakkabræður e. Jóhannes úr Kötl-
um, Glugginn snýr í norður, fmmútg. e. Stefán Hörð
Grímsson, Svartálfadans e. sama, Samson fríði og Kvintal-
in kvennaþjófur, riddarasaga, Aldagiaumur, Ak. 1856, Udv-
algte Digte e. Wergeland, eintak úr eigu Péturs Thorsteins-
sonar á Bíldudal, Ljóðmæli Höilu á LaugabóU, 1919,
ób.m.k., Det Sovende Hus, kvikmyndahandrit e. Guð-
mund Kamban, Hel, þýð. á norsku 1930, ób.m.k., Stuðla-
mál, útg. Margeir Jónss., 1.-3. bindi, ób.m.k., Grýla e. Jón
Mýrdal, Ak. 1873, Stúlka e. Júlíönu úr Akureyjum, Ak.
1876, óvenjul. fallegt eintak, Vorljóð e. Gunnar Gunnars-
son, frumútg. m.k. 1906, Ljóðmæli Kristjáns FjaUaskálds,
útg. J. Ól. 1890, samt. sbk., Fróðlegt ljóðasafn 1.-2. bindi,
Ak. 1856-1857, þýð. Sveinbjamar Egilssonar á Ilions
kviðu Hómers, 1855, Vísnakver Páls Vídalíns, 1895, Guðný-
jarkver, ljóð, Bréf til Láru, frumútgáfan, tölus. eintak með
framkápuumslaginu, Bláskjár e. Hoffmann, fmmútg.
1915, Paradísarmissir e. J. Milton, Jón þjóðskáld Þorláks-
son ísl., 1828, Síðkveld e. Magnús Ásgeirsson, frumútg.
1923, Misjafn sauður í mörgu fé e. Eirík á Brúnum, 1899,
Mínir vinir, skemmtisaga e. Þorlák Ó. Johnson, 1879,
Andvökur e. Stephan G. 1.-6. bindi, Ritsafn Jónasar
HaUgrímssonar 1.-5. bindi, gamla útg., Ljóðmæli Páls
Ólafssonar 1.-2. (aldamótaútgáfan, fín eintök).
Hagnýt efni ýmis
Matur og drykkur (Matreiðslubók) fyrir hehbrigða menn
og sjúka 1.-2. bindi, frá hendi Bjargar Þorl. Blöndal, Herra-
nótt 1969, leikritið Bubbi kóngur, í aðalhlutverkum Davíð
Oddsson og Signý Pálsdóttir, fágæti, Að kunna að drekka
e. Vilmund landlækni, SkapgerðarUst e. Emest Wood,
Boðskapur pýramídans mikla e. Adam Rutherford, Heil-
brigði og högun kynferðislífsins (fyrsta útgáfubók Heims-
kringlu, Máls og menningar), íslcnzk garðyrkjubók e.
Schubeler, Mullersæfmgar, gamla útg., Hjúskaparhugleið-
ingar fyrir ungar stúlkur, bréfaleiðbeiningar, 1923, Bersögl-
ismál e. Frank Harris, gamla, góða ástarfarið, Amerísk ráð
frá h. Margrétar Jónsd., 100 réttir matar, matreiðslubók
frk. Guðmundu Nielscn (í Húsinu á Eyrarbakka), Mothers
Cook Book, New York 1902, Sundreglur pjóf. Nachte-
galls, þýð. e. Jónas skáld Hallgrímsson, Reikningslist handa
leikmönnum e. Jón Guðmundsson klausturhaldara, Viðey
1841, Sá guðlega þcinkjandi Náttúruskoðari yfir Byggingu
Heimsins, Leirá 1798, Matreiðslubók Fjólu Stefáns, 1916,
Lækningabók handa alþýðu á íslandi e. Jónassen,
1884,Homöópaþisk lækningabók eða leiðarvísir í meðferð
sjúkdóma eptir Dr. B. Hirschen, Ak. 1882, Levys Kennslu-
bók handa yfirsetukonum, Rvík 1886.
Fræði ýmis, einnig barnabækur, ádeilurit o.m.fl.
Æfisaga asnans, Daglæti e. Hallgrím Jónss., Álfagull e.
Bjama Jónss., Fuglinn segir e. Jóhannes úr Kötlum, Robin-
son Krúsoe, frumútg. 1886, þýð. Stgr. Thorst., Einn dagur
úr lífi Shirley Temple, 194?, Fjölnir og Eineygði Fjöinir,
Viðey 1841, Einvaldsklærnar e. Einar í Hvalnesi, Kaþólsk
viðhorf, fmmútg. e. Halldór Kiljan, 1925, Bylting og íhald
e. Þórberg, 1924, Refskák auðvaldsins e. sama, Leiðarvís-
ir um orðasöfnun
e. sama, Myndir úr Strandasýslu, Ættartala Steindórs
Gunnarssonar, 1941, Grímur Gíslason í Óseyrarnesi e.
Guðna Jónsson, Ættarskrá Ásgríms (listmálara) Jónsson-
ar, Breiðfirzkir sjómenn 1.-4. bindi, Finsens-ættin, Jarð-
fræði, 1. útg. Guðm. G. Bárðarson, Frímúrarareglan á ís-
landi 25 ára, mjög leyndardómsfull bók, Þættir úr sögu
Reykjavíkur, 1936, Austurland 4. bindið, Minningarrit um
Sigurð málara Guðmundsson, 1866, Um isl. faldbúning
(kvenna) eftir Sigurð málara (með sniðmyndunum),
Skýrsla um póstrekstur á íslandi 1906-1926, Bæjatal 1961,
Lýsing Vestmannaeyja sóknar eftir Brynjólf Jónsson prest,
sáralítið upplag. Hauksbók, Am.M. no. 371,544, 674 4to,
Tyrkjaránið 1627, gamla Sögufél. útg., Reykjavík 14 vetra
e. Jón biskup Helgason, Vaka 1.-3. árg., Þorsteinskver,
draugasögur, Helgakver (til Helga bókb. Tryggvasonar),
Land og Stund, bók til Páls bókav. Jónssonar, Alþingisbæk-
ur íslands, II, III og I bindi, sem ný eintök, íslenzk æfin-
týri Magnúsar Grímssonar, frumútg., einnig ljósprentun
1945, Visit to Iceland, by Way of Tronyem, London 1834,
The North-West Peninsula of Iceland by C.W. Shepherd,
London 1867, Lifvet paa Island under Sagotiden af Hans
Hildebrand, Stockh. 1883, Island Das Land und seine
Bewohner von J.C. Poestion, Wien 1885, Ein Sommer auf
Island, von Dr. B. Kahle, Berlin 1900, En Sommar paa
Island av Pajkull, Stockh. 1866, Island, eine naturwissensc-
haftliche Studie von dr. Knebel, Stuttgart 1912, Travels in
the Island of Iceland during the Summer of the Year 1810,
Edinb. 1811, Islandske Maanedstidender 1.-3. árg.,
Hrappsey 1773-1776, ljóspr. 1944, vandað skb., Maríu
saga I—II, Postula sögur, Heilagra manna sögur, allt útgáf-
ur Ungers, Om kongelige og andre offentlige Afgifter samt
Jordebogs Indtægter i Island, Kh. 1819, Leifar fornra kris-
tinna fræða íslenzkra, útg. Þorvaldur Bjamarson, Kh. 1878,
Historisk Indledning til den gamle og nye Islandske Rætter-
gang ved John Amesen & John Erichsen, Kiöbenhavn
1762, Iðnsaga íslands I-H e. dr. Guðmund Finnbogason,
Instrúx fyrir Hreppstjórnarmenn á íslandi frá hendi Magn-
úsar Stephensens, Leirá 1810, Jarðatal á íslandi, með
fólkstölu í hreppum o.fl., útg. af J. Johnsen, Kh. 1847,
Jónsbók, kong Magnus Hakonsons Lovbog for Island...
udg. ved Ólafur Halldórsson, Kh. 1904, Grágás, Skál-
holtsbók, Kh. 1883, Ágrip af Æfisögu Gunnlaugs G. Briem
(ættföður Briem-ættar), Kh. 1838, Timarit Jóns Pétursson-
ar 1.-4. bindi, Sóknarlýsingar Vestfjarða 1.-2. bindi, tíma-
ritið Amfirðingur, útg. Þorsteinn Erlingsson, Handbók
Reykjavíkur 1927, Biskupasögur Bókmenntafélagsins,
1858-1878, íslenzk þjóðlög e. Bjama Þorsteinsson, Lilja
Eysteins munks Ásgrímssonar (Gröndals og Djúnka-útgáf-
an Kh. 1858), Árbók Fornleifafélagsins 1880—1958, skb.,
Forntida Gaardar i Island, fomleifarannsóknir, Fiske-
bókaskrárnar, komplet, ób.m.k., Safn til bragfræði ís-
lenzkra rímna e. Helga Sigurðsson, íslenzkir annálar, 1847,
ósnert eintak, Árbækur Espólíns 1.-12. bindi, skb., Njála,
frumútgáfan 1774, Norræna, 15 bindi, aðeins 350 sett
útg., London 1906, og ótal, ótal merkar og hnýsilegar
aðrar bækur nýkomnar. Þ.á m. næstum allar íslenzkar
ljóðabækur frá upphafi til vorra daga.
Vinsamlega hringið, skrifið - eða h'tið inn.
Bókavarðan
- Gamli heimurinn
- Bækur á öllum aldri
Hafnarstræti 4, Reykjavik
Simi 29720 Fax 629720