Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL1993
Fréttir
Séra Jón Bjarman, fyrrum fangaprestur og fulltrúi í Evrópuráðsnefnd:
Hegningarhúsið og
Síðumúli til skammar
um 10 fulltrúar mannréttindanefndar væntanlegir í úttekt hér á landi
„Húsnæðismálin tel ég heldur lak-
leg. Það er til skammar og mikillar
vanvirðu að Síðumúlafangelsið og
Hegningarhúsið séu enn í notkun.
Borið saman við ástand annars stað-
ar er ástandið á Litla-Hrauni hins
vegar ekki svo afleitt Kvíabryggja
er nokkuð viðunandi, fyrir utan stað-
setningu. Það væri heppilegra vegna
fjarlægðar að hafa slíkar stofnanir
þar sem fagfólk á greiðari aðgang til
að sinna sínum störfum," sagði séra
Jón Bjarman, fyrrum fangaprestur
og fulltrúi íslands í mannréttinda-
nefhd á vegum Evrópuráösins.
Jón segist reikna með að fuUtrúar
nefndarinnar og starfsmenn hennar,
um 10 manns, muni innan tíðar koma
til íslands til að kynna sér aðbúnað
í fangelsum, lögreglustöðvum, geð-
sjúkrahúsum og víðar með hliðsjón
af mannréttindaákvæðum. Koma
fulltrúa nefndarinnar verður boðuð
með mjög skömmum fyrirvara.
22 aðUar sitja að jafnaði í nefndinni
og hún starfar samkvæmt sáttmála
Evrópuráðsins sem íslendingar hafa
skuldbundið sig tíl að hhta. Að sögn
Jóns vinnur nefndin störf sín í kyrr-
þey og í fuUum trúnaði. Jón segir það
sérstaklega aðfinnsluvert að ein-
angrunarfangelsið í Síðumúla og
Hegningarhúsið skuU enn vera í
notkun.
„Aldrei var ætlast til að Síðumúla-
fangelsiö yrði notað sem einangrun-
arfangelsi og Hegningarhúsiö er að
nálgast að verða 130 ára,“ sagði Jón.
Er Jón var spurður hvort hann
teldi ákvæði mannréttindasamnings
vera brotin í fangelsum landsins
sagðist hann ekki hafa starfað að
slíkum málum í 7 ár.
„Það er hætta á mannréttindabrot-
um gegn óftjálsu fólki hvar sem það
er haft í haldi. Hættan er aUtaf fyrir
hendi. Hvort slíkir hlutir hafi verið
að gerast núna veit ég ekki. Beiting
einangrunar í gæsluvarðhaldi, án
þess að mjög ákveðnar ástæður séu
tíl þess, sem sjaldnast eru, jaðrar við
að vera mannréttindabrot; að
minnsta kosti niðurlægjandi fram-
koma og refsing. Ég tel að sUk ein-
angrun sé mjög vafasöm. Þetta hefur
þó tekið breytingimi hér á landi,“
sagði Jón.
-ÓTT
Spilasöf nin selj-
ast á hundrað
þusunda
Gyifi Enstjánsson, DV, Akureyn:
„Það er aUtaf eitthvað um það að
fólk sé að selja þessi spUasöfti og ég
veit dæmi þess að slík söfii hafi selst
fyrir meira en hálfa miUjón króna,“
segir Freyja Baldursdóttir sem rekur
umboðssöluna Næstum nýtt á Akur-
eyri. Freyja selur þar ýmsa hluti í
umboðssölu fyrir fólk og hún segir
aUtaf eitthvað um það að fólk, sem
hefur saftiað spUum, komi með söfn-
in og vUji selja.
Freyja er nýbúin að selja eitt slíkt
safn sem í voru 16 þúsund spU í 24
möppum og það safn fór á 150 þúsund
krónur. Algengast segir hún hins
vegar að verið sé að selja minni söfn
á 20-40 þúsund krónur og sé þá um
að ræða um 2 þúsund spU.
„Ég held að það séu aðaUega konur
sem fást við þessa spUasöfnun og þá
er byijun oft þannig að krakkamir
byija en gefast svo upp og mömm-
umar taka við. Það er vitað um
geysistór söfn sem tíl era og fólk fer
í sérstakar verslunarferðir tíl út-
landa tU að kaupa spU,“ segir Freyja.
Sjálf safnar hún spUum en segist
ekki eiga „nema“ um 9 þúsund spU
og sitt spilasafn sé ekki merkUegí
miðað við mörg önnur. „Hjá mörgum
veröur þessi söfnun árátta og mætti
helst Ukja þessu við áfengissýki,"
segir Freyja.
Freyja Baldursdóttir í versluninni með hiuta af spilasafni sinu.
DV-simamynd gk
HjörwSgurjáTOson, DV, Neskaiipstað:
Tvær litlar stúlkur hafa slasast
í umferðarslysum hér í Neskaup-
stað síðustu daga, ekki þó alvar-
lega.
Sjö ára stúlkahjólaði fyrir bfi á
Hlíðargötu og öryggishjálmur
bjargaði henni frá alvarlegum
meiðslum. Hann brotnaöi á höfði
hennar og hún slapp með skrekk-
inn að mestu, fékk að fara heira
af sjúkrahúsinu að skoðun lok-
inni.
Hitt slysið varð í Miðstræti við
sundlaugjna þegar ekiö var á 11
ára gangandi stúlku sem marðist
nokkuö á fótum.
Gylfi Kriajánsson, DV, Akmeyrr
Átta umsækjendur era um
stöðu leikhússtjóra hjá LeUcfélagi
Akureyrar en umsóknarfrestur
um stöðuna rann út um síðustu
mánaðamót.
Fjórir umsækjendanna era
Jakob S. Jónsson, Hávar Sigur-
jónsson, Einar S. Þorbergsson og
Viðar Eggertsson en hinir íjórir
umsækjendumir óskuðu nafh-
leyndar. Reiknað er með að leik-
húsráð muni taka ákvörðun um
ráðningu leUthússtjóra f lok mán-
aðarins.
Húnaþing:
Mðjariðutil-
feliiðívetur
Magnús Ólaísson, DV, Hunaþmgi:
í síðustu vUcu var staöfest riða
í kind á Guölaugsstööum í
Blöndudal. Veröur því að lóga
öUu fé á bænum á næstunni.
Fyrr í vetur hefur komið upp
riða á Holti í Svínavatnshreppi
og Jöfra í Víðidal og hefur fé af
þeim bæjum veriö lógað.
í dag mælir Dagfari______________
Rannsóknin á Hrafni
Fréttír síðustu daga era alvarlegar.
Forsvarsmenn verkalýðshreyfing-
arinnar haftia samningum eftir að
rUdsstjómin hefur lofað að auka
halla ríkissjóðs um nokkra millj-
arða. Með því að hafna samningum
er vinnumarkaðnum og atvinnu-
málum stefiit í mikla hættu og
óvissu. Önnur váleg tíöindi era þau
að virtur eðlisfræðingur hefur sett
fram þá kenningu að leggja verði
niöur allar þorskveiöar tíl alda-
móta ef þorskurinn á ekki algjör-
lega að verða uppurinn. Þessar
staðhæfingar era nánast ragnarök
yfir þjóðarbúinu því íslendingar
hefðu litla bjargar- eða lífsvon eftír
að síðasti þorskurinn væri veiddur.
Nú kynni maður að halda að Al-
þingi íslendinga hefði nokkrar
áhyggjur af þessum síöustu og
verstu atburðum. En þeir sem
hlýddu á umræður á þingj í fyrra-
dag og lásu fréttir af málatilbúnaði
á þeim bæ, áttuðu sig þó fljótt á því
að miklu mun alvarlegri atburðir
hafa gerst í þessu þjóðfélagi sem
verðskulda athygli þingsins
óskipta. Alþingismenn tóku í það
hátt í tíu tíma að ræða það örla-
gamál sem snýst um Hrafn Gunn-
laugsson og ráðningu hans á Sjón-
varpið. Er ljóst að Hrafn og allt það
sem hann hefur gert og ekki gert
er mun mikilvægara og þýðingar-
meira alvörumál heldur en kjara-
samningar og þorskveiðar saman-
lagt. Atvinna fiöldans era hreinir
smámunir í samanburði við þá at-
vinnu sem snýr að Hrafni Gunn-
laugssyni.
Ekki verður dregið í efa að þetta
mat margreyndra stjómmálaskör-
unga á borð við Ólaf Ragnar, Sva-
var Gestsson, Jón Baldvin Hannib-
alsson og Pál Pétursson vegjir
þungt og það hefiir forgang að kom-
ast að niðurstöðu um það á Alþingi
íslendinga hvort Hrafn Gunnlaugs-
son komist í rannsókn eða ekki.
Þar hggur lífið við og framtíð þess-
arar þjóðar.
Veslings Hrafn hefur þó lítíð gert
af sér annað en að vera skotspónn
fyrir slagsmál útvarpsstjóra og
menntamálaráðherra sem stafa
aðallega af því að séra Heimir
Steinsenon útvarpsstjóri er annar
Heimir heldur en sá Heimir sem
menntamálaráðherra réð á sínum
tíma. Og vegna þess að hér er allt
annar maður á ferðinni en ráðherr-
ann átti von á og þessi ókunni út-
varpsstjóri rak Hrafn úr embætti,
sá menntamálaráðherra ástæðu til
að ráða Hrafti aftur. Ekki var þetta
Hrafni Gunnlaugssyni að kenna
enda var hann aldrei spurður að
því hvaða Heimir Steinsson réð
hann eða rak. Hann vissi ekki betur
en að það væri einn og sami maður-
inn.
í framhaldi af þeirri tilviljun að
verða að leiksoppi í þessum mis-
skilningi, hafa menn tekiö upp á
því aö gera viðskipti og fjármál
Hrafns tortryggileg þótt Hrafn hafi
ekki gert annað en að framleiða
kvikmyndir og leita í þá sjóði þar
sem menn era nógu vitíausir til að
hafa peninga afgangs fyrir myndir
Hrafns. Ekki er það Hrafni að
kenna ef menn era svo vitlausir eða
örlátir að vilja láta hann hafa pen-
ing í bíómyndir. Það ætti frekar að
heimta rannsókn á þeim sem
styrktu Hrafn heldur en að rann-
sadta Hrafn. Það eina sem hann
hefur gert við peningana er að taka
við þeim.
Umræður á þingi snúast sem sagt
ekki um það hvort Hrafn eigi að
vera rannsakaður heldur hvemig
eigi að rannsaka hann. Sumir vilja
að þingnefnd rannsaki Hrafn, aðrir
að Ríkisendurskoðun rannsaki
manninn en þriðji hópurinn vill
emhvers konar alþýðudómstól. Um
þetta snýst deilan en alls ekki um
það hvað eigi að rannsaka.
Stjómarandstæðingar segja það
jaðra við spillingu að neita um
þessa rannsókn. Stjómarsinnar
segja að það sé spilling þegar ein-
staklingur sé rannsakaður. Enginn
hefur spurt Hrafti sjálfan þótt hann
hafi sjálfur beðið um rannsókn á
sjálfum sér en ekki fengið. Hrafn
bað Ríkisendurskoðun um að rann-
saka sig en Ríkisendurskoðun neit-
aði rannsókninni nema einhver
annar en Hrafti bæði um hana.
Þannig að þetta er vandi þvi það
er ekki sama hver biður um rann-
sóknina og ekki sama hver rann-
sakar þótt það skiptí ekki sköpum
hvort menn viti hvað rannsaka
beri.
Allt um það, örlög þjóðarinnar
virðast vera undir þvi komin að
þessi ránnsókn fari fram. Skítt veri
með þorskinn.
Dagfari