Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993
Fréttir
Landbúnaðarmálin valda ósætti í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar:
Deilt um innf lutning
og völd ráðherranna
brestir í stj ómarsamstarfinu vegna átaka um grundvallarmál
Egill Jónsson hefur leikið stórt hlutverk í þeim darraðardansi sem einkennt
hefur umræðu um landbúnaðarmál undanfarna daga.
Harkalegar deilur um landbúnað-
armál undanfama daga hafa leitt í
ljós slíka bresti í ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar að rætt hefur verið um
stjómarslit. Á yflrborðinu er deilt
um breytingatillögur landbúnaðar-
nefndar Alþingis á stjómarfrum-
varpi sem aðlaga á gildandi búvöm-
lög að EES-samninginum. Að baki
hggur grundvallarágreiningur um
stjómarstefnu í landbúnaðarmálum
og valdsvið ráðherra.
í tengslum við EES hefur ísland
skuldbundið sig til að heimila inn-
flutning á nokkmm tegundum land-
búnaðarvara, svo sem afskornum
blómum og unnum mjólkurafurðum.
Samkvæmt EES-samkomulaginu er
íslenskum stjómvöldum heimilt að
leggja jöfnunargjöld á þessar vörur
til að vega upp á móti stuðningsað-
gerðum erlendis.
Innan ríkisstjómarinnar hefur
verið samkomulag um þetta mál.
Stjómarfrumvarp var því lagt fram
á Alþingi til að aðlaga gildandi bú-
vörulög breyttum aðstæðum í milli-
ríkjaviðskiptum. Vegna EES-samn-
ingsins var talið brýnt að hraða
málsmeðferðinni en væntanlegt
GATT-samkomulag kallar ekki síöur
á breytt búvörulög.
Stutt kann að vera í að samkomu-
lag náist í GATT-viðræðunum og í
kjölfarið má reikna með að opnað
verði fyrir fijálsan innflutning á bú-
vörum. Talsmenn innflutnings-
vemdar, þar á meðal Halldór Blöndal
landbúnaðarráðherra, hafa viljað
hafa allan vara á í þessu sambandi.
Deilur undanfarinna daga hafa ekki
síst endurspeglað þennan ágreining.
Bakþankar og deilur
í meðfórum þingsins lagði land-
búnaðamefnd til þá breytingu á
stjómarfrumvarpinu að landbúnað-
arráðherra fengi vald til að hafna
verðjöfnunargjaldi sem íjármálaráð-
herra setti á innfluttar búvörur og
þannig komið í veg fyrir hugsanlegan
innflutning. Ennfremur lagði nefnd-
in til að valdsvið landbúnaðarráð-
herra yrði víkkað á þann hátt að það
næði einnig til svokallaös búvörulík-
is, iðnaðarvara sem unnar eru úr
landbúnaðarhráefnum.
Þegar Egill Jónsson, formaður
landbúnaðarnefndar, kynnti þinginu
breytingatillögurnar varð uppi fótur
og fit innan ríkisstjórnarinnar. Hall-
dór Blöndal fagnaöi tillögunum en
Friðrik Sophusson, Jón Sigurðsson
og Jón Baldvin Hannibalsson and-
mæltu þeim. Telja þeir að með breyt-
ingunum sé verið að auka valdsvið
Halldórs á kostnað annarra. Þá þykir
krötum vart hægt að treysta Halldóri
til að framfylgja þeirri stefnu stjórn-
arinnar að auka frjálsræði í viðskipt-
um með búvömr.
Egill Jónsson og Halldór Blöndal
lögðu á það mikla áherslu að breyt-
ingin á búvörulögunum næði fram
að ganga áöur en þingi yrði frestað.
Sögðust þeir ekki una því að málið
yrði svæft í ljósi þess að þingmeiri-
hluti væri fyrir því. Jón Baldvin
beitti sér hins vegar af fullri hörku
í málinu og eftir að orðrómur um
stjórnarslit komst á kreik var ljóst
að Davíð Oddsson forsætisráðherra
varð að skerast í leikinn. Á síðustu
stundu sleit hann þingfundi og sendi
þingmenn i sumarleyfi.
Lagatækniieg snyrti-
mennska?
Að sögn Jóns Baldvins er engin
ástæða til að breyta búvörulögunum
í haust vegna EES þótt það sé laga-
tæknileg snyrtimennska. í raun sé
það þannig að lög á borð við EES, sem
studd séu þjóöréttarskuldbinding-
um, teljist ríkjandi þegar eldri inn-
lend lög stangast á við þau. Á þennan
hátt telur Jón Baldvin að komast
megi hjá frekari deilum.
Fram hefur hins vegar komið aö
Fréttaljós
Kristján Ari Arason
Davíð Oddsson er á öndverðum
meiði. Halldór Blöndal tekur dýpra
í árinni og fullyrðir að EES geti ekki
tekið gildi fyrr en búrvörulögunum
hefur verið breytt. Líklegt er því að
ríkisstjómin komist ekki hjá því að
taka á málinu og freista þess að
útkljá það. Takist það ekki mun deil-
an blossa upp á ný í haust. í því sam-
bandi er rétt að minna á þau orð
Halldórs Blöndals að styðji ráðherra
ekki stjórnarfmmvarp jafngildi það
úrsögn úr rikisstjóm.
Sérstaka athygli vekur að í land-
búnaðamefnd studdi Össur Skarp-
héöinsson, þingflokksformaður Al-
þýðuflokks, umræddar breytingatil-
lögur. Líkur hafa verið að því leiddar
að hann hafi ekki vitað hvað hann
var að gera þegar hann samþykkti
tillögurnar en til þessa hefur hann
verið ófáanlegur til að tjá sig um
málið. Egill Jónsson vísar hins vegar
öllu slíku á bug.
Að sögn Egils ber helst að skilja
andstöðu ráðherranna þannig aö í
raun hafi þeir ætlað að nýta sér EES
til að hefja meiri innflutning á búvör-
um heldur en ísland hefur skuld-
bundið sig til. Að auki megi skýra
andstöðu krata á þann hátt að þeir
telji landbúnaðarstefnu sína heppi-
lega til að sérkenna sig í stjórnar-
samstarfmu. Markmið landbúnaðar-
nefndar hafi einungis verið að laga
búvörulögin að EES en ekki að
breyta sjálfri landbúnaðarstefnunni.
Ráðherrar í berjamó eða
stjórnarslit
Egill Jónsson á ekki von á að deil-
urnar um búvörulögin leiöi til stjórn-
arslita þótt sorfið hafi til stáls á síð-
asta degi þingsins. Hann segist hins
vegar staðráðinn í að fara sjálfur
fram með máhö á Alþingi í haust.
Ljóst sé að ríkisstjórnin ráði ekki við
það.
„Ráðherramir þrír geta bara verið
í berjamó meðan við afgreiðum þetta.
Ég á ekki von á að ríkisstjómin fari
frá vegna þessa. Pólitísk staða þess-
ara þröngsýnu ráðherra er veik. Og
hvert ættu kratar að fara ef þeir rjúfa
þessa ríkisstjóm? Þeir komast ekki
aftur í stjóm fyrr en á næstu öld.
Þeir ættu að vera því fegnir að sitja
tvö ár til viöbótar," segir Egill.
Innan Alþýöuflokks heyrast þær
raddir að ekki verði unað við frekari
niöurlægingu í stjómarsamstaríinu.
Þannig hafi kratar verið barðir niður
í hveiju málinu á fætur öðru, ekki
síst í sjávarútvegsmálum. Sú skoðun
á sér marga fylgjendur innan flokks-
ins að ekki sé lengur verjandi að láta
almenning standa undir allt að 14
milljarða stuðningi á ári við land-
búnaðinn í þeim efnahagslegu þreng-
ingum sem þjóðin á nú við aö etja.
Innan Sjálfstæðisflokks hefur
óánægjan með ríkisstjórnarsam-
starfið einnig farið vaxandi. Deilt
hefur verið á framgöngu Davíðs í
ýmsum málum, einkum á sviði efna-
hags- og atvinnumála. Styrt samband
Davíðs og Þorsteins Pálssonar, fyrr-
verandi formanns, hefur orðið til að
auka á óánægjuna.
Ýmsir viðmælenda DV telja land-
búnaðardeiluna geta orðið stjómar-
slitamál. Af hálfu krata er bent á að
landbúnaöarmálin séu grundvallar-
mál í stjómarsamstarfmu. Meöal
sjálfstæðismanna heyrast hins vegar
þær raddir að málið sé ákjósanlegt
til að breiða yfir enn djúpstæðari
ágreining innan Sjálfstæðisflokks
sem snúist meðal annars um forystu
Davíös Oddssonar.
ídagmælirDagfari
Egill sterki
í Islandssögunni hefur einn Egill
verið öðmm frægari. Það er Egill
sterki Skallagrímsson sem hefur
lifað sem goðsögn fyrir afl sitt og
áræði þar sem hann barðist einn
gegn öllum og haföi sigur. Egill
Skallagrímsson var ódæll og hams-
laus ef því var að skipta og öðrum
landsmönnum stóð ógn af þessum
berserk sem von var.
Nú síðustu dagana hefur komið
til skjalanna nýr Egill sem er ekki
síðri nafna sínum frá landnámsöld.
Það er Egill frá Seljavöllum, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og
formaður landbúnaðarnefndar á
Alþingi. Egill á Seljavöllum fór
mikinn á þingi síðustu klukku-
stundimar svo lá við stjórnarsht-
um. Raunar segir Egih að hann
hafi lagt ríkisstjómina að velli og
Morgunblaöið hefur eftir honum
að ríkissijómin sé úr leik eftir aö
EgiU hafi haft hana undir.
Ríkisstjómin lagði fram í sak-
leysi sínu frumvarp th breytinga á
búvörulögum sem hafði þann til-
gang að laga búvörulögin að ný-
gerðum samningum um Evrópska
efnahagssvæðið. Landbúnaöar-
nefnd Alþingis tók fmmvarpið til
meðferðar og EgiU breytti því upp
á eigin spýtur og sameinaöi þar
með framsóknarmenn allra flokka
í þeirri kröfu sinni að landbúnaðar-
ráðherra hefði síðasta orðið þegar
kemur að framkvæmd á EES-
samningnum. Framsóknarmenn
allra flokka hafa löngum haft illan
bifur á Evrópska efnahagssvæð-
inu, vegna þess að Evrópubanda-
lagið er á móti landbúnaði.
Egih er að vísu í Sjálfstæðis-
flokknum en hann er svo heppinn
að hann hefur flokksbróður sinn,
Halldór Blöndal, í embætti land-
búnaðarráðherra sem einnig er
góður og gegn framsóknarmaöur,
og auk þess eiga þeir félagar marga
stuðningsmenn í sínum eigin þing-
flokki og segja má að það sé alveg
sama hversu marga þingmenn
stjómmálaflokkarnir fá kjöma á
þing, framsóknarmenn em þar
alltaf í meirihluta.
Svo er einnig nú og í skjóh þessa
meirihluta hefur Egill stungiö
þremur ráðhermm í rassvasann
og tekið forystuna í þinginu, þegar
ríkisstjórnin leyfði sér þá ósvinnu
að abbast upp á guös heilagan land-
búnaðinn. Það er sosum í lagi að
ríkisstjómir séu myndaðar í land-
inu og það er í lagi þótt ríkisstjóm-
ir geri samninga við önnur ríki og
bandalög svo fremi sem þær láta
landbúnaðinn í friði. En ef þær
ætla að kássast upp á hagsmuni
landbúnaðarins er Agh að mæta
og þá er eins gott fyrir ráöherrana
að vara sig.
Enda kom í ljós að þeir höfðu
ekkert í Egh að gera. Halldór land-
búnaðarráðherra gætti þess að
hafa enga aðra skoðun en þá sem
Eghl hafði og Davíð forsætisráö-
herra hafði auðvitað ekkert í Egh
að gera og Friðrik Sophusson, Jón
Sigurðsson og Jón Baldvin Hannib-
alsson máttu sín einskis gegn Agh
sem hafði að baki sér tvíefldan her
framsóknarmanna allra flokka.
Forsætisráðherra sá sér þann kost
vænstan að shta þingi upp úr þurm
og forseta Alþingis aö óvörum, th
að afstýra frekari vandræðum og
stjómarslitum vegna Eghs og land-
búnaðarins.
Þetta breytir engu, segir Eghl og
ætlar að flytja sitt eigið frumvarp
á næsta þingi, th að koma vitinu
fyrir ríkisstjómina sem hann segir
að sé úr leik. Sem þýðir væntanlega
að hann sjálfur ætiar aö taka for-
ystuna, sem eðlhegt er, miðað við
þau völd og það fylgi sem hann
hefur á Alþingi íslendinga. Flokk-
urinn, ríkisstjómin og sá hluti
þjóðarinnar sem ekki hefur skhn-
ing á þörfum landbúnaðarins og
skoðunum Eghs getur étið það sem
úti frýs. Eghl sterki fer með völdin
í þessu landi og það er rétt að láta
það koma fram í eitt skipti fyrir öh
svo þessi uppákoma endurtaki sig
ekki, landbúnaðarmönnum th ama
og leiðinda.
Af þessu sést að Eghl sterki Skal-
lagrímsson er endurborinn í nafna
sínum frá SeljavöUum. Þaö þýðir
ekkert fyrir Jón Baldvin og
kratana að æmta eða skræmta. Og
það er eins gott fyrir Halldór land-
búnaðarráðherra að makka rétt
því hann er ekki sjálfs sín herra.
Hann er hagsmunagæsluvörður
landbúnaöarins í landbúnaðar-
ráðuneytinu, sem er vígi framsókn-
armanna aUra flokka, sem skhja
það að bóndi er bústólpi og framtið
þjóðarinnar veltur á því að land-
búnaðurinn fái að framleiða sína
vöm án þess að neytendum eða
öðmm kjósendum komi það við
hvað landbúnaðinum er fyrir
bestu.
Dagfari