Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1993, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993
41
DV
Sigrún Huld Hrafnsdóttir
Sigrún Huld Hrafnsdóttir sund-
kona, til heimilis að Hálsaseli 12,
Reykjavík, var útnefnd íþróttamað-
ur Reykjavíkur 1992 í hófi sem hald-
ið var í Höfða á mánudaginn var.
Starfsferill
Sigrún fæddist í Reykjavík 12.1.
1970 en ólst upp á Bifröst í Borgar-
firði til þriggja ára aldurs. Þá flutti
hún með foreldrum sínum til
Reykjavíkur þar sem hún hefur
búið síðan.
Sigrún Huld er þroskaheft með
sterk einhverf einkenni. Eftir að
hún kom til Reykjavíkur var hún
um skeið á barnageðdeildinni á Dal-
braut. Hún fór sex ára í Öskjuhlíð-
arskóla og stundaði þar nám til nítj-
án ára aldurs. Undanfarin ár hefur
hún svo starfað hjá sælgætisgerð-
inniNóa/Síríusi.
Sigrún hóf að æfa sund og fijálsar
íþróttir hjá íþróttafélagi þrQska-
heftra, Ösp, 1982 en fyrir tveimur
og hálfu ári sneri hún sér alfariö að
sundinu.
Sigrún hefur tekið þátt í nokkrum
Norðurlandamótum fatlaðra og
ætíð unnið þar gullverðlaun í sundi.
Hún tók þátt í heimsleikum fatlaðra
í Hömesand 1989 og vann þar til
fimm gullverðlauna. Á ólympíuleik-
uni fatlaðra á síðasta ári vann hún
til níu gullverðlauna, fimm í ein-
staklingsgreinum og fjögurra í boð-
sundi, ogtveggja silfurværðlauna.
Alls hefur hún unnið til hátt á þriðja
hundrað verðlauna.
Sigrún var útnefnd íþróttamaöur
fatlaðra 1989 og 1992 og var kjörin
íþróttamaður ársins meðal þroska-
heftra yfir allan heiminn 1991, var
kjörinn maður ársins hjá Stöð 2 og
Bylgjunni 1992 og hefur nú verið
útnefnd íþróttamaður Reykjavíkur.
Fjölskylda
Systkini Sigrúnar eru Magnús
Freyr Hrafnsson, f. 17.6.1968, nemi
í viðskiptafræði við HI; Tinna
Hrafnsdóttir, f. 21.9.1973, sem nú er
að ljúka stúdentsprófum en unnusti
hennar er Úlfar Þór Daníelsson
nemi og eiga þau einn son, Hrafn
Úlfar.
Foreldrar Sigrúnar Huldar eru
Hrafn Magnússon, f. 14.8.1943,
framkvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða, og kona hans,
Kristín Erlingsdóttir, f. 19.5.1942,
þjónustustjóri hjá Landsbanka ís-
lands á Suðurlandsbraut.
Ætt
Hrafn er sonur Magnúsar, kirkju-
smiðs í Reykjavík, Brynjólfssonar,
b. á Bár í Flóa, Magnússonar. Móöir
Magnúsar var Margrét Þorvarðar-
dóttir.
Móðir Hrafns er Guðný, systir
Stefaniu, ljósmóður á Geithóli, móð-
ur Erlends Jónssonar bókmennta-
fræðings. Guðný er dóttir Guð-
mundar, b. í Brandagili, Stefánsson-
ar, b. í Brandagili, Guðmundssonar.
Móðir Guðmundar var Katrín
Magnúsdóttir. Móðir Guðnýjar var
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, b. í Foss-
seli, Arnasonar. Móðir Ingibjargar
var Lilja, systir Jóhönnu,
langömmu Óttars Yngvasonar for-
stjóra. Lilja var dóttir Jóns Guð-
mundssonar, b. á Sveðjustöðum, og
Ingibjargar Halldórsdóttur, systur
Helgu, langömmu Björgvins
Schram, fyrrv. fonnanns KSÍ, föður
Ellerts.forsetaíSÍ.
Kristín er dóttir Erhngs, oddvita
í Ásbyrgi, Jóhannssonar, b. í Áma-
nesi, Jóhannssonar, b. á Hofi í Flat-
eyjardal, Bjarnasonar. Móðir Jó-
hanns í Ámanesi var Kristín Jóns-
dóttir, b. í Amarstapa, Vigfússonar.
Móðir Erlings var Sigurveig Áma-
dóttir, b. í Ámanesi, Björnssonar,
b. í Dal, Guðmundssonar. Móðir
Áma var Arnþrúður Sigurðardótt-
ir. Móðir Sigurveigar var Rannveig
Gunnarsdóttir, b. í Skógum í Öxar-
Fólk í fréttum
Sigrún Huid Hrafnsdóttir.
firði, Sigurðssonar.
Móðir Kristínar er Sigrún Bald-
vinsdóttir, b. á Ófeigsstöðum, Bald-
vinssonar, b. í Naustavík, Sigurðs-
sonar, bróður Kristjönu, móður
Benedikts Sveinssonar alþingisfor-
seta, föður Bjarna forsætisráðherra
og Sveins forstjóra, og afa Bjöms
alþingismanns, Ingimundar arki-
tekts og Einars, forstjóra Sjóvá.
Móðir Sigrúnar var Kristín Jónas-
dóttir, b. á Sílalæk, Guömundsson-
ar, bróður Sigurbjargar, móður
Guðmundar Friðjónssonar, skálds á
Sandi.
Afmæli
Sigurdur Hjaltason
Sigurður Hjaltason, Svalbarði 5,
Höfn í Hornafirði, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Sigurður er fæddur í Hoffelli í
Nesjahreppi, Austur-Skaftafells-
sýslu, en flutti ársgamall með for-
eldmm sínum að Hólum í sömu
sveit.
Þar ólst Sigurður upp við öll al-
menn sveitastörf og ýmsa vinnu
utan heimilis. Hann varð búfræð-
ingur frá Hvanneyri árið 1944 og
byggði síðar nýbýlið Ártún í landi
Hóla þar sem hann stundaði búskap
áárunum 1952-60.
Sigurður hætti búskap vegna af-
leiðinga slyss sem haim varð fyrir
árið 1957.
Á árunum 1959-64 var Sigurður
skrifstofumaður hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga á Höfn. Hann
gegndi stöðu sveitarstjóra Hafnar-
hrepps 1964-82, var framkvæmda-
stjóri Sambands sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi 1982-91 en lét
þá af störfum að eigin ósk.
í dag situr Sigurður í stjórn Spari-
sjóðs Hornafjarðar og er formaður
Félags aldraðra á Höfn.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 8.6.1950 Aðal-
heiði Geirsdóttur, f. 11.3.1923. Hún
er dóttir Geirs Sigurðssonar, f. 21.7.
1898, d. 10.2.1974, b. á Reyöará í
Lóni, og k.h., Margrétar Þorsteins-
dóttur, f. 18.9.1896, d. 13.4.1987,
húsmóöurþar.
Börn Sigurðar og Aðalheiöar eru:
Margrét, f. 18.8.1951, iðjuþjálfi á
Reykjalundi, gift Siguijóni Arasyni,
f. 2.5.1950, efnaverkfræöingi, að-
stoðarforstjóra hjá R.F. og lektor í
matvælaverkfræði við HI, og eiga
þau börnin Aðalheiði Unu, f. 2.8.
1970, og Sigurð Ara, f. 13.4.1981;
Anna, f. 30.8.1961, stjórnsýslufræð-
ingur og sparisjóösstjóri á Höfn;
Halldóra Sigríður, f. 11.8.1963, ís-
lenskufræðingur, í sambúð með Jó-
hannesi Kristjánssyni skemmti-
krafti og eiga þau bömin ívar Húna,
f. 14.10.1989, og Vöku, f. 20.9.1992;
Sigurborg, f. 22.11.1964 d. 6.5.1965;
og Þómý, f. 26.10.1968 d. 6.10.1969.
Systkini Sigurðar em: Jón, hæsta-
réttarlögmaður í Vestmannaeyjum;
Sigurborg, bankamaður í Reykja-
vík; Halldóra, húsmóðir á Seljavöll-
um; og Þorleifur, b. í Hólum. Fóstur-
bróðir Sigurðar er Hjálmar Krist-
insson, vélvirki í Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar voru Hjalti
Jónsson, f. 6.8.1884, d. 21.7.1971, b.
og hreppstjóri í Hólum í Homafirði,
og Anna Þorleifsdóttir, f. 13.11.1893,
d. 7.6.1971, húsmóðir.
Ætt
Hjalti var sonur Jóns Guðmunds-
sonar, b. í Hoffelli, og Halldóru
Sigurður Hjaltason.
Björnsdóttur frá Flugustöðum í
Álftafirði.
Anna var dóttir Þorleifs Jónsson-
ar, b. og alþm. í Hólum, og Sigur-
borgar Sigurðardóttur frá Árnanesi
í Nesjum.
Sigurður tekur á móti gestum í
Sjálfstæðishúsinu á Höfn í Horna-
firði kl. 17 á afmæhsdaginn.
Svavar Marel Marteinsson
Svavar Marel Marteinsson vömbif-
reiðastjóri, Breiðumörk 15, Hvera-
gerði, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Svavar fæddist að Þurá í Ölfusi
og ólst þar upp við almenn sveita-
störf.
Rúmlega tvítugur fluttist Svavar
til Hveragerðis, árið 1945, þar sem
hann gerðist skömmu síðar vömbif-
reiðastjóri. Við það starfaði hann
lengstaf.
Fjölskylda
Svavar kvæntist 28.11.1953 Krist-
jönu Sigríði Ámadóttur, f. 14.4.1937
í Innri-Fagradal í Dalasýslu, hús-
móður. Hún er dóttir Árna Jónsson-
ar og Ragnheiðar Ágústínu Sigurð-
ardóttur sem bjuggu í Bjarneyjum
á Breiðafirði en síðar í Reykjavík.
Þauerubæðilátin.
Böm Svavars og Kristjönu eru:
Aðalheiður Ingibjörg, f. 9.5.1953,
búsett í Þorlákshöfn, gift Einari Sig-
urðssyni og eiga þau dæturnar
Kristjönu Svövu, f. 8.6.1978, og
Önnu Sigríöi, f. 5.11.1980; Anna
María, f. 20.2.1955, búsett í Hvera-
geröi, gift Wolfgang Karli Roling.
Fyrir átti Anna María dótturina
Lindu, f. 12.4.1973, frá fyrra hjóna-
bandi með Óla Jóni Hermannssyni;
Hannes Amar, f. 15.8.1957, búsettur
í Þorlákshöfn, kvæntur Guðbjörgu
Þóm Davíðsdóttur og eiga þau dæt-
umar Daðeyju Ingibjörgu, f. 7.11.
1975, og Ragnheiði Maríu, f. 30.6.
1979; Ámi, f. 4.11.1961, búsettur í
Hveragerði, kvæntur Svandísi Birk-
isdóttur og eiga þau bömin Krist-
jönu Sigríði, f. 5.9.1983, Margréti
Svanborgu, f. 12.12.1986, ogBirki
Svavar, f. 12.1.1989; Guðrún Hrönn,
Svavar Marel Marteinsson.
f. 21.7.1964, býr í foreldrahúsum; og
Svava Sigríöur, f. 30.5.1981, býr í
foreldrahúsum.
Systkini Svavars eru: Siguijóna,
f. 21.5.1915; Guðmundur, f. 22.4.
1917, dó í frumbernsku; Helga, f.
11.9.1918, nú látin; Gunnlaugur Eyj-
ólfur, f. 6.6.1920, nú látinn; Ásta, f.
16.2.1925, nú látin; Skúh, f. 15.9.1926;
og Valgerður, f. 14.2.1929.
Foreldrar Svavars vom Marteinn
Eyjólfsson, f. 16.4.1889'að Bakka í
Ölfusi, d. 30.1.1969, bóndi og Svan-
borg Anna Jónsdóttir, f. 1.4.1889 að
Grímslæk í Ölfusi, d. 19.7.1981, hús-
móðir. Þau bjuggu að Þurá til ársins
1945 en fluttust þá í Hveragerði.
Ætt
Marteinn var sonur Eyjólfs Gísla-
sonar sem fæddur var aö Læk í Ölf-
usi og k.h., Guðlaugar Hannesdótt-
ur sem fædd var að Bakka í Ölfusi.
Svanborg var dóttir Jóns Símon-
arsonar.sem fæddur var í Hrauns-
hjáleigu í Ölfusi og k.h., Sigríðar
Guðmundsdóttur sem fædd var að
Ytri-Grímslæk í Ölfusi.
75 ára
Jón Guðmundur Ólafsson,
Dunkárbakka, Suöurdalahreppi.
Jón Guðfinnsson,
Smáratúni 2, Selfossi.
Kristjana Samúelsdóttir,
Torfúnesi, Hlif 2, ísafirði.
Guðbjörg Gísladóttir,
Laugavegi 71, Reykjavík.
Rannveig Þórðardóttir,
Seljalandsvegi 36, ísafirðL
Þórhalla Þórhallsdóttir,
Þinghólsbraut 1, Kópavogi.
Sigríður Steinsdóttir,
Gunnólfsgötu 16, Ólafsfirði.
Rósa Jónsdóttir,
Grenivöhum 30, Akureyri.
50ára
Ingibjörg Jónsdóttir,
Hagaseh 32, Reykjavík.
Margrét Ásólfsdóttir,
Nökkvavogi 22, Reykjavík.
Sigurður EUi Guðnason,
Víghólastíg22, Kópavogi.
11. maí. Eiginmaður hennar er
Hjörtur Ágúst Magnússon trésmið-
ur.
40 ára
Ingólfur Jó-
hannsson,
starfsm. Ölgerð-
arinnar
Egils Skalla-
grímssonar,
Grensásvegi58,
Reykjavík.
Eiginkonalng-
ólfserÁlfheiður
Unnarsdóttir. Þau taka á móti gest-
um í Vflánni, sal Knattspymufél.
Víkings, Traðalandi 1, Reykjavík, á
milh kl. 16 og 19 laugardaginn 15.
maí.
Davíð Eyrbekk,
starísm. flug-
þjónustudeildar
slökkvihðsKefla- ■
'--iyf 'r'% víkurfiugv.,
v Fagragarði 10, t
^ m Keflavík.
Davíðverður fimmtugurá
Lovisa Óskarsdóttir,
Goðatúni 10, Garðabæ.
Jón Kristmannsson,
dag. Eiginkona hans er Sigurlaug
Gunnarsdóttir bankastarfsmaöur.
Þau taka á móti gestum á heimib
sínu eftir kL 18 á afmæhsdaginn.
Sigurlín Jóna
MargrétSigurð-
ardóttir,
fyrrv. umsjónar-
maðurFiskifé-
lags íslands.
Rjúpufehi 14,
Reykjavík.
Sigurlinvarð
fimmtugígær, ;
Málfriður Skjaidberg,
Hávahagötu 22, Reykjavík.
Bjami Jónsson,
Lyngholti 12, Akureyri.
Ágúst Pétursson,
Óðinsgötu 8b, Reykjavík.
Ingibjörg Hallgrímsdóttir,
Firði 7, Seyöisfiröi.
PáU Ágúst EUertsson,
KeUusíðu 8f, AkureyrL
Eggert Sveinn Jónsson,
Safamýri 38, Reykjavík.
Bjárni Guðberg-
urSigurðsson
verktaki,
Grundarhúsum
10, Reykjavik.
Sambýliskona
BjamaerHulda
Jensdóttirliús-
móðir.
Aðalsteinn G.Þ. Gíslason,
Bölum 19, Patreksfirði.
Hólm&íður H. Valgarðsdóttir,
Aðalgötu3a, Blönduósi.