Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Útlönd útbrefdd íDanmörku Fjöldi þeirra Dana sem veikjast af salmonellu eykst stöðugt. 1 apríl og maí veiktust alls 124 af sjúkdómnura i Kaupmannahöfn en aðeins 24 á sama tíma í fyrra. Peter Skinhöj, prófessor í far- aldsfræði, segir ástandið bráðum þannigað hann langi til að hvetja fólk til að sniðganga danskar landbúnaðarvörur. Það nálgist hins vegar landráð að hvetja danska neylendur til að borða sænska kjúklinga. Nýjar sjálfvirkar slátrunarað- ferðir eiga þátt í útbreiðslu salm- oneliubaktenimnar, að sögn Skinhöjs. Þegar þröngt er um dýrin eykst einnig hættan á smiti. Tveir bændur 1 Kína voru tekn- ir af lífi um helgina fyrir að versla meö skinn af pöndum en dýrateg- undin er í útrýmingarhaettu. Bændurnir, þeir Deng Tianshun og Zhu Xiuying, höfðu verslað með skinn a.m.k. í tvígang áður en þeir náðust. Félagarnir höfðu dágóöan hagnað af viöskiptunum en í eitt skíptiö keyptu þeir skinn fyrir 615 dollara sem þeir síðan seldu aftur á 9650 dollara. Nokkrir aðrir menn komu viö sögu í viðskiptum félaganna og voru þeir allir dæmdir til ævi- langrar tugthúsvistar. Um 30 þúsund lögreglumenn munu gæta japanska prinsins og unnustu hans þegar þau verða gefin saman í hjónaband í Tokyo í Japan í næstu viku. Wgreglu- mönnunura er jafnframt ætlaö að sjá til þess að allt fari vel fram en búist er við aö 200 þúsund manns muni fylgjast meö ungu hjónunum þegar þau aka í opnum glæsivagni til síns heima eftir athöfhina. Fréttir herma aö 16 milljónum dollara verði variö i öryggisgæslu á þessum merkisdegi í Japan en vinstri sinnaðir öfgamenn þar í landi haia hótað hermdarverkuro umræddan dag. Bófiframdi vinnuiímans Susumu Isono, tæplega 45 ára gamall glæpamaöur í Osaka í Japart, framdi sjáifsmorð á laug- ardagskvöldið vegna þess að hon- um mislíkaði vinnutíminn. Isono, sem stökk fram af háhýsi í borg- inni, hafði oft rætt um það viö nágranna sína að honum likaði afskaplega illa viö það að þurfa að vinna á nætumar. Félagar bófans í Hatani-glæpa- genginu söguðust vera afskap- lega hissa á þessum kvörtunum Isono enda hefði hann aðallega þurft að sjá um símavörsluna í „fyrirtækinu.“ Bjarndýr drapkona Talið er aö bjamdýr hafi drepiö 65 ára gamla konu sem fannst látin i Akita í Japan. Sjá mátti íör eftir klær á líki konunnar en bjamdýr í fæðuleit eru algeng í Akita á þessum árstíma. Bjam- dýrið var ófundið þegar síðast fréttist. Keuter, Ritzau Solingen: Ekkert lát á óeirðum Ákæravaldið í Þýskalandi bar í gær til baka upplýsingar um íjóra snoðkolla sem lögreglan haíði lýst eftir fyrr um daginn í sambandi við húsbmnann í Solingen. „Við höfum sannanir fyrir því að lýsingin á fjór- menningunum er röng,“ sagði í yfir- lýsingu frá ákæruvaldinu. Upplýs- ingamar um komið frá 16 ára unglingi sem er í gæsluvarðhaldi gmnaður um aðild að íkveikjunni. Óeirðir bratust út þriðja kvöldið í röð í Solingen í gærkvöldi er Tyrkir mótmæltu morðunum á fimm Tyrkj- um sem brunnu inni er eldsprengju var varpað inn á heimili þeirra á laugardaginn. Mótmælendur bmtu rúður og lentu í átökum við lögreglu sem kvaðst hafa handtekið nokkra. Tyrk- ir frá öðrum borgum hafa komið til Solingen tii að taka þátt í mótmælun- um. Talsvert varð um meiðsl á fólki en þaö alvarlegasta varð er drukkinn ökumaður ók á gangandi vegfaranda í miðborg Solingen. í fyrstu var greint frá því að vegfarandinn hefði verið 16 ára tyrknesk stúlka en lög- reglan tilkynnti síðar að slasaða stúlkan hefði verið þýsk og að hún hefði ekki þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Reuter Undanfarin kvöld og nætur hafa Tyrkir komið saman við húsið í Solingen þar sem tvær tyrkneskar konur og þrjár telpur biðu bana á laugardaginn. Borðar og fánar hafa verið settir á húsið og á plakati stendur: „Hjálp. Skilj- ið okkur ekki eftir eina með þessum Þjóðverjum!" Simamynd Reuter Milljónatjón 1 Ósló: Enskar fótboltabullur ganga berserksgang MOIjónatjón varð í Ósló í gær- kvöldi er enskar fótboltabullur gengu berserksgang. Englendingar og Norðmenn leika í heimsbikarnum í fótbolta í kvöld og hafa aðdáendur enska liðsins fjölmennt til Óslóar. Átökin bratust út þegar tveir lög- reglumenn gengu inn á krána Paleet Pub þar sem enskar fótboltabuliur halda til. Lögreglan ætlaði að hand- taka Englending sem hafði verið úti á götu með bjórglas. Félagar hans gengu berserksgang er þeir reyndu að koma í veg fyrir handtökuna. Fleygöu þeir stólum, borðum, flösk- um og glösum út á götu og 100 kílóa þungum húsgögnum var fleygt af annarri hæð niður í anddyri krár- innar. Ljósabúnaður var rúinn nið- ur. Fjórir lögreglumenn særðust í átökunum og Englendingur var bit- inn af lögregluhundi. AIls voru 75 Englendingar handteknir. Kráreigandinn og dyrarverðir full- yröa að koma hefði mátt í veg fyrir slagsmálin ef lögreglan hefði ekki ætt inn á krána. Þegar á föstudag fyrir hvítasunnu voru enskar fót- boltabullur búnar að koma sér fyrir á kránni. Að sögn kráreigandans hegðuðu þær sér vel. Lögregla var kölluö á vettvang til annarrar krár í nótt þegar enskir gestir þar neituðu að yfirgefa staðinn þegar komið var að lokun. Á mánu- dagskvöld lentu enskar fótboltabull- ur í slagsmálum við dyraverði á krá. NTB 40 ára krýningaraf mæli Elísabetar Bretadrottningar Að sögn talsmanns Buckingham- hallar mun Elísabet II. Bretlands- drottning halda upp á 40 ára krýning- arafmæli sitt í dag með því að fara á kappreiðar. Breskir fjölmiðlar tóku forskot á sæluna og em þegar búnir að halda upp á afmælið í marga daga með heimildarmyndum í sjónvarpi og blaðagreinum þar sem farið er yfir ferii drottningarinnar. En drottning- in sjálf verður, eins og áður sagði, á Epsom skeiövellinum til aö horfa á hest sinn, Enharmonic, keppa í ein- um af kappreiðunum. Áður en drottningin fer á kappreið- amar mun henni verða færður stór blómvöndur í Buckinghamhöll. Á hádegi mun síðan riddaraliðiö skjóta Elísabet Bretadrottning er hún var krýnd fyrir 40 árum. Símamynd Reuter 41 skoti í Hyde Park. Síðar veröur skotið 62 skotum hjá Tower of Lon- don til heiðurs drottningunni. Þegar Elísabet var krýnd í West- minster Abbey óskaði hún eftir því aö krýningin yrði sýnd í beinni út- sendingu og þótti það boða nýja og breytta tíma. Elísabet hefur annars ekki átt sjö dagana sæla síðustu mánuði vegna hjónabandserfiðleika bama sinna. Bretar gera sér nú vonir um að úr rætist að einhverju leyti þar sem hertogaynjan af Jórvík, Sarah Ferguson, er nú komin til Skotlands ásamt dætrum sínum til að eyða fríi með eiginmanni sínum, Ándrési prins. Reuter Borðaði lifandi snáka Kínverskur bóndi hefur stund- að þá iðju um nokkurt skeið aö borða iifandi snáka. Er fjöldiim nú kominn upp í um 10.000. Li Hongzhongfrá þorpinu Cuiz- henbao byijaöi að borða snáka fyrir 21 ári og að eigin sögn líður honum hræðilega ef hann borðar ekki a.m.k. einn snák á dag og stundum gæðir hann sér á 20 snákum á einum degi. Þegar blaðamenn frá dagblað- inu Napjing fóm heim til Li til aö taka viötal við hann sáu þeir hann sporörenna 60 sentímetra löngum snáki.;Tók blaöið frain aö enginn hefði þoraö aö giftast honum vegna undarlegs matar- æðis. Vilduekkigull- húðaðarkistur Fjölskylda Masasko Owada, sem í næstu viku giftist Narahito, krónprins Japans, neitaði að veita viðtöku þremur gullhúðuð- um kistum sem húsgagnasmiður hafði gert. Owadaíjölskyldan hafði beðið um kistur ur viði, en húsgagnasmiðurinn: ákvað að gylla þær, Það er japönsk hefð að faöir brúðarinnar gefur dóttur sinni kistur til að geyma kímonóana í. Guilhúðuð kista kostar tæplega sex milljónir. Owadafjölskyldan ákvaö aö þiggja ekki gullhúöuðu kisturnar af ótta við að aimenn- ingi fyndist slíkt bruðl. Tókviðgerðarbíl traustataki Dave nokkur Dixon tók trausta- taki fyrr í vikunni viðgeröarbíl frá fyrirtækinu Hoo ver í hefndar- skyni, Dixon segir að Hoover- fyrirtækið hafi svindlað á sér og haft af sér utanlandsferð. Dixon er einn af 200.0ÍK) reiðum viðskiptavinum Hoover sem keyptu Hoover rafmagnstæki og áttu að fá ókeypis flugmiða í kaupbæti. Maytag, móöurfyrir- tæki Hoover, hefur rekiö þá sem áttu hugmyndina að þessari sölubrellu. Reykingafólkfái annarsflokks þjónustu Ráðherra í hresku stjórninni hefur lýst því yfir að hann styðji þá hugmynd að læknar láti reyk- ingafólk ekki að hafa forgang þegar það þarf að leita læknis- lijálpar, sérstaklega ef reykinga- fólkið sér ekki að sér. Aðstoðarheilbrigðisráöherr- ann, Cumberledge barónessa, sagöi að stjórnin hefði ekkert á móti því þó læknar neituðu að veita þeim hjálp sem hættu ekki að reykja þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir. í síðustu viku tilkynntu læknar á sjúkrahusum í Manchester og Leicester aö þeir myndu neita aö skera þá upp sem reykja mjög mikið ef að ekki lægi á uppskurð- inum. Tvöföld jarðar- förfyrir elskendur Er tvítug indversk stúlka í New York korast aö því aö unnusti hennar liaíði verið myrtur og að gamall kærasti hcnnar var morð- inginn sá hún enga aðra leið færa en að stytta sér aldur með því að stökkva ofan af svölum á 16. hæð. Stúlkan, Hema Sakhrani, ætl- aði að giftast unnusta sínum, Shaleen Wadhwani, í júlímán- uöi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.