Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993
Fréttir
„Sýslumannsmálið“ á Siglufirði:
Þagnarmúr yf irvalda en
sögusagnirnar blómstra
- sýslumaðurinn neitar að ræða málið í flölmiðlum
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii'
„Ég vil ekki ræöa þetta mál viö
fjölmiðla að svo komnu máli,“ segir
Erlingur Óskarsson, sýslumaður á
Siglufirði, sem reyndar hefur verið
leystur frá því starfi á meðan rann-
sókn á meintri aðild hans að smygh
á reiðtygjum og áfengi í hestakerru
stendur yfir. Sem kunnugt er hefur
þetta mál einnig leitt til þess að yfir-
lögregluþjónninn á Siglufirði hefur
verið leystur frá störfum um stund-
arsakir.
Þannig eru tveir æðstu embættis-
menn lögreglunnar á Siglufirði nú
utan starfa sinna en þeim gegna ann-
ars vegar sýslumaðurinn á Sauðár-
króki og utanaðkomandi lögreglu-
þjónn sem settur hefur verið í emb-
ætti yfirlögregluþjóns til þriggja
mánaða.
Sýslumaður Siglfirðinga er sakað-
ur um aðild að smygli á reiðtygjum
og áfengi sem uppvíst varð um fyrir
skömmu. Þá er vitað að rannsókn
málsins beinist einnig að sams konar
málum sem talin eru hafa átt sér stað
á tveimur síðustu árum. Auk þess
hefur Ríkisendurskoðun kannað all-
ar fjárreiður sýslumannsembættis-
ins. Yfirlögregluþjónninn, sem er yf-
irmaður tollgæslunnar, hefur verið
sakaður um vanrækslu í starfi.
Þagnarmúr
Algjör þagnarmúr hefur verið
reistur utari um þetta mál innan
„kerfisins" og er sama hvar borið er
niður, allir aöilar, s.s. innan Rann-
sóknarlögreglu ríkisins, Ríkisendur-
skoðunar og dómsmálaráðuneytis-
ins, neita aö tjá sig um máhð. Þetta
hefur auðvitaö orðið til þess að alls
kyns sögusagnir, sem DV hefur
sannreynt að sumar a.m.k. eiga ekki
við rök að styðjast, hafa komist á
kreik. Og á Siglufirði er þetta auðvit-
að aðalumræðuefni fólks hvar sem
það hittist.
„Ég vil ekki ræða þetta mál, ekki
eitt einasta orð,“ sagði Bjöm Valdi-
marsson, bæjarstjóri á Siglufirði, er
DV bar það undir hann hvort það
setti ekld sinn svip á mannlífið í
bænum. Sömu sögu var aö segja er
Kristján Möller, forseti bæjarstjóm-
ar, var spurður þess sama: „Þetta
mál ræði ég ekki opinberlega."
Aðrir sem DV ræddi við á Siglu-
firði sögöu að óneitanlega setti málið
slæman svip á bæinn. „Það er ekki
nóg með að alls kyns sögusagnir
gangi hér í bænum, sumar a.m.k.
uppspuni frá rótum, heldur hefur
þetta mál skaðað bæjarlífið hér á
Siglufirði, umræðan er mjög nei-
kvæð fyrir bæinn," sagði einn við-
mælenda DV og aðrir sem rætt var
við sögðu máhð aht setja mjög leiðin-
legan svip á bæjarlífið.
Reikningur vegna matar björgunarmanna, sem leituðu tveggja vélsleðamanna, veldur deilum:
Enginn vill borga fyrir matinn
„Þegar ég fór að grennslast fyrir
um reikninginn sem ég sendi lögregl-
unni þá mætti ég lokuöum dyrum
þar. Þeir vitnuðu í greinargerð þar
sem fram kom að þeir hefðu ekki
pantaö matinn heldur einhver ann-
ar,“ sagði Magnús Páh Halldórsson,
veitingamaður í Bláfjöllum.
Magnús Páh var kahaður út til að
elda mat ofan í leitarmenn á vegum
Landsbjargar sem leituðu tveggja
drengja sem farið höfðu á vélsleðum
í Bláfjöh 11. janúar síöasthðinn og
komu ekki fram á tilsettum tíma.
Hann byijaði á því að senda Blá-
fjallanefnd reikninginn, að upphæð
90.078 kr., sem endursendi reikning-
inn. Þá sendi hann lögregluembætt-
inu í Reykjavík reikninginn en þeir
neituðu að borga reikninginn á sömu
forsendum.
Svavar Geirsson, svæðisstjóri hjá
Landsbjörg, sem stóð að leitinni segir
að menn hafi verið þreyttir þessa
nótt og leitin hafi verið búin að
standa lengi því hafi verið tekin
ákvörðun um að senda eftir veitinga-
manninum til að elda ofan í þá tæp-
lega 90 menn sem voru á svæðinu.
„Þegar ég frétti af því að Magnús
hefði ekki fengið reikninginn greidd-
ann hjá Bláfjallanefnd þá sagði ég
honum að senda reUminginn fil lög-
reglunnar og gaf honum upp nafnið
á lögregluþjóninum sem leitaöi með
okkur. Lögreglan sagði að það væri
ekki á þeirra höndum að fæða né
klæða björgunarsveitamenn sem er
sjónarmið sem ég skU ósköp vel. Það
endar sennUega með því að við borg-
um þetta sjálfir. Það verður senni-
lega að fara fram söfnun meðal björg-
Deilur standa um 90 þúsund króna reikning vegna fæðiskostnaðar við björg
unaraðgerð í Bláfjöllum í janúar.
unarsveitanna tíl að borga upphæð- lögreglunni reikning fyrir þennan
ina en við erum ákveðnir í að senda ákveðna lögreglumann sem var meö
okkur á svæðinu. Þeir verða aö taka
þátt í að borga þetta líka,“ sagði
Svavar.
Um 200 hjálpar- og björgunarsveit-
armenn tóku þátt í leitinn að drengj-
unum tveimur, sem fundust eftir sól-
arhrings leit. Beinn kostnaður við
leitina var um 1 mUljón og er þá ekki
talið meö vinnutap leitarmanna, sht
á tækjum og fleira. Ef þaö væri tekið
með í reikninginn má ætla að kostn-
aðurinn væri vel á 5. milljón. Þannig
að sjá má að 90 þúsundkróna reikn-
ingurinn er ekki stór fjárhæð í sam-
anburði við heUdarkostnaðinn.
Einn af viðmælendum DV sagði að
í svona tilvikum^þar sem deUur
stæðu um reUming vegna leitarað-
gerða ætti aö senda hann til þeirra
sem ohu vandanum.
-PP
I dag mælir Dagfari____________________
Útvarpið drepur íhaldið
Samkvæmt því sem skoðanakann-
anir segja hefur fylgi Sjálfstæðis-
flokksins hrapað niöur í fjórðung
atkvæða. Framsóknarflokkurinn
er stærsti flokkur þjóðarinnar
samkvæmt þessum sömu skoðana-
könnunum en íhaldið heldur ennþá
öðru sæti. Skammt er þó í það að
aUabahar nái því í keppninni um
annað sætið og hefur vegur Sjálf-
stæðisflokksins aldrei verið minni
og lakari en einmitt um þessar
mundir.
TU að byija með var það hald
manna að fylgishrun Sjálfstæðis-
flokksins væri byggt á misskUningi
og þannig var það þegar DV birti
skoðanakönnun fyrir nokkrum
mánuðum með Sjáhstæðisflokkinn
í 26%, þá var hreinlega ekki tekið
mark á þeirri könnun. En svo kom
hver spáin á fætur annarri og nú
síðast hjá Félagsvísindastofnun
sem framkvæmdi könnun fyrir
Morgunblaöiö og enn og af'tur var
Sjálfstæðisflokkurinn fastur í tutt-
ugu eg fimm prósentunum.
Þetta hefur orðið til þess að lærð-
ir og leikir hafa velt því fyrir sér
af nokkurri skynsemi og af fullri
alvöru hvað sé að gerast með fylgi
Sjálfstæðisflokksins. Hefur flokk-
urinn tapað fótfestu? Er hann á
rangri leið? Hafa kannske bölvaðir
kommamir gert íhaldinu þann
óleik að draga frá því fylgi meö þvi
að hætta að vera tíl. íhaldsmenn
ahra landa fógnuðu því ákaft þegar
sovéska heimsveldið félí af stalh
og heimskommúnisminn datt upp
fyrir. Gósentíiriar voru fram undan
sögðu menn og hoppuöu hæð sína.
Staðreyndin hefur hins vegar
orðið sú að eftir aö óvinurinn hvarf
af sjónarsviðinu hefur íhaldið á ís-
landi alls ekki náð sér á strik. Fylg-
ið er hrunið og farið veg ahrar ver-
aldar. Eða svo sýnist í skoðana-
könnunum.
Margir mundu ætla að hér væri
fleira sem hefði gerst. Efnahagserf-
iðleikar, lánleysi við stjóm lands-
ins, svikin loforð, sérhagsmuna-
gæsla og eöa léleg forysta sem ekki
höfðaði til almennings. Allt kemur
þetta til greina, enda þekktar
ástæður fyrir misjöfnu gengi
stjórnmálaflokka. Þannig hmndi
fylgið af Mitterrand Frakklands-
forseta vegna spihingar og mis-
heppnaðrar valdstjómar. IUa geng-
ur Uka hjá Major í Bretlandi sem
tvístígur í vandræðagangi í hveiju
máhnu á fætur öðra. Bush Banda-
ríkjaforseti féh og í síðustu forseta-
kosningum vegna þess að hann
vanrækti afskipti sín af innanríkis-
málum og þjóðina sjálfa.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og formaöur Sjálfstæðisflokksins
hefur hins vegar allt aðrar og ger-
ólikar skoðanir á þvi hvers vegna
fylgi Sjálfstæðisflokksins mæhst
ekki meira í könnunum hér heima.
Skýringar Davíðs era þær að fylg-
ishrunið sé Ríkisútvarpinu að
kenna. Sérstaklega fréttastofum
þeirra og raunar hggur sökin
sömuleiöis hjá Stöð tvö sem hefur
ekki látið sitt eftir hggja í rógsher-
ferö gegn Davíð vegna Hrafnsmáls-
ins.
Nú er rétt að minna á að Ríkisút-
varpið er ekki í póhtík og býður
ekki fram. Ríkisútvarpið fær fyrir
vikið ekki eitt atkvæði í kosning-
um, hvað þá í skoðanakönnunum
og Ríkisútvarpið hefur lýst því
sjálft yfir að vinnubrögð þess séu
afar vönduð og njóti virðingar.
En það er alveg sama hvað Ríkis-
útvarpið segir og hvað fóUúnu
finnst sem tekur þátt í skoðana-
könnunum. Davíð veit betur og þaö
er ekki. því að kenna að hann
stjórni Ula eða íhaldið hafi bragðist
trausti þjóöarinnar. Sökin hggur í
róginum um Hrafnsmáhð sem al-
menningur hefur trúað. Ef ekki
væri fyrir þetta Hrafnsmál og róg-
inn í kringum það stæði Sjálfstæð-
isflokkurinn vel að vígi og Davíð
sjálfur með vinsælh mönnum. Það
er alveg ljóst að mati formannsins.
Það er alveg makalaust hvað Rík-
isútvarpið getur komiö Ulu tíl leið-
ar. Og hversu miMl áhrif þessi
stofnun hefur. Ekki er þaö kom-
múnisminn sem drepur íhaldið,
ekki er það stefna eða störf flokks-
ins sem leiða Sjálfstæðisflokkinn í
ógöngur, ekki er það forystan sem
hefur glataö trú og trausti. Nei, það
er Ríkisútvarpið af öhum mönnum
sem hefur grafið undan besta og
mesta og stærsta flokki þjóðarinn-
ar á röngum og upplognum for-
sendum.
Það er gott að Krammi er kominn
þangað til starfa. Hann hlýtur aö
geta reddað fylginu til baka.
Dagfari