Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ1993 3 Fréttir Stofnun hlutafélags um rekstur Strætisvagna Reykjavíkur: Borgarstjóri velur í stjórn Meirihluti sjálfstæöismanna í borgarstjóm Reykjavíkur hefur ákveðiö að leggja fram tillögu um að stofnað verði hlutafélag um rekstur SVR á borgarráðsfundi í næstu viku. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyr- ir að Reykjavíkurborg verði eini hluthaíinn í félaginu og að laun og réttindi starfsmanna fyrirtækisins verði þau sömu fyrir og eftir breyt- ingamar. „Samkvæmt tillögunni er skilið milh pólitískrar ákvarðanatöku, sem stjórn SVR hefur sem meginhlutverk í dag, og sjálfs rekstrarins. Það er búin til stjómarnefnd um almenn- ingssamgöngur sem verður undir- nefnd borgarráðs. Sú nefnd sinnir sama hlutverki og stjórn SVR gegnir í dag. Strætisvagnar Reykjavíkur hf. yfirtaka vagnaflotann og höfuðstöðv- amar á Kirkjusandi en skiptistöðvar og biðstöðvar verða áfram í eigu borgarinnar," segir Sveinn Andri Sveinsson, stjómarformaður SVR, um fyrirhugaða breytingu. „Stjóm rekstrarfélagsins verður skipuð mönnum með þekkingu og reynslu á rekstri fyrirtækja, ekki stjómmálamönnum. „Samkvæmt sveitarstjómarlögum á fram- kvæmdastjóri sveitarfélagsins að skipa í stjórn hlutafélagsins. í þessu tilfelli er það borgarstjóri sem velur sjálfur menn með reynslu og hæfi- leika í stjórn félagsins á hlutafélags- fundi,“ segir Sveinn Andri. - Reykjavlkurborg verður eini hluthafinn 1 félaginu Kemurá óvart Fulltrúar minnihlutans í stjóm Strætisvagna Reykjavíkur mótmæla harðlega vinnubrögðum Sveins Andra Sveinssonar, stjórnarfor- manns SVR. „Engin umræða hefur farið fram í stjórn SVR um þessar hugmyndir. Þetta virðist eingöngu hafa verið rætt meðal fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn," segir Hörður J. Oddfríðarson, fulltrúi Nýs vettvangs í stjórn SVR. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við höfum óljósar fréttir um að starfsmenn haldi sömu kjömm og áður en það hefur ekkert samband verið haft við okkur. Við hljótum að setjast niður og ræða þetta innan stjómar starfsmannafélagsins, auk þess sem við setjum okkur í samband við lögfræðing okkar,“ segir Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Starfsmenn SVR fengu tilkynningu um breytingu á rekstrarformi SVR í fyrrakvöld en í gær voru fyrirhugað- ir kynningarfundir með starfsfólki. -GHS Whistler-radarvarinn er meö þriggja banda nema: X, K 03 Ka, þrískiptu viövörunarljósi, bæjarstillingu, styrkstilli, tónviðvörun á og af, ásamt mörgu fleira. Fundir voru haldnir með starfsfólki SVR í matsal starfsfólks á Kirkjusandi í gær þar sem Sveinn Andri Sveinsson, stjórnarformaður SVR, kynnti fyrir- hugaða stofnun hlutafélags um rekstur SVR. DV-mynd JAK SKIPHOLT119 Sl'MI 29800 784.000 OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10:00 TIL 16:00 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ÁRMÚLA13 • síMi: 6812 00 • beinn síme 3 12 36 VERÐ RÐEINS FRÁ KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.