Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNl 1993 Hús og garðar Sumarblómin færa okkur vorið: Harðgerð sumarblóm Mörgum garðeigandanum fmnst sumarið ekki vera komið fyrr en sumarblómin hafa komist í jörð. Enda er það svo að mörg hver þola ekki lágt hitastig eða hret þannig að þau eru yfirleitt ekki gróðursett fyrr en frosthætta er hðin hjá og alltaf er betra að velja harðgerðar plöntur þar sem ekki er gott skjól. Sáning og uppeldi Sáning á sumarblómum fer oftast fram í janúar-apríl eftir tegundum. Þá er sáð í sérstaka sáðmold inni í gróðurhúsi eða á björtum stað inn- anhúss. Uppeldi fer einnig að hluta til fram í gróðurhúsi en síðan eru blómin sett út til herðingar í maí, í svokallaöa sólreiti. Fremstar í flokki eru þá harðgerðustu tegund- imar sem þola örhtið hrím áður en hitna fer í veðri. Nauðsynlegt er að hafa plönturnar vel hertar áður en þær fara út til gróðursetn- ingar til þess að þær dafni betur þegar „út í lífið“ kemur. Sáð beint í garðinn Hægt er að sá sumum tegundum beint í vel undirbúin beð í apríhok, ef tíðin leyfir eða þá í maí. Má þar nefna; meyjarblóma, vinablóm, deplasól og héraskott, svo einhver séu nefnd. Akrýldúkur yfir beðið fyrstu vikumar flýtir mikið fyrir vexti. 1. Hengilobelía kemur vel út i kerasamplöntun. Garðyrkju- áhugafólk Skrúðgarðabókin er til sölu á skrifstofu félagsins. Garðyrkjufélag íslands Frakkastíg 9 Sími 27721 Opið mánudaga 14-18 og fimmtudaga 14-18 og 20-22 Harðgerðar tegundir Th em ótal tegundir af harðgerð- um sumarblómum og hér verður flahað hthlega um nokkrar þeirra. Stjúpur (Viola x. wittrockiana) og íjólur (Viola tricolor) eru al- gengastar og standa sig yfirleitt best. Stjúpumar em oftast tvhitar og em tíl í ótal mörgum litum. Fjól- an er þríht, fjólublá, gul og hvít. Fagurfífhl (Bellis perennis) hvítur eða rauður, hið hávaxna, bláa kornblóm (Centaurea cyanus) og daggarbrá (Chrysanthemum palu- dosum) minnir mjög á baldursbrá, stendur fyrir sínu. Skrautnál (Alyssum maritimum) hið hvíta kantblóm telst einnig th harð- gerðra sumarblóma. Snækragi (Iberis amara) og sveipkragi (Iberis umbehlata) hafa ekki verið ræktaðir í mörgum gróðrarstöðvum en vonandi á það eftír að aukast því þeir hafa dafnað mjög vel í görðum hérlendis. Snækraginn er með stór og hvít blóm en sveipkraginn hefur bleik og fjólublá blóm. Svo er það morg- unfúin (Calendula officinahs) með sínar appelsínugulu körfur og silf- urkamburinn, gráleit blaðplanta sem hentar með ýmsum öðrum teg- undum. Að lokum ætla ég að nefna tvær hengiplöntur; brúðarauga (Lobeha erinus) og meyjablóma (Godetia grandiflora). Gróðursett í ker og beð Sumarblómin er hægt að gróöur- setja á ýmsa staði, svo sem uppi við vegg, hjá tijám og runnum, meö fjölærum blómum í beði eða ein sér. Flest þurfa þau sól eða góða birtu. Mjög fallegt er að mynda raðir meðfram gangstéttum eða setja í blómaker. Svalakerin eru tilvahnn staður fyrir harðgerð sumarblóm og eru þau þá ýmist á standi eða hanga utan á svala- handriðum. Stjúpumar hafa verið afar vinsælar í hin síðarnefndu. í kerin er hægt aö blanda ýmsum tegundum saman en helst skal ekki hafa fleiri en þijár tegundir í hverju keri. Oft era þá höfð hávax- in blóm í miðju og lægri í kring. Brúðarauga (Lobelia) með blá blóm og meyjablómi (hvít og bleik blóm) henta mjög vel í hangandi ker eða potta en einnig skjaldflétta (Tropa- elum majus) en hún þarf reyndar gott skjól. Skrautnáhn með sín smáu hvítu blóm breiðir töluvert úr sér. Oft eru þá settar 2-3 plöntur saman sem mynda svohtíar þéttar breiður. Lífgar það töluvert upp á umhveröð. Vöxturog næringarþörf Hafa skal um 15-20 cm á mhli plantnanna svo vaxtarrými verði nægilegt. Blóm í keram eöa köss- um þarf að vökva með áburði, helst vikulega. Fyrir útplöntun þarf að setja 60-100 g af Græði la í beðin. Minnka skal skammtínn ef hús- dýraáburður er notaður. Ef einhveijum spumingum er hér ósvarað varðandi áburð og uppeldi er alltaf hægt að fá leið- beiningar hjá starfsfólki gróðrar- stöðvanna. 3. Pelagóníur eiga sívaxandi fylgi að fagna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.