Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 25 _____________________Hús og garðar Jarðarber fyrir ís- lenskar aðstæður - þola íslenskan vetur- snemmsprottin og sjúkdómaþolin Margir hafa eflaust einhvern- tíma reynt að rækta jarðarber úti í heimilisgarðinum. Sumum hefur lánast það vel en fleiri hafa gefist upp. Sjúkdómar hafa ásótt plönt- urnar og uppskeran verið rýr. Ástæðan hefur yfirleitt verið sú að tegundir þær sem oft hafa verið á boöstólum henta alls ekki íslensk- um aðstæðum og eru í raun gróður- húsaplöntur. Hér verður fjallað um sterkustu tegundir sem völ er á og hvemig ræktun er háttað. Þolnustu afbrigðin Glima er norskt afbrigði, með af- brigðum fljótsprottiö, harðgert og sjúkdómaþolið. Jonsok, sem einnig er norskt, er talið harðgerðasta af- brigðið sem til er, sjúkdómaþoliö en gefur uppskeru aðeins seinna en GUma. Það væri því heppilegt að vera meö báðar tegundimar til að uppskeran dreifðist á lengri tíma. Önnur afbrigði sem rækta má við betri aðstæður Senga Sengana er þýskt að upp- rana og hefur náð mikilli út- breiðslu í N-Evrópu. Hentar best í frystingu og niðursuðu. Þroskar ber frekar seint, en getur gefiö góða uppskeru þegar vel árar. Zefyr er danskt að upprana, þroskast snemma, þannig að fyrsta tínslan getur orðið seinnipartinn í júlí. Gefur minni uppskem en Senga Sengana. Önnur afbrigði sem lofa góðu em: Korona, Elvira, Elsanta frá Hollandi og Bounty frá Kanada. Lífsferill og ræktun J arðarberj aplantan er fjölær planta með lóðréttan jarðstöngul. Trefjarætur myndast á hverju ári út frá jarðstönglinum á ská ofan í jarðveginn, niður á 20-30 cm dýpi. Á sumrin myndast ofanjarðar- renglur sem mynda dótturplöntur sem róta sig. Á haustin myndast hins vegar blómvísar. Blómin eru hvít. Mikilvægt er að hafa alltaf heil- brigðar og kraftmiklar plöntur. Oftast eru notaðar dótturplöntur af 1. árs plöntum. Dótturplöntum- ar em losaðar upp og khppt á renglumar. Oft er þetta gert eftir að berin hafa veriö tínd af, sam- hliða hreinsun í beðunum. Einnig getur verið nauðsynlegt að fá inn nýjar heilbrigðar plöntur en marg- ar gróðrarstöðvar hafa jarðar- berjaplöntur á boöstólum. Jarðarber gera litlar kröfur til jarðvegs, en þrífast best í hlýjum, loftmiklum jarövegi, ekki of þurr- um og sýrustig um 6,5. Margvíslegar aðferðir tíðkast.við ræktunina. Sé ræktað á hryggjum, í beðum, vermireitum eða undir plastbogum, skal hafa 50x50 cm milli plantna (lx, 2x eða 3x raðir). Við ræktun á flötu landi (lx, eða 2x raðir), 80-100 cm milli raöa og 30-40 cm milli plantna. Oft er sett svart plast á jarðveginn til vamar illgresi og til að auka hreinlæti og er þá gróðursett niður um hæfilega stór göt sem gerð em á plastið. Áburðargjöf Ef notaður er húsdýraáburður þá er hæfilegt að 3-4 kg á honum á hvem fermetra ásamt 10-20 g af blákomi. Ef eingöngu er notaður tilbúinn áburður er hæfileg áburð- argjöf á 100 fermetra um 2,5 kg blá- korn, 2 kg kalísulfat og 600 g þrífos- fat. Kalísulfatið og þrífosfatið skal borið á um 2 vikum eftir að plantan hefur rótað sig. Of mikiö köfnunar- efni örvar blaðvöxt miög á kostnað berjaþroskunar. Einnig ber að forðast klóráburö. Sjúkdómar Sjúkdómar sem sækja á jarðar- berjaplöntumar eru aðallega sveppasjúkdómar; augnbletta- veiki, jarðarberjamjölsveppur og grásveppur. Ef vart er við áður- nefnda sjúkdóma er best að leita til garðyrkjufræðings eða sam- bærilegs fagmanns eða að úða með sveppalyfjum. Þegar plöntur era valdar í garð- nefna; sígrænar plöntur, plöntur inn má alls ekki gleyma að hafa með fallega greinabyggingu sem þærplönturmeðsemskartafalleg- kæmi vel í Ijós á veturna, blóm- um haustlitum. stilkar, t.d. alpaþyrnis, sem standa Einnig væri fallegast að það væri þurrir stóran hluta vetrar, og svo alltaf eitthvað að „gerast" í garðin- mætti lengi tefja. um, sumar sem vetur. Mætti þar Val á runnum í runnaþyrpingar Þegar tveimur eða fleiri runna- tegundum er plantað saman í þyrp- ingar skal varást að hafa stóra og litla ranna hverja innan um aðra. Þeir stærri verða ráðandi með tím- anum og skyggja á hina minni. Best er að hafa minni ranna fremst í þyrpingunni eða sem kantplöntur hringinn í kring.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.