Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 12
28
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993
Húsog garðar
Hvaða tré eru
talin íslensk?
- gróðursetning í sumarbústadalöndum og opnum svæðum
Það eru orðnir æði margir sem eiga
sér sumarbústað eða landskika
fjarri erli höfuðborgarinnar. Flest-
um ef ekki öllum sumarbústöðum
fylgir einhver landspilda sem eig-
endumir vilja mjög gjaman rækta
einhvem gróður á. Hér er örlítið
innlegg í umræðuna um hvað þaö
ætti helst að vera.
Sígræn tré eða lauf-
fellandi?
Barrtrén hafa heillað marga í
þessu sambandi og þykir öðnun
það miður. Aö þeirra áliti falla þau
illa inn í íslenska náttúm og færi
betur á að notast meira viö heima-
fenginn efhivið eða það sem líkist
honum mest. En þá getum við spurt
okkur hversu langt aftur í tímann
við þurfum að fara til að ákveða
hvað er íslenskt og hvað ekki. Vitað
er að fyrir ísöld var hér allt annað
loftslag og þá vom hér bæði risaf-
urur og önnur barrtré. Hins vegar
var birkiskógurinn allsráðandi við
landnám og það em þau tímamörk
sem andstæðingar barrtijáa vilja
miða við til ákvörðunar á því hvað
er íslenskt og hvaö ekki. Það er
einnig til að menn telji tré íslensk
um leið og þau ná að bera fræ sem
plöntur vaxa svo upp af án þess að
mannshöndin komi þar nálægt.
Hvað ætti þá helst
að nota?
íslenska birkiö stendur alltaf fyr-
ir sínu en það er fleira til. Reynivið-
ur, blæösp og hinar ýmsu viðiteg-
undir eiga fyllilega rétt á sér þar
sem þær þrífast og ein er sú tegund
sem ömgglega á eftir að sækja í sig
veðrið í framtíðinni. Það er elrið
og þar er sitkaelrið talið sterkast.
Þetta tré líkist að mörgu leyti birk-
inu okkar en er þó mun stórgerö-
ara. Það er búið sömu kostum og
belgjurtir, þ.e.a.s. á rótum þess lifir
sveppur sem vinnur köfnunarefni
Allt frá flagi
að fögrum garði
Jóhann Helgi 8f Co. hf.
Símar 652448 - 651048 - 985-40087
GARÐAHÖNNUN
Garðlistamaður getur bætt við sig verkefnum,
þar á meðal holtagijóti, skipulagningu garða ásamt ann-
arri garðvinnu.
Upplýsingar í síma 643359
GÆÐAMOLD
í GARÐINN
Grjóthreinsuð
mold, blönduð
áburði, skeljakalki
og sandi. Þúsækir
eða viðsendum.
Afgreiðsla á gömlu
sorphaugunum í
Gufunesi.
GÆÐAMOLD
MOLDARBLANDAN - GÆÐAMOLD HF.
Pöntunarsími 67 49 88
Fallega gróin lóð með fjölbreytilegum trjágróðri og blómum. Nokkrir myndu sennilega telja ilmreyninn eina
islenska tréð hér.
Þar ber fyrst að nefna lerkið en
það fellir nálar á vetrum. Síberíu-
lerkið er tahð harðgerðast en evr-
ópulerki stendur sig vel þar sem
skjólsælla er og mýralerki er mjög
gott í blautan jarðveg. Blágreni og
íjallaþinur hafa staðið sig mun bet-
ur en sitkagrenið þar sem snjó-
þungt er þar sem greinar þeirra eru
ekki jafnstífar og er síður hætt við
að brotna undan snjóþunga. Þá
kemur fjallafuran oft betur út en
stafafuran og broddfuran kelur
nær aldrei en er mjög hægvaxta.
Aðrar furur, svo sem runnafura
(kjarrfura) og sveigfura, eru að ná
vinsældum og lofa góðu.
Þótt mörg barrtré hafi ekki staðið
sig sem skyldi þegar þau voru fyrst
reynd hérlendis þá er ekki þar með
sagt að svo sé í dag þar sem sífellt
er verið að gera tilraunir með ný
afbrigði frá stöðum sem hafa lík
veðurskilyrði og hér á landi.
Það er nú svo að ekki hafa allir
sömu skoðun á þessu máli frekar
en öðrum en ágætt væri að velta
því fyrir sér áður en hafist er handa
hvort melurinn eða móinn muni
taka sig betur út þakinn barrtrjám
eða klæddur laufi.
úr andrúmsloftinu. Þaö gæti því átt
eftir að standa sig ágætlega í jarð-
vegi þar sem næring er af skomum
skammti.
Þeir sem fara eigin
leiðir
Margt áhugafólk um tijárækt
lætur hins vegar slik ágreinings-
mál eins og vind um eyru þjóta og
gróðursetur þau tré sem því finnst
falleg og þola íslenska veðráttu,
hvort sem um barrtré er að ræða
eða lauffellandi tré.
Sitkagreni eða siktabastarður og
stafafura hafa verið mest gróður-
sett í sumarbústaðalönd hingað til.
Á þessu er að verða breyting þvi
tilraunir hafa sýnt fram á margar
harðgerðar tegundir.
Fyrir ísöld var hlynurinn talinn islenskur.
Heitir og
kaldir
blómalitir
Heitir og kaldir blómalitir fara
sjaldnast vel saman.
Heitir litir eru:
Gulur, appelsínugulur og rauð-
ur.
Kaldir litir eru:
Blár, fjólublár, rósbleikur, gul-
grænn og grár.
Kaldir litir fara oft vel í svolitl-
um skugga á milh barrtijáa.
Plöntur með heita hti sóma sér
vel þar sem sólríkt er.
Vaxtar-
form
plantna
Viö kaup á nýrri plöntu í garð-
inn þarf aö gera sér grein fyrir
þvf hvernig vaxtarform plantan
muni fá þegar fram líða tímar og
hún eldist og stækkar. Hvort hún
verði breiðvaxin, hávaxin, skrið-
ul eöa mjóslegin og taka thht til
þess þegar við gróðursetningu
hennar. Einnig er mikiivægt aö
leita upplýsinga um hvaða kröfur
hún gerir til birtu, skugga, jarð-
vegsgerðar, næringar og vatns.
Ef tréð verður
ofstórtfyrir
garðinn
Það er hægt að halda stórum
tijám niðri með klippingum eins
og víða er gert erlendis. Hér á
landi, í tijáleysinu, hefur klipp-
ingum er hefta vöxt ekki verið
beitt að ráði og trjám yfirleitt
leyft að vaxa frjálst. Það er hins
vegar mögulegt að hafa tré sem
verða stór, í litlum görðum, ef það
er formað og khppt árlega en shk
khpping eyðileggur oftast nátt-
úrulegt form trésins og er tíma-
frek.