Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 16
'32 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Hús og garðar Meðhöndlun af- skorinna blóma Með hjálp geymsluþolsefna náum við oft að lengja líftíma afskorinna blóma um helming. Blóm eru ávallt til yndisauka. Afskorin blóm lifga ótrúlega mikiö upp á tilveruna innanhúss meö lit- auðgi sinni hér á hjara veraldar. Til að hafa sem mesta ánægju af þeim skaltu taka þér tíma til aö hlúa vel aö þeim. Það margborgar sig. Hvemig fáum við þau til að lifa sem lengst? í fyrsta lagi þarf að gæta vel aö blómunum verði ekki kalt á leið- inni heim. í flestum tilvikum er búiö að skáskera blómin þegar þú færö þau. Ef blómin eru of lengi án vatns milli áfangastaða þomar skurðflöturinn og þá er nauðsyn- legt að skáskera upp á nýtt og stundum þarf að stytta stönglana svo þau passi í vasann. Nota skal beittan hníf (skæri og klippur eyði- leggja leiðsluvefina) og skáskera 2-5 sm stöngulsins. Ef um viðar- kenndar plöntur er að ræða er gott að rista líka létt upp í stöngul- endann til að bæta vatnsupptökuna enn frekar. Skáskurður er sem sé nauðsynlegur til að vatnsupptakan geti gengið greiðlega fyrir sig. Þann hluta stöngulsins sem lendir í vatni þarf svo að blaðhreinsa til að koma í veg fyrir ótímabæra visnun. Notkun geymsluþolsefna, t.d. chrysal, spring o.fl., er mikilvæg því þau inrtihalda orku, sótthreins- andi og bakteríudrepandi efni. Skipta þarf um vatn Það er ýmislegt sem getur tafið fyrir vatnsupptöku. Skurðflötur- inn er nefnilega algjör paradís fyrir örverur. Sætur frumuvökvinn er næringarríkur og laðar að sér bakteríur og sveppi. Plantan sýgur vatnið upp um leiðsluvefina en ör- vemrnar fljóta auðveldlega með því og stífla vefina og þá er voðinn vís! Þess vegna er nauðsynlegt að hafa hreinlætið í fyrirrúmi, skipta um vatn daglega og þvo vasann vel og vandlega. Rósir era mjög vatnsfrekar og skal /2 stöngull rósarinnar standa í vatni. Túlípönum líöur best í htlu vatni en samt sem áður drekka þeir talsvert mikið og þarf því að bæta á þá reglulega. 'A af stöngh flestra annarra blóma á að standa í vatni. Gott er að úða létt yfir blóm- in daglega til að auka á frískleika þeirra. Það á aldrei að setja blóm í ískalt vatn heldur hafa það ylvolgt. Staðarval Að mörgu er aö hyggja þegar blómunum er vahnn staður því það em ótrúlegustu hlutir sem hafa áhrif á líftíma þeirra. Það má t.d. ahs ekki hafa eplaskál við hhðina á blómunum því eph og fleiri ávaxta- og grænmetistegundir framleiða gaskennt efni, etylen, sem getur haft mikil áhrif á gæðar- ýrnun og öldrun hjá afskomum blómum. Ekki er gott að láta blóm standa í trekk eða of miklu sólar- ljósi því það eykur öndun og útguf- un og flýtir þar með fyrir visnun þeirra. Næturstaður Yflr nóttina er best að pakka blómunum inn í dagblöð og geyma þau á köldum stað (2-4C) í vatni sem inniheldur geymsluþolsefni. Það dregur úr útgufun og öndun. Ef það gerist að blóm hengi haus á óeðlilega skömmum tíma, t.d. rósir, þá er gott ráð að skáskera þau upp á nýtt, pakka þeim þétt inn í dagblað og stinga þeim í sjóðandi vatn í 15 sek. Að því loknu em þau sett í ylvolgt vatn blandað geymslu- þolsefnum og geymd á köldum stað yfir nótt. í flestum tilfehum ber þetta árangur og þau bera höfuðið hátt á ný næsta morgun. Ef rósir hanga rétt eftir innkaup er ráð að vefja þeim þétt inn í dag- blöð, stinga stilkunum 15 sek. í sjóðandi vatn og geyma þær síðan í kulda yfir nótt. Falleg litasamsetning. Kjörvari og Þekjukjörvari - kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er imálning'f -það segir sig sjálft -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.