Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Side 6
22 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNl 1993 Hús og garðar Ekki úða of seint: Varnir gegn mein- dýrum í gróðri Áætlað er að til skordýra teljist þrír fjórðu hlutar allra dýrateg- unda og þau hafa lifað í 350 milljón- ir ára. Á þessum tíma hafa þau aðlagast nær öllum búsvæðum, að undanskildu úthafinu, ísbreiðum heimskautanna og háíjöllunum. Flugið hefur afgerandi áhrif á vel- gengni skordýra, með því geta þau forðast rándýr og aukið dreifingar- hæfni sína. Skordýr hafa talsverða hagnýta þýðingu fyrir okkur því þau sjá um frævun margra nytja- plantna og eru mikilvæg fæða ann- arra dýra. Fiðrildalirfur í gróðri Um 25 tegundir fiðrildalirfa sækja á trjá- og runnagróður hér- lendis en aðeins þrjár valda veru- legu tjóni. Þær eru yfirleitt nokkuð matvandar og vilja aöeins éta af ákveðinni tegund plantna. Skógarvefari lifir að mestu á birki- laufi en á það til að fara á víði. Víðifeti sækir aöallega á víði og bláberjalyng en stundum á birki og ræktaðar rósir. Haustfeti er fjölhæfastur. Hann sækir á birki, reyni, víði, hegg, álm, hlyn, ræktaðar rósir og fleiri runna. Barrtré eru ekki á matseðli þessara tegunda. Fetarar fá nafn sitt af göngulag- inu því það er eins ,og þeir feti sig áfram. Þeir eru með þrjú pör fóta að framan en tvö pör af gangvört- um að aftan. Þeir festa sig niður aö aftan með gangvörtum og lyfta og teygja sig fram. Síðan mynda þeir kryppu við það að draga að sér afturfæturna. Vefarar fá nafngiftina vegna þess að þeir spinna blöðin utan um sig og ferðast á spunaþræði á milli greina. Lífsferill Lirfumar skríða úr eggjum í maí og er klaktíminn háður hitastigi. Fyrst eru lirfurnar litlar, líkar 1-2 sm tvinnaspotta og byrja að bora sig inn í brumblöðin. Brumin opn- ast smám saman og laufblöðin vaxa Réttur búnaöur viö úðun. og lirfumar vaxa líka. Vöxturinn er einnig háður hitastigi. Tveimur vikum eftir klak er lirfan farin að vefja blöðum utan um sig. Á þvi stigi sjáum við lirfumar og segjum: „Maðkurinn er kominn“. Vöxturinn er háður hitastigi, þannig að tímasetningin á þessum atburðum getur hnikast til. Lirfan veldur mestum skaða í júní og fram í júlí og étur allt af blaðinu nema blaðæðar. Að því búnu skriður hún ofan í moldina, fyrir neðan tréð til að púpa sig. Púpurnar klekjast svo út sem fiðrildi í ágúst til að maka sig. Kvendýrin verpa eggjum á stofn og greinar plantnanna. Hjá haustfeta klekst púpan út seinna (í október) og kvendýrið, sem er vængjalaust skríður upp stofn plöntunnar til að hitta fleygt karl- dýriö til mökunar og varps. Eggin geymast til næsta vors. Varnaraðgerðir Hægt er að koma í veg fyrir varp hjá haustfeta með því að nota lím- borða sem settur er utan um stofn runna og trjáa. Til er efni “Tree tangelfoot" í túpu eða úðabrúsa. Til að eyða eggjum er úöað í des- ember-mars með tjöraefnum. Þá má ná árangri meö því að hrista trén, úða með vatni eða grænsápulegi eða tína lirfumar úr laufinu. Ef útlit er fyrir faraldur eftir hlýj- an vetur er skordýraeitri úðað áður en mesta tjónið verður, eða fyrstu tvær vikurnar í júní. Þá er um að gera að nota kvæmi sem hafa við- nám gegn meindýrum. Meindýr á barrtrjám Hérlendis eru það aðallega sitka- lúsin, furulúsin og köngurlingur sem gera skaða. Með nokkurra ára millibili verður faraldur og er þá nauðsynlegt að grípa til aðgerða því annars er trjánum hætta búin. Einkennin eftir lúsina lýsa sér þannig að nálarnar verða gular og seinna brúnar og falla af. Sitkalús- in gerir mestan usla eftir milda vetur og kemur skaðinn yfirleitt í ljós síðsumars. Lúsin ræðst ekki á árssprotana fyrr en á haustin, þeg- ar þeir hafa þroskast, en nái hún aö granda þeim er mikil hætta á því að tréð drepist. Skilyrði til íjölg- unar era best í þéttiun reitum og görðum. Trjátegundir sem hún lifir á er sitkagreni og sitkabastarður. En hún fer líka á hvít-, rauð-, og blágreni. Stafafura virðist hafa fremur lítið viðnám gegn furulús en furulúsin nær útrýmdi skógar- furu hér upp úr miðri öld. Upplýsingar um aðgerðir með eitri er best að fá hjá söluaöilum en Permasect og Basudin virðast mest notuð. Gæta skal að að trén standi aldrei of þétt. Ástand plantna skiptir miklu máli Plöntur þurfa misnæringarríka jörð og mismikið af vatni. Sama má segja um hita, sýrastig jarð- vegs, seltuþol og fleira. Ef tréð hef- ur komiö illa undan snjó, hefur orðið fyrir saltskaða eða öðrum skakkafóllum, ræður það síður við meindýr sem á það sækja. Hugað að náttúruvemd Þegar fer aö vora lifnar gróður- inn og við íoram út og öndum að okkur gróðurangan. Það heyrist flugnasuð og fiðrildin flögra um og fáein skordýr era á tijánum. Börn og húsráðendur era að leik og störfum í garðinum og þá er ein- mitt tilvahð aö skoða blöð og barr trjánna. Það er til óþurftar að eitra ef 2-3 lýs era á blaði. Við getum notað fyrirbyggjandi aðgerðir eða húsráð. En við vitum að árangurs- ríkara er að nota eitur. Það hefur þó ýmsa ókosti í for með sér, t.a.m að drepa óvini meindýranna, eitrið skolast líka með regnvatni ofan í jarðveginn og drepur smádýralif. Og blóma- og hunangsflugur, sem fijóvga blómin, verða einnig fyrir barðinu á eitrinu. En draga má úr göllum með því að nota eitrið í hófi og úða aðeins yfir þau tré sem era í hættu hveiju sinni en láta annan gróður eiga sig. En eins og áður, við verðum að fara varlega með eiturefnin. Það er til óþurftar að blanda of sterkt. Leiðbeiningarnar segja okkur hvernig blandan á að vera. Ef við sullum þessu einhvern veginn saman viö vatnið gerir það ekkert gagn. Það er tíminn sem efnið er á plöntunni sem skiptir máli og að þaö sé þurrt á meðan og næstu sex tíma eftir eitrun en ekki að blandan sé sterkari en segir til um á flösk- unni. Höfum ávallt fyrirliggjandi: Gosbrunna, úti og inni, styttur, dælur og Ijós, garðdverga, fugla o.fl. til garðskreytinga. Vörufell hf. Heiðvangi 4, Hellu Sími 98-75870 Opið 14-18 eða eftir samkomulagi. Lokað þriðjudaga. .y-8 stcoctsrv.irer,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.