Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Side 8
24 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ1993 Hús og garðar Þar sem nær ósnortin náttúra ræður ríkjum Frumskógargarðar Morgungeislar júnísólarinnar bijóta sér leið í gegnum laufþykkni tijánna. Morgundöggin glitrar og vorblómin opna sig móti hunangs- flugu sem flýgur um í blómahafinu. Skógarþröstur dregur ánamaðk upp úr jörðinni og flýgur með hann heim í hreiður sitt. Berfættur mað- ur kemur gangandi út á milli tijánna og andar að sér ilmi vors- ins. - Ef þú heldur aö þetta sé Tars- an þá er það ekki rétt. Þetta er heldur ekki þjóðgarðsvöröur í Kenýa. - Nei, þetta er venjulegur Reykvíkingur á gangi í frumskóg- argarðinum sínum í miðri Reykja- vík. Hvað erfrum- skógargarður? Frumskógargarður er orð sem þú hefur líklega ekki oft heyrt en kem- ur örugglega til með að heyra oftar í komandi framtíð þegar annarhver garður verður orðinn þannig. Meginhugmyndin á bak við frumskógargarðana er að leyfa náttúrunni að ráða ríkjum með sín- um mjúku formum og mildu litum. Margar tegundir tijáa og runna standa hér og þar um garðinn en aldrei í beinum röðum því sá er háttur náttúrunnar. Tré og runnar eru heldur ekki klippt og þannig þvinguð til óeðhlegs vaxtarlags. í Konungur í ríki sínu. Hugað að býflugum og blómum. skógarbotninum eru fjölærar blómplöntur sem fá að sá sér að vild um garðinn. Og þú þarft aldrei að slá Aldrei er frumskógargarðurinn sleginn, ekki borinn á tilbúinn áburður né notuð skordýra- eða ill- gresiseitur. Skaðsemi þessara efna er öllum augljós og þau eru ekki náttúruleg. Dýralíf er að sjálfsögðu fjölbreytt vegna fjölda plöntuteg- unda og lífvænna skilyrða. Hér rík- ir hið sanna frumskógarlögmál. Hvernig verður hann til Þegar þú ákveður að búa til frum- skógargarð verður þú að byrja á að planta tijám. Jarðvegsskipti eru ónauðsynleg og algjör óþarfi er að slétta garðinn. Trén eru gróðursett handahófskennt um garðinn. Hér og þar eru smá ijóður svo að sólin nái að skína á gróðurinn á jörð- inni. Síðan verður þú þér úti um blómjurtir úti í náttúrunni og fjö- lær garðablóm og dreifir um garð- inn. Þegar þessu er lokið þarft þú ekk- ert að eiga við garðinn framar held- ur lætur þú framþróunina ráða ferðum og eftir nokkur ár stendur þú í blómahafi í faðmi trjánna. Ekkert púl framar - bara að njóta Kostir þessara garða eru augljós- ir og gallarnir engir. Kostnaður við að búa þá til er lítill og viðhalds- kostnaður enginn. Þú þarft ekki að kaupa vélar og vinna við viðhald garðsins verður engin, svo sem að slá, reyta arfa, bera á né eitra. í staðinn færðu mun meiri tíma til að slaka á, setjast niður og hlusta á fuglasönginn, horfa á blómin og geisla kvöldsólarinnar sem verma frumskógargarðinn. VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKAÍI FARARBRODDI ‘ FJÖRUTÍU ÁR! SLÁTTUORF Mótor 250 og 400 vött. Verð kr. 5.800 og 6.800 LIMGERÐISKLIPPUR Mótor 400 vött með öryggisrofa. Blaðlengd 450 og 550 mm. Klippa allt að 14 mm greinar. Verð kr. 12.300 og 14.600 Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS Skeljasandur og þör- ungamjöl undir þökur Þeir aðilar sem sérhæfa sig í grasflötum, segja að mjög gott sé að setja skeljasand og þörungamjöl undir þökurnar áður en þær eru lagðar. Þetta er einkum notaö þar sem lóðir eru flatar og vatn vill sitja í flötinni, eins og oft gerist sunnan- lands. • r Viö val á trjám, sem eiga að blað-og blómlitar þess trés sem við standa nálægt húsi, ætti að hafa í húsiö á að standa. Annars taka huga form og lit hússins, þannig barrtré sig oftast mjög vel út ná- að samræmi verði á milli Jæss og lægt húsveggjum,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.