Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993
Fréttir
Halldór Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráðherra:
Ekki hægt að spara
mikið í vegamálum
og þegar náðst mikill spamaður í landbúnaðinum
„Menn í mínum ráðuneytum eru
stanslaust að velta fyrir sér mögu-
leikum til að spara og líka til að eyða
peningum og það virðast einhvem
veginn vera meiri möguleikar til að
eyða en að spara. Það virðist í það
minnsta vera miklu auðveldara,“
segir Halldór Blöndal, samgöngu- og
landbúnaðarráðherra, í gamansöm-
um tón aðspurður um hver niður-
skurðurinn verði í hans ráðuneytum
í tengslum við fjárlagavinnuna.
„Það vantar mikið á aö samgöngur
séu orðnar nógu góðar. Við emm
ekki einu sinni búnir að ná að leggja
slitlag alla leiðina til Akureyrar og
vegurinn milli Norður- og Austur-
lands er meira og minna eftir. Hið
sama er raunar að segja um Vestfirð-
ina. Við emm auðvitað búnir að ná
áfóngvun en þó ekki þaö góðum aö
það réttlæti að dregið sé úr áherslum
í samgöngumálum, síður en svo,“
segir Halldór. Hann viðurkennir að
mikil áhersla sé lögð á það í tengslum
við fjárlagavinnuna að draga vera-
lega úr íjárveitingum til samgöngu-
mála og spara í þeim málaflokki.
„Það er einfaldlega ekki hægt að
draga mikið saman í vegamálum.
Það er svo einfalt. Það er þegar búið
að leggja fram ákveðna áætlun á
Alþingi og hún er alls ekki við vöxt.
Samdráttur í samgöngumálum
mundi auk þess ganga þvert á sam-
komulagið sem gert var við aðila
vinnumarkaðarins á dögunum."
Mikil sparnaður í landbúnað-
arráðuneytinu þegar orðinn
„Það hefur náðst fram feiknalegur
sparnaður í landbúnaðarráðuneyt-
inu og hlutfallslega meiri en í öðrum
ráðuneytum. Það segir þó auðvitað
ekki að maður vilji ekki reyna að ná
fram meiri hagræðingu. Það er hins
vegar á það að líta að annars vegar
sinnir ráðuneytið grundvallarrann-
sóknum tál nýsköpunar í framleiðslu
og einnig rannsóknum í sambandi
við gróðurfar, sem era alveg nauð-
synlegar, og hins vegar eram við aö
ræða um búvörasamningana sem
reyna mjög mikið á bændur og era
auðvitað liður í að ná niður kostnaði
við búvöruframleiðsluna í heild
sinni,“ segir Halldór. Hann sagði þó
veriö að skoða ýmsa sparnaðarkosti
en vildi ekki tilgreina hverjir þeir
væru.
Halldór segir að bændur sjálfir séu
nú að hefja viðræður við Búnaöarfé-
lag íslands, Stofnlánadeild landbún-
aðarins og ýmis önnur félög um
mögulega sameiningu. Þar geti orðið
veruleg hagræðing.
-Ari
Meirihluti klofnaöi:
Bæjarstjórinn
í Kópavogi
andsnúinn
golfvelli í
Fossvogsdal
-kratistuddi
Bæjarstjóm Kópavogs samþykkti í
fyrradag tillögu um staðsetningu
golfvallar í austurhluta Fossvogs-
dals. Meirihluti bæjarstjórnar klofn-
aði í afstöðu sinni. Fimm fulltrúar
sjálfstæðismanna greiddu atkvæði
með tillögunni en bæjarstjórinn
greiddi atkvæði gegn henni. Guð-
mundur Oddsson, bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins, studdi sjálfstæðis-
menn en aðrir fulltrúar minnihlut-
ans greiddu atkvæði gegn golfvellin-
um.
„Þú færð engin svör hjá mér,“ seg-
ir Sigurður Geirdal bæjarstjóri að-
spurður um það hvort hrikti í meiri-
hlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í bæjarstjórn
Kópavogs.
„Þetta verður einungis bráða-
birgðalausn fyrir félagsmenn í Golf-
klúbbi Kópavogs því að þama verður
aðeins níu holu golfvöllur og engir
stækkunarmöguleikar fyrir hendi.
Það þarf að tryggja golfáhugamönn-
um betra svæði því að þama verða
þeir aðþrengdir og afitof nálægt
byggð,“ segir Valþór Hlöðversson,
fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjar-
stjóm Kópavogs.
„Auövitað er golfvöllur grænt
svæði en þeir einir geta spilað golf
sem era félagar í golfklúbbnum. Það
er dýrt aö spila golf og ég hef enga
trú á að Dagsbrúnarmaðurinn eða
Sóknarkonan kaupi sig inn á það
svæði. Við börðumst fyrir varðveislu
Fossvogsdals á sínum tíma til að all-
ir íbúar í dalnum gætu óhindraö
notið hans en ekki bara útvalinn
hópur,“ segir Valþór.
Nýtt skipulag í Fossvogsdal verður
auglýst á næstunni og gefst þá bæj-
arbúum kostur á að kynna sér upp-
drætti að svæðinu hjá bæjarskipu-
lagi Kópavogs. Síðari umræða um
tillögunaferframíágúst. -GHS
Þrír árekstrar
Þrír minni háttar árekstrar urðu á
Akureyri í gær og urðu enjpn meiðsl
á fólki í þeim og eignatjón lítið í
óhöppunum.
Þá barst lögreglunni tilkynning um
eld í bíl í gær en þegar til kom reynd-
ust rafmagnsleiðslur hafa sviðnað í
bílnum en eldur var enginn.
Sjö ökumenn vora kærðir fyrir of
hraöan akstrn1 í gær en enginn þeirra
varsvipturréttindum. -pp
TaliA er að allt að 40 þúsund manns hafi komið á útsölu Miklagarðs í gær. Þrotabú fyrirtækisins auglýsti rýmingar-
útsölu á lager verslunarinnar og hagsýnt fólk lét ekki á sér standa. Hátt í tvö þúsund manns biðu fyrir utan þeg-
ar verslunin var opnuð kl. tiu i gærmorgun og þegar leið á daginn þurfti að hleypa fólki inn í hollum.
. -—-bm/DV-mynd Brynjar Gauti
Ráðherra um deilur Landgræðslu og bænda í Mývatnssveit:
Beiti mér fyrir samkomulagi
„Það geta alltaf komið upp svona
erfiðleikar. Ekki síst þegar afkoma
manna er eins mikiö í húfi og þama.
Við erum að glíma við vandamál sem
við fengum í arf og er ekki eingöngu
sauðkindinni að kenna. Þetta land
er þannig að það er mjög erfitt að sjá
hvemig hægt er að koma á það bönd-
um. Þetta er verkefni sem verður að
vinna í sameiningu; Landgræðslan,
bændur í Mývatnssveit og fleiri og
auðvitað náum við samkomulagi. Ég
er í engum vafa um það. Ég mun
beita mér sérstaklega fyrir því að
samkomulag náist," segir Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra. Mikl-
ar deilur hafa verið milh Land-
græðslunnar og bænda í Mývatns-
sveit um upprekstur fjár upp á Mý-
vatnsöræfi undanfarið.
„Þetta land er mjög viðkvæmt því
það er á sprangusvæði. Úrkoma er
lítil og sums staðar era margir metr-
ar niður á vatn. Ég er þeirrar skoð-
unar að ef við eigum aö ná árangri
í gróðurvemd og landgræðslu þá
getum við ekki gert það öðravísi en
þannig aö bændur verði framvarðar-
sveitin í þeim verkum og það er
hægtígóðrisamvinnu.“ -Ari
Undirbúningur ganga undir Hvalflörð:
Fimmtíu milljónir til rannsókna
Fulltrúar ríkisins og Spalar hf.
undirrituðu í gær yfirlýsingu ríkis-
stjómarinnar um fimmtíu milljóná
króna lánveitingu til félagsins. Lánið
gerir Spalarmönnum kleift að ljúka
jarðlagarannsóknum þar sem göngin
undir Hvalfiörð eiga að liggja. Einnig
var staðfest breyting á samningi um
vegtengingu um utanverðan Hval-
fjörð, en krafa um þá staðfestingu
var eitt af skilyrðunum fyrir láni rík-
isins. Stjómarmenn í Speli era bjart-
sýnir á framhald málsins og að sögn
Gylfa Þórðarsonar, stjórnarfor-
manns má búast við að framkvæmd-
ir hefjist innan árs og framkvæmd-
um verði lokið eftír fiögur ár.
-bm
Friðirk Sophusson fjármálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra
og fulltrúar Spalar við undirritunina í gær. DV-mynd Brynjar Gauti.
Stuttar fréttir
Mótmæla úthlutun
Átta samtök, sem í eru tugir
þúsunda, mótmæla úthlutun
Húsnæðisstofnunar á bygginga-
lánum. Talsmaður þeirra segja
hana hafa látíö tmdan þrýstingi
sveitarfélaga árið fyrir kosning-
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið að framlengja um ár
setningu skólastjórans í Víði-
staðaskóla í stað þess að skipa í
stöðuna eins og venja er.
Friöbertskipaður
Friðbert Pálsson, forstjóri Há-
skólabíós, hefur verið tilnefndur
fulltrúi íslands i stjóm Norræna
kvikmyndasjóösins.
Enain loforð
Framkvæmdastjóri VSÍ segir
að í kjarasamningum hafi engin
loforð veriö gefin um að ekki
kæmi til skattahækkana. Stöð 2.
Áþríðjatugsiasast
Á þriðja tug barna hefur slasast
alvarlega á síöustu sex áram
vegna lausra fótboltamarka sem
fallið hafa ofan á þau.
Bensinlækkun
Oliufélögin þijú era nú að
skoða hvort ástæða sé tíl að
lækka bensínverö um mánaöa-
mótin en heimsmarkaðsverö er
lágt um þessar mundir.
Kjötumboðið i stað Goða
Sláturleyfishafar hafa stofnað
fyrirtækiö Kjötumboðiö hf. til að
sjá um sölu kjötafurða sem áður
var í umsjón Goða. Staða Goða
er nú erfið vegna gjaldþrots
Miklagarðs.
Seitzer bjargar
Seltzer ltd. í Bretlandi mun aö
líkindum hlaupa undir bagga til
bjargar íslensku bergvatni hf. og
koma inn með fjármagn meðan
langtímalausnai- er leitað.
Búnaðarhagnaður
30 milljóna hagnaður var af
rekstri Búnaðarbankans eftír
Ðmm raánuði og 400 milljónir
voru lagðar í afskriftasjóð á tíma-
bilinu,