Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993
Spumingin
Hvað þolirðu verst í fari
karia?
Brynhildur Barðadóttir: Undirferli
og óheiðarleika.
Sigrún Ásgeirsdóttir: Óheiðarleika.
Sigurlaug Guðmundsdóttir: Afbrýði-
semi.
Elín Davíðsdóttir: Það er svo margt,
daður og mont til dæmis.
Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir:
Smjaður.
Þorgerður Jóhannsdóttir: Óstund-
vísi, maður er alltaf að bíða eftir
þeim.
Lesendur
Hvemig á að baka Sacher-tertu:
Ekki rétt uppskrift
Meinatæknar á Landspítalanum
skrifa:
Við tókiun okkur saman, 40 konur
á Landspítalanum, og keyptum Sac-
her-tertu hjá Bakarameistaranum,
Suðurveri. Hún kostaði 8 þúsund
krónur og smakkaðist ágætlega, en
við sáum fljótlega aö uppskriftin
passaði engan veginn við Sacher-
tertu. Við hringdum í bakarann
vegna þess. Við sögðum honum frá
því að tertan hefði smakkast ágæt-
lega en því miöur væri þetta bara
alls ekki uppskriftin að Sacher-tertu.
Bakarinn sem varð fyrir svörum
fyrtist mjög við og sagðist ekki hlusta
á neitt slíkt djö. . . kjaftæöi. Þetta
þykir okkur dónaleg framkoma. Við
teljum okkur það fróðar um bakstur
að við vitum að við fórum með rétt
mál. Til marks um það viljum við
geta þess aö nokkrar okkar hafa get-
ið út bók um uppskriftir að kökum.
Svarfrkvstj. Bakarameistar-
ans, Sigurbjargar Sigþórs-
dóttur:
Sacher-tertan hefur verið köliuð
frægasta terta í heimi. Ástæðan er
sú að fyrsta kakan var bökuö 1879 í
Austurríki. Æ síðan þá hafa þær
verið bakaðar um allan heim og
margar uppskriftir notaðar. Við í
Bakarameistaranum höfum orðið
okkur úti um uppskrift frá elsta og
virtasta Konditori Danmerkur, upp-
skrift sem er 80 ára gömul og við telj-
um þá bestu.
Við höfum ferðast út um allan heim
á fagsýningar til aö verða okkur úti
um nýjungar í faginu og teljum okk-
ur vita betur. Símhringingin kom
okkur því verulega á óvart, þar sem
fólk hefur síðastliðin 4 ár verið ánægt
með Sacher-tertuna okkar og hún
selst mjög vel.
Hafi bakarinn sýnt dónaskap biðst
ég velvirðingar á því sem fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hvað
varðar þessa tertu, sjáum við enga
ástæðu til að hætta að baka eftir
þessari uppskrift því samkvæmt
okkar mati sem fagmanna er hún
best.
„. . .fólk hefur siðastliðin 4 ár verið ánægt með Sacher-tertuna okkar og hún selst mjög vel,“ segir í svari fram-
kvæmdastjóra Bakarameistarans.
Ónaf ngreindir ofdrykkjumenn
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Sú var tíðin að þeir sem ekki kunnu
með áfengan drykk að fara voru
forsmáðir og kallaðir nöfnum (rútar
eða rónar). Þetta breyttist með til-
komu AA-samtakanna sem telja fyr-
irbærið sjúklegt. Skilgreiningin í rit-
um þeirra er þannig ef ég man rétt:
„Alkóhólismi er líkamlegur, sálrænn
og andlegur sjúkdómur, sem er
ólæknanlegur, en stöðvanlegur," þ.e.
með þvi að hætta að drekka.
Enginn þarf í rauninni að blygðast
sín fyrir það að vera sjúkhngur.
AA-samtökin bæði hér og annars
staðar hafa hjálpað mörgum. Gallinn
við þá sem hjálp þiggja er hins vegar
sá að þeir virðast ekki geta látið aðra
í friði. Þeir þvaðra sífellt um áfengi,
predika bindindi eri veita það öðrum
í samkvæmum sínum, til dæmis í
afmælisveislum. Þannig setja þeir
saklausa í slysahættu svo elcki sé
meira sagt — allt til þess gert aö
komma skömminni af sér yfir á hina.
Sannleikurinn er sá að AA-menn
eru ekki að fullu læknaðir fyrr en
þeir hætta að nefna áfengi og ota því
að öðnun. Þetta ætti Vogur og aðrar
slíkar stofnanir aö athuga vel.
Ljósanotkun 1 dagsbirtu:
Eykur bensíneyðslu
Erla T. skrifar:
Merkilegum fréttum var slegið upp
í fjölmiðlum fyrir stuttu. í fréttinni
var talað um að bensínkaup lands-
manna héldu áfram að aukast þrátt
fyrir að bílaeign landsmanna aukist
ekki að sama skapi. Ýmsar getgátur
voru á lofti um ástæður þessa. Talað
var um að ökumenn keyrðu almennt
meira nú en áður og nýttu jafnvel
hvert einstakt farartæki verr en áður
var gert.
Þetta eru allt saman ágætis tillögur
en ég held aö þær höggvi ekki nærri
sannleikanum. Engum virðist hafa
dottið það í hug að ástæðan felist í
þvi að ljósanotkun í dagsbirtu er
skylda. Hér á Norðurlöndunum og
einhveijum öörum löndum hefur
þessi ósiður verið tekinn upp, að
neyða menn til þess að láta aðalljósin
loga í dagsbirtu.
Ég hef aldrei skilið þessa reglu.
Hún eykur mjög bensíneyðslu bif-
reiðarinnar, hátt í 10% af heildar-
eyðslunni. Talað var um að bensín-
eyðslan í Svíþjóð hefði aukist um 8%
þegar þessi ljósaregla var tekin upp
í landinu. Áf einhveijum orsökum
virðist svo sem ráðandi aðilar í þes-
um málum telji það vera betra aö
nota ljósin í dagsbirtu.
Ég er sannfærð um það aö þau gera
ekkert nema ógagn. Þegar maður
horfir til bíls í dagsbirtu með aðal-
ljósin á, hættir manni til að mis-
reikna flarlægðina til hans. Það er
hins vegar mun minni hætta á því
þegar engin ljós eru notuð. Því held
ég að áhrifin af þessu séu eingöngu
neikvæð.
Ég skora á Umferðarráð og sam-
gönguráðherra að endurskoða lögin
um ljósanotkun bifreiða. Kemur til
dæmis ekki til greina að láta það
duga að hafa aðeins stöðuljós logandi
að deginum? Ekki veitir af orku-
sparnaðinum í kreppunni.
Hringiðí síma
63 27 00
millikl. I4ogl6-eðaskrifið
Ndfn os símaiir. verður ad fyliifa bréfum
„Þegar maður horfir til bíls í dagsbirtu með aðalljósin á, hættir manni til
að misreikna fjarlægðina til hans,“ segir meðal annars í bréfi ritara.
Torfærupeyjar
fáhrðs
Ragnar og Oddný skrifá:
Við viljum endilega koma á
framfæri þakklæti til torfæru-
kappanna sem aðstoðuðu okkur
er bíllinn okkar stoppaði aðfara-
nótt síðastliöins þriðjudags. Við
vorum á leið til Reykjavíkur og
bíllinn okkar hafði stoppað efst í
Borgarfirðinum rétt í þann mund
er við skriðum niöur af Holta-
vörðuheiðinni. Allt rafmagn var
af bílnum og allt stopp.
Þar sem við vorum að reyna að
ýta bílnum út fyrir veg koma þá
ekki torfærukappar meö stóra
jeppagrind á kerru. Þeir félagam-
ir í bflnum settu spotta á milli,
kipptu í gang og komu bílnum til
að hlaða. Ekki leið á löngu áður
en þaö tókst hjá þeim og töldu
þeir ekki eftir sér að veita þessa
aðstoð. Enn og afhtr viljum við
koma á framfæri þökkum til
þeirra peyja fyrir aðstoðina.
Nýflokkun
nautakjöts
Steindór skrifar:
Það stendur til í haust hjá Kjöt-
mati ríkisins að taka upp nýja
flokkun nautakjöts eftir fitu-
magni og færa flokkunina nær
því sem gerist í nágrannalöndum
okkar. Það var löngu kominn tími
til og ég vona aö nýja flokkunin
sé eitthvað skynsamlegri,
íslenskir neytendur hafa Iiing-
að til verið í vandræðum með að
fá gott nautakjöt með réttu fitu-
magni því bændum hefur hingað
til verið refsað fyrir að rækta
gott fituríkt nautakjöt. Þetta
stendur vonandi til bóta með nýj-
um og betri reglum.
eggíbuðir
Daníel hringdi:
Hænuegg eru ágætis matur,
hvort sem þau eru soðin, steikt
eða notuð í eggjaköku. En þau
standast engan vegin samanburð
við bragömikil bjargfuglsegg. Nú
er eínmitt tíminn fyrir bjarg-
fuglsegg, en þvi miöur eru mjög
fáar verslanir á höfuðborgar-
svæðinu sem bjóða þau til sölu.
Þaö þykir mér miður og vonast
til þess að verslunareigendur
veröi sér úti um egg því ég veit
aö það er mikil eftirspum eftir
þeim.
Gistingiflug-
stöðinni
Guðmundur hringdi:
Það er hneyksli aö útlendingum
skuli vera leyft að gista í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Þessi bakpoka-
lýður, sem engu eyðir hérlendis,
á ekki að fá aö komast upp meö
þess konar hegðun.
í Keflavik er nóg af hótelum og
ef þessir feröalangar eiga lítiö af
peningum, geta þeri* fengið gist-
ingu á tjaldstaiðum. Það er ekki
hægt aö bjóða öðrum ferðalöng-
um.semleiö eiga um flugstöðina,
upp á að koma að bekkjum sem
eru uppfullir af sofandi bakpoka-
ferðalöngum.
Gætifariðilla
Einar hringdi: ■
Ég las um það í fréttum aö Al-
bert Guðmundsson hygði á heim-
ferð frá Frakklandi og gæti vel
hugsað sér að fara aftur aö taka
þátt i stjórnmálum. Hann útilok-
aði ekki þann möguleika að hami
færi í framboð í borgarstjórnar-
kosningum eða jafnvel til Alþing-
is. Ég á bágt meö að trúa þvi að
hann geti náð nokkru fylgi hér
heiraa. Það myndi aðeins vera
niðurlæging íýrir hann að reyna
að komast til áhrifa hér á ný og
þurfa síöan að fá það i andlitið
að hann hafi ekki lengur neitt
persónulegt fylgi.