Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993
13
Sviðsljós
Heimilisiðnaðarsafnið:
Kvenfélagasambandið
tekur við rekstrinum
Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi;
Frá upphafi Heimilisiðnaðarsafns-
ins á Blönduósi hefur samband aust-
ur-húnvetnskra kvenna átt og rekið
safnið en sveitarfélög og aðrir opin-
berir aðilar styrkt það íjárhagslega.
Nú hefur kvenfélagasambandið
ásamt átta sveitarfélögum stofnað
sjálfseignarstofnun um rekstur
safnsins.
Kjörin hefur verið fimm manna
stjóm og er Elín S. Sigurðardóttir
formaður. Elísabet Sigurgeirsdóttir
hefur verið ráðin umsjónarmaður
safnsins og mun hún hafa það opið
fyrir gesti frá kl. 14-17 alla virka
daga í sumar.
í Heimihsiðnaðarsafninu er varð-
veittur hvers kyns heimihsiðnaður
að fornu og nýju og þar eru oft sýnd
aldargömul vinnubrögð, m.a. við tó-
vinnu. Fjölmargir gestir koma og
skoða safnið á hveiju ári og það er
einnig notað sem kennslu- og
fræðslustofnun fyrir nemendur.
T.v. Elín S. Sigurðardóttir, formaður stjórnar safnsins, og Elísabet Sigurgeirsdóttir safnvörður. DV-mynd MÓ
Bömin fá hjálma
Slysavarnadeildin Hafdís á Fáskrúðsfirði afhenti nýlega öllum börnum sem fædd voru á árinu 1986 reiðhjóla-
hjálma. Börnin voru 18 talsins. Afhendingin fór fram á sjómannadaginn en félagskonur voru þá með kaffisölu í
félagsheimilinu Skrúð, þar sem mikill fjöldi fólks naut girnilegra veitinga slysavarnakvenna.
DV-mynd Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði
koma fram tveir en nú hafa þeir bætt tveimur nýjum í hópinn og ætla
að fara víða í sumar. DV-myndir HMR
Tveirvinir:
Þóranna Halldórsdóttir og Gunnar Lárusson kunnu nær alla textana og
voru í hópi þeirra sem tóku vel undir.
Mannakorn
í Reykjavík
Hljómsveitin Mannakom kom
fram á veitingastaðnum Tveim vin-
um laugardagskvöldið 19. júní. Það
voru þeir Pálmi Gunnarsson og
Magnús Eiríksson ásamt tveimur
nýjum hðsmönnum, þeim Sigfúsi
Óttarssyni trommuleikara og Karli
Olgeirssyni sem sphaði á Hamm-
ondorgel.
Að sögn Magnúsar munu þeir
koma fram víðs vegar um landiö í
sumar, svo sem á Vopnafirði og í
Vestmannaeyjum, en þetta var eina
uppákoman í Reykjavík í bráð.
Þeir sem voru staddir á Tveim
vinum þetta kvöld voru vel með á
nótunum og mikið var um óskalög.
-HMR
Blönduós:
Hestamót
Húnvetninga
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi;
Tæplega eitt hundrað hestar tóku
þátt í hestamóti Húnvetninga sem
haldið var á Skeiðvellinum við
Blönduós sl. laugardag. Mótið er
sameiginlegt hestamannamót félag-
anna Neista, Óðins og Snarfara.
Helstu úrslit urðu þessi: í A flokki
gæðinga sigraði Goði Finns Bjöms-
sonar. Knapi var Valur Valsson.
í B flokki gæðinga sigraði Þokki
Jóns Kristófers Sigmarssonar og var
hann knapi.
í eldri flokki unghnga varð Áslaug
Eir Hólmgeirsdóttir í fyrsta sæti á
Ormari. í yngri flokki unghnga sigr-
aði Áslaug Inga Finnsdóttir á Litla-
Jarp.
í töltkeppni sigraði Ægir Sigur-
geirsson á Keðju, rauðstjömóttri
hryssu, sem var jafnframt vahn hest-
ur mótsins.
Þessar ungu stúlkur í barnakór Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði fjármögnuðu ferð sína á Landsmót
íslenskra barnakóra 1993 með því að halda vöfflutónleika í skólanum. DV-mynd Ingibjörg Pálsdóttir, Grundar-
firði
Hestamótið, sem haldið var á Blönduósi, var mjög vel sótt og þar voru um
100 hestar. DV-mynd Magnús