Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Við lúrum á aurum Ríkisstjómin telur, aö þjóöin hafi engan veginn veriö blóömjólkuð. Hún telur, að einstaklingar og fyrirtæki lúri enn á aurum, sem nýta megi til svokallaðra sameigin- legra þarfa þjóðarinnar. Hún ætlar þess vegna aö finna upp nýja skatta og hækka suma þá, sem fyrir eru. Um mánaðamótin verður lagður 14% skattur á ferða- þjónustu og Qölmiðlun. Næsta vetur verður farið að inn- heimta Qármagnstekjuskatt. Og almennt er reiknað með, að tekjuskattur verði hækkaður um áramótin, enda ætl- ar ríkisstjómin að ná í nokkra milljarða til viðbótar. Um leið hyggst ríkisstjómin halda áfram að flármagna hluta hallarekstrar síns með lántökum á innlendum markaði. Hún mun halda áfram þeirri áralöngu hefð, að ríkið hafi sem umsvifamikiU lántakandi fomstu um að auka efdrspum peninga og hækka vexti í landinu. Núverandi h ármálaráðherra er þegar orðinn skatta- kóngur íslandssögunnar og mun slá persónulegt met sitt á þessu ári. Ríkisstjómin í heild hefur slegið íslandsmet í stækkun hlutdeildar hins opinbera í þjóðarbúskapnum á kostnað hlutdeildar fyrirtækja og einstaklinga. Afrek stjómarinnar á þessu sviði byggjast að nokkm leyti á þeirri skoðun, að hér sé engin kreppa, heldur eins konar seQun, sem byggist á fjölmiðlafári. Innifalið í skoð- uninni er, að atvinnuleysi hafi fyrir löngu verið orðið tímabært og megi gjama aukast að útlendum hætti. Ríkisstjómin telur atvinnuleysi einna mikilvægustu leiðina til að halda kröfuhörku almennings í skeQum og afla vinnufriðai- til að hækka skatta og minnka þjónustu við almenning. Eiginlega má segja, að hún telji almenn- ing vera stærsta vandamál yfirstéttarinnar í landinu. Stefnan hefúr gengið svo vel, að verkalýðsrekendur fallast á, að innihald nýrra þjóðarsátta felist í yfirlýsing- um ríkisstjómarinnar um, að hún ætli að einhverju leyti að standa við fyrri yfirlýsingar sínar úr eldri þjóðarsátt- um. Nýju loforðin em eins marklaus og hin gömlu vom. í fyrrahaust reyndi ríkisstjómin að klípa utan af vel- ferðarkerfinu, einkum í heilsugæzlu og menntastofhun- um. Hún telur, að stækkun ríkisgeirans eigi ekki að skila sér í aukinni þjónustu við almenning, heldur eigi hún að nýtast grundvallarhugsjón ríkisstjómarinnar. Þessi grundvallarhugsjón felst í að halda merki hefð- bundins landbúnaðar hátt á lofti. í því skyni leggur stjómin á þessu ári níu milljarða króna á herðar skatt- greiðenda og tólf milljarða króna til viðbótar á herðar neytenda. Þetta er eitt af íslandsmetum hennar. Enda má vera augljóst, að sú þjóð er ekki fátæk, sem telur sig hafa efni á að brenna árlega 21 milljarði króna á altari kúa og kinda. Hún ætti ekki að vera að kvarta og kveina um peningaleysi og vaxtabyrði, atvinnuleysi og óáran. Slíka þjóð má auðvitað mjólka enn frekar. Ekki má gleyma því, að þjóðin hefur sjálf vahð sér leiðtoga til að leggja niður skóla og heilsugæzlustöðvar, svo að auka megi peningabrennslu í hefðbundnum land- búnaði og ýmsum gæluverkefnum hins opinbera. Þjóðin hefur fengið þá ríkisstjóm, sem hún á skilið. í stórum dráttum hefur í kosningum og kjarasamning- um verið staðfest þjóðarsátt um að færa-þjóðfélagsgerð- ina í auknum mæli frá velferðarríki heimilanna yfir í velferðarríki gæludýranna. Meðan þessi þjóðarsátt er í gildi, ætti fólk ekki að vera kvarta yfir kreppu. Smíði nýs fj árlagafrumvarps mun í sumar markast af þeirri vissu flármálaráðherra og ríkisstjómar, að þjóð- in lúri enn á aurum, sem hafa megi og beri af henni. Jónas Kristjánsson „Hernaður er ekki lengur hetjudáö unnin í órafjarlægð heldur helkaldur veruleiki sem er kominn inn á heim- ili hvers manns ...“ segir i texta greinarhöfundar. Aðgræðaá bandalögum Frá því aö sögur hófust og allt fram á okkar tíma hafa forystu- menn þjóða hafið landvinninga- stríð á aðrar þjóðir til þess að ná undir sig gögnum þeirra og gæðum. „Menningarþjóðir" Evrópu fóru þar í fararbroddi á seinni öldum og lögðu undir sig frumstæðari þjóðir og sköpuðu sér nýlendur, sem þær blóðmjólkuðu. „Menning- arþjóðimar" gátu hreinlega ekki staðið undir lífskröfum sínum af eigin ágæti, til þess urðu þær að ræna aðrar. Öldum saman var hverri tilraun nýlendnanna til frelsis drekkt í eigin blóði. Þó kom þar um síðir að kerfið gekk ekki lengur og nýlendurnar brutust til sjálfstæðis. Skriffinnskubákn Lögmálið er samt enn það sama; sterkar þjóðir sækjast eftir gæðum þeirra veikari, en aðferðimar em að breytast. Hemaöur er ekki leng- ur hetjudáð imnin í órafjarlægð heldur helkaldur veruleiki sem er kominn inn á heimili hvers manns, ef ekki bókstaflega, þá að minnsta kosti í skýmm myndum í sjón- varpi. Almenningur herraþjóð- anna getur nú séð syni sína deyja á vígvöllum og trúir ekki lengur á hetjuljómann, trúir þeirri blekk- ingu ekki lengur. Þess vegna varð að finna nýja. Nýju aðferöimar era að sitja á löngum og dýmm fundum til þess að undirbúa langar og dýr- ar ráðstefnur, byggja stórar og dýr- ar hallir utan um skriffinnskuna, sem leiðir af fundunum og ráð- stefnunum, og stofna bandalög, alls konar bandalög; menningarbanda- lög, stjómmálabandalög, við- skiptabandalög, tollabandalög, efnahagsbandalög, peningabanda- lög og meira að segja hernaðar- bandalög. Bandalögin eiga að skapa bandalagsþjóðunum blessun Kjállajiim Sigurjón Valdimarsson sjálfstætt starfandi blaðamaður velsældar og hamingju. Það er nýja blekkingin. Verðmætasköpun Við íslendingar skriðum' út úr moldarkofunum og fómm að gá til sólar þegar við hættum aö vera nýlenduþjóð. Við höfum lengi vitað að „lífið er saltfiskur" og að ef viö söltum ekki fisk þá hættinn við að sjá til sólar og verðum aftur að skríða inn í moldarkofana; ef við sköpum ekki verðmæti þá töpum við lífsgæðunum sem við unnum okkur inn sem sjálfstæð þjóð. Við vitum aö ef við látum ekki öðrum þjóðum eitthvað í té þá fáum við ekkert frá þeim. Það lögmál hefur alltaf gilt og gildir enn í mannleg- um samskiptum. Þess vegna eigum við erfitt með að trúa þegar okkur er sagt að við séum að tryggja okk- ur velsæld og góða afkomu um ókomin ár með því að ganga í bandalög með þjóðum sem sagan segir okkur að hafi lengst af lifað af að mergsjúga aðrar þjóðir, en hafa nú misst ýmsa spæni úr aski sínum. Viö vitum að vísu að sumir menn hafa aflað sér stundargæða með því að skrifa undir nógu marga pappíra, en hafa um leið fært sjálfan sig í fjötra skuldbind- inganna, tapað frelsi sínu. Venju- legir menn forðast slika blekkingu. Við, venjulegir íslendingar, trúum því ekki að grannþjóðimar í Evr- ópu ætli að gefa okkur einhver ósköp af gæöum ef við bara skrif- um undir pappírana þeirra. Viö teljum okkur vita að þær vilji fá eitthvað í staðinn - ef ekki strax þá einhvern tíma í framtíöinni. Við viljum fá að vita hvað tekur við þegar það er uppurið sem viö fáum fyrir að undirrita pappírana um bandalög. Við viljum ekki þurfa að setja neinn nútímamann á bekk með Gissuri jarli. Sigurjón Valdimarsson „Við, venjulegir Islendingar, trúum því ekki að grannþjóðirnar í Evrópu ætli að gefa okkur einhver ósköp af gæðum ef við bara skrifum undir pappírana þeirra.“ Skoðanir annarra Sundurtættur f lokkur Á nýlegum miðstjómarfundi Alþýðubandalags- ins um sjávarútvegsmál kom fram með átakanlegum hætti, hversu sundurtættur flokkurinn er í þessu mikilvægasta máli þjóðarinnar. Ólafur Ragnar barð- ist fyrir stefnu nkisstjómarinnar um frjálst framsal kvóta; Jóhann Ársælsson alþingismaður vildi leggja af kvótakverfið og taka upp sóknarstýringu, og til að kóróna ringulreiðina stillti Steingrímur J. Sigfús- son sér upp á milli andstæðra fylkinga; og að sjálf- sögðu með vitlausustu lausnina sem hugsast getur: hann vildi kvótakerfi, en án framsals!" Leiðari Alþbl. 23. júní Hlutafélag SVR „Framsóknarmenn em blindaðir af sólarlagi samvinnurekturs á íslandi um þessar mundir. Þeir finna til minnimáttarkenndar gagnvart einkarekstri og hlutafélögum. Svo langt geta afturhaldskenningar framsóknar leitt fulltrúa flokksins í ógöngur, að þeir hika ekki við að fullyrða hér og nú, að hlutafélag um Strætisvagna Reykjavíkur verði þegar í stað lagt niður að afloknu næstu borgarstjómarkosningum fái þeir einhveiju ráðið." Markús Öm Antonsson í Mbl. 23. júní Dýrir iðnaðarmenn „Það er ekki aðeins skortur á hæfum bygginga- mönnum sem veldur viöhaldsvandræðum, heldur rökstudd hræðsla við uppmælingataxta og þau laun yfirleitt sem byggingamenn hafa komist upp með að taka fyrir verk sín. Ekki er óalgengt að viðhaldssnill- ingar taki tvöfóld og upp í fimmfóld laun verkbeið- enda og er þá miöaö við vinnustundir. Meö svona hugsunarhætti skáka iðnaðarmenn sér út af vinnu- markaöi og kvarta sáran og heimta nýbyggingar og eölilegt viöhald eigna situr á hakanum.“ OÓ í Tímanum 23. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.