Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Síða 17
FIMMTUDAGUR 24. JÚNl 1993 17 Fréttir Útlendingar á íslandi 1982-1992 Súlurnar sýna fjölda útlendinga á íslandi hinn 1. desember 1982 annars vegar og 1992 hins vegar, flokkað eftir rlkis- fangi. 1982 voru þeir alls 3.455, en 4.8261 fyrra. 500 1.000 Norounona Færri útlendingar fá vinnu hérlendis vegna atvinnuleysis: Ottast aukna óvild í garð útlendinga - segir Jóhann Jóhannsson hjá útlendingaeftirlitinu „Atvinnuleysið hér á landi hefur orðið þess valdandi að það eru færri útlendingar sem geta fengið hér vinnu,“ segir Gunnar E. Sigurðsson, deildarsérfræðingur í félagsmála- ráðuneytinu. „Útlendingmn hér hef- ur fækkað síðustu árin og versnandi atvinnuástand leiðir til þess að meiri tregða er til að veita atvinnuleyfi." Breytingar á samsetningu Nú eru 925 útlendingar með gild atvinnuleyfi hér á landi. Auk þess vinna hér Norðurlandabúar en þeir þurfa ekki leyfi til þess. Meirihluti þessa vinnuafls kemur frá Evrópu- og þar af koma flestir frá Austur Evrópu. Jóhann Jóhannsson hjá Út- lendingaeftirlitinu segir að ákveðin breyting í þessum málum hafi átt sér stað fyrir nokkrum árrnn. „Snemma á áttunda áratugnum kom hingað talsvert af fólki frá Eyjaálfu til að vinna í fiskverkun en fýrir nokkrum árum hófst hér innflutningur á vinnuaflifráPóllandi,“ segir Jóhann. „Fólki frá Asíulöndum hefur einnig fjölgað og það má að vissu leyti skýra með komu kvenna frá löndum á því svæði.“ Asíubúum fjölgað Samanburður Hagstofunnar á er- lendum ríkisborgurum, búsettum hér á landi 1982-1992 leiðir í ljós að erlendum ríkisborgurum frá öllum heimsálfúm hefur fjölgað hér á landi. Samkvæmt þjóðskrá 1992 bjuggu hér 4826 erlendir ríkisborgarar en fyrir áratug voru þeir 3465. Flestir koma þeir frá Norðurlöndum og Evrópu en athygli vekur að mest er fjölgunin á fólki frá Asíu. Ríkisborgarar landa í Asíu voru 122 árið 1982 en 505 í fyrra. Þessi fjölgun skýrist að hluta til þegar höfð eru í huga hjónabönd íslenskra karlmanna og kvenna frá löndum á þessu svæði. Tregða í veitingu leyfa Til þess að fá atvinnuleyfi hér á landi þarf viðkomandi að hafa dval- arleyfi frá útlendingaeftirlitinu; vinna þarf að standa viðkomandi til boða, svo og samþykki viðkomandi stéttarfélags. „Eftir því sem atvinnu- lausum hefur fiölgað hér á landi hef- ur tregða í veitingu atvinnuleyfa aukist," segir Gunnar. „Sú tregða liggur helst hjá atvinnurekendum og stéttarfélögum; ráðuneytið er bundið af lögum um þessi mál og veitir yfir- leitt leyfið ef öll skilyrði eru upp- fyllt.“ Eftir að EES samningurinn gengur í gildi munu þegnar EB og EFTA landanna ekki þurfa atvinnu- leyfi hér á landi. Þær raddir hafa heyrst að þetta leiði til aukinnar ásóknar í vinnu hér á landi. Þeir Gunnar og Jóhann telja þessar áhyggjur ástæðulausar. „Ég býst ekki við miklum breytingmn í þess- um efnum,“ segir Jóhann. „Ráðandi þátturinn í ásókn erlends vinnuafls í vinnu hérlendis er einfaldlega at- vinnustigið hér, ekki það hvað auð- velt er að fá atvinnuleyfi." Tölvuvæðing vinnumiðlunar Lög kveða á um að ekki megi veita atvinnuleyfi nema sýnt þyki að skortur sé á vinnuafli. „Það hefur komið í ljós að það er erfitt að athuga möguleikana á innlendu vinnuafli sem er tilbúið að flytja sig um set. Vinnumiðlunarskrifstofur hafa ekki verið samtengdar en um næstu ára- mót verður bætt úr þessu þegar nýr gagnabanki vinmuniðlunar verður væntanlega tekinn í notkun,“ segir Gunnar. „Þá verða allar vinnumiðl- unarskrifstofur á landinu samtengd- ar og hægt verður að athuga mögu- leikana á vinnuafli utan viðkomandi svæðis. Breyting á umræðunni? Lítil umræða hefur verið um at- vinnumál útlendinga hér á landi en þeir sem þekkja til segja að það gæti breyst á næstunni. „Við höfum verið á svipuðu stigi og Norðurlandabúar voru fyrir tveimur áratugum þegar þeir voru að bjóða til sín erlendu vinnuafli. Sá er hins vegar munurinn að fólkið, sem kemur til okkar, sest ekki að hér í jafnríkum mæli og þekkst hefur hjá grannþjóðúm okk- ar,“ segir Jóhann. Hann telur ákveðna „nesjamennsku" til staðar í viðhorfum íslendinga gagnvart út- lendingum. „Annars vegar er nokk- uð um óvild í garð útlendinga meðal fólks hér og hins vegar verður maður var við að svokallaðir „íslandsvinir“ eru hafnir upp til skýjanna og fólk vill allt fyrir þá gera, jafnvel þó þeir séu kannski að koma hingað í fyrsta eða annað skiptið. Þetta segir manni að landinn eigi kannski svolítið erfitt með að líta á útlendinga sem venju- legt fólk. Ég er hins vegar hræddur um að óvild í garð útlendinga gæti aukist ef atvinnuástandið versnaði; það höfum við séð gerast í nágranna- löndum okkar," sagði Jóhann Jó- hannsson hjá útlendingaeftirlitinu. -bm m Kópavogur: Ók á brott af bílasölu Maður kom inn á bílasölu notaðra Charade bifreið. Ekki vildi betur til var ekki fyrr en sl. þriðjudag sem bíla hjá Toyota í Kópavogi sl. föstu- en svo að maðurinn ók bílnum á hann kom í leitimar í Reykjavík og dag. Hann hugðist kaupa sér bíl og brott og hvarf út í buskann. þjófurinn fannst. fékk að setjast inn í rauða Daihatsu Lögreglan hóf leit að bílnum og þaö -bjb Menning Elías Snæland Jónsson. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Islensk hetjusaga íslensku bamabókaverðlaunin vom veitt fyrir nokkm í áttunda sinn fyrir besta innsent handrit. Þessi verðlaun hafa alltaf tekist reglulega vel og komið á bragðið með að skrifa fyrir böm jafn ágætu fólki og Guð- mundi Ólafssyni og Kristínu Steinsdóttur. I fyrra vann Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson samkeppnina og hlaut einnig verðlaun Fræðs- luráðs Reykjavíkur í vor sem besta frumsamda barnabókin 1992. Það var vel af sér vikið. í ár fær unglingabókin Brak og brestir eftir Elías Snæland Jónsson þessi verðlaun. Elias er ekki ný- liði, hann hefur áður sýnt áhuga og skilning á unglingum, bæði í bókinni Davíð og krókódílarnir (1991) og smásögunni „Hvemig skyldi það vera?“ sem kom í smá- sagnasafni Samtaka móðurmáls- kennara, Vertu ekki með svona blá augu (1984). Það var óvenjuleg saga, nærgöngul og mjög áhrifa- mikil, um rannsóknarlögregluþjón sem rannsakar hvarf unglings- stúlku. Söguhefia nýju bókarinnar er fimmtán ára strákur sem heitir Hákon. Hann missti móður sína ungur og hefur alist upp hjá pabba sínum sem er venjulegur íslenskur vinnuþjarkur og veit ekki alltaf í hvers kon- ar félagsskap drengurinn hans er. En í upphafi sögu missir pabbi atvinn- una f Reykjavík og þeir feðgar flytja búferlum norður í land. Bærinn sem þeir fara til er greinilega Akureyri, en ekki fær hún að heita þaö í bókinni. Sagan gerist á nokkrum mánuðum, frá því í janúar þegar þeir flytja norður og fram yfir páska, og dettur eiginlega í tvennt. Annar hlutinn er ósköp kunnugleg saga um ungling sem er að ryðja sér til rúms á nýj- um stað. Áður en feðgamir flutfu haíöi Hákon komist i kast við lögin, en við fáum litlar upplýsingar um það og annað sem varðar líf hans syðra, frammistöðu í skóla og íþróttum. Það vantar alveg undirbyggingu undir setningar eins og þessar (bls. 36-7): „Hákon fann til... gleði sem hann hafði ekki þekkt áður. Hann hafði sýnt og sannað fyrir sjálfum sér og öðrum að hann gat verið með þeim fremstu í einhverju. Loksins!" Af hveriu ekki fyrr? Inn í þessa sögu kemur að sjálfsögðu stúlka, ein af þessum yndislegu stelpum í íslenskum unghngabókum, svo falleg og réttsýn - og umfram allt hress. Hér heitir hún Hanna Stína og er með svartar krullur, dökk- brún augu og smitandi hlátur. Bæði hún sjálf og klíkan hennar í skólan- um eru býsna fyrirsjáanlegar. Ég hafði meira gaman af sessunautum Hákonar, Finni fimmaura og Stebba sjéní,en um þá félagana segir Finn- ur: „Það eru til gáfnaljós og kertaljós ... Ég vil miklu frekar vera kerta- ljós. Það er svo rómantískt." (27) Lýsingarnar á tölvugræjunum hans Stebba eru mjög áhugaverðar. Én þessi hluti er annars að mestu í föstu formi og stíllinn - eöa réttara sagt uppsetning í málsgreinar - minnir mjög á bækur Andrésar Indriðasonar. En þessi dæmigerða „unglingasaga“ reynist bara vera ramminn utan um aðalsöguna sem er allt öðruvísi. Hún er nútíma afrekssaga og gerist um páskana þegar feðgamir fara í skemmtiferð á Langjökul með vini sínum og frænda, Sigga Ástu, sem er mikill fiallagarpur. Illviðri brestur á óvænt og þó að þeir félagar séu undir allt búnir er annað fólk í lífs- hættu og áður en lýkur sannar Hákon fyrir alþjóð, og klíkunni hennar Hönnu Stínu, að hann er sönn íslensk hefia. Hann reynist meira að segja vera berdreyminn eins og langamma hans þó að það hljóti að vera um það bil það hallærislegasta sem til er fyrir strák á hans aldri að viður- kenna slíkt! Ég vil ekki spilla ánægju væntanlegra lesenda með því að segja nánar frá viðburðum þessarar páskahelgar en það get ég sagt að frásögnin er fiarskalega vel unnin í öllum þessum tæknilegu smáatriðum sem skipta svo miklu máli þegar verið er að segja frá einhveiju sem les- andi veit ekki hvemig gengur fyrir sig. Því betur sem þessir kaflar eru lesnir þeim mun betri verða þeir. Frásögnin af ferðalagi Hákonar á páskafiöll er vel skrifuð, hörkuspenn- andi og sérkennilega lifandi og eftirminnileg. Eftir á finnst mér eins og ég hafi fylgst með henni í sjónvarpi, svo skýrar eru myndirnar. Þá gerir ekkert til þótt ramminn sé litlítill. Frágangur á texta er góður. Kápumyndin er af heldur hörkulegu pari um þrítugt; ég er fegin að það skuli ekki vera í bókinni. Elias Snæland Jónsson: Brak og brestir Vaka-Helgafell 1993 Einstakt tækifæri Til sölu BMW 520 iA, árg. 1992. Bifreiðin er ríkulega búin auka- hlutum, m.a. leðurinnréttingu, rafrúðum og fleira. Ek. 3,400 km. Verð 3.700.000. Kostar nýr 4.300.000 stgr. Skipti, skuldabréf at- hugandi. Góð íbúð kemur til greina. Upplýsingar í síma 679729 og 812800 vs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.