Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Side 20
32 FIMMTUDAGUR 24. JÚNl 1993 Iþróttir „Nei þetta var sko alls ekki óskadrátturiuxi en viö verðum bara að mæta því og reyna að koma á óvart en auövitað var samt gaman að lenda á móti þessu skemmtilegasta liði lands- ins,“ sagði Helgi Ragnarsson, þjálfari 3. deiidar iiðs HK, en það dróst gegn íslandsmeisturum ÍA. HK hefur staðið sig vel í Mjólkur- bikarkeppninni og í síðustu tveimur umferöum skellti iiðiö 2. deildar liöinum BÍ og Stjöm- unni og það á útivelli. „Ef Skagamenn veröa með van- mat þá verður það okkur tíl góða. Nú, þetta er ákveðin upphefðfyr- ir strákana að mæta besta liði landsins og verður mælikvarði á þeirra getu líka. Þeir verða að standa sig í svona raunum og ég hef trúa á aö þeir geri þaðsagði Helgi. -GH Drátturinn Víðir-Víkingur Höttur-Leiftur FylkJr-FH ÍBV-KA HK-ÍA Valur-UBK ÍBK-Þór Fram-KR • Leikur Frám og KR fer fram þriöjudaginn 6. júLí. Leikir Víðis og VSkings og Fylkis og FH fara fram miövikudaginn 7. júli en allir aörirflmmtudaginn8.júlí. -GH . :■ ■ ...: :■ ::: . Fulltrúi 3. deildar liðs HK tekur þátt í drættinum í gær. HK dróst gegn íslandsmeisturum ÍA og lið HK, sem ekki hefur tapað leik i 3. deildinni á erfiöan leik fyrir höndum á heimavelli sínum. DV-mynd Brynjar Gauti Dregiö 116 liða úrslit Mjólkurbikarkeppninnar 1 knattspymu í gær: Stórleikur Framara og KR-inga athyglisverðasta viðureignin Það verða nokkrir athyglisverðir leikir í 16. Uða úrslitum Mjólkurbik- arkeppninnar en dregið var í keppn- inni í gær. Talsverðrar spennu gætti meðan drátturinn fór fram og verður að telja leik Fram og KR stórleikinn en þessi tvö lið komu síðast upp úr mjólkurbrúsanum góða. Bikarkeppninni var fyrst hleypt af stokkunum 1960 og veröur því þetta í 33. sinn sem keppnin fer fram. Vals- menn hafa oftast hampað titlinum, alls átta sinnum, og KR og Fram sjö sinnum hvort félag. HK fékk stórleik á heimavelli gegn Skagamönnum en Kópavogsliðið hefur aldrei áður leikið í 16 liða úr- shtum fyrr. Valsmenn, sem unnið hafa Mjólkurbikarinn síðustu þijú árin, drógust á mótí Breiðabliki. Svo skemmtilega vili til að Ingi Bjöm Albertsson, sem stýrði Val til sigurs í síöustu þremur keppnum, er nú við við stjómvölinn hjá Breiðabliki. Verður fróðlegt að sjá hvemig læri- sveinum Inga Bjamar reiðir af gegn hinu sterka liði Vals. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í Mjólkurbikarkeppninni. I fyrra léku liöin saman í 16 liða úr- slitunum og þá hafði Valur betur, 3-0, og árið 1991 léku liðin í 8 liða úrslitunum og Valur hafði betur, 5-4, í vitaspymukeppni. Hefði frekar kosið að mæta Val í úrslitum „Þetta var enginn óskadráttur og ég hefði frekar kosið að mæta Val í úr- slitum keppninnar. Ég sé þetta fyrir mér sem harðan og jafnan leik þar sem bæði lið eiga jafnan möguleika á að sigra. Viö gerum okkur auðvitað grein fyrir því að Valur er annað besta lið landsins í dag og ef við ætl- um að ná árangri þurfum við að ná algjörum toppleik," sagði Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari Breiðabliks. „Við erum auðvitaö í þessari keppni til að vinna og erum ekki þama sem einhver uppfyliing fyrir 1. deildar liðin. Ég ítreka það að Val- ur er sterkasta bikarhð landsins í dag og við þurfum vafalaust á heilladís- unum að halda til að leggja þá að velli,“ sagði Ingi Bjöm við DV eftir bikardráttinn. Skemmtileg tilviljun aö fá Breiðablik „Það skiptir í raun engu máli hveijir andstæðingamir erú í bikarkeppni. Þetta er sérstök keppni að því leytinu til að liðin leggja ailt undir, annað- hvort em þau inni eða úti. Þetta er nokkuð skemmtileg tilviljun að fá Breiðablik sem andstæðing þar sem fyrrverandi þjálfari Vals er Ingi Björn Albertsson. Ég veit ekki hvort verið er að storka okkur eitthvað með þessum drætti, það verður bara að koma í ljós. Annars leggst þessi dráttur bara vel í mig. Viö látum ekkert af hendi baráttulaust og gef- um okkur alveg á fullu í þennan leik. Við erum fullir eftirvæntingar og hlökkum til þessa leiks,“ sagði Krist- inn Bjömsson, þjálfari Valsmanna, í samtali við DV skömmu eftir bikar- dráttinnígær. -GH/JKS Guöbjörn Árnason, (ulltrúi Mjólkurdagsnefndar, dregur nafn Víkings úr hattinum i gær. Víkingar leika gegn Víði í Garðinum í 16 liöa úrslitunum. DV-mynd Brynjar Gauti KR-ingar erf iðasti andstæð- ingurinn sem við gátum fengið „Það verður skemmtilegt fyrir okkur aö fá KR-inga í heimsókn á Laugardalsvöliinn. Þetta verður fyrsti leikurinn í 16 liða úrshtunum og gefur því fólki tækifæri til að sjá áhugaverðan leik. Hins vegar er al- veg ljóst að KR-ingar vom erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið. Það er kannski spuming hvort það henti ekki Framliðinu best að leika gegn sterkustu andstæðing- unum,“ sagði Halldór B. Jónsson, formaður knattspymudeildar Fram, við DV eftir dráttinn. Ég er nokkuð sáttur viö niðurstöðuna „Já, ég get ekki sagt annað en ég sé nokkuð sáttur við þessa niðurstöðu. Ég óskaði mér að fá heimaleik gegn Keflavík eða FH en aðalmálið var þó að fá heimaleik. Eg tel okkur eiga ágætismöguleika en viö þurfum engu að síður að ná toppleik til að slá þá út úr keppni," sagði Daníel Einars- son þjálfari og leikmaður 3. deildar liðs Víðis sem mætir Víkingum á heimavelii sínum í Garði. Eigum góða möguleika „Ég er mjög sáttur við aö fá heima- leik og við eigum góðan möguleika á að komast áfram. Ég held að Leiftur sé ekkert slakara lið en flest 1. deild- ar hðin og veröi ekkert auðveldara en við getum unniö hvaða lið sem er á góðum degi. Auðvitað hefði ver- ið sterkara að fá þekktara lið upp á fleiri áhorfendur en ég held samt að við fáum góða aðsókn á völlinn því fólkið heima styður okkur vel. Ég hefði kannski helst viljað fá HK til aö hefna ófaranna frá því í úrslita- leik 4. delldar en ég bíö spenntur eft- ir að mæta Leiftri,“ sagði Hilmar Gunnlaugsson fyrirhði 4. deildar liðs Hattar sem er í 16 hða úrslitunum í fyrsta skipti í sögu félagsins. Ætlum okkur langt í bikarnum „Mér líst ágætlega á að fá Fylkis- menn en þeir verða eflaust erfiðir hema að sækja. Við lékum fyrir stuttu við Fylki í deildinni og unnum þá góðan sigur en þeir verða eflaust erfiðari fyrir vikið. Ég er ekkert smeykur, það eru allir bikarleikir jafn erflðir og þaö skiptir litlu hver mót- heijinn er. Við ætlum okkur langt í bikamum og stefhum að því að vinna alla bikarleikina," sagði Ólafur Kristj- ánsson, fyrirliöi FH, um leik þeirra gegnFylki. -JKS/GH/RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.