Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 6
22 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLl 1993 Ferðir Helgi Bjömsson söngvari í viðtali við Ferðablað DV um útihátíðir: Betra að vita afbörnunum „Þaö er númer eitt á útihátíöum að vera við aðra eins og þú vilt að aörir séu við þig. Þetta er það sama og á sér staö í sambýli við annað fólk. Á útihátíðum er fólk nær hvað öðru en venjulega. Það er ekki steinsteypa á milli. Þama reynir meira á þolgæði og félagslega þroskann," segir Helgi Bjömsson, söngvari í SSSól, í sam- tali við DV um útihátíðir. Helgi segir að mjög sérstök stemning skapist á útihátíðum - nokkuð sem gerist í raun ekki við nein önnur tækifæri: „Aðalatriðið er að hafa góða skapiö með sér á útihátíð,“ segir Helgi. „Fyr- ir okkur tónlistarmennina er þetta bara mjög gaman. Ég upplifi það mjög sterkt þegar fólk er búið aö vera saman í 2-3 daga. Þaö er mjög skemmtileg stemning sem þú nærð ekki þegar þú spilar á einum tónleik- um eða einu balh. Þetta verður eins og skólabekkur í útilegu. Maður er farinn að þekkja andlitin og hópurinn farinn að hristast sam- an, allir eru búnir að upplifa eitthvað sameiginlegt þannig að það verður mjög sérstakt samband - nokkuð sem maöur upplifir ekki annars stað- ar en á útihátíðum," segir Helgi. Hrottarnir eru mjög lítið hlutfall „Mér finnast útihátíðir ekkert hafa breyst frá þeim tíma sem ég man fyrst eftir þeim. Það er alltaf vesen með klósett, það er rusl, sumir eru ölvaöir og aðrir ekki og svo eru svart- ir sauðir sem setja blett á hópinn - kannski einhverjir vandræðageml- ingar sem eyöileggja fyrir hinum. Þetta er alltaf sama mynstrið. Þetta sama tuð um umgengnina og annað hefur allaf farið óskaplega í taugarnar á mér. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þvi að 4-5 þúsund manns skilja auðvitað eftir sig eitthvert rusl. ara erlendis að stórir hópar séu að skemmta sér saman úti undir berum himni í náttúrunni. Ég held að þetta sé einhver risaupplifun," segir Helgi. Betra að fara á skipulagða hátíð „Mér finnst skilningur á ungu fólki og því sem er að gerast í kringum það ekki vera allt of mikill. Þaö er ekki eins og hlutir, sem hafa verið að gerast á Islandi í tugi ára, séu eitt- hvert nýtt fyrirbæri. Foreldrar, sem eru að bölsótast yfir umgengni og öðru, hafa upplifað þetta kannski á misjafnan hátt sjálfir. Auðvitað koma ýmsir heim með slæma upplifun frá útihátíðum. Ég er ekkert að fara framhjá því. En þegar fjöldinn skiptir þúsundum hlýtur náttúrlega einn og einn að upplifa eitthvað misjafnt." Helgi seg- ir að þeir sem ráði illa við sig og verði útúrdrukknir fái aðhlynningu á útihátíðum. „Það er hugsað mjög vel um þá hhð mála í dag. Það eru sjúkratjöld og læknar og það er gæslufólk sem passar að enginn fari sér að voða. Ef einhver drekkur sig útúr er hon- um komið í hvild og hann látinn sofa úr sér undir eftirhti, gefið heitt kakó og konúð í gang aftur. En ég held að það breytist ekkert að krakkar fari út og tjaldi í hópum hvort sem það er skipulagt eða ekki. Þess vegna finnst mér sem foreldri að ef um er að ræða skipulagða hátíð einhvers staðar er miklu sniöugra að vita af krökkunum þar sem ein- hver hugsar um þá í stað þess að hafa þá bara einhvers staðar úti á víðavangi," sagði Helgi Björnsson. Helgi Björnsson verður með SSSól á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Helgi Björnsson segir að sem foreldri sé betra að vita af börnum sínum á skipulagðri útihátíð, þar sem um sé að ræða eftirlit og aðhlynningu, en einhvers staðar úti á víðavangi. DV-mynd JAK Mér finnst oft að á svona stórum mótum sé þetta aht eins og stór fjöl- skylda. Eftir 1 eða 2 daga er búið að hrista fólkið saman - meirihlutann af fólkinu. En það eru auðvitað oft bölvaðir hrottar innanum sem koma einungis í þeim tilgangi að vera með leiöindi, töffaraskap og stæla sem eiga hvorki heima þama né annars staðar. Ég held að það sé engum til góðs að sturta í sig áfengi, verða minnis- laus og meðvitundarlaus. Hins vegar hafa ekki allir stjóm á drykkjunni en ég held að það ætli sér enginn að verða útúrdrukkinn. Stór partur af þessu er kannski þessi feluleikur. Ég held að íslendingar hafi aldrei kunn- að að umgangast áfengi á eðhlegan hátt, hvorki á útihátíðum né annars staðar. En það er hægt að njóta víns á annan hátt en að drekka bara brennivín og kók,“ segir Helgi. Um það hvaða upplifun íslendingar fái út úr því að fara á útihátíðir, eins og reyndar flestir fuhorðnir hafa gert, segir Helgi: „Það er þetta frelsi sem við íslend- ingar getum svo sjaldan notiö út af veöri - að vera einhvers staðar úti einu sinni til tvisvar á ári. Veturinn heldur okkur inni í 8-10 mánuði á ári. Það er hins vegar miklu algeng- þar sem er gæsla, læknar og aðhlynning ef eitthvað gerist sínum á skipulagðri hátíð Ódýri tjaldvagninn Verð aðeins kr. 269.800 stgr. Frumsýnum ódýran og vandaðan 4ra manna fjöl- skylduvagn með fortjaldi sem kemur mjög á óvart, takmarkað magn. Verið velkomin í sýningarsal okkar. Sumartilboð Fólksbílakerra galf- húðuð. Burðargeta 2 50 kg. Verð aðeins kr. 39.900,- meðan birgðirendast. íslensk dráttarbeisli á flestargerðirbíla, verð frá kr. 11.800. Asetning á staðnum. Allar gerðir af kermrn og vögnum. Allir hlutir í kerrur. VIKURVAGNAR Síðumúla 19 - s. 684911 Göngustígar lagðir í Grá- brók og að Ófaerufossi Ferðamálaráð íslands stóð fyrir sjálfboðavinnuferð að Grábrók í Noröurárdal dagana 10.-13. júní. Unnið var í samvinnu við Náttúru- vemdarráð, Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvemd, landeigendur og Norðurárdalshrepp. Lagðir vora göngustígar og smíö- aður tréstigi tíl að gera greiðfærara upp á Grábrók og gerö var tilraun tíl að raka yfir net ógreiðfærra slóða sem hafa myndast á hönum áram. í júlíbyijun var efnt til annarrar vinnuferðar og nú að Ófærufossi í Eldgjá í samvinnu við sjálfboðahða- Ferðamálaráð hefur staðið fyrir lagningu göngustíganna við Grá- brók og Ófærufoss. samtökin og Skaftárhrepp. Enn má búast við nokkurri umferö ferða- manna inn í Eldgjá þó að steinboginn sé falhnn. Því var gönguleiðin inn gjána lagfærð og lokið við stíg upp með fossinum. Víða er þörf á slíkum framkvæmd- um, bæði th að greiða fór ferða- manna og koma í veg fyrir skemmd- ir á svæðunum. Auk þessara verkefna styrkir Ferðamálaráð nokkra aðha th fram- kvæmda á ferðamannastöðum, eink- um th að reisa salemishús og th göngustígagerðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.