Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Side 5
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
5
Fréttir
Loðnuveiðar:
Um 245 þúsund
tonn á land
Fjöldi loönubáta er nú aftur kom-
inn á miðin, eftir aö hafa landað góð-
um afla eftir hrotu síðustu daga.
Skipin halda sig nú norðan við miðl-
ínuna, um 230 mílur norður af
Langanesi, og skv. upplýsingum í
gær var gott veður á miðunum.
Um 245 þúsund tonn eru nú komin
á land og þar af hefur mestum afla
verið landað á Sigluflrði, eða tæpum
55 þúsund tonnum.
Akureyri:
ÞHr í sjúkrahús
Þrír voru fluttir í sjúkrahús á Ak-
ureyri í fyrrakvöld.
Maður féll úr stiga er hann var að
mála glugga og kvartaði yfir eymsl-
um í höfði. 17 ára stúlka féll af hest-
baki og blæddi úr höfði hennar, auk
þess sem hún kenndi verkja í hné
og mjöðm. Ungur maður féll af vél-
hjóli og meiddist á hnjám.
í engu tilvikinu var um mikil
meiðslaðræða. -pp
Selfoss:
Kannað hvað
veldurglugga-
skemmdum
Knstján Einarsson, DV, SeBossú
Vegna fréttar í DV 21. ágúst sl.
af ónýtum gluggahlerura í
stærsta glugga landsins í Fjöl-
brautaskóla Suðuriands á Sel-
fossi haföi framleiðandi hleranna
samband viö fréttamann DV og
vildi að eftirfarandi kæmi fram:
„Það er rétt að hlerarnir eru
bilaðir á llmingum, en það er
ekki fullkannað hvort um er að
ræða galla í framleiðslunni. Allt
efni, þ.e.a.s. tirabur og lim, var
valiö í samvinnu við arkitektinn,
dr. Magga Jónsson, og er hann
nú að kanna hvað olli því að
svona fór,“ sagöi framleiðandinn.
Þess raá geta að trésmiðir, sem
hafa unnið ýmis störf undir gler-
veggnum, segja að hiti á sólardegi
fari yfir 50 gráður á Celsíus efst
uppi. Ljóst er því að um verulegar
hitasveiflur er að ræða undir
þessum stóra glugga.
- segir Þórður Þórðarson, framkvæmdastjori Verktakasambandsins
„Á síðasta ári var um 30% sam-
dráttur í flestum fyrirtækjum í bygg-
ingargeiranum. Á þessu ári stefnir í
allt að 20 prósent samdrátt hjá mörg-
um þessara fyrirtækja og ég held að
það eigi eftir að verða veruleg fækk-
un í verktakageiranum, enda hafa
verið að sjást tilboð í verk upp á
helming kostnaðaráætlunar. Slíkur
rekstur gengur ekki til lengdar," seg-
ir Þórður Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Verktakasambandsins.
Þórður segir að í fyrra hafi at-
vinnuleysi í þessum geira aðallega
verið meðal smiða en það eigi senni-
lega eftir að breytast. „Á síðasta ári
voru um 100 smiðir á atvinnuleysis-
skrá en lítið atvinnuleysi var hjá
öðrum starfsstéttum í þessum geira.
Þórður segir að það blasi við að
íbúðir á íslandi séu einfaldlega of
dýrar. „Menn hafa verið að byggja
of dýrar íbúðir og það er hreinlega
orðinn of mikill munur milli þess
sem fólk getur borgað fyrir íbúðir og
þess verðs sem ríkjandi er á mark-
aðnum. Á næstu árum sjáum við
fram á að kaupmáttur almennings
muni ekki aukast og þess vegna mun
þessi staða ekki breytast."
Hvemig ætla verktakar að bregð-
ast við þessum aðstæðum?
..Það er auðvitað ekki nema eitt
sem hægt er að gera og það er að
lækka byggingarkostnað," segir
Þórður. „Okkur sýnist að það sé
hægt að gera verulegt átak í þeim
málum og það er jafnvel hægt að
lækka byggingarkostnað um 20 til 25
prósent. Þessi lækkun er möguleg
með endurskoðun á flestum þáttum
í tengslum við byggingar; allt frá fjár-
mögnun, byggingarsamþykktum og
skipulagi, til lánshlutfalla við ný-
byggingar. Þessar hugmyndir ganga
í aðalatriðum út á að byggja hag-
kvæmar með því aö breyta bygging-
arsamþykktum. í þeim eru oftlega
gerðar fullstrangar kröfur til bygg-
inga, til dæmis hvað varðar einangr-
un, bílskýli og fleira. Einnig er verið
að tala um að minnka byggingarnar
sjálfar. Með því að taka þessa þætti
saman er verið að tala um lækkun á
kostnaði um allt að fjórðung. Verk-
takasambandið tekur þessar hug-
myndir alvarlega og í október er fyr-
irhuguð ráðstefna, þar sem fjallá á
um möguleikana á að lækka bygg-
ingarkostnaö," sagði Þórður að lok;
um. -bm
Þórður Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Verktakasambandsins.
En þegar samdráttur hefur staðið svo
lengi sem raun ber vitni þá hlýtur
það að leiða til þess að atvinnuleysis
fer að gæta hjá þeim stéttum sem
hingað til hafa sloppið. í vetur ótt-
umst við þess vegna að nokkurs kon-
ar keðjuverkun fari af stað, þannig
að atvinnuleysi aukist hjá smiðum,
rafvirkjum, málurum og múrurum,"
segir Þórður. „Nú er liðið á árið og
menn sjá nokkuð hvemig staðan
verður í vetur og það sem styður
þetta er sú staðreynd að greiöslumöt-
um hjá Húsnæðisstofnun ríkisins
hefur fækkað um tæpan þriðjung frá
síðasta ári.“
N
tiléfni frumsýningar myndarinnar ELDUR A HIMIMI verður haldin
athyglisverð ráðstefna laugardaginn 28. ágúst í Háskólabíói
á vegum Snæfellsáss hf. um geimverur.
stendur frá kl. 10.30 til 16.30.
HASKOLABIO
ELDUR A HIMNI sýnd á öllum sýningum
Slæmar horfur í byggingargeiranum:
Sjáum fram á enn
meiri samdrátt