Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
Spumingin
Hvað er skemmtilegast við
að búa í Bolungarvík?
Ingibjörg Jónsdóttir: Hér er rólegt
og gott og mildir vetur.
Valdís Hrólfsdóttir: Allt þetta
skemmtOega fólk, sérlega gott.
Pétur Bjarnason: Þaö er allt
skemmtilegt en helst veðráttan.
Einar Þorsteinsson: Það er gott
mannlíf og skemmtilegt.
Dorotha Ruthowska: Mér finnst nú
ekki allt skemmtilegt hér, heldur af-
skekktur staður.
Baldur Smári Einarsson: Flestallt,
skemmtilegt fólk.
Lesendur
Lýðskrum stjórn-
arandstöðunnar
K.T. skrifar:
Lýðskrumi stjómarandstöðunnar
virðast engin takmörk sett. Nýjasta
dæmið er fjaðrafok leiðtoga hennar
í tengslum við opinbera heimsókn
utanríkisráðherra ísraels til Norður-
landa. Leiðtogar íslensku stjórnar-
andstöðunnar létu bera gestinum
þau skilaboð að þeir hefðu ekki lyst
á að setjast til borös með ótíndum
morðingja og glæpamanni!
Nú er það svo, að Simon Peres er
almennt tahnn sá maður sem hefur
flestum meira lagt til þess að friður
megi komast á í Austurlöndum nær.
Þeir menn er afþökkuðu boð um að
hitta Peres hér hafa hins vegar ekki
•ávallt vandað valið í heimsóknum
:sínum erlendis.
Þannig gerði Steingrímur Her-
mannsson sér t.a.m. sérstaka ferð
fyrir nokkrum árum til að hitta Yass-
er Arafat. Arafat var þó ekki ráða-
maður í viðurkenndu ríki er ísland
á stjórnmálasamband við heldur
landlaus hryðjuverkamaður. Stein-
grímur brá sér einnig til Kína á fund
Li Peng, forsætisráðherra þar. Li
þessi mun bera mesta ábyrgð á
fjöldamorðunum á Torgi hins himn-
eska friðar fyrir nokkrum árum. -
Áður hafði Steingrímur kynnt nýút-
komna bók Míkhaíls Gorbatsjovs á
sérstökum blaðamannafundi.
Þeir sem saka ísraela um mann-
réttindabrot í Austurlöndum nær
ættu e.t.v. eitthvað að hafa haft að
athuga við sfjórnarfar í Sovétríkjun-
um en Steingrímur settist sposkur
til borðs með Gorbatsjovs. Annar
heiðursmaður, er ekki sá sér fært að
„Simon Peres er almennt talinn sá maður sem hefur flestum meira lagt
til þess að friður megi komast á í Austurlöndum nær...“ segir m.a. í
bréfinu. - Simon Peres hittir Davíð Oddsson forsætisráðaherra.
hitta Peres að máh, var dr. Ólafur
Ragnar Grímsson. Ólafur taldi þó
ekki eftir sér að eyða dagstund með
Níkolaj Ceausescu, hinum rúm-
enska, fyrir nokkrum árum. - Ekki
sá Ólafur neina ástæðu tíl að hafa
orð á því eftir Rúmeníuferð sína að
eitthvað kynni að vera athugavert
við stjórnarhætti þar. Varla hafði þó
önnur eins kúgun og einangrun ríkt
í nokkru öðru Evrópuríki og í Rúm-
eníu. - En hræsnin ætlar að verða
eilíf í huga sumra hérlendra stjóm-
málamanna.
Athugasemd:
Frásögn af manndrápi
Haukur Hólm, vaktstjóri á Bylgj-
unni, skrifar:
Ég vil gera athugasemd viö fjöl-
miðlagagnrýni DV þriðjud. 24. ágúst
sl. Þar er fréttastofa Bylgjunnar að
ósekju sökuð um fréttastuld í frásögn
sinni af manndrápi sem varð í íbúð
við Snorrabraut um sl. helgi. Þar
segir að frétt DV um máhð hafi nán-
ast verið lesin orðrétt í fréttatíma
Bylgjunnar án þess að geta heimilda.
En fréttin snerist um frásögn vitnis
af atburðinum. - Þessari grófu ásök-
un um fréttastuld er hér með vísað
á bug.
Fréttastofan hafði sínar eigin
heimildir fyrir þessari frétt og er hér
stutt lýsing á þróunarferli fréttarinn-
ar. - Á sunnudag var sagt frá verkn-
aðinum í fréttum Bylgjunnar og að
einn maður væri í haldi. Síödegis á
sunnudag hafði maður samband við
mig og sagðist hafa verið á staðnum
er verknaöurinn var framinn. Síðar
á sunnudag hafði vitnið samband við
þann fréttamann sem var með máhð
á Bylgjunni og ítrekaði frásögn sína.
Samkvæmt vinnureglu á fréttastof-
unni var ákveðið að nota ekki þessar
upplýsingar nema einhver staðfest-
ing væri fyrir hendi um að þær væru
réttar og sannar. Staðfesting lá því
ekki fyrir - og þar með var ekki far-
ið út með þessa frétt á sunnudag.
Fyrir hádegi á mánudag fékkst
þessi staðfesting og var því fréttin
sögð í hádeginu. Skömmu áður hafði
DV komið út með svipaða frásögn
af máhnu. Þær ásakanir DV, um að
umræddri frétt hafi verið „stolið" frá
blaðinu, eru því með öhu ósannar. -
Telji menn orðalag fréttar Bylgjunn-
ar og DV svipað má sennilega skýra
það með því að sama heimild var
notuð, auk þess sem orðalag af at-
burðum sem þessum er nokkuð
staðlað.
Matvæli til útflutnings:
Stóru draumarnir rætast illa
Gunnar Gunnarsson skrifar:
Það hefur verið óvenju mikið um
fréttir og yfirlýsingar ahs konar aðila
um væntanlega framleiðslu hér á
landi á matvælum til útflutnings.
Flest það sem reynt hefur verið í
þessu sambandi hefur fallið um sjálft
sig stuttu eftir stóru fréttimar og
áformin um átakiö. - Og er þá undan-
skihð fiskeldi, loðdýrarækt og ylrækt
sem þó hefði getað átt framtíð hér
hefði rétt verið að málum staðið.
Og nú eru í brennidepli ekki færri
en þrjú átökin sem stefnt er að á
sviði matvælaframleiðslu eða sölu á
hráefni til matargerðar. - Fyrst skal
Hringiðísíma
63 27 00
milli kl. 14 og 16-eðaskrifið
Nafn og M'manr. vcröur aö fylgla tirýfum
Fyrst til Bretlands í
fiskborgara á islandi.
nefna stórfréttina í sl. viku um
franskt fyrirtæki, Vie de France, sem
sagt er hafa áhuga á matvælafram-
leiðslu á fríiðnaðarsvæði við Kefla-
vík. Annað er bandaríska stórfyrir-
tækið R.L. Schreiber sem vih í sam-
vinnu við íslenska fyrirtækið Euro-
mat efna til framleiðslu á tilbúnum
svo í
réttum úr sjávarafurðum en að fram-
leiðslan fari fram í fiskvinnslufyrir-
tækjum ásamt mjólkursamlögum.
Og í þriðja lagi er hér bandarískur
fjárbóndi sem vih spreyta sig á inn-
flutningi kinda- og nautakjöts héðan
í þeirri trú að hann sé að bjóða lönd-
um sínum „vistvænt" hráefni.
Allt er þetta gott og blessað nema
að því leytinu að fæst af þessu trúi
ég að verði að veruleika og vísa ég
þá th ahra fyrri kannana, útreikn-
inga og viöræðna um svipað framtak
sem ávallt hefur brugðist. En hvem-
ig ættu líka svona draumar að ræt-
ast þegar við getum ekki einu sinni
útbúið eigin fisk þannig að hann sé
nothæfur í fiskborgara fyrir McDon-
ald’s en munum flytja hann frá Bret-
landi thbúinn í borgarana. Meira að
segja hamborgarabrauðið er ekki
hægt framleiða hér, það verður einn-
ig að koma frá Bretlandi. - Hvað
verður eftir af stóru draumunum?
Síðbúinyfir-
lýsing úr
landbúiiaðar-
ráðuneyti
Friðrik hringdi:
Mér þykir yflrlýsing embættis-
mannanna í landbúnaðarráðu-
neytinu helst th síðbúin. Þeir
mótmæla fréttum útvarps hinn
29. júh sl. og síðar í Mbl. um frum-
kvæði þeirra að umfjöhun ijöl-
miöla vegna meints kjötsmygls á
Kefiavíkurflugvehi. Nú er bráö-
um kominn september og heföi
þessi yfirlýsing veriö timabær
nokkru fyrr. Ekki er þó víst aö
þessir níu undirritaðir „stjórar"
hafi verið samankomnir á land-
inu fýrr. Það er mikið um ferða-
lög í ráöuneytunum og sá stjór-
inn, sem sagður var hafa skrifaö
hjá sér minnisatriðin, var vfst
einmitt að taka á móti eiginkonu
sinni í Leifsstöð á sama tíma og
hiirn margfrægi svínabógur var á
leið gegnum tohhhðið.
Bestu bflakaupin
Einar Óiafsson skrifar:
Margir eru að tjá sig þessa dag-
ana um bílakaup og hver séu
bestu kjörin. Mitt mat er að bestu
bílakaupin í dag geri maður á
notuðum bhum þar sem hægt er
að gera kaupin með staögreiðslu.
Vextirnir eru orðnir það háir aö
það er áhtamál að nokkuö sé
unnið við að fá lánað svo og svo
mikiö þótt það standi th boöa.
Nýlega hafa vextir veriö að
hækka og dráttarvextír t.d. úr 17
í 21% í byrjun næsta mánaðar.
Margir hafa orðið hla úti vegna
þessara lánaviðskipta og því tel
ég bíiamarkaðinn með notuðu
bhana vænsta kostinn.
Vindlaúrvalið
Sigurjón hringdi:
Eg reyki talsvert vindla og
kaupi þá venjulega hér og þar um
borgina eför hentugleikum. Oft
kemur fyrir að ekki er th þessi
eða hin tegundin sem þó hefur
verið seld um árabh, t.d. Flora
Danica, Churchíll (stórir) og Roy-
al Award. Á einum stað var mér
tiáð að þessar tegundir væru ekki
th nú í ríkinu. Ég hringdi í ÁTVR
og kannaði málið. Birgðavörður
þar sagði að þessar tegundir
væru þeir aldrei uppiskroppa
meö, og trúi ég því. Eg skora á
tóbakssala og betri veitingahús
að hafa ávaht a.m.k. eina tegund
af stórum vindlum á boöstólum.
Frábærmorgun-
þátturáRás2
Halldóra skrifar:
Mig langar aö þakka Sigurði
Ragnarssyni og Klemens Arnar-
syni fyrir frábæran morgunþátt
á Rás 2 í sumar. Þeir eru víst fhrn-
ir af landi brott, en ég vona að
þeir taki upp þráðinn siðar. Lang-
flestir sem ég þekki sthltu ahtaf
á Sigga og Klemma, „umtöiuð-
ustu útvarpsmenn landsins”. -
Og það er einmitt máhð, Þeir
þorðu að fara ótroönar slóðir.
múslíniarbiða?
Kolbrún skrifar:
Yfirlýsingar manna í heh-
brigöiskerfinu hér eru nokkuð
misvísandi, að ekki sé meira sagt,
varðandi hugsanlega aðstoð okk-
ar íslendinga við þjáða íbúa Bos-
níu. Ekkert bendir enn th að við
ætlum að gera eitt né neitt þrátt
íyrir vhjayfirlýsingarnar. Mér
sýnist á öhu að bæði þeir sem hér
á landi hafa tjáö sig um máhö
jafnt og þeir sem daglega funda i
Evrópulöndunum um stríðiö telji
að Bosníumúslímarnir megi bara
biða dauða síns. Kannski er það
hið eina sem menn koma sér sam-
an um.