Alþýðublaðið - 02.04.1967, Side 7
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ -.2. apríl 1967
ÓLAFUR
JÓNSSON:
Kað var skemmtilegt að heyra
* Marmara Guðmundar Kamb-
ans í útvarpinu laugardag fyrir
páska; satt að segja er það ekki
óþarflega algengt að útvarps-
leikrit megni að viðhalda athygli
manns kvöldið á enda. Og út-
varpsflutningur leiksins varð
til að rifja upp sýningu Leik-
félags Reykjavíkur og Gunnars
R. Hansen fyrir sextán árum
sem tvímælalaust er með eftir-
minnilegri atburðum í leiksögu
Seinni ára; mér er fast í minni
hve tilkomumikil mér þótti
þessi sýning, ekki sízt fyrir yfir-
burða leik Þorsteins Ö. Steph-
ensen í hlutverki Róberts Bel-
ford. Slíkur leikur liæfði vel
þessu verki sem allt hverfist
kringum lýsingu Belfords; á-
deila leiksins á spillt og rang-
snúið þjóðfélag er einkum til
þess fallin að hefja fram mynd
afburðamannsins, persónugerða
manngildishugsjón Kambans
sjálfs; ef til vill má segja að
bölsýni leiksins sé nauðsynleg
til að þessi hugsjón fái sína
réttu f jarvídd. Kamban skrif-
aði Marmara eftir tveggja ára
dvöl í New York, 1915—1917,
þar sem hann lagði einkum
stund á að kynna sér fangelsi
og refsimál; annar ávöxtur
þeirrar ferðar var skáldsagan
um Ragnar Finnsson og leikrit-
ið Vér morðingjar. Mér er alls
endis ókunnugt hvort eða að
hversu miklu leyti lýsing áians
í leikritinu á fjárplógsstarfsemi
svonefndra líknarfélaga í Banda-
ríkjunum, eða bandarískri refsi-
og geðveikralöggjöf, var sann-
leikanum samkvæmt eða átti yfir
leitt við rök að styðjast; enda
má það einu gilda. En þennan
efnivið setur Kamban fram í sam
hengi hefðbundinnar ,,sögu”
um viðureign vammlaúsrar
hetju og lítilsigldra þorpara —
sem verður heldur en ekki reyf-
áraleg þegar kemur að við-
skiptum Belfords og Woods
sakamanns sem hann- telur á
sjálfsmorð; meintar staðreynd-
ir þjóðfélagslýsingarinnar verða
að lúta þessum mannlýsingum
og atburðarás. Þeim mun meica.
er borið í lýsingu sjálfrar hetj-
unnar, glæsimennsku hans, and-
ríkis, orðfimi, vitsmuna, hárra
hugsjóna, og ádeilukraftur leiks-
ins er einvörðungu fólginn í
þeim brennandi bo'ðskap um fó-
lagslegt réttlæti sém Robert
Belford flytur; leikurinn er
raunverulega samfelld einræða
hans. Rökrétt framhald þessar-
ar aðferðar má sjá í Sendiherr-
anum frá Júpíter þar sem um-
hverfislýsingin er stílfærð o'g
einfölduð til hins ýtrasta, en
boðskapur leiksins hafnar í
staðlausri predikun.
#luðmundur Kamban var, eða
* vildi vera, alþjóðlegastur og
mestur heimsborgari íslenzkra
rithöfunda; því var ekki ófróð-
legt að lesa lýsingu Gísla Jóns-
sonar í bók hans í haust, Frá
foreldrum mínum, á æsku og
uppvexti þeirra bræðra; þar
greinir frá upphafi hinnar ungu
íslenzku borgarastéttar sem
Kamban varð einhver drengileg-
asti fulltrúi fyrir. Aðrir íslenzk-
ir höfundar á erlend mál héldu
áfram að skrifa um ísland, efni-
viður þeirra var íslenzkur þótt
tungan væri önnur; Kamban
vildi með leikritum sínum á
þriðja tug aldarinnar sigra heim-
inn með hans eigin tungutaki
og samtímalegum efnum. Sú til-
raun mistókst og Kamban sneri
sér að söguiegum íslenzkum
efnum með skáldsögum sínum,
Skálholti, sem líklega er varan-
legasta verk hans, og Vítt sé ég
land og fagurt; síðustu leikrit
hans komu ekki fram fyrr en
á stríðsárunum og munu ekki
hafa hlotið neinn verulegan
framgang; liér heima hafa þau
hvorki verið prentuð né sýnd á
sviði. Erlendis er nafn hans nú
fyrnt að mestu; Kamban hlaut
heldur aldrei í Danmörku sam-
bærilega hylli né frama við Jó-
hann Sigurjónsson eða Gunnar
Gunnarsson. Einnig íslenzkum
lesendum og leikhúsgestum
munu nú tekin að fyrnast fyrstu
Ipikrit hans með íslenzkum efn-
um, Hadda-Padda og Konungs-
giíman; Skálholt hefur eitt leik-
rita hans hlotið verulegar vin-
sældir á sviðinu á seinni árum.
En hin „alþjóðlega” leikrifun
lians sem hófst með Marmara
er að sönnu forvitnilegur þátt-
ur íslenzkrar bókmennta og
menningarsögu; og Marmari er
sjálfur einhver mesta og metn-
aðarfyllstá tilraun íslenzks leik-
ritahöfundar fram á þennan dag
þótt sú alþjóðafrægð sem höf-
undurinn stefndi að léti standa
á sér.
Sýning Leikfélags Reykjavík-
ur á Marmara á jólum 1950 er
einasta sýning leiksins íram á
þennan dag, og verða varla
fleiri í bráð ef að líkum lætur;
leikuiinn sjálfur og sú manns-
liugsjón sem hann lýsir þykir
víst hvorttveggja úrelt að nú-
tíðarsmekk. Þó er aldrei að vita
hvar eða hvenær slíkur leikur
finnur frjóan jarðveg. Á sín-
um tíma. var Marmari tekinn til
sýningar í leikhúsi nokkru í
Þýzkalandi, en við valdatöku
Hitlers varð að falla frá þeirri
ráðagerð; boðskapur Róberls
Belfords þótti ekki tækilegur úr
því svo var komið. Ef til vill
mætti hugsa sér Marmara sem
útflutningsvöru í menningar-
skiptum við Sovétríkin. Leik-
ritastíll Kamþans kann að þykja
við hæfi þar í landi og við sov-
ézka leikmenning verk hans að
njóta sín til fullnustu. Uppmál-
un leiksins á svívirðu auðskipu-
.lagsins særir varla nokkurn
mann þar í landi. Hins vegar
mundu örlög Róberts Belfords
í leiknum og hatröm ádrepa
eftirleiksins hljóta nýtt lífs-
gildi í þjóðfélagi sem sjálft
hneppir gagnrýnendur sína í
fangelsi eða lokar þá inni á geð-
veikrahælum vegna skoðana
þeirra.
Uér á landi hefur einatt verið
hljótt um leikrit Guðmund-
ar Kambans. Fyrri leikrit hans
t(oru leikin ný af nálinni í Iðnó,
en tilraun hans til að komast í
samstarf við íslenzka leikara,
vorið 1927, fór út um þúfur, og
eftir það kom Kamban ekki við
leikhúsmál á íslandi. Leikfélag
Reykjavíkur lék Skálholt á jól-
unum 1945 og Marmara 1950;
Þjóðleikhúsið hefur sýnt Þess
vegna skiljum við og Skálholt
að nýju. Hins vegar hefur ekki
verið skcytt um síðustu leikrit
hans, Komplekser og Grand-
ezza sem þó eru eflaust með líf-
vænlegri verkum Kambans;
þar hefur umvöndunarandinn
vikið fyrir leikandi kímni. Og
engin heildarútgáfa leikritana
er til á íslenzku og sum þeirra
alls ekki til á prenti. Sama gild-
ir um Ijóð hans og laust mál
annað en skáldsögurnar, sem
allar munu vera til í íslenzkum
útgáfum nema Þrítugasta kyn-
slóð. Þetta er þeim mun ein-
kennilegra vegna þess að Kamb-
an mun hafa lagt á það einn^
mesta stund höfunda okkar á
erlendar tungur að skrifa sjálf-
ur íslenzku, samdi verk sín jöfn-
um höndurn á íslenzku og
dönsku og gekk frá íslenzkrí
gerð margra þeirra; hann ró3
sjálfur eigin stíl á íslenzku. —
Guðmundur Kamban var metn-
aðargjarn og mikilhæfur höfund-
ur og hefur ætlað sér rnikið
hlutskipti; verk hans eru að
Framhald á bl. 14.
m
LIF-
tryg-g-ið
yður !
VERÐTRYGGÐAR
LÍFTRYGGINGAR
VERÐTRYGGÐ TÍMABUNDIN LÍFTRYGGING
Dæmi: Hefði '25 ára maður tekið verðtryggða tímabundna líftrygg- 1
ingu árið 1965 til 1 5 ára, að grunnupphæð kr. 500.000 gegn grunn- E
iðgjaldi kr. 2.550, hefðu tryggingarupphæð og iðgjaldorðið sem hér segir: 1
Ár ' Aldur Vísitala Ársiðgjald Tryggingar
kr. upphæð kr. j
1965 25 163 2.550,00 500.000,00
1966 26 175 2.738.00 " 537.000,00
1967 . 27 188 2.941,00 577.000,00
VERÐTRYGGÐ STÓRTRYGGING • t I
Dæmi: Hefði 25 ára maður tekið verðtryggða stórtryggingu á'r'ið
1965, gegn gnmniðg jaldi kr. 2.000, hefðu tryggingarupphæð og iögjald
orðið sem hér segir:
Ár Aldur Vísitala Ársiðgjald Tryggingar
kr. upphæð kr.
1965 25 163 2.000.00 488.000,00
1966 26 175 2.147,00 515.000,00
1967 27 188 2.307,00 542.000,00