Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 16
£HíK/UCét&CfS Sjónvarpsleysi og aprílgabb Frétta- yfirlit vikunnar Að þessu sinni þurfum við að 'líta yfir í einni sjónhendingu ekki eina held- ur tvær vikur, svo að ætla mætti að af nógu væri að 'taka. En hlöðin 'hafa þegar toreitt sig yfir hrakföll og hrakningar Jreirra-ananna, sem hlupu upp um tfjijll og firnindi um páskana, slcjálfandi af kulda og vosbúð í •staðinn fyrir að sitja kyrrir á rass inum heima hjá sér og horfa á sjónvarpið. Á þessu hneykslaðist baksíðan réttilega eftir páska- tiretið, og höfum við engu við það ■að bæta, utan cinu litlu atriði, sem hvergi hefurjcomið fram enn Víða í húsum hér í bæ, sér- staklega háhýsum, brotnuðu sjón- varpsstengur, svo að íbúarnir máttu horfa á stöðugan snjó jafnt á <sjónvarpsskerminum sem út um ÉG SÉ EKKI BETUR EN a« l*að sé nógru þungbært að vera ? krossaður nteð fálkakrossi — Jþótt ekki sé verið að gera slíkt ™ páskana, þegar möiuium ber að minnast krossfestingar Prelsarans, gluggann. Þó að hrakningar og lífsháski á öræfum uppi séu al- varlegir hlutir, þá er það engu síður vandamál sem ekki þýðir að skella skollaeyrum við, þegar æðri máttarvöld brjóta niður þessi undarlegu járnprik, sem standa eins og igaddar upp úr öllum hús- þökum. Sennilega hafa menn ekki áttað sig á því fyrr en nú um páskana, hversu 'uggvænlegt eiturlyf sjónvarpið er. Það hefur á örskömmum tíma gert menn háða sér, svo að þeir eru viðþols- lausir, ef þeir eru sviptir því. Einn af þessum ólánssömu mönnum lét svo um mælt, að hann vildi held- ur hafa tannpínu heldur en missa sjónvarpið sitt á fridegi, svo að á þessu má nokkuð marka hversu háalvarlegt vandamál er risið upp í velferðarríkinu okkar. Við ger- um það að tillögu okkar, að um næstu páska verði ekki aðeins höfð neyðarvakt hjá tannlæknum •heldur einnig hjá sjónvarpsvið- gerðamönnum, svo að bráðum voða verði afstýrt. Annars bar svo sem ekki ýkja margt til tíðinda þessar tvær vik- ur, sem gefur tilefni til spaugs, þar til í gær. Þá bar svo við, að rllt í einu urðu blöðin fleytifull af bráðskemmtilegum og interessant fréttum. Maður vissi hreinlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Blöð in hafa einmitt vérið drepleiðin- lcg að undanförnu. Eftir fyrstu kosningabombuna, sem sprengdi þjóðlífið í loft upp, hefur allt ver- ið tíðindalaust á vígstöðvunum, enda langt til kosninga ennþá og Sá spaki segir... Eg hef oft heyrt góð- ar röksemdir gegn því að menn reyktu. Þessi er þó sú allra bezta: Ef guð hefði ætlazt til að maðurinn reykti hefði hann áreiðan- lega haft Iítinn stromp á hausnum á honum! hyggilegra að eyða ekki öllum sprengjunum sínum í fyrstu lot- unni. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að orsök skemmtilegheita blaðanna þennan eina dag var náttúrlega 1. apríl. Öll blöðin létu gamminn geysa um víðáttumiklar lendur ímyndunaraflsins, nema Tíminn. Honum hefur sjálfsagt ekki þótt ástæða til að gabba les- endur sína einn dag frekar en annan. Þetta er ósköp skiljanleg afstaða. Það er ekkert gaman að ljúga, þegar manni leyfist það. Eyrstu verðlaun í gabbblaða- mennsku veitum við hiklaust Vísi fyrir fréttina um að Aga Khan hygðist reisa ferðamannaparadís við Þingvallavatn. Sérstaklega var hyggilegt að birta auglýsingu sam dægurs, og ugglaust hafa peninga þyrstir smágreifar komið hlaup- andi í stórum hópum til fyrirtæk- isins Aga-on sem hafði nýlega opn að skrifstofu að Laugavegi 178. Þar eru nefnilega ristjórnarskrif- stofur Visis til húsa. — Já en elskan, við notum svo sjaldan baðkarið. j *' <*r - ‘V ^ l ! * I lr cálmáhnHnni r (g) ■»» I viðtali við fréttamenn gat Þjóðleikhússtj ori þess að l’jóðteikhúsið Oicfði undan- íarin ár ininnzt* leikhúsdags- ins mcð ýmsiun htetti og jafn , an boðið einhverjum hópum ntanna til sýningar, stundum rfkisstjórn og bæjarfullírú- um, stundum vistfólki elii-1 'ieimíla, stundum munaðar- iausum börnum . . . Alþýðúblaðið I THALÍA Þegar á Fróni er fimbulvetur, fikta margir við kúltúr sannan, leika á sviði, en líkar þó betur að leika svolitið hver á annan. Þótt troðið sé upp með Tango og Marat Thalíu gömlu svo megi þjóna, í leikhúsin okkar fáir fara, flestir á sjónvarpskerminn góna. En menningin lifi! Á mestu ríður, að musterin séu fyllt af hausum. Göfugum þingmönnum Guðlaugur býður, gömlum, sjúkum og munaðarlausum. DANÍEL DJÁKNI. Skopmynd Svetlana dóttir Stálíns komst i kastljósið fyrir nokkru þegar hún leitaði hælis sem pólitískur flóttar rrvaJður. Skopteikn- ari danska blaðs- ins Aktuelt, Mog- ens Juhl, teiknaði þessa mynd, þeg- ar mál Svetlönu var efst á baugi. Myndina kallar hann: Útburður>. inn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.