Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 2
18
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
Matur og kökur
Margreyndar uppskriftir að mat og kökum:
Þrjár hressar
í félagsstarfi
- hafa eldað og bakað í áratugi
Engar uppskriftir eru eins áreiöan-
legar og þær sem hafa verið eldaö-
ar, bakaöar og borðaðar í áratugi.
Því þótti tilvalið að leita í sjóð eldri
kvenna sem hafa áratugareynslu
af því að elda og baka. Þrjár hress-
ar konur úr félagsstarfi aldraðra
við Hæðargarð fóru í safnið sitt og
tíndu til sínar bestu jóla- og hátíð-
auppskriftir. Konurnar heita Sig-
ríður Ólafsdóttir, Ingibjörg Jóns-
dóttir og Elísabet Þórarinsdóttir.
Þær eru vanar að spila saman í
félagsmiðstöðinni í Hæðargarði og
þekkjast þvi nokkuð vel. Svo
skemmtilega vildi til að þegar Ingi-
björg fór aö gramsa í sínu safni
fann hún áratuga gamla uppskrift
úr Vikunni þar sem Elísabet var
að gefa uppskrift að uppáhaldsrétti
eiginmannsins. Sjálf vann Ingi-
björg í mörg ár við bakstur í eld-
húsi Borgarspítalans. Allar héldu
þær stór heimili hér áður og voru
sammála um að þær væruað mestu
hættar að standa í miklum bakstri
og eldamennsku nema þegar eitt-
hvað stæði til.
Það mátti glögglega sjá á blöðum
þeirra að margar uppskriftir höíðu
verið margnotaöar því sum héngu
varla saman af sliti. Uppskriftirn-
ar, sem hér birtast, eru dreifðar en
undir hverri eru upphafsstafir eig-
andans. Við kunnum þeim svo
bestuþakkirfyrir. -jj
Gleymda tertan
6 eggjahvítur
1 14 dl sykur
1 tsk. lyftiduft
1 14 tsk. vanilludropar
Þeytið eggjahvítur vel og bætið
sykrinum smátt og smátt út í. Að
lokum er lyftidufti og dropum bætt
saman við. Hitið ofninn í 150° og
slökkvið á honum um leiö og kakan
er sett inn í hann. Látið standa í
ofninum yfir nótt eða í lágmark sex
tíma. Þess vegna fær hún nafnið.
Bakið kökuna í hringlaga formi
með gati í miðjunni. Klæðið formið
að innan með bökunarpappír til að
auðveldara sé að losa hana.
Skreytið kökuna með bræddu
súkkulaði áður en hún er borin
fram. Þeytið % lítra rjóma og
blandið með bláberjum og setjið í
miðju kökunnar. Hentar líka sem
eftirréttur. E.Þ.
Norsk rúllupylsa
Þessa gerir Sigríður alltaf fyrir
hver jól. Uppskriftina tók hún úr
norsku blaði fyrir mörgum árum.
1 slag, stórt
u.þ.b. 1 magur kjötbiti, brytjaður
2 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. sykur
1 tsk. engifer
1 stk. laukur, saxaður
Blandið smátt brytjuðu kjöti,
kryddi og lauk saman. Slaginu er
rúllað utanum blönduna. Látið í
plastpoka í ísskáp yfir nótt. Sjóðið
í bómullarstykki, sem vafið er ut-
anum, í saltvatni í í'/i klst. við
vægan hita. Sett í pressu.
Það fer vel um þær Sigríði, Elisabetu og Ingibjörgu í huggulegu umhverfi félagsmiðstoðvarinnar i Hæðargarði.
Eplasíld
4 marineruð síldarflök
blaðlaukur
2-3 epli
1 msk. rasp
50 g smjör
1 'A dl rjómi
Þekið botn á eldföstu móti með
blöndu af fínsöxuðum blaðlauk og
dilli. Leggið sfidarflökin ofan á.
Skerið eplin í þunnar sneiðar og
stingið á mfili sildarflakanna. Strá-
ið raspi yfir og leggið smjörklípur
ofan á. Setjið í 200° heitan ofn og
bakið í u.þ.b. 15 mínútur. HeUið
rjómanum yfir nokkrum mínútum
áður en rétturinn er tekinn úr ofn-
inum. Berið fram með soönum
kartöflum. -S.Ó.
Dröfnóttar
smákökur
Ingibjörg segir þessar mjög ein-
faldar og flótlegar.
3 egg
225 g sykur
100 g suðusúkkulaði
300 g kókósmjöl
Þeytið egg og sykur vel saman.
Blandið smátt bryfluöu súkkulaði
og kókosnflöU saman við. Bakið við
150° hita í nokkrar mínútur.
-I.J.
Brokkoliréttur
600 g brokkolí (soðið án salts í 5
mínútur)
5 sneiðar skinka
2 dósir CampeUs sveppasúpa
1 saxaður laukur
rifinn marabo ostur
/t 1 þeyttur ijómi
smá pipar
15-20 stk. Ritz kexkökur, muldar
Sefiið káUð í eldfast mót og leggið
skinkuna ofan á. Raðið afganginum
af hráefnum yfir og bakið við 200°
í 20 mínútur. Berið fram með rist-
uðubrauði. -E.Þ.
Inguterta
Ingibjörg hefur bakað þessa við
öU hátíðleg tækifæri. Hún segir
hana ekki eins flókna og sýnist í
fyrstu.
Hnetubotn:
2 egg
3 dl sykur
100 g smjörUki
1 'A dl mjólk
100 g saxaðar hnetur
2 dl hveiti
1 tsk. lyfddnft
Þeytið egg og sykur létt og Ijóst.
Bræðið smjörlíki og hrærið saman
við ásamt þurrefnunum. Sefiið í vel
smurt mót og bakið við vægan hita
í 1 klst.
Marengsbotn:
3 eggjahvítur
125 g flórsykur
Þeytt vel saman og bakað við
vægan hita. (Marengsbotninn má
líka kaupa tilbúinn).
Súkkulaðibotn:
Hýði af '/% appelsínu
safi úr /i appelsínu
1 tsk. sykur
100 suðusúkkulaöi
50 g kókósfeiti
2 tsk. koniak (má sleppa)
Skerið appelsínubörkinn í smátt
og sjóðið í appelsínusafa, sykri og
koníaki þar til hann er mjúkur.
Súkkulaði og kókosfeiti eru brædd
yfir vatnsbaði. Sefiið appelsínu-
börk saman við. Setjið í jafnstórt
mót meö lausum botni og bökunar-
pappír. Geymið á köldum stað.
Millilag:
3 dl ijómi
1 'A tsk. kaffiduft
3 tsk. flórsykur
Þeytið ijóma með kaffi og flór-
sykri. Kljúfið hnetubotninn í
tvennt og leggið kökuna saman:
Hnetubotn, rjómi, marengsbotn,
ijómi, hnetubotn, ijómi og súkkul-
aðibotn efst. Skreytið með þeyttum
ijóma, ávaxtabitum og súkkulaði-
bitum. -I.J.
Aprikósuterta
4 egg
200 g sykur
1 tsk. lyftiduft
75 g hveiti
75 g kartöflumjöl
Þeytið sykur og egg vel saman.
Sigtið þurrefnin út í. Skiptið deig-
inu í þijú hringlaga mót og bakið
í meðalheitum ofni.
Apríkósumaukið:
125 g apríkósur, bleyttar og soðnar
í vatninu sem þær hafa legið í.
Sykrið eftir smekk. Þeytið 3-4 dl
af ijóma. Setjiö í helminginn af
rjómanum svolítinn sykur og 2
brædd matarlímsblöð.
Setjið aprikósumauk á milli
neðstu og næstneðstu laganna og
rjómann með matarlíminu á milli
þeirra næstu. Sprautið afganginum
af rjómanum utan um kökuna.
-S.Ó.
Kjúklingaréttur
Einn heill kjúklingir, skinn flar-
lægt og hann skorinn í 10 bita.
3 dl tómatsósa (tómatpurré að
hluta)
1 tsk. svartur pipar
3 tsk. karrí
1 tsk. salt
Veltið kjúklingabitum upp úr
blöndunni, sefiið í eldfast mót og
hellið afganginum af blöndunni yf-
ir. Bakið í 14 klst við 200°. Snúiö
þá bitunum og hellið 3 dl af ijóma
yfir. Bakið áfram í 14 klukkustund.
Berið fram með hrísgijónum,
snittubrauði og fersku salati.
-E.Þ.