Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Qupperneq 16
32 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Maturogkökur Móeiður Júníusdóttir og Eyþór Amalds: Móavið vinnuna „Ég er meira fyrir aö baka en elda en ég þarf aö vera í góöu stuöi," sagði Móeiður Júníusdóttir söngkona þeg- ar DV falaðist eftir uppskrift. Móeiöur og sambýlismaður henn- 4 ar, Eyþór Amalds, hafa nýveriö sent frá sér sína plötuna hvort, hann með Todmobile og hún sína eigin sóló- plötu; „Móa syngur lögin viö vinn- una“. Fyrir viku var Móeiður með útgáfutónleika sem gengu vel. „Þetta er plata sem maöur setur á þegar maður er að baka eða taka til,“ segir Móeiður um plötuna. En þá að uppskriftinni. „Þessa tertu byrjaði ég fyrst að baka eftir að ég flutti að heiman fyr- ir rúmu ári. Hún er algjör spariterta og tilheyrir jólum og öðrum tyllidög- um. Eyþór er mjög hrifmn af henni og við erum sammála um ágæti hennar." Súkkulaðiterta Móu 200 g smjör 2 Zi dl sykur 4 egg, aðskilin 200 g suðusúkkulaði 1 'A dl hveiti 1 msk. kaffiduft Ofan á kökuna: 200 g suðusúkkulaði oha Bræðið smjörið og þeytið vel sam- an við sykurinn þar ffi það er létt og ljóst. Bætið nú eggjarauðum í, einni í einu, síðan sigtuðu hveiti og kaffi- duffi. Stífþeytið eggjahviturnar og bætið þeim varlega í hræruna. Bakið í neðstu rim við 200° í ca. hálftíma. Súkkulaðibráð: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið olíu saman við. Smyrjið kökuna með kreminu og kælið. Móeiður segir að kakan fái enn meiri lúxussvip ef borinn er fram með henni þeyttur rjómi. -JJ Móeiður og Eyþór í eldhúsinu heima með ofninn tilbúinn. DV-mynd ÞÖK 'íslensk náttúra býr yfir sjaldgæfum ferskleika sem kemur fram í afurðum hennar. íslensk ber eru ljúffeng og rík af vítamínum sem við ættum að neyta meira af. Einn möguleikinn er: BLÁBERJABAKA Fylling: 1 lítri bláber 1 l/2dl sykur Bökudeig: 150g FLÓRU smjörlíki 41/2 - 5dl hveiti 2 msk sykur 6 möndlur m/hýði 2 msk rjómi Myljið FLÓRU smjörlíki, hveiti og sykur saman. Bætið rjómanum í og hnoðið hratt í mjúkt deig. Kælið. Þrýstið 2/3 af deiginu út í smurt bökuform og vel upp með hliðunum. Hálfbakið botninn við 200°. Takið hann þá úr ofninum og bætið bláberjunum í, stráið sykri yfir og leggið renninga úr afganginum af deiginu ofan á. Bakið áfram þar til bakan er fallega gulbrún. Gott með rjóma. I3BB SMJÖRLÍKISGERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.