Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 11 dv Menning Benedikt Jónsson á Auðnum. Sveinn Skorri Höskuidsson. „Hinn ágæti fað- ir Þingeyinga" „Þó að ólíku sé saman að jafna glæstum afrekum endurreisnarmanna í Evrópu og þröngum verkahring cilþýðumanna á afmörkuðu sviöi mann- lífs í nokkrum þingeyskum sveitum á sú ólgandi leysing nýrra hug- mynda og athafna, er fór um Þingeyjarþing undir aldarlokin síðustu, sér hliöstæður í endurreisninni við lok miðalda," segir Sveinn Skorri Hösk- uldsson á einum stað í þessu mikla verki sínu um Benedikt Jónsson á Auðnum. Og það má með sanni segja að þessi sérstæði, sjálfmenntaði þingeyski alþýðuforingi, sem fæddist árið 1846 og lést 93 ára að aldri árið 1939, hafi verið ein mikilvægasta uppspretta þessa hugmyndaflóðs. „Hinn ágæti faðir Þingeyinga" eins og Halldór Laxness nefndi hann í blaðagrein, en þeir hittust árið 1926. Halldór sagði Benedikt.faðir þingeyskrar al- þýðumenningar, - hann sá gildi þess, að möhnum yröi veittur kostur á að læra erlend mál, vakti áhuga sýslunga sinna á þessu og valdi síðan erlend ágætisrit í hið merkilega bókasafn, sem hann hefur stofnaö og veitt alla tíð forstöðu síðan. Hygg ég, að það muni vera hið sérstæðasta og merkilegasta sveitabókasafn, sem til er.“ Sveinn Skorri hefur unnið að ritun þessarar viðamiklu ævisögu um langt árabil, kannað heimildir af stakri kostgæfni og vísindalegri ná- kvæmni. Hann segir hina beinu ævisögu Benedikts í upphafi bókarinnar en sá kafli er einungis um sjötti hluti ritsins. Meginefnið er nákvæm sundurgreining á fjölbreyttu framlagi Benedikts til þeirrar andlegu bylt- Bókmenntir Elías Snæland Jónsson ingar sem átti rætur í starfi hans og annarra foringja Þingeyinga. Um þetta fjallar höfundurinn fyrst og fremst í sérstökum köflum sem bera heitin kaupfélag og samvinnumál, stjómmálafskipti og póhtískar hug- myndir, bækur og menntir og tónar og myndir. I ævisögmmi er vitnað svo ítarlega í þau mörgu bréf og greinar sem Benedikt ritaði um fjölbreytt áhugamál sín að segja má með sanni að Benedikt tah hér beint til lesenda. Þessi ævisaga er ijóslega unnin af miklum áhuga á og virðingu fyrir viðfangsefninu. Samt er höfundurinn síður en svo bhndur á þá þætti í fari Benedikts sem til gaha mátti telja. Þvert á móti gerir hann líka skil- merkhega grein fyrir neikvæðu þáttunum og gefur þannig sannferðuga mynd af merkum manni sem að mati annars þingeysks leiðtoga, sem reyndar naut góðs af andlegu ræktunarstarfi Benedikts, Jónasar Jónsson- ar frá Hriflu, vakti „til starfs fleiri lýðforingja en nokkur annar íslending- ur“. Þaö eru góð efthmæli. Benedikt á Auönum. islenskur endurreisnarmaöur. Höfundur: Sveinn Skorri Höskuldsson. Mál og menning, 1993. StðtrVatn a ,,a fÍoiskyi^ STUBay sherpa . *rá VA, kr°fuh! Pottar 11 °g einn C *ltg *ermit fyrir 'n,sn>«nan«,f st*r*un! npm- ui iu. laugard. hl. 10-18 sunnud. hl. 13-16 a góðu verði með I_________ff^Patex 1 kr. 7.700 L____ Póstsendum samdægurs fön&jfcf ,------i———1 frá kr. 4.200 / 1 N,TEsr gjöf kr 900 góðu verði frá kr. 1.580 kr. 3.900 þetta allt oq mihlu fleira! þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ^^rtím ann ÆGIR frá kr. 2.900 EYJASL0Ð 7 101 REYKJAVIK S. 9 1 -621 780 Bókin Utan marka réttlætis fjallar um einstaklinga og fjölskyldur sem hafa lent í erfiðri viðureign við stjórnvöld um for- sjá barna sinna eða umgengni við þau. Hér er fjallað um sjö mál sem hvert með sínum hætti lýsir því hve berskjaldaðar íslenskar fjölskyldur eru gagnvart af- skiptum barnaverndaryfirvalda. Sum /þessara mála vöktu mikla athygli á sín- um tíma vegna harkalegra aðgerða stjórnvalda. v Fjölskyldur í hlekkjum barnavernd- arkerfis. f eftirmála fjallar höfundurinn, Pétur Gunnlaugsson lögfræöingur, um þær ástæður sem liggja að baki því að fjöl- skyldur lenda í fjötrum barnaverndar- kerfisins. Eftirmálinn er fersk og bein- skeytt ádeila á ástand þessara mála. Að lokum er nafnaskrá yfir þá sem koma við sögu í bókinni. ★ Ung móðir flýr Fæðingarheimilið af ótta við yfirvöld og fer í felur með nýfætt barn sitt. ★ Átakanleg reynsla eyðnismitaðrar konu af miskunnarleysi samfélagsins og örvæntingar- full barátta hennar fyrir forsjá dóttur sinnar. ★ Ung hjón leita læknismeðferðar fyrir son sinn en uppgötva sér til skelfingar að yfirvöld hyggjast taka af þeim öll börnin. ★ Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kemur stúlkubarni í fóstur þar sem hún er kynferðis- lega misnotuð. ★ Kona segir frá sjö ára stíði við yfirvöld sem stefndu að því að taka dótturson hennar af heimilinu með valdi. ★ Réttleysi níu ára stúlku gagnvart valdbeiting- aráformum stjórnvalda sem hugðust flytja hana nauðuga til Spánar. ★ Faðir berst árangurslaust í heilan áratug við stjórnvöld fyrir eðlilegri umgengni við einka- dóttur sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.