Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993
25
Fréttir
Islendingar þátttakendur á stærsta markaði heims um áramót:
1,5 milljarða lækkun tolla
af sjávaraf urðum 1994
Um áramótin tekur gildi samningur-
inn um Evrópska efnaliagssvæöiö,
EES. Að flestra mati markar samn-
ingurinn tímamót í sögu Evrópu
enda gerir hann álfuna að einu mikil-
vægasta markaðssvæði heims.
Markmið EES-samningsins er að
koma á sameiginlegum reglum, jafna
samkeppnisskilyrðin og tryggja leið-
ir til að framfylgja þeim innan aðild-
arríkjanna. Efnahagssvæðið kemur
til með að ná til 18 ríkja, sem hafa
yfir að ráð um 47 prósent af heims-
viðskiptunum, og snerta líf rúmlega
370 milljóna Evrópubúa.
Efnahagslega kemur EES-samn-
ingurinn til með að breyta miklu fyr-
ir íslendinga. Til dæmis er áætlað
að um tveggja milljarða króna tollur
hafi verið lagður árlega á íslenskar
sjávarafurðir í innflutningi til Evr-
ópubandalagsins undanfarið. Miðað
við sambærilegan útflutning árið
1994 mun þessi tala lækka um 1,5
milljarða króna. Gert er ráð fyrir
frekari tollalækkunum á næstu
tveimur árum og má reikna með að
1996 samsvari tollalækkunin 2 millj-
örðum króna.
Sem dæmi um tollalækkanir um
áramótin má nefna að tollar falla
niður á þorski, ýsu, ufsa, lúðu og
grálúðu, hvort sem um er að ræða
frysta eða ferska afurð. Jafnframt
falla niður tollar af saltfiskflökum
og söltuðum, flöttum þorski. Tollar á
flestum öðrum sjávarafurðum lækka
um 70 prósent fram til ársins 1996,
þar af um 28 prósent um áramótin.
Samningar íslands og EB
Á grundvelh EES-samningsins hef-
ur ísland gert tvíhiiðasamning við
Evrópubandalagið um landbúnaðar-
mál og fiskveiðimál. Samningurinn
um landbúnaðarmái tók gildi 15. apríl
síðastliðinn og heimilar tolifrjálscm
innflutning á nokkrum tegundum
landbúnaðarvara, þar á meðal nokkr-
ar blóma- og grænmetistegundir.
Samkvæmt samningnum um fisk-
veiðimál verða skipti á veiðiheimild-
um. Skip EB fá úthlutað veiðiheim-
ildum í efnahagslögsögu íslands sem
nema 3 þúsund tonnum af karfa. Á
móti fær ísland 30 þúsund tonn af
loðnu. í samningnum er kveðið á um
að leyfi loðnustofninn ekki veiðar fá
EB-skipin engan karfa.
Fjórfrelsið I gildi
EES-samningurinn felur í sér fjór-
þætt frelsi sem gefur einstaklingum
og aðilum í atvinnurekstri aukinn
rétt en skerðir að sama skapi svig-
rúm stjórnvalda til þess að grípa í
taumana, hvort sem það er gert með
gjaldtöku, gjaldeyrishöftum, inn-
flutningsbanni eða takmörkunum á
veitingu atvinnuleyfa.
Þetta fjórþætta frelsi nær til vöru-
viðskipta, þjónustuviðskipta, fjár-
magnsflutninga og atvinnu.
Frá og með 1. janúar næstkomandi
verður ríkisborgurum EES-ríkja
frjálst að flytja á milli landa og leita
sér að vinnu hvar sem er á EES-
svæðinu en dvalarleyfi fæst aðeins
ef viðkomandi fær vinnu. Ekki má
mismuna fólki vegna þjóðernis við
ráðningu og öllu launafólki verður
gert kleift að njóta almenningstrygg-
inga á jafnréttisgrundvelli. Einstakl-
ingar og fyrirtæki hvaða EES-ríkis
sem er mega stofnsetja fyrirtæki,
útibú eða starfa sjálfstætt hvar sem
er innan EES.
Samkvæmt EES-samningnum
verður heimilt að bjóða fram þjón-
ustu hvar sem er á svæðinu. Grund-
vallarreglan fyrir fjármagnsþjón-
ustu er sú að eitt starfsleyfi nægi
fyrir lánastofnanir á öllu svæðinu
og bankaeftirlit heimaríkisins verð-
ur ábyrgt fyrir eftirliti. Samningur-
inn nær einnig tfl verðbréfaviðskipta
og trygginga.
í samningnum er gert ráð fyrir
fijálsum fjármagnshreyfingum milli
landa og einstökum ríkjum verður
óheimilt að mismuna fjármagnseig-
endum eftir þjóðerni.
ísland getur haft eigin löggjöf um
fjárfestingar og hefur rétt til að
banna íjárfestingar útlendinga í út-
gerð og frumvinnslu.
Víðtæk samvinna
Jafnframt fjórfrelsinu gerir EES-
samningurinn ráð fyrir víðtækri
samvinnu um félagsmál, neytenda-
vernd, umhverfismál, hagtölugerð
og fyrirtækjaráðgjöf. Þá kveður
samningurinn á um þátttöku EFTA-
ríkjanna í áætlanagerð, verkefnum
og ýmsum aðgerðum á sviði rann-
sókna og tækniþróunar, menntunar
og þjálfunar, æskulýðsmála, um-
hverfisverndar og félagsmála. Að-
gerðir þessar ná einnig til ferða-
mannaþjónustu, hljóðvarps, sjón-
varps og almannavarna.
Stofnanir EES
Ýmsar stofnanir munu taka að sér
að sinna eftirliti með EES-samningn-
um og liöka fyrir samstarfi íbúa og
ríkja á svæðinu. Kostnaður íslands
af starfsemi þessara stofnana mun á
næsta ári verða samtals um 134,2
milljónir króna.
í EES-ráðinu sitja ráðherrar EFTA-
og EB-ríkja og fulltrúar fram-
kvæmdastjórnar EB. Hlutverk ráðs-
ins er einkum að vera stjómmálaleg-
---------------!------------------
ur aflvaki við framkvæmd EES-
samningsins og setja almennar
viömiöunarreglur. Það verður hins
vegar hlutverk EES-nefndarinnar að
tryggja framkvæmd samningsins og
taka ákvarðanir um nauðsynlegar
breytingar á honum. Fulltrúi íslands
hefur neitunarvald í nefndinni.
Þingmannanefnd EES er skipuð
þingmönnum frá EFTA-ríkjunum og
EB og á að stuðla-að auknum skiln-
ingi milli aðila og vera ráðgefandi
aðili varðandi efnisatriði samnings-
ins. Ráðgjafanefnd EES starfar á
svipaðan hátt og er skipuð fulltrúum
hagsmunasamtaka úr atvinnulífinu.
Eftirlitsstofnun og dómstóll
Til að tryggja eftirlit með fram-
kvæmd EES-samningsins verður
komið á fót Eftirlitsstofnun EFTA og
EFTA-dómstól.
í Eftirlitsstofnuninni eiga sæti 7
aðilar frá EFTA-ríkjunum. Stofnun-
in getur í sérstökum tilvikum sektað
fyrirtæki ef þau brjóta samkeppnis-
reglur.
I dómstólnum eiga einnig sæti 7
aðilar frá EFTA-ríkjunum. Einstakl-
ingar og fyrirtæki sem telja sig eiga
rétt samkvæmt EES-reglunum geta
höfðað mál heima fyrir og viðkom-
andi dómstóll getur leitað áhts um
túlkun samningsins hjá hjá EFTA-
dómstólnum. Dómstóllinn dæmir
einnig um réttmæti ákvarðana Eftir-
Utsstofnunarinnar. -kaa
^..
*C5
/- vV
Veitingastaður .
í miðbæ Kópavogs
Mikið verslað í búðunum á Selfossi
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Ég talaði við nokkra verslunareig-
endur og verslunarstjóra á þriðju-
dagsmorgun og það var samdóma
áUt þeirra að verslun væri mikil á
Selfossi fyrir þessi jól. Fólk færi þó
betur með peninga sína en oftast
áður, ekki eins dýrar gjafir keyptar
en hagkvæmari.
\ Gunnar Gíslason í Horninu sagði
verslun síst minni en í fyrra og Ingi-
björg Guðmundsdóttir hjá bókabúð
KÁ sagði bóksölu góða. Sigrún Ósk-
arsdóttir í versluninni írisi sagði sölu
meiri en fyrir jóUn í fyrra og Kristín
Hafsteinsdóttir í tískuversluninni
Lindinni tók í sama streng.
—dSH
Krmhomd
Danskt jólahlaðborð
aðeins kr. 1.390
(feiti danski kokkurinn)
Opið annan í jólum.
Kópavogsbúar, freistið gœfunnar!
Hamraborg 11 -sími 42166eöa 42151.
1
1
Eigum glœsilegt úrval veiðistanga og veiðihjóla jafnt fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir ásamt öllum þeim fylgihlutum sem veiðimenn dreymir um.
Margverölaunaöur
vöölujakki sem alla
veiöimenn dreymir um
verö áður 19.970.-
jólatilboösver
kr. 16.900
Vandaöir Royal Scott
vaxjakkar í miklu úrvali,
sérlega hentugir fyrir íslenskt
veöurfar
röfrákr. 14.900-
Fluguhnýtingasett
góð gjöf jafnt fyrir unga sem
aldna
verö frá kr. 3.970 -
Mikið úrval af vönduðum
veiðipeysum á
jólatilboösveröi
verö
frá kr. 2.900-
Veiöivesti fyrir börn og
unglinga
verö áöur 4.380.
jólatilboðsverö
kr. 3.200
Mörkinni 6, v/Suðurlandsbraut
Neopreme vöðlur, pottþétl gjöf sem yljar veiöimanninum og
heldur táslunum þurrum, verðáðurkr. 17.950.-
jólatilboðsverð kr. 15.800
l«s'“!ffiSrawmS.®«
I