Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Side 4
4
FÖSTODAGUR -7. .IANÚAR 1994 •
Fréttir
Hef hvorki hug,
á Alþingi né ASÍ
Magnus L. Sveinsson, formaður VR:
Hef ekki áhuga á þingmennsku, segir Magnús L. Sveinsson sem gefur ekki kost á sér áfram til borgarstjórnar.
DV-mynd GVA
- Þú hefur lýst því yfir að þú ætlir
ekki að taka þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í lok janúar heldur
ætlir að snúa þér alfarið að störfum
innan Verslunarmannafélags
Reykjavíkur. Af hverju ertu að
hætta?
„Þetta var engin skyndiákvörðun
því að fljótlega á þessu kjörtímabili
var ég farinn að huga að þessari
ákvörðun. Ég hef veriö aðalmaður
og varamaður í borgarstjórn í tæp
30 ár, í fjórtán ár í borgarráði og
forseti borgarstjórnar í níu ár. Það
útheimtir mikið starf og langan
vinnutíma að vera formaður í
stærsta stéttarfélagi landsins,
borgarfulltrúi, forseti borgar-
stjórnar og borgarráðsmaður. Þess
vegna tel ég að tími sé kominn til
að ég gefi sjálfum mér aðeins meiri
tíma.“
- Sumir myndu segja að ekki væri
óeðlilegt að forseti Alþýðusam-
bands íslands kæmi úr stærsta
stéttarfélaginu. Stefnirðu að því að
verða forseti ASÍ eftir þijú ár?
„Mér finnst það ekkert skilyrði
að forseti Alþýðusambandsins
komi úr stærsta stéttarfélaginu í
landinu. Verkalýðshreyfingin er
sameinuð í eina heild sem heldur
þing fjórða hvert ár og velur sér
forseta. Það er ekkert sjálfgefið að
forseti ASÍ eigi að koma úr stærsta
félaginu þó að auðvitað séu hæfir
menn í VR. Ég vek athygli á því
að verslunarmenn hafa átt varafor-
seta innan ASÍ, til dæmis Björn
Þórhallsson sem var fyrsti varafor-
seti ASÍ.“
- Stefnirðu að því að verða næsti
forseti ASÍ?
„Nei.“
- Hefurðu áhuga á að komast inn
á þing?
„Nei, ég hef ekki áhuga á því. Nú
þegar ég hef tekið ákvörðun um að
hætta hef ég enga löngun til að
gefa kost á mér til Alþingis."
- Ertu hættur í pólitík?
„Nei, ég hef sama áhuga á pólitík
og áður. Ég er að sjálfsögðu sami
sjálfstæðismaðurinn og ég hef jafn-
an verið. Þaö breytist ekki og ég
geri ráð fyrir að ég taki þátt í
flokksstarfi hér eftir sem hingað til
þó að ég hverfi af þessum vett-
vangi.“
Markús örn
ótvíræður foringi
- Þegar Davíð Oddsson hætti sem
borgarstjóri fékk hann utanað-
komandi mann til að taka við borg-
arstjórastólnum og verða leiðtogi
sjálfstæöismanna í borginni. Hefur
þetta haft áhrif á ákvörðun þína?
„Nei, alls ekki. Það var mjög sér-
stök staða sem kom upp fyrir rúm-
um tveimur árum þegar Davið
Oddsson ákvað á miðju kjörtíma-
biii aö hætta sem borgarstjóri. Þeg-
ar hann hætti náðist ekki samstaða
í borgarstjómarflokknum um
neinn af borgarfulltrúunum sem
borgarstjóra. Davíð átti frumkvæði
að því að leysa máliö með því að
velja utanaðkomandi mann í starf
borgarstjóra. Um þá tillögu Davíðs
var algjör samstaða í borgarstjórn-
arflokknum og þaö hefur ríkt ein-
ing og samstaða 1 hópnum um
Markús Örn frá því hann tók við.“
- Það er þá ekki óeining eða ósam-
staða meðal borgarfulltrúanna sem
hefur haft áhrif á ákvörðun þína?
„Nei, aldeilis ekki. Ég hef átt mjög
gott samstarf við alla borgarfuU-
trúa Sjálfstæðisflokksins og reynd-
ar alla borgarfulltrúana. Borgar-
stjóraskiptin á miðju kjörtímabili
höfðu engin áhrif á þá ákvörðun
mína að hætta núna sem borgar-
fulltrúi."
- ErhægtaðtúlkafrumkvæðiDav-
iðs sem vantraust á borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins?
„Nei, það væri alrangt því að
Davíð lagöi mikla áherslu á það að
reyna aö ná samstöðu í borgar-
stjómarflokknum um borgar-
stjóraval úr hópi borgarfulltrúa.
Þegar það náðist ekki kom Davíð
með tillögu um Markús Öm. Um
þá tillögu var algjör samstaða."
- Hvernig hefur Markús örn Ant-
onsson staðið sig sem borgarstjóri?
„Ég tel að Markús Örn hafi staðið
sig mjög vei. Það var ekki auðvelt
að setjast í stól Davíðs Oddssonar
Yfirheyrsla
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
sem hafði staðið sig frábærlega vel
og notið mikilla vinsælda. Markús
Öm hafði mikla þekkingu á borg-
armálum og var fljótur að setja sig
inn í borgarmálin."
- Var þetta skammtímaráðstöfun
hjá Davíð Oddssyni að fá Markús
Örn Antonsson í starf borgar-
stjóra?
„Nei, þvert á móti. Ég held að
menn hafi talið að sá maður sem
tæki við sem borgarstjóri á miðju
kjörtímabili yrði foringjaefni
flokksins í komandi kosningum.
Þetta var ekkert kænskubragð hjá
Davíð."
- Hver telur þú að sé framtiðarfor-
ingjaefni sjálfstæðismanna í borg-
inni?
„Það em kosningar á fjögurra ára
fresti og tímamir geta breyst en
eins og er er það ótvírætt Markús
Örn Antonsson."
- Sjálfstæðismenn hafa tekið um-
deildar ákvarðanir í borgarmálun-
um að undanförnu og fyrirsjáan-
legt er að vorið getur orðið efna-
hagslega erfitt. Heldurðu að sjálf-
stæðismenn eigi á hættu að missa
borgina í kosningunum í vor?
„Sú hætta er auðvitað alitaf til
staðar. Ég held að Sjálfstæðisflokk-
urinn standi málefnalega séð mjög
vel í borgmni. Við höfum staðið við
öll okkar kosningaloforð og staðiö
að gríðarlegum framkvæmdum á
þessu kjörtímabili. Erfiðleikarnir í
þjóðmáluniun hafa snert Reykvík-
inga eins og alla aðra og reynslan
sýnir að staðan í þjóðmálunum
hefur áhrif á úrslit borgarstjómar-
kosninga. Almennur vinnufriður
er tryggður út þetta ár. Gengið er
stöðugt og vextir hafa lækkað
þannig að ýmislegt hefur áunnist í
þessu erfiða árferði. Borgin hefur
varið nokkrum hundruðum millj-
óna til atvinnuskapandi verkefna.
Við verðum að leggja áherslu á að
allar vinnandi hendur hafi vinnu.“
Uggandivegna
atvinnuástandsins
- Telur þú sem borgarfulltrúi og
formaður VR að meirihluti sjálf-
stæðismanna hafi sinnt málefnum
fjölskyldufólks og láglaunafólks
nægilega vel?
„Ég held að borgarbúar hafi svar-
að þessari spurningu best sjálfir
við kjörborðið í síðustu kosningum
þegar rúmlega 60 prósent kjósenda
kusu Sjálfstæðisflokkinn til valda.
Af þeirri niðurstöðu hljótum við
að draga þá ályktun að borgarbúar
hafi talið að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi staðið vel að þeim fjölmörgu
málaflokkum sem fjallað er um í
borginni en auðvitað má gera ýmis-
legt betur.“
- Var SVR-málið klúður?
„Þegar rekstrarbreyting á borð
við breytinguna á SVR á sér stað
þarf að fara með varúð og vissri
gætni og undirbúa það allt mjög
vel. Eðlilegt er að einstaklingarnir
spyiji um kjör sín og vilji fá trygg-
ingu fyrir því að þau haldist hin
sömu. Menn telja sig ekki hafa
fengið fulla tryggingu fyrir þessu
þó að því hafi verið lýst yfir að
menn eigi að halda réttindum sín-
um. Ég vil ekki trúa öðru en að við
það verði staðið en þaö kann að
vera að þetta mál hafi ekki verið
undirbúið nógu vel áður en farið
var af stað í þessa framkvæmd."
- Fjárhagsáætlun var Iögð fram í
borgarstjórn í gærkvöld. Eru sjálf-
stæðismenn farnir að draga saman
seglin?
„Það er ekki ábyrg afstaða að
spreða út peningum á þrengingar-
tímmn. Tekjur einstakhnga og fyr-
irtækja og þar með borgarsjóðs
hafa dregist saman og fjárhagsá-
ætlunin hlýtur að markast af því
ástandi sem er í þjóðfélaginu. Við
ætlum ekki að hækka skattana þó
að tekjur borgarinnar hafi minnk-
að eftir aö aðstöðugjöldin voru tek-
in af borginni. Af þessu verðum við
að taka mið.“
- Nú er sjómannaverkfallið í full-
um gangi og launamenn hrannast
inn á atvinnuleysisskrá. Hvaða
skoðun hefur þú á því bjartsýnis-
tali stjórnarliða að atvinnuleysið
fari minnkandi með vorinu?
„Ég er uggandi og hef áhyggjur
af atvinnuástandinu. Þó að vaxta-
og skattalækkunin og vinnufriður-
inn í landinu hafi mikið að segja
fyrir fyrirtækin, gengi sé stöðugt
og verðbólga nánast engin og
starfsumhverfi fyrirtækja betra en
áður, þá er það staðreynd aö nokk-
urt atvinnuleysi er í landinu. Þrátt
fyrir þetta er ég því miður áhyggju-
fullur vegna atvinnuástandsins. Ég
tel að við séum ekki komin fyrir
hom í því sambandi. Það er alvar-
legt mál að launakerfið í landinu
er hruniö og samflot verkalýðs-
hreyfmgarinnar í kjarasamning-
um óraunhæft. Ég tel að færa eigi
samningagerðina út til félaganna
og semja eftir afkomu starfsgrein-
anna.“