Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. JAN.ÚAR 1994 Viðskipti Oslægö ýsa á fiskm. Kr/kg _ iTl I I I I I Fi Má Pr Mi Fi Hlutabréf Esso Bensín 95 okt. Markiðekki lægraíhálftár Vegna sjómannaverkfallsins hefur óslægð ýsa úr trillubátun- um verið seld á háu verði á fisk- mörkuðunum eftir áramótin. í gær var meðalverðið 188 krónur fyrir kílóið. Eftir áramótin hefur gengi hlutabréfa í Olíufélaginu hf., Esso, verið 5,25 en var í 5,78 á gamlársdag. í Rotterdam er 95 oktana bensín að hækka í verði. Sl. miðvikudag var tonnið selt að jafnaði á 138 dollara. Sölugengi þýska marksins fór í gærmorgun niður fyrir 42 krónur og hefur það ekki gerst síðan í júlí á síðasta ári, eða i hálft ár. Hlutabréfavísitalan í Hong Kong sló hvert sögulega metið af öðru þar til á miðvikudag að hún lækkaði og hrundi svo eftir við- skiptinígær. -bjb Horfur á hlutabréfamarkaðnum: Verðbréfafyrir- tækin spá deyfð - og frekari vaxtalækkunum á árinu Forsvarsmenn verðbréfafyrir- tækjanna í landinu spá því að deyfð muni ríkja á íslenska hlutabréfa- markaðnum á þessu ári, vaxtalækk- unin verði varanleg og jafnvel sé von á frekari lækkunum þegar hða taki á áriö. Þetta kom m.a. fram á morg- unfundi sem Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, stóð fyrir á Holiday Inn í gær. Verðbréfafyrir- tækin sem áttu þarna fulltrúa voru Handsal, Kaupþing, Landsbréf, Skandia og VÍB. Fyrirsjáanlega deyfð í hlutabréfa- viðskiptum skýra verðbréfafyrir- tækin með þeim samdrætti í efna- hagslífinu sem spáð er í ár. Sem dæmi um samdráttinn gerir Þjóð- hagsstofnun ráð fyrir að landsfram- leiðsla minnki um 2 prósent á árinu. Það skapast einkum af 2,5% sam- drætti í fjárfestingu og 4% minnkun útflutningstekna. Þá er spáð 2,5% verðbólgu á árinu, sem er töluvert minna en á síðasta ári, en að atvinnu- leysi muni aukast enn meir. AUt þetta kemur til með að hafa áhrif á hlutabréfamarkaðinn í gegnum af- komu fyrirtækjanna. Þannig aö hafi menn verið að tala um kreppu á síð- asta ári þá virðist allt stefna í að hún muni fyrst líta dagsins ljós í ár. Um erlendar fjárfestingar var það mál manna á morgunfundi Vísbend- ingar að Utlar Ukur væru á íjár- magrisflótta úr landinu þrátt fyrir að opnað hefði verið fyrir kaup á erlend- um langtímaverðbréfum um áramót- in. Líklega yrði eitthvað um slíkar ijárfestingar en þá einkum í gegnum íslensku verðbréfafyrirtækin. Varðandi vaxtamálin telja verð- bréfafyrirtækin aö lánsfjárþörf opin- berra aöila gæti breytt myndinni og ekkert yrði úr frekari vaxtalækkun- um. Hér er einkum átt við húsnæðis- bréf Húsnæðisstofnunar ríkisins og aðra ríkispappíra. Þá er óvíst hvaða fjárfestingastefnu lífeyrissjóðimir munu taka á árinu og þeir gætu haft afdrifarík áhrif á hlutabréfamarkað- inn. Fram kom á fundinum að mikil- vægt væri í umfjöUun íjölmiöla og annarra að tengja þróun hlutabréfa einstakra fyrirtækja við afkomu þeirra. Verður gengið fellt? „Verði 4% samdráttur útflutnings- tekna fara menn að spyrja sig hvort ekki séu líkur á gengisfeUingu. Það mun hafa töluverð áhrif á erlendar fjárfestingar. Verði gengið fellt verð- ur meiri áhugi á sUkum fjárfesting- um,“ sagði Sverrir Geirmundsson, ritstjóri Vísbendingar, við DV. -bjb Slökkvlliö Reykjavíkur: Eldvarna- fötfrá Max Slökkvilið Reykjavíkur hefur tekið í notkun nýjan íslenskan eldvarna- fatnað frá Max sem hefur verið við- urkenndur samkvæmt evrópskum stöðlum. Fatnaðurinn hefur verið í þróun hjá Max síðan 1990 í samvinnu við Slökkviliðið. Fatnaðurinn er m.a. eldþolinn, hitaþoUnn og vatnsheldur og fram- leiddur úr mjög sérhæföum hráefn- um. Fleiri slökkviUö á landinu hafa pantað þennan fatnað og íhugar Max markaðssetningu erlendis. -bjb Frá afhendingu eldvarnafatnaðarins frá Max til Slökkviliðs Reykjavíkur. Þriðji frá vinstri á myndinni í fremstu röð er Höskuldur Einarsson úr Slökkviliðinu í fatnaðinum. Þá gaf Max 60 bangsa til Slökkviliðsins til að hafa i sjúkrabílum fyrir börn í slysatilfellum. DV-mynd S Gengi gjaldmiðla síðan fyrir jól: Sænska krónan hækkað mest Eftir áramótin hefur það gerst í gjaldeyrismálum að gengi flestra al- gengustu gjaldmiðla gagnvart ís- lensku krónunni hefur hækkað lítil- lega. Undanskildir eru þýska markið, japanska jenið og spánski pesetinn. Af þeim gjaldmiðlum sem eru á meðfylgjandi grafi hefur sænska krónan hækkað hlutfallslega mest síðan fyrir jól, eða um 4%. Er þá miðað við skráningu Seðlabankans í gærmorgun. Á sama tíma hefur sölu- gengi lírunnar hækkað um 1,4%, dollarinn um 1,2% og sterlingspund- ið um 1%. Frá því fyrir jól hefur pesetinn lækkað hlutfallslega mest eða um 1,8%. Japanska jenið hefur lækkað um 1,2% og þýska markið um 0,4%. -bjb Gengi gjaldmiðla 74 72 70< 69 68 Kr. Jr > N D ' 109 108 107 106, 105 104 n Kr. N D J 12,3 12,1 Kr. 0 N D J DV Tíu prósentíleiri ferðamenn Á síðasta ári komu 10% fieiri erlendir ferðamenn til landsins en árið 1992. Þá komu ríflega 142 þúsund ferðamenn til íslands en á nýliðnu ári urðu þeir alls rúm- lega 157 þúsund. Um er að ræða mesta fjölda erlendra ferða- manna sem hafa heimsótt ísland frá upphafi alda. Þjóðveijar voru flestir ferða- mannanna, eða 31 þúsund, og Bandaríkjamenn voru 25 þúsund talsins. Frá Bretlandi, Sviþjóð og Danmörku komu rúmlega 15 þús- und ferðamenn frá hverju landL Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af þessum 157 þúsund ferðamönn- um eru taldar hafa verið um 15 milijarðar, sem er 2,5 milljörðum meira en árið 1992. 2 milljarða velta íverðbréfum sveitarfélaga í fréttabréfi Landsbréfa hf. er greint frá því að liklega liafi velta sveitarfélaganna á veröbréfa- markaði á árinu 1993 verið í kringum 2 milljarðar króna. Und- anfarin misseri hefur þróunin verið þannig að sveitarfélögin hafa í auknum mæli sótt íjár- magn á veröbréfamarkað og fengið oft á tíðum betri kjör þar en hjá bönkum og sparisjóðum. Kjör á skuldabréfum sveitarfé- laga á síðasta ári voru frékar hagstæð. Hjá stærri sveitarfélög- unum var ávöxtunarkrafan 7,5-8,1% fyrir vaxtalækkunina í nóvember en í kringum 6% eftir lækkunina. Framleiðsla áóáteknum myndböndum Helgi Jónsson, DV, Úlafefirði: Stuðlaprent hf. hóf framleiöslu á óáteknum myndböndum skömmu fyrir jólin. Fyrirtækið keypti íslensku myndbandafram- leiðsluna hfi, IMF, í Reykjavík. Um er að ræöa spóluvél sem þræðir myndþráöinn inn í spólu- húsið. Eigendur Stuðlaprents og IMF eru þeir Þorsteinn Ásgeirsson og Guðmundur Þór Guðjónsson en eiginkonur þeirra, Inga Ásgríms- dóttir og Aðalheiöur Einarsdótt- ir, starfa við myndbandafram- leiðsluna. Fjárfestirársins hjáVísbendingu Vísbending, vikurit um viö- skipti og efna- hagsmál, -; til- kynnti í gær úrslit i verð- bréfakeppni sem ritiö stóð fyrir á síðasta ári. Fjórir val- inkunnir menn úr fjármálaheim- inum tóku þátt og sá sem náði bestu ávöxtuninni var Sigurður Sigurkarlsson, tjármálastjóri hjá Sjóvá-Almennum. Hlýtur Sigurð- ur nafnbótina „Fjárfestir ársins 1993“. Þetta er í fyrsta sinn sem útnefningin fer fram. Keppnin fólst í því aö ná sem bestri ávöxtun á ímynduðum 100 milljónum króna sem keppend- um voru „afhentar". Á átta mán- uðum náði Sigurður 30% ávöxtun á ársgrundvelli á þessum 100 milljónum. Aðrir þátttakendur voru Agnar Kofoed-Hansen, Þor- steinn Haraldsson hjá Hluta- bréfasjóðnum hf. og Sigurður Ge- orgsson, framkvæmdastjóri Lif- eyrissjóös tæknifræðinga. Fjór- menningarnir náðu í heild rúm- lega 12% ávöxtun á ársgrundvelli á 100 miOjónunum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.