Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTÚbAGUR 7/jÁNÚAK 1994 Smáauglýsingar - Sími 632700 Þver Afmæli Nýjar, vandaðar og spennandi vörur v/allra hæfi. Nýr vandaður litmlisti, kr. 600 + sendk. Ath. nýtt og lækkað verð. Allt er þegar þrennt er, í verslun sem segir sex. Sjón er sögu ríkari. Ath. allar póstkr. duln. Opið 10-18 v.d., 10-14 iau. S. 14448, Grundarstíg 2. Sendibílar Suzuki super carry 1991 til sölu, ekinn 23 þús., hvítur, vsk-bíll. Er einstaklega vel útlítandi og í toppstandi. Sami eig- andi. Ekki skipti. Uppl. í s. 681816 e.kl 17 föstudag og allan laugardaginn. LWWWWWWW SMAAUGLYSINGADEILD OPIÐ: Virka daga frá kl. 9-22, laugardaga frákl. 9-16, sunnudaga frákl. 18-22. ATH.! Smáauglýsing i helgarblað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Græni síminn: 99-6272 Vagnar - kemir Dráttarbeisli. Gerið verðsamanburð. Framleiðum ailar gerðir af kerrum og vögnum. Dráttarbeisli á allar teg. þíla. Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Verið velkomin í sýningarsal okkar. Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19. Bílar til sölu Mercedes Benz 2628, árg. ’85, til sölu, ekinn 350 þús., festingar fyrir snjótönn geta fylgt. Upplýsingar í símum 94-7732 og 985-27132. MMC L-300, árg. '81, ekinn 78 þús. km frá upphafi. Til sjinis og sölu hjá Bíla- sölu Heklu- Bílaþing, sími 695660 og 93-11331. Jeppar Bronco Ranger XLT, 1981, sjálfskiptur, samlæsingar, rafm. í rúðum, svartur, krómf., 35" dekk, no spin, 351 m vél, jeppask. ’94. Allt uppt., toppb. Ath. mjög fallegur. Verð 850 þús. og 580 þús. stgr. S. 78585 eða 673801. Sturla. Uppboð Að kröfu Jóhannesar A. Sævarssonar hdl., skiptastjóra í þrotabúi Dalhúsa hf„ verða innréttingar og eldhústæki til veitingahúsareksturs, s.s. Frostwerk kæliskápur með skurðarbretti, Henkovac 1500 vacuumvél, Broster þrýsti- pottur, Hobart hrærivél, Eloma grillofn, Oval ruslapressa o.fl. selt á opin- beru nauðungaruppboði. Uppboðið verður haldið að Vesturgötu 4, Hafnarfirði, (starfsstöð Jóna hf.), föstudaginn 14. janúar nk. og hefst kl. 16.30. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Sunnubraut 6, efri hæð. Gerðarþoh Steinunn Frímannsdóttir, gerðarbeið- endur Blómahehdsalan h£, Húsnæðis- stofnun ríkisins og Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 13.30. Skagabraut 38, efri hæð og bílskúr. Gerðarþoli Hjördís Guðnadóttir, gerð- arbeiðendur Bókaútgáfan Þjóðsaga, Húsnæðisstofnun ríkisins, Lífeyris- sjóður Akraneskaupstaðar, Sjóvá- Álmennar hf. og Svanhildur Anna Sveinsdóttir, þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 11.00. Vallarbraut 3.03.02. Gerðarþoh Sævar Sigurðsson, gerðarbeiðendur Hús- næðisstofnun ríkisins, Nótastöðin hf., Pós1> og símamálastofnun, Rafveita Akraness, sýslumaðurinn á Akranesi og Þorgeir og Ellert hf, þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 14.00. Ægisbraut 11. Gerðarþoli Björgvin Eyþórsson, gerðarbeiðendur sýslu- maðurinn á Akranesi og fslandsbanki hf., þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 14.30. Lerkigrund 3.01.0. Gerðarþoh Vil- hjálmur G. Gunnarsson, gerðarbeið- endur Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Húsfélagið Lerkigrund 1-3, Hús- næðisstofnun ríkisins og sýslumaður- inn á Akranesi, þriðjudaginn 11. jan- úar 1994 kl. 11.30. Æðaroddi 22, hesthús. Gerðarþoh Jakob Benediktsson, gerðarbeiðandi Sigurður Sigfusson, miðvikudaginn 12. janúar 1994 kl. 13.00. Sýslumaðurinn á Akranesi Suðurgata 107. Gerðarþoh Ámi Salómonsson, gerðarbeiðendur Hús- nseðisstofiiun ríkisins og Lind hf., þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 13.00. Jóhann P. Jónsson Jóhann Pétur Jónsson slökkvi- liðsmaður, Hraunbæ 162, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Fjölskylda Jóhann er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp á Njálsgötu 4. Jóhahn kvæntist 13.6.1970 Guð- rúnu Filippusdóttur, f. 30.10.1948, starfsmanni við bókhald. Foreldrar hennar: Filippus Tómasson, látinn, og Ambjörg Lilja Jónsdóttir, hús- freyja í Rauðagerði 18 í Reykjavík. Dætur Jóhanns og Guðrúnar: Gyða Björg Jóhannsdóttir, f. 11.10. 1978; Linda Dögg Jóhannsdóttir, f. 6.1.1982. Systkini Jóhanns: Ása Jóna Jóns- dóttir; Birgir Þór Jónsson. Foreldrar Jóhanns: Jón Jónsson, f. 26.2.1909, d. 1.6.1970, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og Frið- björg Sigurðardóttir, f. 8.12.1907, d. 2.8.1985, húsmóðir, þau bjuggu á Njálsgötu 4 í Reykjavík. Jóhann Pétur Jónsson. Meiming Ahrifarík ádeila Tónleikar vom hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands í Háskólabíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Osmo Vánská. Einleikari á píanó var Olli Mustonen. Á efnisskránni vap Píanókonsert nr. 3 eftir Sergei Rac- hmaninoíf og Sinfónía nr. 3 eftir Anton Bruckner. Það hefur trúlegast ekki farið fram hjá lesendum þessara pistla að ýmislegt er unnt að finna tónhst Rachmaninoffs til foráttu. Síðróm- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson antísk fagurfræði þessa hæfileika- ríka Rússa dansar iðulega á mörk- um hins tilfinningaríka og hins væmna og fer ósjaldan yfir strikið. Af ekki óskyldum toga er sú árátta Rachmaninoffs að endurtaka steíjaefni óbreytt í gríð og erg svo að flest stef fá á sig mynd þrástefs. Það sem hér liggur að baki er ör- væntingarfull tilraun tónskáldsins til að kreista síðustu dropana út úr tónamáli sem var í raun og vem dautt. Tilraunin er virðingarverð en útkoman er úrkynjun. Endur- tekningar og létt væmni gerir tón- listina að vissu leyti aðgengilega og getur stuðlað að skjótum vin- sældum. Endingargildi verka líður hins vegar fyrir shkt. Píanókonsert nr. 3 hefur sinn skerf af þessum ágöllum en hefur samt ýmislegt til síns ágætis. Má þar nefna glæsi- leika og býsna sterkt innra sam- hengi. Fróðir menn segja að Rac- hmaninoff hafl sjálfur sphað verkið á látlausan hátt og sóst meira eftir heildaráhrifum en einstökum æs- andi augnablikum. Hinn ungi píanóleikari, Mustonen, fór hins vegar aðra leið. Hann sýndi frá- bæra færni og öryggi og virtist hafa fullkomið vald á öllum hugs- anlegum blæbrigðum hljóðfæris- ins. Túlkunin var í róttækum ýkju- stíl þar sem allt var gert til að draga fram og undirstrika innbyggða væmni verksins. Látbragö píanó- leikarans var og í samræmi við þetta, skringilegar handasveiflur og geiflur. Þá hélt hann lengst af annarri löppinni hálfkrepptri svip- að og trúðar gera í sirkus. Allt þetta stuðlaði að þeirri heildarmynd úr- kynjunar sem geislaði frá flutningi þessa verks sem fæddist úrelt upp úr síðustu aldamótum en er enn flutt vegna þess að fóik treystist ekki th að horfast í augu við sam- tima sinn í tónhst. Þess er getið í efnisskrá að sérstæður túlkunar- máti Mustonens hafði áunnið hon- um miklar vinsældir erlendis og þarf engan að undra það. Hæfileik- ar hans og færni eru augljósir. Þá virðist hann hafa dýpri skhning á félagsfræði hstar sinnar en algengt er um virtúósa. Sinfóníuhljómsveit íslands ætti að taka dulbúna ádrepu Mustonens til sín og reyna að hrista af sér slyðruorðið um flutning tónhstar tuttugustu aldar. Verk óumdeildra snilhnga eins og Bartoks, Stravinskys, Schönbergs, Weberns og Bergs eru aht of sjald- heyrð á tónleikum hljómsveitar- innar að ekki sé talað um nýrri tónlist. Það var svolítið erfitt að einbeita sér að sinfóníu Bruckners eftir hlé. Þetta verk er einkar heiðarlegt og tilgerðarlaust. Það er vandvirknis- lega unnið og margt hljómar þar fallega. í kjölfarið á hinum áleitna píanóleik Mustonens fór ekki hjá því hins vegar að menn spyrðu sig að^ því hvaða erindi svona verk ætti th tónleikagesta við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar. Svo virt- ist sem hljómsveitarmenn hefðu svipaðar vangaveltur í kolhnum því að flutningurinn náði ekki því flugi sem oft mátti heyra hjá hljóm- sveitinni í haust. Kannski voru þetta aðeins eftirstöðvar af jóla- steikunum. Þjónusta Stigar og handríð, úti sem inni. Stigamaðurinn, Sandgerði, símar 92-37631 og 92-37779. Djúpið: Japönsk söngkona Japanska söngkonan Akiko Ve- hida hélt tónleika í Djúpinu í fyrra- kvöld. Hún er hingaö komin frá Boston þar sem hún stundar tón- hstamám við Berklee Cohege of Music, á þeim stað sem ýmsir af okkar helstu djasstónlistarmönn- um hafa verið og þangað streyma þeir enn. Hljómsveitina skipuðu þeir Ólafur Jónsson á tenórsaxó- fón, Hilmar Jensson á gítar, Þórður Högnason á kontrabassa og Matthí- as M.D. Hemstock á trommur. Efn- isskráin samanstóð af verkum Djass Arsæll Másson gamalla meistara og átti Thelonius Monk þar stóran part. Hljómsveit- in hitaði upp með einu bíbopplagi áður en söngkonan steig á svið. Hún söng lögin flest svo til eins og þau eru skrifuð og „skattaði” svo \ gjarnan hluta af forminu. Hún hef- ur ágæta rödd og allt sem hún gerði var fágað og áheyrhegt. Best fannst mér henni takast upp í Round Midnight en þar fór hún frjálsleg- ast með lagið. Einnig var gaman að heyra Straight, No Chaser sung- ið en það er hefðbundinn tólf- taktablús þar sem svipuð lína end- urtekur sig en færist th í taktinum. Ég hefði þegið meiri tilþrif og snarstefjun í sönginn en öðrum kann að hafa fundist annað. Ólafur blés í mjög svipuðum anda, lítið um glyss, fret og píp á þeim bæn- um, fátt kom á óvart en allt hreint og fallega blásið með ágætum tón. Matthías á heiður skihnn fyrir hvað hann getur verið fágaður og nettur við trommusettið. Þess utan var tronumheikur hans Qölbreytt- ur og gefandi. Þórður spilaði vel þetta kvöld sem önnur þó mér fyndist .tónmnn geta verið ögn hreinni. En það sem hreif mig mest á þessum tónleikum og að ég hygg flesta aðra viðstadda var gítarleik- ur Hhmars Jenssonar. Hhmar er að gera hluti í sinni snarstefjun sem eru verulega forvitnhegir og spennandi og gefa gamalþekktum hljómaröðum nýtt líf. Hann notar mikið fótstig th að stjórna styrkn- um og mýkja „attackið” og hefur góðan hreinan tón. Öll handfjötlun hans á hljóðfærinu virðist einnig miða að því að gera það eins lifandi og órafmagnað (acoustic) og hægt er. Samspil þeirra Matthíasar var frábært á köflum; iðulega var t.d. skipt um hraða (halftempo) og Þórður fylgdi þeim snurðulaust eft- ir. Hilmar sphar sjaldnar opinber- lega en aðrir okkar bestu manna svo þaö er alltaf spennandi að heyra í honum. Ég er þegar farinn að hlakka til næsta skiptis. í hehdina voru þetta mjög góðir tónleikar og góður andi í salnum. Að lokum vil ég geta þess að Djúp- ið var sneisafullt, þótt ekki þurfi reyndar mikið til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.