Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 15 Zhírínovskí í mörgum útgáf um? Mér er sagt, sagði vinur minn einn, að það eigi að reisa Zhír- ínovskí styttu í Keflavík. í þakklæt- isskyni fyrir aö hann hafi bjargað herstöðinni og þar með reddað at- vinnustiginu á Suðumesjum. Þetta hjal var ekki út í hött. Við- brögðin við kosningasigri þess kjaftfora þjóðrembumanns, Valdi- mars Zhírínovskís, í Rússlandi voru reyndar á þennan veg sum- part. Nú er Rússinn orðinn stór- hættulegur aftur. Nú getur Kaninn ekki farið þótt hann feginn vilji sjálfur! Það var Suðurnesjaþing- maður aö skrifa á þessa leið i Morg- unblaðiö og fleiri voru á sömu bux- um. Svo vom menn í leiöinni að hneykslast á Rússum. Þeir væru svo fáfróðir og minnislausir og KjaUaiiim Árni Bergmann rithöfundur „Mér sagt, sagði vinur minn einn, að það eigi að reisa Zhírínovskí styttu í Keflavík. í þakklætisskyni fyrir að hann hafi bjargað herstöðinni og þar með reddað atvinnustiginu á Suður- nesjum.“ óábyrgir í lýðræðinu og kynnu ekki frelsið og markaðslögmálin og ann- að gott að meta. Beiskjan og heiftin En nú er að spyrja: er Zhír- ínovskí rússneskt fyrirbæri ein- göngu? Já og nei. Fylgið mikla sem hann fékk er tengt sérstæðu sálará- standi margra þeirra sem hafa séð heimsveldið sovétrússneska hrynja og milljónir Rússa komast á flæking eða búa við ótrygga til- vem í nýjum ríkjum sem til urðu við hmnið. En fylgi hans er um leið tengt mikOli gremju og beiskju og vantrú á ráðandi stjórnmálaöfl. Fólkið hef- ur tengt vonir sínar við frelsið og markaðsbúskapinn eins og vonlegt var - en við blasir óðaverðbólga, mafíuveldi, gifurlegur munur á nýríkum og fátækum (sem finnst að einkavæðingin sé ekki annað en þjófnaður og þeir að verki sem ósvífnastir eru og grimmastir). Einnig atvinnuleysi og allsherjar öryggisleysi og sú staðreynd að margir þeirra sem áður bjuggu við eins konar miöstéttakjör hafa misst fótanna og era að velta niður í ör- birgðina. Valdimar Zhírinovskí. - „Er Zhírínovskí rússneskt fyrirbæri eingöngu?" spyr Árni í grein sinni. Skuggalegar hliðstæður Þetta allt gerist mjög hratt og miskunnarlaust. En þessi rúss- neska þróun á sér margar hlið- stæður - einnig í þeim ríkjum sem telja sig takk bærilega stödd í lýð- ræði og frelsi. Við emm vön því aö fjölmiðlar kenni okkur að ein- blína á blessun hins fjórfalda markaðsfrelsis í EB, EES og GATT. En það frelsi, sem margir hagnast vissulega á, það hefur einnig áhrif svipuð þeim sem Rússar stynja undir. Það gefur þeim mest sem mest hafa fyrir en minnst þeim sem verst em staddir. Gott ef þeir halda ekki áfram að tapa. Það drepur störf með tæknivæð- ingu og hagræðingu (uppsögnum) með margfóldum hraða á við það að ný störf verði til. Það etur saman þjóðum, heimamönnum og inflytj- endum („þeir eru að stela vinnunni frá okkur“) - og einnig stéttum inn- an hvers þjóðfélags. Því þeir sem fyrirtæki eiga og stjórna hagnast sem aldrei fyrr, meðan her at- vinnuleysingja stækkar og mið- stéttirnar öflugu koðna niður, því aö allt sem starfsöryggi heitir (og þar með vonargleði um framtíðina) er horfið og kemur ekki aftur. Þetta er ástand sem skapar haturspost- ula. Zhírínovskí í Rússlandi, Le Pen í Frakklandi, repúbhkana í Þýskalandi og fleiri seinna. Þetta er ástand sem magnar víta- hring ofbeldis í borgum og rekur hvern minnihlutahóp í beinan lífs- háska. Og stefnir ávinningum lýð- ræðis í hættu. Ekki barasta í Rúss- landi. Arni Bergmann Hve glöð er vor æska? Lesandi góður. Hinn 19. desemb- er sl. var á dagskrá stöðvar 2 þátt- urinn Hve glöð er vor æska. í þætt- inum var rætt viö unghnga um unglinga. Þáttur þessi var vel heppnaður og ungmennin, sem þar komu fram, stóðu sig sérlega vel og svöruðu margvíslegum spurn- ingum um málefni unglinga á eink- ar skýran og skilmerkilegan hátt. Það sem vakti athygli mina var lokaumræðan í þættinum. Þar vom ungmennin spurð hvaða aug- um þau horfðu til framtíðar. Svörin vora öll ákaflega hhðstæð. Öll stefndu þau að þvi að mennta sig erlendis. Og augljóst var að þau stefndu öh að því að setjast að er- lendis þegar fram hða stundir. Aldrei betri lifskjör það er ekki bjart yfir íslenskri framtíð ef við eigum eftir að horfa upp á stórfellda búferlaflutninga íslensks æskufólks til útlanda á næstu árum. Ætlar íslensk æska að kaupa sér farmiða aðra leiðina út í heim í stað þess að erfa landið? Miðað við það hve opinská og sam- hljóða svörin voru, sem ungmenn- in gáfu í þættinum, virðist svo vera. Ef unga fólkið fer að setjast að erlendis í þeim mæh að íbúum landsins fari fækkandi og meðal- aldur íslendinga fari hækkandi þá er íslensk menning, íslensk tunga, Kjallariim Brynjólfur Jónsson hagfræðingur íslenskt samfélag og aht það sem íslenskt er í hættu. I raun er þessi þróun þegar hafln. Við íslendingar eigum í dag einhver hundmð lækna sem búsettir eru erlendis ásamt fjölskyldum sínum vegna þess að þeir fá ekki starf við sitt hæfi á íslandi. Svo er mikhl fjöldi annarra íslendinga búsettur er- lendis af hhðstæðum ástæðum. Þessi lífsviðhorf nútíma unghnga eru furðuleg þegar horft er th for- tíðar og til lífskjara og lífsbaráttu forfeðra okkar sem byggt hafa þetta land frá landnámi. Aldrei fyrr hafa íslendingar búið við betri lífs- kjör en nú, þrátt fyrir allt. Og þá virðist unga kynslóðin ætla að flýja land í stóram stíl. Innrætingin gleymst Mannkynssagan er lítið annað en samfelld lýsing á því hvernig kyn- slóðir æskufólks margra landa hafa í gegnum aldirnar gengið út á vígvöllinn og fórnað lífi sínu fyrir fóðurlandið af einskærri ættjarðar- ást. Einhvers staðar hefur gleymst að innræta íslenskum nútímaungl- ingum þá ættjarðarást. Einhvers staðar hefur gleymst að innræta nútíma unglingum þá ættjarðarást sem eölhegt verður að teljast að sérhver kynslóö hafi til að bera. Hvað hefur breyst? Einhvers staðar hefur hka gleymst að örva íslenska unglinga til dáða og innprenta þeim þá bjart- sýni og þá áræðni sem þarf til að takast á við aðsteðjandi vandamál. •En þaö eru mistök þeirrar kynslóð- ar sem ól þessa unghnga upp, ekki unglinganna. Kennedy Bandarikjaforseti sagði við þjóð sína. Spyijið ekki: Hvað geta Bandaríkin gert fyrir mig? Spyrjið: Hvað get ég gert fyrir Bandaríkin? Ef íslensk æska nær aö tileinka sér þennan hugsunar- hátt, ef hún fer að spyrja: Hvað get ég gert fyrir ísland? þá mun margt breytast til betri vegar á íslandi. Við íslendingar höfum á margan hátt haldið iha á okkar málum á undanfornum ámm. Við hefðum getað gert miklu betur, það er flest- um ljóst. En vandamál okkar eru samt ekki svo stórkostleg að ástæða sé fyrir íslenskt æskufólk aö flýja land í stórum stíl. Th þess em vandamálin að þau veröi leyst. Th þess em erfiðleikamir að sigr- ast sé á þeim. Og th þess eru mis- tökin að læra eitthvað af þeim. Brynjólfur Jónsson „Þessi lífsviðhorf nútímaunglinga eru furðuleg þegar horft er til fortíðar og til lífskjara og lífsbaráttu forfeðra okk- ar sem byggt hafa þetta land frá land- námi.“ Meðog Fyrirhuguö staösetning ÁTVR á Biönduósi Rökrétt ákvörðun „Ég tel að það hafi vcriö staðið rökrótt að ákvöröun um staðsetn- ingu ÁTVR á Blönduósi. þecar verið er Vilhjálniur Egilsson, að úthluta alÞNj'smaður og séraðstöðu th framkvæmdastjóri að selja áfengi Verslunarráðs Is- eða einkarétt lands- á sliku er óeðhlegt að raska sam- keppnisforsendum innan bæjar- ins. Ég tel að ef staðsetningin hefði verið þannig að ÁTVR heföi verið ofan í annarri af tveimur matvöruverslunum á svæðinu hefði það haft mjög óheppheg áhrif á samkeppnisstöðu þessara verslana. Þaö hefði verið mjög ósanngjarnt. Ég tel það líka óeðh- legt að aðilar sem aö þessu standa séu að undirbjóða hvor annan í að skaffa húsnæði og aðstöðu undir áfengisverslun og láta þaö koma niður á hærra matvöm- verði eða minni þjónustu í þeirri verslun. Með þeim hætti væri matvaran farin að niðurgreiða áfengi fyrir rikið. Máhö horfði hins vegar allt ööruvisi við ef mönnum væri í raun frjálst að selja áfengi. Ef önnur matvöru- verslunin ætti að geta verið með þessa staðsetihngu ÁTVR ofan í sér ætti hin verslunin að hafa sömu möguleika á að selja áfengi. Það er einmitt það sem hlýtur að vera framtíðin - aö viðskipta- hættir með áfengi verði frjálsari en nú er. Á meðan áfengisvið- skipti eru í sama einokunarhorfi og ríkir i dag er mjög erfitt aö gæta sanngimi í viðskíptahátt- um. Mér finnst eðlilegast að áfengisviðskipti verði gefin frjáls, bæði hvað varöar aðgang að markaði og útsölum. Þá væru menn ekki að rffast með sama hætti og nú er gert á Blönduósi.“ Aekkiaðvera háðduttlung- um stjórn- málamanna „Ég er með því að áfeng- isútsala sé höfð á Blönduósi en ég er á móti því að þaö sé háð duttlung- Guöstelnn Einars- um forstjóra son’ Iwuplélags- ÁTVR og s,ióri hiú Kaupfélagi stjórnmála- Húnvetninga á manna hvar Blönduósi- hún sé staösett. Það á að virða þær leikreglur að setja áfengisút- sölur hjá þeim sem býðst til að gera verkið fyrir minnsta pen- inga fyrir ríkissjóð. Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi aö bjóða verkið út og sá eigi að hreppa hnossið sem bjóði best. Þaö er ljóst aö það er mjög gott að fá þetta inn f verslunarkjarna, það leiðlr th aukinna umsvifa þar og aukinna tekna. Ég er á móti því að ÁTVR verði sett inn í Krútt kökuhús sem er í gamla bænum á Blönduósi þar sem engin önnur þjónusta er í kring nema hótehð. Þetta mun leiða til þess að ferða- menn verða leiddir frá aðalþjón- ustustöðum bæjarins. Leikregl- urnar eiga að vera skýrar og akil- merkilegar fyrirfrara, sá sem býður best á að fá þetta og allt annaðeraukaatriði. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.