Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Side 5
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
5
Fréttir
Sj ómannaverkfaHið:
Missum eitt skip fyrir
hverja verkfallsviku
Ómar Garðaisson, DV, Vestmarmæyjum;
í Vestmannaeyjum gæti langt sjó-
mannaverkfall haft geigvænlegar af-
leiðingar og svo farið að Vestmanna-
eyingar yrðu að sjá á eftir skipum
og aflaheimildum úr bænum.
Skuldastaða stóru fiskvinnslufyrir-
tækjanna, Vinnslustöðvar og ísfé-
lags, er mjög erfið og forráðamenn
þeirra uggandi hvernig fer ef verk-
fallið dregst á langinn.
Sighvatur Bjarnason í Vinnslu-
stöðinni og Sigurður Einarsson í ísfé-
laginu vildu ekkert tjá sig um stöð-
una í samningamálunum.
„Ég óttast ekki síst afleiðingarnar
fyrir bæjarfélagið. Auðvitað veltur
það á lengd verkfallsins og hvernig
gengur að því loknu. Ef svo illa fer
að við missum af loðnuvertíð yrðu
afleiðingarnar hroðalegar fyrir
starfsfólk okkar, sjómenn, fólk í
landi og fyrirtækið því loðnan gefur
mestu tekjumar," sagði Sighvatur.
Sigurður Einarsson sagði að nán-
ast öll starfsemi legðist niður í ísfé-
laginu. Aðeins nokkrir iðnaðarmenn
yrðu áfram við störf.
„Við eigum eftir 2000 tonn af síld.
Væmm byijaðir á loðnu ef allt væri
eðlilegt og öll bolfiskskipin farin til
veiða. Fyrsti Norðmaðurinn er kom-
inn á loðnumiðin og fáum við fljótt
fréttir af þvi hvernig honum geng-
æÉzl
*íj lp 1 n: m 1 JjiO
|..j ifl iWm
Ég segi ekki að ísfélagið verði gjaldþrota en það fer ekki hjá þvi að skip verða seld og fleiri missa vinnuna drag-
ist verkfallið á langinn, segir Sigurður Einarsson í Vestmannaeyjum.
ur,“ sagði Sigurður.
Það er mat margra að loðnusjó-
menn muni þrýsta mjög á lausn deil-
unnar.
Um stöðu fiskvinnslufyrirtækj-
anna hér sagði Sigurður að öllum
ætti að vera ljóst að hún væri erfið.
„Margir hafa orðið að taka á sig
launalækkanir og uppsögnum hefur
verið beitt. Ef verkfallið dregst á
langinn verða þessar fórnir til einsk-
is. Ég segi ekki að ísfélagið verði
gjaldþrota en það fer ekki hjá því að
skip verða seld og fleiri missa vinn-
una. Verkfalhð er sérstaklega slæmt
hér af þremur ástæðum.
í fyrsta lagi af því að síldarkvóti
tapast ef ekki verða stundaðar síld-
veiðar og síldarvinnsla í janúar.
í öðru lagi að loðnuafh næst ekki
og í þriðja lagi er staða útgerðar og
fiskvinnslu í Vestmannaeyjum sér-
lega slæm. Sjómenn á Vestfjörðum
hafa ekki þorað að fara í aðgerðir
vegna þess að þeir telja að fyrirtækin
þar þoh þær ekki. Ég held að það
sama hljóti að eiga við hér. Hér eiga
einhverjir eftir að gefast upp í útgerð
og því miður er ég sannfærður um
að héðan fer eitt skip fyrir hveija
viku sem verkfahið stendur. Verkfah
í 6 vikur þýðir að héðan fara 6 skip.
Stóra spurningin er hvort stóru fyr-
irtækin lifi það af,“ sagði Sigurður.
Kópavogur:
Laun greidd út fyrir
áramót vegna mistaka
Óánægju hefur gætt meðal starfs-
manna Kópavogsbæjar vegna mis-
taka sem urðu hjá Reiknistofu bank-
anna þegar laun voru greidd út um
áramót. Fyrir mistök hjá Reiknistofu
bankanna voru launin, sem eru ahtaf
greidd út eftir á og áttu að borgast
út fyrsta virka daginn á þessu ári,
færö inn á tékkareikningana 31. des-
ember. Vegna þessa misskilnings
töldu því sumir starfsmennirnir að
þeir ættu meiri innstæðu á reikning-
um sínum en þeir reyndust eiga og
þurftu að greiða kostnað vegna yfir-
dráttarins.
Guðrún Pálsdóttir, fjármálastjóri
Kópavogs, segir að nokkrir starfs-
menn hafi kvartað við launadeild
Kópavogs vegna þessa máls. í ráðn-
ingarsamningum starfsmanna komi
fram að laun séu ekki greidd út fyrr
en á fyrsta virka degi eftir mánaða-
mót og því hafi þeir átt að gera sér
grein fyrir því aö um mistök hefði
verið að ræða. Búnaðarbankinn í
Kópavogi hafi feht niður sektir hjá
þeim starfsmönnum sem hafa reikn-
inga þar en bæjarsjóður sjái th þess
að þeir starfsmenn sem sannanlega
fóru yfir á reikningum sínum vegna
þessara mistaka beri ekki fjárhags-
leganskaðaafþví. -GHS
Landakot:
Yf irstjórnin ósátt og
ef asemdir hjá starf sfólki
- viðræður við Borgarspítalann valda vonbrigðum
Viðar Hjartarson, læknir á Landa-
kotsspítala, segir að miklar efasemd-
ir séu meðal starfsfólks Landa-
kotsspítala um fyrirhugaða samein-
ingu við Borgarspítalann. Ekki sé
sátt um máhð í yfirstjóm spítalans
og starfsfólkið sé óánægt með þá
óvissu sem ríkir um framtíð spítal-
ans. Hann segir að starfsmenn
Landakots hafi orðiö fyrir vonbrigð-
nm með viðræður við Borgarspítal-
ann í haust og telur að óformlegar
viðræður við Landspítalann hafi ver-
ið mjög áhugaverðar.
í viðræðunum við Landspítalann
var gert ráð fyrir samstarfi spítal-
anna þar sem Landakot yrði svokah-
að biðhstasjúkrahús með áherslu á
minni aðgerðir ásamt öflugri dag-
dehdarþjónustu. Gert var ráð fyrir
því að Landspítahnn tæki virkan
þátt í starfi spítalans þannig að að-
staðan á Landakoti nýttist th fuhs.
Viöar segir að þessar hugmyndir
hafi verið síst útgjaldameiri en sam-
eining við Borgarspítalann.
„Við erum ekki í neinu stríði við
Borgarspítalann heldur vhjum við
að fleiri valkostir séu kannaðir. Við
emm afar ósátt við hversu fast tveir
stjórnarmenn Landakots fylgja
Borgarspítalaleiðinni eftir. Þeir hafa
aðeins veikt umboð og takmarkaðan
stuðning umbjóðenda sinna,“ segir
Viðar Hjartarson.
,Sýslrnnannsmálið“
Gyifi Kriatjánsscm, DV, Akuieyri:
Mál fyrrverandi sýslumanns og
yfirlögregluþjónsins á Siglufiröi er
aö nýju komið til embættis sak-
sóknara og hefur ekki verið gefin
út ákæra í máhnu.
Eftir að embætti saksóknara fékk
máhð til afgreiðslu frá Rannsókn-
arlögreglu ríkisins var því visað
aftur til RLR th frekari rannsóknar
og var a.m.k. hluti þeirrar viðbót-
arrannsóknar unninn af rannsókn-
arlögreglunni á Akureyri. Þessari
viðbótarrannsókn lauk á Þorláks-
messu og er nú málið í höndum
saksóknara að nýju.
o
r
Veitingastaður
í miðbæ Kópavogs
Kráarhorniö
Harmoníkan íhávegum
frá kl. 22-03 föstudag oglaugardag.
Nýjung, vegna fjölda áskorana frí
heimsending á pitsum frá kl. 18-24.
Kópavogsbúar, freistið gœfunnar!
Hamraborg 11-sími 42166eða 42151.
-GHS