Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Síða 13
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 13 Janúarútsölumar eru að fara af stað og auglýsa sumir verslunareig- endur aUt aö 70% afslátt af fatnaði. Aðrir bíða rólegir og setja fatnaðinn ekki á útsölu fyrr en eftir miðjan mánuðinn til þess „að leyfa fólkinu að ganga aðeins í jólafótunum sínum áður en þau fara á útsölu“ eins og ein starfsstúlkan komst að orði. DV fór á stúfana og kannaði úrval- ið, m.a. í Kringlunni, Borgarkringl- unni og á Laugaveginum en þar kennir ýmissa grasa. Yíirleitt er afslátturinn á bilinu 30-70% og þá hærri ef flíkurnar voru mjög dýrar fyrir. Mesti afslátturinn í könnun blaðamanns var á leður- stígvélum sem áður kostuðu 8.990 kr. en kosta nú 3.000 kr. Hægt var að fá jakka á 5.990 sem áður kostaði 9.990, gallabuxur með 2.500 kr. afslætti og yfirhafnir á 12.990 sem áður kostuðu 18.990 kr. Einnig fengust vesti með 46% af- slætti og síð pils með 43% afslætti. Þykkar peysur voru seldar á hálf- virði í einni versluninni og önnur bauð 3.000 kr. afslátt af ullarjökkum. ílin verslunin í Kringlunni veitti 25% afslátt af öllum vörum og skar sig úr að því leyti. Verslanirnar Sautján, Kókó og Vero Moda bíða með sínar útsölur þar til um miðjan janúar og svo á við um fleiri verslanir. Hagkaup byijar með sína útsölu í dag og er „Harkan 50“ slagorð hennar. -ingo Það er hægt að gera góð kaup á útsöiunum núna þar sem veittur er allt að 70% afsláttur. DV-mynd BG Dæmi um verðbreytingar á útsölum 37% lækkun 40% lækkun Netpeysa Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Fékk bæði sjón- varp og video „Ég sem hef aldrei í lífinu unnið neitt enda ekki þurft á því að halda," var það fyrsta sem Ragnar Sigurðsson í Reykjavík sagði þegar DV til- kynnti honum að hann hefði unnið til verðlauna í áskriftar- getraun blaðsins. Ragnar vann sér inn 14 tomma Samsung sjónvarpstæki með textavarpi og fjarstýringu ásamt Samsung myndbands- tæki með sjálfvirkri leitun á spólu, stafrænni stillingu og sjálfvirkri gangsetningu frá Radionausti á Akureyri, alls að verðmæti 71.290 króna. „Ég hef verið áskrifandi að DV í áratugi, það er gaman að þessu,“ sagði Ragnar en fyrir átti hann mjög gamalt sjón- varpstæki sem þurfti bank til að komast í gang. Sex áskrif- endur voru dregnir út í desemb- erlok og verða nöfn hinna heppnu birt á neytendasíðunni næstudaga. -ingo Ragnar fær tækin sín send frá Akureyri næstu daga. DV-mynd S Neytendur Margir geta ekki lagt þann ósið niður að maula eitthvað fyrir framan sjónvarpið og oft verður sælgæti eða snakk fyrir valinu. Hann Sigþór hafði samband og vildi koma því á framfæri að poppkom væri bæði ódýrt og hollt snakk. Það kosti innan við 50 kr. að poppa og ef við gefum okkur að við poppum í staðinn fyrir að fara út í sjoppu og kaupa nammi (tvisvar sinnum í viku fyrir 500 kr. í hvert sinn) spörum viö 46.800 kr. á ári. Þú sparar 18.720 kr. á ári ef þú kaupir alltaf eina röð í lottó á 40 krónur í stað þess að kaupa 10 raðir á 400 kr. Einnig sparar þú 9.360 kr. á ári ef þú kaupir eina röð í Víkingalottóinu á 20 kr. í stað 10 raða á 200 kr. Fyrir þá sem alltaf spila á báðum lottóunum er þetta sparnaður upp á 28.080 kr. á ári. Þessi sparnaðartillaga kom lika frá honum Sigþóri en með henni freistar maður samt sem áður gæfunnar. Leið í vinnu Þriðja tillagan frá Sigþóri: Þeir sem eru á bílum ættu að skoða þær ieiðir sem þeir aka í og úr vinnu og allar þær föstu rútínur sem þeir aka dag hvern. Þeir geta nokkuð örugglega stytt leiðina um 2-10 km á dag sem myndi gera 730-3.650 km á ári. Ef bílinn eyðir 8 lítrum á hundraðið og lítr- inn kostar 78 kr. er sparnaðurinn 4.555-22.776 á ári. Veislumatur úr slögum Spamaöartillagan hennar Kol- brúnar Karlsdóttur er heldur óvenjuleg. Hún segir að hægt sé að gera veislumat úr slögum, í stað kæfu. Hakk er kryddað vel á pönnu (gott að setja líka aðeins kornílögur saman við) og slögin saumuð utan um. Steikt i ofni. Fá gefins plöntur Kolbrún ráðleggur einnig þeim sem eru með nýjan garö að at- huga hjá vinum og nágrönnum hvort þeir þurfi ekki að grisja eða íjarlægja plöntur hjá sér áður en farið er af stað til þess að kaupa þær. Það þarf að grisja á hverju ári og segir Kolbrún ekkert mál að skipta fjölærum plöntum eöa stinganiðurtijáafkhppum. -ingo kaupauki - sparaðu með kjaraseðlum kjara Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. Þessi seðill gildir aðeins Langan laugardag 20% afsl. al ölluin lönfiii vcvsl- imíu innar aih'ins á moi fiini langan laufiardafi. Sanilcllur Irá hr. 990 Ofi sell frá hr. 1.990. (ATH.: afslátturinn gildir ekki af inneignarnótum) l 'li o<4 I>ií Laugavegi 74 - Sími 12211 I DeLonghi Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. Þessi seðiil gildir til 31. janúar 1994 eða meðan birgðir endast ORBYLGJUOFNAR 20% afsláttur MW-330 17 Itr. 850W örbylgjur eingöngu. Áður 23.150,- Nú 17.590,- stgr. MW-400 17 Itr. 800W örbylgjur og grill. Áður 27.360,- Nú 20.790,- stgr. MW-800 26 Itr. 850W örbylgjur og grill. Áður 36.800,- Nú 27.970,- stgr. MW-800F 26 Itr. 750W örb. +grill+blástur. Áður 41.990,- Nú 31.910,- stgr. Frábær tæki - á enn betra verði rhmv /rUMlA HÁTÚNI6A REYKJAVÍK S(MI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.