Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Qupperneq 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHÖLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Væntingar í gengismálum í könnun, sem ritið Gjaldeyrismál gerði um áramótin, töldu flestir aðspurðra, að gengi krónunnar mundi lækka innan nokkurra næstu mánaða. Þetta er athyglisverð niðurstaða, einkum þar sem raungengi krónunnar er nú eitthvert hið lægsta, sem sést hefur, og því ætti gengisfell- ing ekki að vera líkleg. En vafalaust munu kröfur um gengisfellingu aukast, þegar frekar kreppir að sjávarút- vegi á næstunni. Könnunin var gerð í úrtaki áskrifenda að Gjaldeyris- málum, sem Ráðgjöf og efnahagsspár, fyrirtæki Yngva Harðarsonar hagfræðings, gefur út. Hér er um að ræða helztu fyrirtæki í út- og innflutningi og víðar, með öðrum orðum fólk, sem ætti að þekkja vel til gengismála. Niðurstöður þessarar könnunar á væntingum um gengi krónunnar voru skýrar. Allir sem svöruðu töldu, að gengisvísitala krónunnar mundi víkja frá 2,25% frá- viksmörkum núverandi fastgengisstefnu innan tveggja ára. Stöðugt gengi á að teljast eitt helzta markmið stefn- unnar í peningamálum. Seðlabankanum er ætlað að halda genginu innan markanna 2,25% til hvorrar handar frá miðgengi. „Við teljum, að reynist könnunin réttvís- andi og að gengi krónunnar lækki á næstu mánuðum, þá verði varla um minni gengislækkun en 5 prósent að ræða,“ segir í Gjaldeyrismálum um niðurstöðuna. Svonefnd milhbankaviðskipti með galdeyri hófust hér á landi í maí í fyrra fyrir tilstilli og með þátttöku Seðla- bankans. Með þvi hefur framboð og eftirspum eftir gjald- eyri meiri og beinni áhrif á ákvörðun gengis en áður. (Íengi krónunnar var fellt um 6 prósent í nóvember 1992 og um 7,5 prósent í júní í fyrra. Almenn launa- og kostnað- arhækkun fylgdi ekki. Við það batnaði samkeppnisstaða íslenzkra atvinnuvega. Raungengi er reiknað með tilliti til launa og verðlags hér og í samkeppnislöndum okkar. Eftir gengislækkunina í fyrra var raungengið í lágmarki miðað við síðustu þrjá áratugi. Sú þróun er mjög hagstæð atvinnulífinu. En til eru þeir, sem enn beita sér fyrir gengifellingu til að bæta hag útflutningsgreina. Gengis- felling mundi í núverandi stöðu að líkindum kalla á verð- lagshækkanir og hugsanlega launahækkanir. Hún gæti kollvarpað jafnvæginu. Lágt raungengi eins og nú er samfara stöðugleika í verðlagi veitir á hinn bóginn ákjós- anlegt svigrúm til eflingar íslenzku atvinnulífi. Þetta hafa verið ljósir punktar í efnahagsmálunum. Þá fer við- skiptahalli við útlönd minnkandi. Verulegar breytingar í gjaldeyrismálum íslendinga tóku gildi nú um áramótin. Fjárhæðarmörk, sem gilt hafa um kaup innlendra aðila á erlendum langtímaverð- bréfum, falla burt. Innlendum aðilum varð heimilt að kaupa skammtímaverðbréf í erlendri mynt, miðað við ákveðið hámark. Erlendum aðilum er einnig heimilt að kaupa innlend skammtímaverðbréf í íslenzkum krónum, miðað við ákveðin mörk. Innlendir aðilar geta nú tekið lán erlendis til skemmri tíma en eins árs, sem ekki tengj- ast milliríkjaviðskiptum með vörur og þjónustu, miðað við ákveðið hámark. Fjárhæðarmörk, sem hafa gilt um innstæður innlendra aðila í erlendum innlánsstofnunum, falla burt. Allar flárhæðartakmarkanir falla svo úr gildi um næstu áramót. Fjármagnshreyfingar til og frá landinu verða þá án hindrana. Allt eru þetta mikilsverðar breyt- ingar, sem eru mjög jákvæðar, takist að halda stöðug- leika í gengismálum. Könnun Gjaldeyrismála sýnir, að fróðustu menn efast um, að stöðugleikinn haldist. Haukur Helgason FÖSTUDÁGUR 7. JANÚÁR 1994 Kalt stríð í austri Evrópa öll er samsett úr ótal minnihlutaþjóðum innan landa- mæra sem dregin hafa veriö í kjöl- far styrjalda í aldanna rás. Stórir minnihlutahópar eru innan landa- mæra flestra Evrópuríkja, en í Vestur-Evrópu hafa þeir víðast samlagast, ef frá er talið Norður- írland og Baskalandið á Spáni. í Austur-Evrópu gegnir öðru máli, þar er vandamálið nú knýj- andi og hefur margfaldast að um- fangi við' hrun Sovétríkjanna. Balkanskagi er kapítuli út af fyrir sig, en geta má þess að enn getur dregið til tíðinda út af Ungveijum. Um tvær milljónir þeirra eru innan landamæra Rúmeníu, um 300 þús- und í Vojvodínuhéraði í Serbíu, um 600 þúsund í Slóvakíu og um 250 þúsund innan núverandi landá- mæra Úkraínu og þeir eru víðar, aUs á fimmtu milljón. En Ungverjar eru ekki fjölmennasti minnihluta- hópur Evrópu lengur, heldur Rúss- ar. 26 milljónir Rússa lentu utan landamæra Rússlands þegar sov- éska heimsveldið hrundi og stærsti þjóðemisminnihluti sem nú fyrir- finnst í Evrópu er nú Rússar í Úkraínu, alls tæpar 12 milljónir manna, eða íjóröungur íbúa IJkra- ínu. Þetta er það uggvænlegasta minnihlutavandamál sem nú blasir við. Úkraínsk þjóðremba Úkraína er að hrynja innan frá vegna óleysanlegra efnahags- vandamála og glundroða á öllum sviðum. Kraftsjúk forseti hefur gef- ist upp á efnahagsumbótum í markaðsátt og gripið aftur til gam- alla úrræða áætlunarbúskaparins, án þess þó að hafa þau tök á honum sem kommúnistar höfðu. Verð- bólgan er um 70% á mánuði og séu lífskjör almennings léleg í Rúss- landi skortir lýsingarorö um ástandið í Úkraínu. Ólgunni sem af þessu leiðir hafa úkraínskir þjóðernissinnar mætt með því að spana upp þjóðrembu og Rússahatur, en Rússar fyrir sitt leyti leyna ekki vilja sínum til að innlima Úkraínu á ný. Úkraína hefur aldrei verið sjálf- stætt ríki og landamærin eru hvergi skýr. Til dæmis er um þriðj- ungur landsins í vestri fyrrverandi Pólland, sem Stalín innUmaði 1945, auk þess sem Krímskagi, þar sem Rússar eru í meirihluta var gefinn Úkraínumönnum 1954 sem vin- áttuvottur eftir 300 ára yfirdrottn- un Rússa. Úkraína og Rússland eru svo samtvinnuð að hvorugt ríkið getur án hins verið. Rússar eru aldir upp við það að Uta á Úkraínu sem Litla-Rússland, og það er ekki aðeins öfgamaðurinn Zhírínovskí sem krefst þess að hagsmuna rússneska minni hlut- ans í Úkraínu verði gætt með því að innhma landið í Rússlandi. Kalt stríð og kjarnavopn Náin samvinna þessara ríkja er óhjákvæmileg, en í því þjóðrembu- ástandi sem nú ríkir, reyna Úkra- ínumenn að vera sem sjálfstæðast- ir gagnvart Rússum, sjálfum sér tU KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður langdrægra flugskeyta og annarra kjarnavopna undir yfirráðum Úkraínu. Þessi vopn eiga Úkraínu- menn samkvæmt samningum að afhenda Rússum til eyðingar, en hingað tU hafa þeir þverskaUast við því. Þjóðemissinnar vilja halda kjarnavopnunum sem trompi á hendi, ef Rússar seUast tU yfirráða. Á mörkum Rússlands og Úkraínu geisar nú kalt stríð, þar sem fjórð- ungur íbúa Úkraínu er Rússar, og hótanir um beitingu kjarnavopna Uggja í loftinu. Úkraínumenn sjálf- ir eru aðeins um helmingur íbúa landsins, þar búa um 15 þjóðir. Minnihlutavandamál annarra Austur-Evrópuríkja eru vissulega erfið viðfangs, en með Bosníu í bakgrunni er ekki að undra að Vestur-Evrópumenn séu uggandi efnahagslegs ógagns. Það sem öUu máU skiptir í þessu samhengi er kjarnavopnin. Við hrun Sovétríkjanna lenti stór hluti út af Úkraínu. ÞjóðernismáUn eru alls staðar eldfim en þau eru hvergi kjarnorkuvædd nema í Úkraínu. Gunnar Eyþórsson „Þjóðernismálin eru alls staðar eldfim en þau eru hvergi kjarnorku- vædd nema f Úkrainu." „Á mörkum Rússlands og Úkraínu geisar nú kalt stríð, þar sem fjórðungur íbúa Úkraínu er Rússar, oghótanir um beitingu kjarnavopna liggja 1 loft- inu.“ Skoðanir annarra Þegnar Evrópu í framandi umhverf i „í úttekt á vegum EFTA eru leidd rök að því að einungis hin aukna samkeppni innan flármálastarf- seminnar muni færa til neytenda sem svarar 1,3% af heildarlandsframleiöslu EES og ekki síst koma íbúum hinna smærri og lokaöri hagkerfa EFTA- ríkjanna til góða. Nýhafið ár er þannig ár fyrirheita og sumpart ófyrirsjáanlegrar þróunar meðan þegnar hins nýja ofurmarkaðar Evrópu læra að fóta sig í framandi umhverfi." BVS í viðskiptablaði Mbl. 6. jan. Fjárlagahallinn „Neytendur munu verða þess varir nú um ára- mótin að miklar breytingar hafa átt sér stað í skatt- heimtu. ... Fjárlagahallinn stafar ekki síst af at- vinnuleysi og samdrætti í landinu. Versnandi at- vinnuástand bitnar af fullum þunga á afkomu ríkis- sjóðs.... Það er því miður sorglega lítið um að tekiö sé á málum með langtímamarkmið 1 huga. Úrræði stjómvalda til þess að draga úr sárasta sviða at- vinnuleysisins felast í að ákveðið er í skyndingu fé til framkvæmda, jafnvel í verk sem lítt eða ekki eru undirbúin." Úr forystugrein Tímans 5. jan. Sjónvarpsfréttir kl. 22 „Með örfáum undantekningum gerir Sjónvarpið lítið annað en að endurtaka fréttir hinna stöðvanna tveggja - oftast með leiðinlegri framsetningu en þær og nánast aldrei í nýju ljósi. Það er tímasetning fréttatímans sem setur þessar skorður - það era ein- faldlega ekki aðrar fréttir til að segja. Og það er aft- ur sóun á hæfileikum fréttamanna sem hafa sjaldan tækifæri til að spretta úr spori. Ein lausnin held ég gæti verið aö færa sjónvarpsfréttir aftur til kl. tíu að kvöldi, tíma sem víða annars staðar í heiminum er að verða bezti fréttatíminn.“ Karl Th. Birgisson í Pressunni 6. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.