Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Side 19
27
FÖSTUDAGUR'7. JAKÚAK 1994:
Fréttir
Stefanía, Tómas og Heiðar -starfsfóik veitingaskálans við golfvöllinn á Selfossi.
Selfoss:
DV-mynd Kristján
Hótelið yfirtekur
rekstur golfskálans
- möguleiki á stækkun golfvallarins
Kristján Einaisson, DV, Selfossi;
Nýir rekstraraöilar, hótelstjórinn á
Selfossi, Heiöar Ragnarsson, og ungt
fólk í samvinnu viö hann, þau Stef-
anía Jónsdóttir og Tómas Þórodds-
son, hafa tekið viö rekstri golfskál-
ans á Svarfhólsvelli viö Selfossbæ.
Golfvöllurinn á Selfossi er níu
holna völlur á bökkum Ölfusár í
landi Laugardæla. Forráðamenn
Golfklúbbs Selfoss hafa rætt við
landeigendur um aukið landrými til
að stækka völlinn í 18 holna völl og
eru möguleikar á því.
Golfvöllurinn er nú þegar orðinn
afar vinsæll og verður eflaust mun
fjölsóttari ef af stækkun verður. Það
sjá einnig nýir rekstaraðilar golf-
skálans og líta björtmn augum til
framtíðar.
Merming
Bíóhöllin/Bioborgin - The Demohtion Man: ★★
Tortímandinn í öf ugu veldi
Það fyrsta sem glöggir aðdáendur vísindaskáldsagna
munu taka eftir í The Demolition Man er hversu margt
af því sem fyrir augu ber er kunnuglegt.
Myndin byrjar á því að risastórt hús snargeggjaðs
fjöldamoröingja (Wesley Snipes) er sprengt upp (Ricoc-
het, Lethal Weapon 3). Lögreglumaður (Stallone) er
sakaður um fjöldamorð en er saklaus (The Running
Man). í refsiskyni er hann er frystur í ísklumpi (The
Empire Strikes Back). 30 árum seinna er Stallone þídd-
ur því hann er sá eini sem getur unnið á Snipes sem
var sjálfur þíddur til þess að hafa uppi á og drepa
uppreisnarforingja (The Terminator). Framtíðin er of
fullkomin til að vera sönn (Logan’s Run), tungumálið
hefur tekið miklum stakkaskiptum (Clockwork Or-
ange), kynlífiö er fjarstýrt (Sleeper), stóribróðir fylgist
með öllum borgurum (1984) og annars flokks þegnar
búa neðanjarðar (Metropolis).
Demohtion Man er nýjasta súperframleiðsla súper-
framleiðandans Joel Silver. Hann á að baki nokkrar
af bestu hasarmyndum níunda og tíunda árartugarins
(48 HRS, Predator, Die Hard, Lethal Weapon 2) en
undanfarin ár hafa myndir hans verið að þynnast
fullmikið (Ricochet, Last Boy Scout, LW3). Demolition
Man er engin undantekning þar á. Þrátt fyrir afskap-
lega sniðuga framtíðarsýn er sagan sem fyrr segir
bara endurtekning og hasaratriðin mikilvægu eru
máttlaus. Þessir gaUar fara þó ekki að hafa veruleg
áhrif á myndina fyrr en í seinni helmingnum. Þar á
undan er hægt að hafa mjög gaman af San Angeles
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
áriö 2032 þar sem allt sem er ekki hollt er bannað,
allir eru kurteisir og jákvæðir og tæknivæðingin er í
algleymingi. Umgjörð myndarinnar er frábærlega vel
unnin og er þetta besta myndræna dæmið um útópíu-
framtíð sem sést hefur í bíó (Blade Runner er enn
besta dystópíuframtíðin).
Stallone og Snipes valda vonbrigðum sem andstæð-
ingar en Stallone fær nokkra góða brandara meðan
hann er að hneykslast á framtíðinni (einn af þeim
verður örugglega með þeim fyndnari á árinu). Slags-
málaatriðin og skotbardagamir milli þeirra eru fyrir
neðan meðallag, enda er þetta fyrsta mynd auglýsinga-
John Spartan (Stallone) og Simon Phoenix (Wesley
Snipes) eru fornir fjandvinir sem hittast á ný i fyrir-
myndarframtíð.
stjórans BrambUla (það er vitað mál að auglýsingaleik-
sljórar geta ekki gert góðan hasar). Leikrænt séð þá
stelur Sandra Bullock senunni sem lögregla og ákafúr
aödáandi tuttugustu aldarinnar.
Pizza Hut fær heijarinnar auglýsingu út á að vera
eini skyndibitastaðurinn sem lifði af veitingakeðju-
stríð framtíðarinnar. Þegar myndin var sýnd í Banda-
ríkjunum þá var það Taco Bell sem fékk auglýsinguna
en núna hefur Pizza Hut verið (Ula) talsett ofan í hvert
skipti sem einhver segir Taco Bell, sennilega vegna
þess að Taco Bell er ekki eins vinsælt utan Bandaríkj-
anna.
Demolitlon Man (Band-1993) 114 min.
Saga: Peter M. Lenkov, Robert Renau.
Handrit: Daniel Waters (Batman 2, Hudson Hawk), Lenkov,
Renau.
Lelkstjórn: Marco Brambilla.
Leikarar: Sylvester Stallone, Wesley Snipes, Sandra Buliock
(Vanishing, Love Potion, Nigel Hawthorn (Yes Minister),
Benjamin Bratt (Blood In, Blood Out), Bob Gunton, Glenn
Shadix, Denls Leary.
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og
endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur
fyrir árið 1994.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu
félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síð-
ar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 10. janúar 1994.
Kjörstjórnin
Mosfellsbær - Trésmiður
Mosfellsbær óskar eftir að ráða trésmið til starfa við
áhaldahús bæjarins. Um er að ræða fjölbreytta tré-
smiðavinnu vegna viðhalds og viðgerða í húseignum
bæjarins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst. Nánari upplýsingar gefur tæknifræðingur Mos-
fellsbæjar, Hlégarði, sími 666218 milli kl. 10 og
12.00 alla virka daga.
Skriflegar umsóknir skulu hafa borist til undirritaðs
fyrir 18. janúar 1994.
Tæknifræðingur Mosfellsbæjar
Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hraunbraut 34, efri hæðt þingl. eig. Sophus Jóhannsson og Áslaug Ing- ólfsdóttir, gerðarbeiðendur Húsa- smiðjan hf. og Lífeyrissjóður sjó- manna, 11. janúar 1994 kl. 15.15. Kjarrhólmi 18,1. hæð merkt 1A, þingl. eig. Elsa Þorfinna Dýrfjörð, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna, 11. janúar 1994 kl. 16.00.
Álíhólsvegur 107, 004)2, þingl. eig. Logi Dýrfjörð, gerðarbeiðendur Al- þjóða líftryggingafélagið og Við- skiptaþjónustan hf., 11. janúar 1994 kl. 16.30.
Reynigrund 29, þingl. eig. Sigurður Jóhann Tyrfingsson og Hrönn Hreið- arsdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins og fslandsbanki hf., 11. janúar 1994 kl. 17.00.
Haiharbraut 1 D, 004)1, þingl. eig. Norðurslóð hfy gerðarbeiðendur Brunabótafélag Mands, Bæjarsjóður Kópavogs og Lífeyrissjóður Austur- lands, 11. janúar 1994 kl. 13.00. Hamraborg 26, 1. hæð A, þingl. eig. Jón Stefansson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, 11. janúar 1994 kl. 13.45.
Vatnsendablettur 86, þingl. eig. Stein- grímur Jóhannesson, gerðarbeiðend- ur Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyr- issjóður verslunarmanna og Vátrygg- ingafélag íslands, 11. janúar 1994 kL 11.00.
Holtagerði 22, neðri hæð, þingl. eig. Jarl Jónsson, gerðarbeiðendur Bún- aðarbanki íslands, Bæjarsjóður Kópa- vogs, Frjáisi lífeyrissjóðurinn hf., Landsbanki íslands og sýslumaðurinn í Kópavogi, 11. janúar 1994 kl. 14.30.
SÝSLUMAÐUMN í KÓPAV0GI
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram fyrsti útdráttur húsbréfa í
4. flokki 1992.
Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1994. 1
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði
og í Tímanum föstudaginn 8. janúar.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og
verðbréfafyrirtækjum.
c£h húsnæðisstofnun ríkisins
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00