Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Qupperneq 28
36 Albert kemst ekki úr sporunum. Kemst ekki úr spor- unum „Þaö eru gífurlega margir sem hafa haft samband við mig. Ég kemst varla áfram á götunni fyrir fólki sem er að hvetja mig til að koma aftur inn í stjórnmálin hér heirna," segir Aibert Guðmunds- son sendiherra í DV í gær. Hann bætir við að hann hafi ekki tekið ákvörðun en undirskriftalistar virki hvetjandi. Þjóð í hlekkjum ekki tímabær „Ég veit ekkert af hverju ákveð- ið er að endursýna ekki þáttinn vegna þess að það var haldinn einhver bráðafundur í útvarps- ráði í gær án minnar vitundar án þess að ég hefði verið spurður um forsendurnar fyrir endursýning- unni. Ég frétti það fyrst í fjölmiðl- um að þetta heíði verið ákveðið," segir Hrafn Gunnlaugsson. Ummæli dagsins Ekkert úrvalsefni „Þættimir voru mjög umdeildir og sú söguskoðun sem þar birt- ist. Er því tæpast hægt að flokka þættina sem íslenskt úrvalsefni en þannig var efnið á sínum tíma kynnt í frumdrögum að dagskrá janúarmánaðar. Mikið af slíku efni er til í fórum Sjónvarpsins sem jafnvel aldrei hefur verið endursýnt," segir Ásta R. Jó- hannesdóttir útvarpsráðsmaður. Annar ekki eftirspurnn „Meginatriðið er að hvaða skoðun sem menn hafa á þessu er eftirspum eftir að sjá þættina. Það linnir ekki spurningum til mín um hvort ég eigi vídeómynd af þáttunum. Ég á það ekki og bendi á annan. Þetta er eins og í Sovétríkjunum í gamla daga þeg- ar verk vom bönnuð og þau gengu síðan prívat milli manna,“ segir Gísli Gunnarsson, sagn- fræðingur og faglegur ráðgjafi Baldurs Hermannssonar. Frost um allt land Klukkan sex í morgun var spáð stormi á suðvesturmiðum, Faxaflóa- miðum, Breiðafjarðarmiðum, vest- Veðrið í dag urdjúpi, suðurdjúpi og suðvestur- djúpi. Norðaustanáttin er að ganga niður en við tekur vaxandi austan- og síðan suðaustanátt. Þegar líður á daginn verður komið suðaustanhvassviðri við suður- og suðvesturströndina en austanstormur í kvöld og nótt. Búast má þá við snjókomu um sunnan- og vestanvert landið en annars staðar verður úrkomulítið og vindur mun hægari. Draga mun úr frosti í bih, einkum sunnanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi og bjartviðri í fyrstu en þykknar upp með austanhvassviðri síðdegis. Suðaustanhvassviðri eða stormur og snjókoma eða slydda í kvöld og nótt. Minnkandi frost og lík- lega frostlaust þegar líður á daginn. Sólarlag í Reykjavík: 15.58 Sólarupprás á morgun: 11.09 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.20 Árdegisflóð á morgun: 03.08 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -8 Egilsstaöir snjókoma -6 Galtarviti Snjóél -4 Keílavíkurflugvöllur skýjað -3 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -6 Raufarhöfn alskýjað -2 Reykjavík léttskýjað -3 Vestmannaeyjar úrkoma 0 Bergen léttskýjað -2 Helsinki snjókoma -3 Ósló alskýjað 1 Stokkhólmur þoka 1 Þórshöfn léttskýjað 0 Amsterdam skýjað 5 Barcelona skýjað 8 Berlin skýjað 4 Chicago alskýjað -2 Frankfurt þoka 4 Glasgow léttskýjað 3 Hamborg skýjað 7 London skyjað 0 Madríd heiðskírt 1 Malaga skýjað 9 Mallorca skýjað 7 Montreal alskýjað -20 New York alskýjað -6 Nuuk léttskýjað -2 Orlando heiðskírt 13 París skýjað 3 „Mikið af þessu er slembiiukka, góður mannskapur hefur sitt að segja og góð veiðarfæri gera útslag- ið. Hampíðjan hefur staðiö sig vel í gerð þessara stóru trolla,“ segir Páll Breiðljörö Eyjólfsson, skip- stjóri á frystitogaranum Haraldi Kristjánssyni frá Hafnarfirði. Páll Maður dagsins hefur verið skipstjóri á Haraldi í fjögur ár og þetta er þriðja árið sem hann er aflahæstur á landinu. Tog- arinn Haraldur Kristjánsson var einn sá fyrsti sem fór á karfaveiöar ásamt Sjóla sem er í eigu sömu útgerðar. „Við höfðum lítinn kvóta sem Páll Breiðfjörð Eyjóltsson. hefur farið minnkandi og því urð- um við að sækja út fyrir landhelg- ina. Við fórum part úr túr í Smug- una í haust en fengum ekkert að ráði.“ Páll fer þrjá túra í beit og tekur frí þann fjórða. Hver túr er um mánuður í senn svo fjarveran frá heimihnu er mikil. Hann segist því ráða bömum sínum frá því að gera sjómennsku að ævistarfi. „Þetta venst þó eins og hvað ann- aö. Aðstaðan er mjög góð í skipinu en við erum meira og minna sam- bandslausir við umheiminn. Þess- ar löngu fjarvistir bitna helst á eig- inkonunum sem verða að sjá um allt á meðan. Vinna þeirra er lítils metin og sérstaklega af hinum op- inbera “ -JJ Myndgátan HÖfuðstÓll Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Mikil vaegur lands- leikur ísland mætir Hvít-Rússum í landsleik í kvöld kl. 20.30 i Laug- ardalshöll. Báðir leikirnir veröa leiknir hér heima og verður sá íþróttir síðari á sunnudag á sama tíma. Leikimir eru í 4. riðli Evrópu- keppni landsliða en aðrir í riðlin- um eru Finnar, Búlgarar og Kró- atar. Slagurinn stendur um tvö efstu sæthi til að eiga möguleika á áframhaldi og er nauðsynlegt fyrir okkar menn að vinna báða leikina. Það ætti að takast með góðum stuðningi áliorfenda á heimavelh. Skák Þessi staða er frá PCA-mótinu í Gron- ingen á dögunum. Kramnik, sem var einn hinna sjö efstu sem komust áfram, hafði hvítt og átti leik gegn Kajdanov: 22. He7 + ! En ekki 22. DxfB?? Dal + ! og svartur verður fyrri til að máta. 22. - Kxe7 23. Dxfti i Kd7 24. Hd3 Svartur fær tvo hróka í skiptum fyrir drottninguna en opin kóngsstaða hans ræður úrslitum. 24. - Dxd3 25. Bxd3 He8 26. Bc4! He7 27. Bxf7 Kd8 28. Db6+ Kd7 29. Bb3 Ke8 30. Ba4+ Kf7 31. Dd8 og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hófst miðvikudaginn 5. janúar og er spilað í tveimur 14 sveita riðlum sem verður að teljast mjög góð þátttaka. Eftir tvær um- ferðir var sveit Landsbréfa efst með 50 stig í A-riðli en sveit Metró í öðru sæti með 48 stíg. í B-riðli var sveit Bíóbarsins í forystu með 48 stig en sveitir Símonar Símonarsonar og Guðlaugs Sveinssonar voru jafnar í 2.-3. sæti með 40 stíg. Spiluð eru forgefin spil, sömu spil í öllum leikj- um sem gerir samanburðinn skemmti- legan. Þetta spil kom fyrir í fyrri umferð fyrsta sphadagsins og niðurstaðan úr því á marga vegu. Suður var gjafari og NS á hættu: ♦ 964 V ÁG987 ♦ 6 + ÁKD8 * ÁKG2 ¥ 1052 ♦ D9752 + 10 ♦ 10853 V KD4 ♦ Á43 4* 742 í leik Metró og Icemac í lokuðum sal fóm- uðu AV í fimm tígla yfir fjórum hjörtum og suður þurfti að velja útspil. Hann valdi mjög óheppilega byrjun, útspilið var lítill tiguU, sem gaf samninginn. Kóngur var settur í blindum, spaði tekinn hónnn sinnum og hjarta hent í blindum. Suður átti lengdina í spaða og tígh og gat enga björg sér veitt. Vegna hinnar hagstæðu legu gat sagnhafi víxltrompað sig upp í 11 slagi. í leik GUtnis við HjólbarðahöU-. ina var Ragnar Magnússon í norður sagnhafi í flómm hjörtum eftir að austur hafði komið inn á spaða og vestur tekiö undir spaðalitinn! Austur byijaöi á að spUa ÁK í spaða og síðan lágum spaða sem vestur trompaði. Svo virðist sem sagnhafl eigi aðeins 9 slagi eftír það, en Ragnar sá að það var hægt að spila upp á þvingun í þremur litum. Vestur þurfti að passa lauflitinn, austur síðasta spað- ann og einnig þurfti aö vernda tíguhit- inn. Ragnar vann spihð með því að fá tíunda slaginn á tígulfjarkann! ísak Örn Sigurðsson * ui V 63 ♦ KG108 pncco

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.