Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Blaðsíða 32
F R X I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími €32700 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994. Sjómannaverkfallið: Sjómenn með hugmyndir að lagasetningu „Þaö er alveg klárt aö við stöndum ekki upp úr þessu verkfalli þannig aö við höfum áfram yfirvofandi að 30 prósent af kaupinu renni inn í aílakaup," segir Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Farmanna- og fiski- mannasambands islands. Fulltrúar sjómannasamtakanna áttu í morgun fund með Ólafi Davíðs- syni, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu, og afhentu honum skriflegar hugmyndir um hvernig koma megi í veg fyrir þátttöku sjó- manna í kvótakaupum með lagasetn- ingu. Tillögurnar eru framkomnar fyrir tilstilli ríkissáttasemjara að ósk forsætisráðherra. Guðjón segir að bakslag hafi komið í viðræðurnar þegar aðilar hittust —' eftir áramótin. Aöspurður kveðst hann þó trúaður á að hægt yrði að ná samningum á innan við íjórum dögum komi fram fullnægjandi fyrir- heit um lagasetningu. -kaa Flugleiðahótelin: Viðræður við erlend hótel Flugleiðir hafa átt í viðræðum við —V erlendar hótelkeðjur um að taka upp samstarf í markaðs- og sölumálum við Flugleiðahótehn tvö; Hótel Loft- leiöir og Hótel Esju. Heimildir DV herma að sænska hótelkeðjan Skandik sé þar efst á blaöi en Skand- ik rekur 30 hótel í Svíþjóð og einnig í Þýskalandi og víðar í N-Evrópu. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, staðfesti í samtali við DV að viðræður við erlendar hótelkeðjur hefðu átt sér stað og Skandik væri meðal þeirra. „Skandik er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum rætt við en engin lokaákvörðun ligg- ur fyrir. Hér er ekki um neina eign- araðOd að ræða heldur fyrst og fremst samstarf í markaðsmálum," ^ sagði Einar. -bjb SVR-deilunni vísað til sáttasemjara Stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar og fulltrúar starfs- manna SVR hf. ákváðu á fundi í gær að vísa defiu sinni við stjórnendur SVR hf. til Ríkissáttasemjara. Búist er við að erindið berist Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissáttasemjara formlega í dag. Gert er ráð fyrir að deiluaðilar verði fljótlega kallaðir samantfifundar. -GHS LOKI Þarf ekki að koma upp varúðarskiltum: Lemjiðekki lögguna? A f imiritu millj ón í skaðabæt ur og vexti - fyriráverkasemhannhlautístarfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára Reykvíking til að greiða Árna Gunnarssyni lögreglu- manni á 5. milljón króna í skaða- bætur og vexti eftir að hann var metinn 20 prósent öryrki. Máiavextir eru þeir að aðfaranótt 18. júní 1988 var lögreglan kvödd að húsi í Garðabæ þar sem Reyk- víkingurinn hafði verið kærður fyrir misþyrmingu. Höfðu lög- reglumenn afskipti af honum en hann veitti Árna, sem þar var í hópi lögreglumanna, hnefahögg i aftanverðan hálsinn. Það var ekki fyrr en eftir vaktina sem Ámi fór á slysadeild eftir að hann fór að finna til verkja og flök- urleika. Skoðun leiddi í ljós eymsli i vöðvafestum í hnakka og niður eftir háisinum. Ami var frá störfum um tíma og var talið að hann myndi ná sér. Hins vegar kom i ljós skömmu seinna viö rannsókn á Áma aö hann var meðal annars með skemmdar vöðvafestingar, þráiát- an höfúðverk og þar mátti einnig greina hálshnykksáverka. Frá þessum tíma og þar til í janúar á seinasta ári fór Árni nokkram sinnum til tveggja annarra lækna. Niðurstaöa þeirra var á svipuðum nótum og annar þeirra taldi ör- orkumat hans 20 prósent. Örorka Árna hafði áður verið metin 15 pró- sent í febrúar 1989. í júní 1992 ályktaði læknaráð að örorkumatið heföi ekki verið tíma- bært. Var því varanleg örorka met- in að nýju ári seinna og þá 20 pró- sent, eins og fyrr sagði, og féllst læknaráð á þá niðurstöðu. Ekki var fallist á mótmæh Reyk- víkingsins að Ámi hefði getað lagt fram málið fyrr þar sem lögmaður Árna benti á aö vandkvæðum heföi verið bundið að hafa upp á stefnda. í niöurstöðu dómsins segir að þótt Árni geti stundaö vinnu hafi hann orðið að takmarka auka- vinnu sina bæði í lögreglunni og utan hennar. Svo gæti verið eför- leiöis. Einnig sagði: „Ekki virðist mega út af bregða tfi að Árni verði að láta af lögreglustörfum. Fari svo eru möguleikar hans á starfsvali skertir." Með hliðsjón af þessu var Reyk- víkingnum gert að greiöa 500 þús- xmd í málskostnað og Áma 4,1 milljón í skaðabætur, þar af um 1,8 milljónirívexti. -pp Foreldrar kaupa vínfyrirbörn Siguijón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Um áramótin var mikið um ölvuð ungmenni á ísafirði, m.a. þurfti lög- reglan að hafa afskipti af 14 ára dauðadrukknum unglingi. Að sögn lögreglu virðist sem foreldrar barn- anna hafi keypt áfengið fyrir þau. „Við höfum fengið þær afsakanir foreldra að ef þeir kaupi ekki vín fyrir böm sín þá geri það einhverjir aðrir. Þetta eru viðtekin svör og venja. Börnin segja okkur að foreldr- arnir hafi keypt vínið og foreldramir viðurkenna það. Þaö er skrýtið hugarfar þegar full- orðnu fólki finnst ekkert athugavert við að kaupa áfengi í Ríkinu fyrir 14-16 ára böm,“ sagði lögreglumaður hér. Viðræður minmhlutans: Ákveðiðaðafla upplýsinga um vægi embætta Árni Þór Sigurðsson, annar tveggja fulltrúa Alþýðubandalagsins í við- ræðunum um sameiginlegt framboö minnihlutans í borgarstjórn, segir að fulltrúar Kvennalistans, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks hafi hist á óformlegum fimdi tfi að ræða sameiginlegt framboð minnihluta- flokkanna. Engin ákvörðun um framboö var tekin á fundinum en ákveðið að byrja á því að afla upplýs- inga um hlutverk kjörinna embættis- manna borgarinnar og vægi þeirra. Árni Þór vfidi ekkert segja um það hvort alþýðuflokksmönnum yrði boðið að taka þátt í viðræðunum en staðfesti að kvennalistakonur og framsóknarmenn settu það sem skil- yrði fyrir sameiginlegu framboði að afiirflokkarniryrðumeð. -GHS Atvinnulausum fjölgarstöðugt Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjuiru „Það eru 358 manns á skrá hjá okk- ur sem við munum borga atvinnu- leysisbætur út í dag. Það er alltaf samdráttur í fiskvinnslunni á þess- um árstíma og þessi tala á eftir að hækka töluvert ef verkfafiið dregst á langinn," sagði Guðmundur Finns- son, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Atvinnulausum fjölgar stöðugt á Suðurnesjum. 320 fengu greitt fyrir áramót. Hjá Iðnsveinafélagi Suður- Þessar ungu stúlkur voru meðal fjölmargra sem lögðu leið sina á Tjörnina i gær til að renna sér á skautum en nesja eru 18 á atvinnuleysisskrá, veður til skautaiðkunar hefur verið ákjósanlegt að undanförnu. DV-mynd GVA fiestir smiðir. Veðriðámorgun: Dregur úr frosti Á morgun verður hvöss austan- átt sunnan- og vestanlands en mun hægari vindur annars stað- ar. Dálítil snjókoma eða slyddda með suðvesturströndinni, él víða annars staðar, nema síst á Vest- urlandi og í innsveitum norðan- lands. Dregur heldur úr frosti. Veðrið í dag er á bls. 36 s. 814757 HRINGRÁS HF, ENDURVINNSLA Kaupum kapla og rafmagnsvír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.